Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Byggt fyrir embætti rikislögreglusljóra ÞÚ ert aldeilis búin að vera dugleg að spara stelpa. Þetta er bara nóg fyrir húsi handa löggustjóranum . . . Allsherjar- nefnd ræðir biskupskjör ALLSHERJARNEFND Alþingis kemur saman á mánudag til að ræða kjör biskups. Tilefni fundarins er, skv. heim- ildum Morgunblaðsins, mismun- andi túlkun og skilningur þing- manna og kirkjunnar manna á því hvemig kjör biskups skuli fara fram og til hve langs tíma hann skuli skipaður. Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins er biskup íslands einn þeirra embættismanna ríkis- ins sem skipaðir eru til fimm ára. í frumvarpi til laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunn- ar, sem taka gildi 1. janúar 1998, segir í 8. grein að kirkjuþing setji reglur um kosningu biskups ís- lands og í 9. grein að forseti ís- lands skipi biskup íslands. í at- hugasemdum með frumvarpinu segir um 9. grein að í henni sé gert ráð fyrir óbreyttri skipan frá því sem nú er. Allsherjamefnd mun væntan- lega reyna að leiða í ljós þann skilning sem leggja skal í ákvæði nýju starfsmannalaganna og fram- varpsins til laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, sem taka gildi á sama tíma og nýr bisk- up tekur við embætti. Andlát HLOÐVER JOHNSEN HLÖÐVER Johnsen frá Saltabergi, fyrrum bankamaður, verslun- areigandi og útgerðar- maður í Vestmanna- eyjum, andaðist á Sjúkrahúsinu í Vest- mannaeyjum 10. júlí síðastliðinn, 78 ára að aldri. Hlöðver var fæddur í Frýdendal í Vest- mannaeyjum 11. febr- úar, 1919, sonur hjón- anna Árna J. Johnsen kaupmanns og Margr- étar Mörtu Jónsdóttur. Hlöðver ólst upp í Vestmannaeyjum og stundaði þar nám í barna- og unglingaskóla, en auk þess gekk hann í Ágústarskól- ann í Reykjavík. Að námi loknu var hann lengst af starfsmaður Útvegsbankans í Vestmannaeyj- um, en samhliða því var hann með útgerð og verslun. Hans hug áttu hvers konar náttúruvísindi og fjallaferðir og fyrir það er hann einna þekktastur. Hann gaf út bókina Bergið klifið árið 1986, sem eru minningar veiðimanns, en auk þess hefur hann skrif- að ótal greinar um úteyjarnar í Vest- mannaeyjum. Þá var hann heiðursfélagi í Félagi bjargveiði- manna í Vestmahna- eyjum. Hlöðver hafði einn- ig eftirlit með jarð- hitarannsóknum í gos- inu í Vestmannaeyjum árið 1973 og mörg ár eftir það. Átti hann m.a. þátt í því að nýta gufu frá bergkvikunni til varmanotkunar í Vestmannaeyjum. Hlöðver kvæntist Sigríði Har- aldsdóttur 1. ágúst 1942, en hún lést af slysförum í febrúar 1993. Eftirlifandi börn þeirra eru Ág- ústa, Margrét, Sigríður, Anna Svala, Haraldur Geir og Svava Björk. Vogar Tvær bílveltur Vogum, Morgunblaðid. TVÆR bílveltur urðu með tveggja mínútna millibili á sama stað á Reykjanesbraut við afleggjarann að Vogum rétt eftir miðnætti aðfaranótt laugardags. Bílveltumar má líklega rekja til bleytu á veginum. Annar ökumannanna var flutt- ur á sjúkrahúsið í Keflavík og síðan til Reykjavíkur til skoð- unar. Hinn ökumaðurinn fékk að fara heim að lokinni skoðun á sjúkrahúsi. Báðar bifreiðarn- ar eru mikið skemmdar. Hlöðver Johnsen Matvælafræði og útflutningur Auknar rann- sóknir til að halda okkar hlut Ágústa Guðmundsdóttir KENNSLA hófst við Háskóla íslands í matvælafræði fyrir réttum 20 árum. Fastir kennarar eru nú 7 og nem- endur um 60. Alls hafa verið brautskráðir hér um 150 matvælafræðingar, meiri- hluti þeirra starfar í ýmsum iðnfyrirtækjum. Kennd er efnafræði, verkfræði og líf- fræði matvælavísinda auk næringarfræði. B.S.-námið tekur þrjú ár, stefnt er að því að geta einnig braut- skráð næringarfræðinga með B.S.