Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 52
<o>
AS/400 er...
...með PowerPC
64 bita örgjörva
og stýrikerfi
<o> NÝHERJI
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBKÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTl 1
SUNNUDAGUR13. JÚLÍ 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Morgunblaðið/Jim Smart
Víkingar á Þingvöllum
Deilt um viðbótarkvóta eftir bátasölu
Kvótinn kaupandans
nema annað sé tek-
ið fram í samningi
15 stunda
sjúkra-
flug til
Portúgals
FLUGVÉL íslandsflugs hélt til Port-
úgals um klukkan átta í gærmorgun
til að sækja 26 ára gamlan mann
sem veikst hafði ytra og var gert
ráð fyrir að flugið tæki um 15
klukkustundir. Beiðni um flutning
mannsins barst á föstudagskvöld og
voru þá gerðar viðeigandi ráðstafan-
ir fyrir sjúkraflutning.
Með vélinni, sem er skrúfuþota
af gerðinni Beachcraft Kingair, fóru
læknir og tveir flugmenn frá íslands-
flugi, auk þess sem sæti voru tekin
úr vélinni og komið fyrir tækjum
fyrir sjúkraflutningana.
Búist er við að vélin haldi frá
Portúgal árla dags og verði komin
hingað til lands um klukkan 16 í
dag, sunnudag, þar sem maðurinn
mun gangast undir aðgerð.
Aðspurður sagði Sigfús Sigfús-
son, markaðsstjóri Islandsflugs, að
þetta væri eitt lengsta sjúkraflug
sem félagið hefði flogið og rámaði
hann aðeins í flug til Spánar sem
geti hafa verið lengra. Kostnaðurinn
við flugið nemur um hálfri annarri
milljón króna, og er gert ráð fyrir
að sjúkratrygging mannsins greiði
þann kostnað að hans sögn.
-— ♦ ♦---------
Met í Vest-
fjarða-
göngum
UMFERÐARMET var slegið í Vest-
fjarðagöngunum frá miðnætti á
fímmtudag til miðnættis á föstudag.
Sýndu mælingar að um 900 bifreið-
ir höfðu farið um þau. Það er mesta
umferð um jarðgöngin frá upphafí
en fyrra metið var sett fyrir mánuði.
Sökum mikillar umferðar mældist
of mikil mengun í göngunum og
fyrir vikið var umferð um þau stöðv-
uð um tíma en sjálfvirkur búnaður,
sem tengist mengunarmælinum,
kveikti á rauðu ljósi á umferðarvita
við gangamunnana og fékk engin
bifreið að aka inn í göngin meðan
loftið var hreinsað.
I göngunum er loftræstikerfi, en
samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglu, varð að kalla út starfsmenn
frá Vegagerðinni til að ræsa öflugri
blásara.
Að sögn lögreglu er talið að rekja
megi þessa miklu umferð til ferða-
mannastraums um Vestfirði.
-----» ♦ ♦-----
Fiskflutninga-
bifreið valt
FLUTNINGABIFREIÐ valt snemma
í gærmorgun efst í Kolásbrekku í
grennd við Munaðarnes, en aftaní-
vagn hennar hélst á réttum kili. Bif-
reiðin valt á hliðina ökumannsmegin,
en bílstjórinn slapp ómeiddur og
taldist vel sloppið, að sögn lögreglu.
Bíllinn var fulllestaður af fískkör-
um og tóku menn frá björgunarsveit-
inni Brák í Borgarnesi til óspilltra
málanna í gærmorgun við að bjarga
farminum og flytja yfir á aðra bif-
reið, en nokkur vinna var við að
flokka fískinn.
Stýrishús bifreiðarinnar og önnur
hlið hennar skemmdust talsvert.
