Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1997 23 í TAKK-hreinlæti vinna fjórir starfsmenn. F.v.: Anna Pétursdóttir, Anna Ásgeirsdóttir, Margrét Lillý Árnadóttir og Ásgeir Ásgeirsson. Kp í ,.tnl : •.« ; W gk „Við höfum reynt að standa okkur og alltaf haft það að leiðarljósi að standa í skilum. Það er búið að vera lyginni líkast hvernig þetta hefur þróast og þó erum við rétt að byrja.“ þar sem árangur TAKK-hreinlætis er tíundaður. Fórnuðu höndum af hrifningu Auk plastvara af öllu tagi flytur TAKK-hreinlæti einnig inn bursta og kústa, moppur, diskaþurrkur, ræstivagna, svampa, hitakönnur, margnota kaffípoka fyrir sjálfvirkar kaffikönnur, og ýmislegt fleira. Sala á áhöldum til hreingerninga er hinn meginburðarásinn í rekstr- inum og framleiðsla og pökkun á slíkri vöru krefst mikillar vinnu. Ein vara sem vakið hefur mikla hrifn- ingu eru rykmoppusett með tilheyr- andi hausum og sköftum. Á þessa hausa er jafnt hægt að festa ryk- klúta og moppur með riflás. Hægt er að lengja og stytta skaftið svo auðvelt er að koma kústinum fyrir, jafnvel þótt skápapláss sé takmark- að. Þau kaupa rykklútana af fyrir- tæki í eigu hollenskra hjóna og þau urðu fyrst erlendra viðskiptavina til að heimsækja TAKK-hreinlæti. „Þá vorum við með allt heima og áttum bara gamlan og Ijótan Escort bíl, árgerð 1981,“ sagði Ásgeir. „Við fengum lánaðan nýlegan bíl hjá tengdamömmu til að sækja þau á flugvöllinn. Við fórum með þau beint heim og buðum þeim í fisk. Við vor- um mjög óróleg og vissum ekkert hvernig þau tækju því að koma á heimilið við þessar kringumstæður. Um leið og þau komu inn fórnuðu þau höndum og hrópuðu: Þetta er æðislegt, einmitt svona byijuðum við! Þau áttu bágt með að trúa því að fólk leggði þetta enn á sig, að vera með fyrirtækið inni á heimil- inu.“ Þessi hjón eru góðir vinir Ásgeirs og Margrétar í dag. Þegar fór að gjósa í Vatnajökli í haust hringdu þau þijá daga í röð, mjög áhyggju- full vegna afdrifa íslenskra vina sinna. Buðu þeim húsaskjól og alla aðstoð á meðan þessi hremming gengi yflr ísland! Enn í vexti í dag eru fjórir starfsmenn hjá TAKK-hreinlæti. Auk hjónanna vinna þar tvær Önnur, Anna Ás- geirsdóttir, systir Ásgeirs, og Anna Pétursdóttir, sem er alls óskyld fjöl- skyldunni en gamall vinnufélagi Ásgeirs. Hraðvaxandi umsvif kalla á fjölgun starfsmanna innan tíðar, að sögn Ásgeirs. Hann er í sölunni ásamt Önnu systur sinni. Ásgeir sér einnig um innflutning, tolla- og pappírsmál. Þær Margrét og Anna Pétursdóttir sjá um framleiðslu, pökkun, svara síma, taka saman pantanir auk þess sem Margrét sér um erlend viðskipti. Fyrirtækið flutti af heimili þeirra Ásgeirs og Margrétar í 150 fermetra leiguhúsnæði við Krókháls í Reykja- vík í desember síðastliðnum. Þetta nýja pláss er þegar orðið of lítið, að sögn Margrétar. Vörugeymslan tek- ur mestallt plássið og þar flóir yfir þegar plastvörur berast í gámavís að utan. Saumastofan er inn af lag- ernum og þar er klútunum einnig pakkað, þar er þröngt setinn bekkur- inn. Á staðnum er einnig skrifstofa en sjaldgæft að á henni sé setið. „Við erum á hlaupum allan daginn og höfum bara með okkur þráðlaust símtæki,“ sagði Margrét. En hver er leyndardómurinn að því að ná svo góðum árangri á skömmum tíma? „Við erum með góða vöru og reynum að selja hana eins ódýrt og mögulegt er. Það þýðir ekk- ert annað,“ sagði Margrét. „Það þýð- ir ekkert annað en að vera harður í samningum við erlenda framleiðend- ur, reyna að þrýsta innkaupsverðinu niður eins og kostur er.