-próf innan tveggja ára. Skorin skipuleggur meistaraprófsnám í mat- vælafræði og næringarfræði á þeim sviðum þar sem að- staða og þekking er fyrir hendi hjá kennurum. Verk- efnin eru þá unnin jafnt hér sem erlendis og í samstarfi við erlenda háskóla. - Hver eru helstu verk- efni matvælafræðinga? „í matvælafræði er reynt með rannsóknum að öðlast aukinn skilning og þekkingu á matvælum, eðli þeirra og samsetningu. Kann- að er hvaða áhrif mismunandi vinnsluferli hafa á afurðirnar sem verið er að framleiða. Við notum raungreinar og verk- fræði til að rannsaka eiginleika matvæla, tap á næringarefnum á borð við C-vítamín í ávaxtasafa og orsakir skemmda sem oftast eru vegna örvera og efnahvarfa. Sem dæmi má nefna vöðvalos í fiski, þránun í fitu, einnig brúnun- arhvörf sem við þekkjum í banön- um og eplum. Sorta í humri er af sama toga.“ - Er gamli íslenski þorramat- urinn, t.d. kæstur hákarl, skemmdur matur? „Nei hann er ekki skemmdur, þetta er bragð sem verið er að sækjast eftir. Þá væri alveg eins hægt að segja að sterkur ostur sé skemmdur. Það er útbreiddur misskilningur að sömu örverurnar séu þarna að verki og í skemmdum mat. Það eru allt aðrar örverur sem valda sýkingum í mat.“ - Hvaða störfum sinna mat- vælafræðingar hérlendis? „Þau eru margvísleg. í fyrir- tækjum í fiskiðnaði vinna 20-30, margir eru í drykkjarvöru- og sælgætisframleiðslu, kjötiðnaði, brauðgerð og mjólkurvöruiðnaði. Þeir hafa eftirlit með hráefnum og umbúðum, annast vöruþróun, gæðastjórnun og neytendaþjón- ustu. Margir hafa auk þess bætt við námi í verkfræði eða rekstrar- fræðum og vinna nú við fyrir- tækjastjórnun. Reyndar tel ég það brýnt fyrir stjórnendur í stórum fyrirtækjum á þessu sviði að hafa fengið menntun í matvælafræði eða hafa aðgang að henni. Margir matvælafræðingar eru hjá opinberum stofnunum eða þjónustufyrirtækjum við mælingar og rann- sóknastörf. íslenskir næringarfræðingar vinna nær allir við opin- bera heilbrigðisþjón- ustu enda fara kröfur um aukna hollustu matvæla vax- andi. Menn gera einnig kröfur til fyr- irtækja um betri merkingar á umbúðum og nýjar afurðir. Þau þurfa fólk með þekkingu á viðbót- ar- og aukefnum og samspili þeirra við önnur efni til að halda gæðarýrnun í lágmarki. Einnig má nefna að líftækni er beitt í vaxandi mæli í framleiðslunni." ► ÁGÚSTA Guðmundsdóttir er fædd 1945 og er prófessor við matvælafræðiskor raunvís- indadeildar Háskóla Islands. Hún Iauk B.S.-prófi í matvæla- fræði við Háskóla íslands 1980 og vann síðan að rannsóknum hjá Sigmundi Guðbjarnasyni prófessor í fjögur ár. Með vinn- unni lauk Ágústa eins árs fram- haldsnámi í lífefnafræði. Dokt- orsprófi í örveru- og prótein- efnafræði lauk hún við Virgin- iuháskóla í Bandaríkjunum árið 1988. Var verkefni hennar pró- tein sem bindur og flytur B-12 vítamín í bakteríum. Ágústa á þijú börn og er gift Jóni Braga Bjarnasyni, prófess- or í lífefnafræði. - Er lögð nægileg áhersla á að nota menntun af þessu tagi í fiskiðnaði hér? „Það held ég ekki. Kannski höfum við ekki verið nógu dugleg að kynna okkar í atvinnulífinu en þá verður að minna á að áherslan hefur undanfarin ár verið á upp- byggingu í skorinni. Við höfum verið fáliðuð og mikill tími farið í innra starf. Verulegur hluti af framleiðslu- vörum okkar íslendinga er á frum- vinnslustigi og við viljum auka verðmæti útflutningsins en einnig gæði þess sem fer á innlendan markað. Það er alltaf spurning hve mikið borgar sig að vinna fisk sem fer til útflutnings en það hlýt- ur að vera hagkvæmt að leggja meiri vinnu í hann en nú er gert. Þegar horft er til framtíðar er ég ekki í neinum vafa um að þörf- in fyrir matvælafræðinga á eftir að vaxa. Heimilin eyða sífellt minni tíma í matreiðslu, tækjum fjölgar og matvælafyrirtækin leggja meiri áherslu á þróun og framleiðslu tilbúinna rétta. Þörfin fyrir þekkingu á þessu sviði mun því vaxa. Markaðir eru að opnast, kröfur aukast um hrein- læti og gæði og við verðum að fullnægja reglum og stöðlum á þessu sviði í alþjóðasamstarfi, eigum ekki annarra kosta völ. Við þurfum að gæta þess mjög vel að halda hreinleikaímyndinni sem við höfum. Við verðum að bæta okkur í þessum efnum til að halda okkar hlut. Ef við ætlum að vera í fararbroddi verðum við að efla rannsóknir í matvælafram- leiðslu og þar hefur Háskólinn miklu hlutverki að gegna.“ Kröfur um hollustu fara vaxandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.