VÍKINGAR á Víkingahátíð
skunduðu til Þingvalla í gær og
héldu sérstakt „hátíðarþing" að
viðstöddum Olafi G. Einarssyni,
forseta Alþingis. Hér njóta vík-
ingafeðgar frá Danmörku ver-
unnar á Þingvöllum. Ungi
sveinninn heitir Halfdan og gaf
faðir hans þá skýringu á nafn-
inu, að sonurinn væri aðeins hálf-
ur Dani, móðirin væri sænsk.
Víkingahátíðinni lýkur í kvöld,
sunnudagskvöld, með bálför, þar
sem eldur verður borinn að átta
metra langri eftirlíkingu vík-
ingaskips, að heiðnum sið.
KAUPANDI línubáts hefur verið
sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur
af kröfum seljanda bátsins þess efnis
að aflahlutdeildir sem bátnum voru
úthlutaðar eftir söluna skyldu teljast
eign seljanda og kaupandi því greiða
fyrir þær. Höfðaði seljandi mál á
hendur kaupanda í janúar 1997 en
báturinn var seldur í janúar 1995.
Málavextir eru þeir að Flói ehf. á
Patreksfírði seldi Ymi ehf. á Bíldud-
al línubátinn Egil BA 486 í janúar
1995 á 13 milljónir króna. Báturinn
var seldur án aflahlutdeildar en með
veiðiheimild og fékk hann nafnið
Hallgrímur Ottósson BA 39. Þegar
kaupin voru gerð giltu lög um svo-
kallaða línutvöföldun en samkvæmt
henni var fískur sem veiddist í nóv-
ember til febrúar aðeins talinn til
aflamarks að hálfu þar til sameigin-
legur línuafli í þorski og ýsu hefði
náð 34 þúsund tonnum, miðað við
óslægðan físk.
í júní 1996 var línutvöföldunin
afnumin og bátnum reiknuð sérstök
viðbótaraflahlutdeild í hlutfalli við
línuafla hans þijú fiskveiðiárin á
undan. Einnig var bátnum úthlutuð
aflahlutdeild í steinbít. Stefnandi
gerði þá kröfu að þessi viðbótarhlut-
deild skyldi tilheyra sér þar sem
NEKTARDANSSTAÐURINN Veg-
as ráðgerir að bjóða upp á námskeið
fyrir fatafellur á íslandi í næsta
mánuði. Auglýst hefur verið eftir
þátttakendum og að sögn stjórnanda
skemmtistaðarins hafa átta umsækj-
endur þegar lýst yfir áhuga. 12-14
þátttakendur þarf til að af námskeið-
inu verði.
Kennarar verða tvær kanadískar
nektardansmeyjar sem báðar eru
útskrifaðar úr dansskóla með kenn-
arapróf. Að sögn stjórnanda Vegas
eru góðir atvinnumöguleikar fýrir
fatafellur, bæði hérlendis og í út-
löndum. Nokkuð hefur verið um það
henni var úthlutað á veiðireynslu
sem fékkst meðan báturinn var í
eigu hans. Dómkvaddur matsmaður
mat aflahlutdeildina á rúmar 19
milljónir króna.
Seljandi krafðist greiðslu á rúm-
lega 21 milljón króna og til vara að
kaupsamningi yrði breytt að því er
varðar kaupverð og kaupandi skyldi
greiða rúmar 19 milljónir til viðbótar
og til þrautavara gerði hann þá kröfu
að greiddar skyldu 11 miiljónir króna
til viðbótar.
í dómsforsendum segir m.a.:
Stefnandi seldi stefnda bátinn með
veiðileyfi. í því fólst að stefndi gat
nýtt sér þágildandi ákvæði laga um
línutvöföldun. Sá réttur var afnum-
inn með lögum og bátnum úthlutað
aflahlutdeild. Segir einnig að stefn-
anda hafi borið að kveða á um það
í kaupsamningi ef ætlun hans var
að aflahlutdeild sem bátnum kynni
að verða úthlutað eftir kaupin skyldi
renna óskert til hans.