“ Ásgeir rekur dæmi um hvernig þau hafa gert hagkvæm innkaup og segir til dæmis leyndardóminn að því að reka innlendu framleiðsluna með hagnaði. j,Við byijuðum á besta tíma,“ segir Ásgeir. „Þá var gjald- þrotahrinan að baki og uppsveifla í viðskiptalífínu. Við njótum þess líka að eiga mjög góða viðskiptavini sem við getum treyst til að borga á rétt- um tíma. Við höfum ekki tapað nema á einum viðskiptavini og það var fyrsta árið.“ Miklar annir Vikan hjá þeim í TAKK-hréinlæti er skipulögð út í ystu æsar. Miðað er við vinnudag frá 9-5, en oft hefst hann fyrir kl. 8 að morgni og stend- ur langt fram á kvöld ef þörf kref- ur. Komast þau hjón nokkum tíma í frí? „Reyndar komumst við ekki í löng sumarfrí, en okkur langar að taka okkur tveggja vikna frí í ágúst,“ sagði Margrét. „Eins reynum við að fara með strákana okkar í útilegur um helgar yfir sumarið. Við förum einnig á vömsýningar erlendis og þá reynum við að taka stutt frí í tengslum við þær.“ Asgeir og Margrét em með ýmis- legt á pijónunum, meðal annars út- flutning, en vilja ekki fara of ná- kvæmlega út í þá sálma. Nú skiptist velta fyrirtækisins nokkuð jafnt í innflutningsverslun og eigin fram- leiðslu. Þau vonast til þess að út- flutningurinn verði jafnvel þriðja meginstoðin sem reksturinn byggist á. Asgeir segir að þau hafl gætt þess að fyrirtækið yxi ekki of hratt. Þau geti verið þakklát fyrir að salan hefur verið ör og innflutningurinn nánast selst beint úr gámunum. Til þessa hafa þau einbeitt sér að höfuð- borgarsvæðinu og nærliggjandi byggðum. Það er næst á dagskrá að huga að landinu öllu. Veltuaukn- ing hefur verið mikil á milli ára og gert er ráð fyrir að veltan í ár verði nálægt 50 milljónum króna. „Þetta hefur undið vel upp á sig,“ sagði Margrét. „En við höfum reynt að stíga ekki nema eitt skref í einu.“ ELGO- MÚRFLEX á svalir og þök ELGO-MÚRFLEX er notað til vatnsþéttingar á byggingum úr steinsteypu og er sérstaklega hentugt varnarlag bæði á svala- gólf og slétt þök. í 25 ár hefur Steinprýði ehf. selt og framleitt ELGO-MÚRVÖRUR og verið í fararbroddi í viðgerðum og viðhaldi húsa. Verið velkomin og leitið ráðlegginga. ■■ ■I steinprýöi Stangarhyl 7, Reykjavík, sími 567 2777 íslenskt já takk 3 í/ i ar Beint flug til Prag 22M Vikudvöl í hinni fornfrægu borg Prag eða flug og bíll um Austur Evrópu. ísland - Þýskaland 27.08 Ekið til Seyðisfjarðar og siglt þaðan um Færeyjar til Danmerkur. Dvöl á sumardvalastaðnum Damp við Eystrasaltsströnd Þýskalands. Farið þaðan í dagsferðir og flogið heim frá Hamborg. Beint flug til Sviss 8.08 Vikulega frá Keflavík til Genfar og frá Akueyri til Zurich á áður óþekktu verði. Síðasta heimflug 16. ágúst. O Ferðaskrifstofa GUÐMUNDAR JÓNASSONAR HF. Borgartúni 34, simi 511 1515 - kjarni málsins! r r Utsalan hefst á morgun • Utsalan hefst á morgun HERRAFATAVERSLUN BIRGIS FÁKAFEN 11 • SÍMI 553 1170

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.