Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP „Pilsin taka völdin“ vakti mesta athygli á kvikmyndahátíðinni í Búrkína Faso Afrískar kvikmyndir eru að ryðja sér til rúms á Vesturlöndum og víðar. Mikill kraftur er í kvikmyndagerð og það má ekki hvað síst þakka merkustu kvikmyndahátíð álfunnar sem nýlega var haldin í einu fátækasta Afríkulandinu, Búrkína Faso, skrifar Jóhanna Kristjónsdóttir. FIMMTÁNDA alþjóðlega kvik- myndahátíðin sem efnt er til í Búrkína Fasó í Vestur-Afríku var haldin fyrir skömmu. Þessi kvik- myndahátíð er sú merkasta í þeirri álfu og hefur unnið sér fastan sess og það svo að þangað leita ekki aðeins afrískir leikstjór- ar og kvikmyndagerðarmenn heldur eru nokkrar Evrópuþjóðir farnar að sækjast eftir að eiga myndir á hátiðinni. Hátíðin nú laðaði til sín fimm þúsund gesti frá alls 79 löndum og hefur tekið hressilegan kipp allra síðustu ár. Fáir höfðu trú á því að unnt væri að kynna Búrkína Fasó - eitt snauðasta land í Afríku og þó víð- ar væri leitað - sem miðstöð al- þjóðlegrar kvikmyndahátíðar. En greinilegt er að skipuleggjendur hátíðarinnar vita hvað þeir syngja eins og gestafjöldinn ber glögg- lega með sér. Hátíðin er kölluð Fespaco og það hefur sýnt sig að myndir sem kynntar eru þar eiga nú orðið g^reiða leið á alþjóðlegar kvik- myndahátíðir og óhætt að segja að hún hafi orðið lyftistöng kvik- myndagerð í svörtu Afríku. Mikill metnaður einkennir afríska kvikmyndagerð Afrískir kvikmyndagerðar- menn eru mjög metnaðarfullir og telja að með því geti þeir ekki aðeins vakið áhuga umheimsins á Afríku heldur og spornað við endalausum vestrænum kvik- myndum og gervihnattasjónvarpi. Skal getið hér nokkurra. Myndin Buud Yam sem er i senn land- kynningarmynd um Búrkína Fasó og meistaralega unnin lýsing á sögu og þjóðlífi þar í landi hefur þegar verið keypt til sýninga í Bandaríkjunum, Austurríki og Frakklandi. Önnur mynd á Fespaco „Barn allra“, sem er fyrsta myndin sem svört Afríku- kona, Tsitsi Dangaremba frá Zimbabwe, stjórnar hefur þegar verið pöntuð á allmargar hátíðir, m.a. í Frakklandi og vann til tvennra verðlauna í Ougadougou í Búrkína Faso. Það efni sem ungum vestur- afrískum kvikmyndagerðum virð- ist hvað hugleiknast um þessar mundir er að gera myndir um þeirra eigin samtíma í stað þess að leita til fortíðar. Mannlífið er í fyrirrúmi og svo stjórnmál í Afríku. Einnig er áleitið myndefni hjá nokkrum þessara listamanna að segja frá afrískum innflytjend- um til Evrópu og hvemig þeim CHRIS Kabwato, framleið- andi myndarinnar Barn allra, með verðlaun sín á Fespaco. ATRIÐI úr Taafe Fanga þar sem karlmennirnir taka við hlutverkum kvennanna og bera vatnsker á höfði sér. vegnar þar. Ein myndin sem hvað mesta athygli vakti og er líkleg til að fara víða að dómi fróðra manna um kvikmyndir er Taafe Fanga sem mætti snúa á íslensku sem „Pilsin taka völdin" en þar er hlutverkum kynjanna snúið við, karlmennirnir klæðast pagne, afríska pilsinu, og sækja vatn og vinna önnur þau verk sem hingað til hafa verið talin á verksviði kvenna. Samtök kvikmyndagerðarmanna í V-Afríku nýstofnuð Meðal þeirra sem hvað mest láta til sín taka um þessar mund- ir eru Jean Pierre Bekolo, Jean Morgunblaðið/Jóhanna Kristjónsdóttir AMINATA Maiga (til hægri) vann verðlaun fyrir besta kvenhlut- verk á hátíðinni. Áður var hún fisksölukona og hafði aldrei leikið í kvikmynd og raunar aldrei séð kvikmynd. Marie Teno og Bssek Ba Konhio, allir frá Kamerún, Moussa Sene Absa frá Senegai, Balufu Bakupa Kanyinda frá Kongó (Zaire) að ógleymdum Malíbúunum Adama Drabo og Abdoulaye Ascofare. Þá hefur einn Búrkíni getið sér verulega gott orð sl. ár, Pierre Yameogo. Allir þessir menn og sjálfsagt fleiri gætu orðið at- kvæðamiklir á alþjóðavettvangi á næstu árum. Peningaskortur hef- ur vitanlega staðið kvikmynda- gerð í Afríku fyrir þrifum eins og víðar. En á hátíðinni í Búrkína Faso var mjög til umræðu hvern- ig afrískir leikstjórar gætu fundið sér fjármagn m.a í Bandaríkjun- um, Japan og Evrópu og stofnað hefur verið fyrir forgöngu Suley- mane Cisse frá Malí samtök kvik- myndagerðarmanna frá flestum löndum Vestur-Afríku, CADO, til að efla samstöðu manna. I flestum þeirra er franska enn opinbert tungumál og kennt í skólum þó franska sé ekki alls staðar töluð nema í stærri borgum. í þeim löndum í Afríku þar sem enska er töluð kemur annað vandamál