Niðurstaða dómsins var því sú að
kaupandi bátsins skyldi sýknaður
af kröfum seljanda og var máls-
kostnaður felldur niður. Dóminn
kváðu upp Valtýr Sigurðsson, Allan
Vagn Magnússon og Hjörtur 0.
Aðalsteinsson.
að íslenskar konur hafi haft sam-
band við dansstaðinn og kannað
möguleika á vinnu. „Við bjóðum upp
á þetta námskeið til að losa um
ákveðna fordóma gagnvart þessari
atvinnugrein. Þetta er eins og hvert
annað hannyrðanámskeið.“
Talsmaður skemmtistaðarins seg-
ir líklegt að einhveijum þátttakenda
verði boðin vinna þar, en að það sé
ekkert skilyrði fyrir þátttöku. Jafnt
konum sem körlum er heimilt að
skrá sig í námskeiðið. Þegar hefur
einn karlmaður lýst áhuga.
■ Erótísk/BlO
Tafir á millilandaflugi í gærmorgun
Hópnr flugumferðar-
stjóra tilkynnti veikindi
NOKKRAR tafir urðu á millilandaflugi í gær,
einkum að morgni dags, í kjölfar þess að fimm
af sex flugumferðarstjórum, sem mæta áttu til
vinnu klukkan sjö og átta hjá flugstjórnarmið-
stöðinni í Reykjavík, tilkynntu forföll. Þorgeir
Pálsson flugumferðarstjóri kveðst ekki vita um
ástæður þessara hópveikinda en reynt verði að
leita skýringa á þeim.
Kjaraviðræður standa nú á milli Félags ís-
lenskra flugumferðarstjóra og samningarnefnd-
ar ríkisins. „Þeim viðræðum hefur ekki verið
slitið, þannig að á óvart kemur ef þau mál eru
orsökin fyrir þessu,“ segir Þorgeir.
Ekki töf á flugi innanlands
Um leið og flugvél er komin út fyrir aðflugs-
stjórnarsvið flugturns í Keflavík, er hún á flug-
heimild hjá flugstjómarmiðstöðinni á Reykjavík-
urflugvelli sem stýrir umferðinni. Eftir að flug-
umferðarstjóramir fimm, sem mæta áttu á sjö-
unda og áttunda tímandum tilkynntu um veik-
indi, töldu flugumferðarstjórar, sem verið höfðu
á næturvakt, sig ekki geta gefið út nýjar flug-
heimildir.
Af þeim sökum urðu nokkrar tafir á brottför
fyrstu véla frá Keflavíkurflugvelli í gærmorgun,
þótt gripið væri þegar í stað, að sögn Þorgeirs,
til ráðstafana til að unnt væri að koma milli-
landaflugi af stað sem tókst að endingu. Engar
teljandi tafír urðu hins vegar á innanlandsflugi.
Flugumferðarstjórar, sem mæta áttu klukkan
níu, tíu og ellefu í gærmorgun, mættu hins veg-
ar, þannig að umferðarstjórnun gekk eðlilega
að mestu, þrátt fyrir að áhrif truflunarinnar í
gærmorgun hefðu áhrif fram eftir degi. „Við
erum undirmannaðir en það hefur ekki komið
mikið að sök,“ segir Þorgeir.
Umferð beint frá
Að sögn Þorgeirs sendi flugmálastjórn frá sér
tilkynningu til flugrekenda og flugstjórnarmið-
stöðva á nærliggjandi flugstjórnarsvæðum, þar
sem upplýsingar voru gefnar um ástandið og
gerð var grein fyrir þeim takmörkunum sem
gætu orðið á flugumferð um íslenska flugstjórn-
arsvæðið í dag.
„Við unnum að því í samráði við aðliggjandi
flugstjórnarmiðstöðvar að reyna að beina um-
ferð framhjá svæðinu ef þess væri kostur, auk
þess sem við báðum flugrekendur þess sama
ef það væri hægt,“ segir Þorgeir.
Námskeið fyrir fatafellur