til sögunnar. Nefna má að Níger- íumenn framleiða ókjör af kvik- myndum en þeir hafa ekki komist á alþjóðlegan markað. í Ghana er ástandið hins vegar öðruvísi en ekki skárra; eftir að 70% af allri sjónvarps- og kvikmynda- gerð var seld fyrirtæki í Malaysiu á sl. ári hefur ríkt, alger stöðnun í kvik- myndagerð þar. Suður-Afríka gangi í leikinn Á Fespaco var mikið rætt um nauðsyn þess að koma afrískum kvikmyndum á framfæri vítt og breitt um veröldina. Gaston Ka- bore, einn af frumkvöðlum henn- ar, sagði að slíkt mundi auðga kvikmyndaheiminn og enda þætti mörgum meira en nóg um það flóð bandarískra mynda sem virt- ust allt ætla að gleypa. „Það þarf að vinna að því að útvega okkur rými til að kynna afrískar mynd- ir,“ sagði hann. Vitanlega eru ýmsir listamenn og fleiri áhugamenn um þessa list- grein einmitt að vinna að því. Svo virðist sem Frakkar sýni myndum frá Vestur Afríku - þar sem menn tala frönsku - til dæmis langtum meiri áhuga en Bretar og Bandaríkjamenn nígerískum og ghanískum myndum. Þá hafa þær raddir orðið æ háværari að fá Suður-Afríku fyrir alvöru með í leikinn. Menn gera sér grein fyrir því að Suður-Afr- íka á fyrir margar og augljósar sakir greiðari aðgang að Evrópu og Bandaríkjunum en flest önnur Afríkulönd og því sé samvinna við Suður-Afríkumenn, m.a. í markaðssetningu og fjárfestingu, það sem sé aðkallandi að koma á. Merkis- mynd Ástríða Jóhönnu af Örk La Passion de Jeanne d’Arc - 1928 ÞESSI mynd er eftir danska leikstjórann Carl Theodor Dreyer. Hann er besti leik- stjóri sem þeir frændur hafa átt, og hafði áhrif á þróun kvikmyndalistarinnar á al- þjóða vísu. Ástríða Jóhönnu af Örk er ein af stóru klassísku myndum þögla tímabilsins, og oft talin með 10 bestu myndum sem gerðar hafa verið. Myndin snertir áhorfendur djúpt með fallegum einfald- leika sínum. Hún fjallar um réttarhöldin yfir meynni frá Orléans sem dæmd var til dauða. Þetta er harmsaga ungrar konu sem berst fyrir lífí sínu og sálu í vondum heimi. Kynmóðir Dreyers lést er hún reyndi sjálf að eyða fóstri sínu, og því kemur unga þjáða konan oft fyrir í mynd- um hans. Dreyer vann við myndina í 18 mánuði. í alvöru áttu 29 yfirheyrslur sér stað, en hann breytir þeim í eina langa yfir- heyrslu. Staður og stund eru samkvæmt heimildum; 30. maí 1431, seinasti dagurinn í stuttu lífi Jóhönnu. Dramatísk og sálfræðileg spenna skiptir myndinni í tvær senur. Fyrst þegar Jóhanna brotnar niður andlega og játar sekt sína til að bjarga lífi sínu. Seinni áttar hún sig á því að hún kemst ekki undan lífláti, og dregur þá játningu sína til baka til að bjarga sálu sinni. Þar með hefur það fengist í gegn sem Dreyer þótti mikil- verðast; sigur sálarinnar yfir lífinu. í myndum sínum reyndi hann aldrei að sýna að lífið væri dans á rósum. í þeim er mikil þjáning, illkvittni, dauði og pyntingar. Þær enda þó oft á bjartsýnan hátt, með full- vissunni um sigur andans yfír efninu. Með dauðanum fæst endanleg björgun, því hið illa nær ekki svo langt. Myndin er öll tekin í nær- myndum, og þótti sá stíll held- ur átakanlegur en Dreyer sagði það ekki mögulegt að kvikmynda réttarhöld þögul öðruvísi. Hann sýnir munna, augu, hendur. Eins og í öllum myndum Dreyers varð stíllinn til í þeim tilgangi að þjóna sögunni. í Ástríðu Jóhönnu af Örk notaði Dreyer eintómar nærmyndir „til þess að áhorf- endur myndu sjálfir finna fyrir þeim þjáningum sem Jóhanna þurfti að ganga í gegnum." Sem ein af merkustu mynd- um í heimi, hefur Ástríðan verið grandskoðuð af fræðing- um. Upphaflega eintakið af myndinni brann í Berlín 1928, og síðan hafa eintök af eintök- um verið gerð. 1984 fannst þó ágætis eintak af myndinni. Það var á geðveikrahæli. í DAQ LÝKUR VÍKINQAHÁTÍÐINNI MEÐ FJÖLBREYTTRI DAQSKRÁ OQ QLÆSILEQRI LOKAATHÖFN Víkingahátíð í Hafnarfirði 13. júlí kl. 13.00 Ikl. 15.00 kl. 17.30 kl. 19.00 kl. 16.00 kl. 16.30 kl. 20.30 VÍÐISTAÐATÚN, víkingamarkaður, hestasýningar, handverksfólk, bardagamenn o.fl. Keltnesk messa. „Egill '97", val á skeggprúðasta manni hátíðarinnar. Lokaathöfn hefst og m.a. verður „Víkingahöfðingi" brenndur í skipi sínu. HVALEYRARHOLT, minnisvarði um Hrafna-Flóka afhjúpaður. QOLFSKÁLI KEILIS, norsk myndlistarsýning um Hrafna-Flóka. HAFNARBORQ, norskt menningarkvöld vegna Víkingasiglingar '97. Landnám INTERNATIONAL VIKING FESTIVAL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.