Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ1997 21 um frjálsar til afnota, hún má hvorki selja þær né gögn sem hún fær frá veðurstofum í öðrum lönd- um. Fjöldi einkarekinna fyrirtækja hefur síðan annast gerð veðurspáa fyrir landið í heild eða einstök svæði og ríkir samkeppni á þeim markaði. „Vegna nýrrar upplýsingatækni hafa sprottið upp einkafyrirtæki í Evrópu sem veita þjónustu á grund- velli veðurupplýsinga og þá breytist landslagið í þessum efnum í álf- unni,“ segir Magnús. „Ég vona að menn átti sig á því að almenn þjón- usta sem Veðurstofan veitir núna er þess eðlis að við ættum ekki að reyna að selja upplýsingarnar sem fólk leitar helst að. Þetta á að vera opið og aðgengilegt og nota á þá miðlunartækni sem best er og mest nýtt hveiju sinni. Með almennum upplýsingum á ég við að fólk á að geta farið inn á tölvuna sína, hringt í símsvara okkar eða skoðað textavarpið þeg- ar það þarf einfaldlega að vita hvemig veður er þá stundina á til- teknum stað á landinu. Hins vegar teljum við eðlilegt að selja upplýs- ingar til að afla tekna þegar við veitum einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða starfsgrein sérþjón- ustu. Ég nefni sem dæmi að ef togari í Smugunni eða á Flæmska hattin- um óskar eftir veðurspá fyrir veiði- svæðið fyrir næstu fimm daga finnst mér eðlilegt að við fáum tekj- ur á móti kostnaðinum sem við berum af þeirri þjónustu. Eins ef eitthvert hótel úti á landi vill fá veðurspá fyrir nákvæmlega þann stað, er þá rétt að allir skattborgar- arnir greiði fyrir slíka sérþjón- ustu?“ Sérstaða viðurkennd Veðurstofan hefur í nær hálfa öld annast veðurþjónustu á miklum hluta Norður-Atlantshafs fyrir Al- þjóðaflugmálastofnunina, ICAO. Kostnaðurinn við þessa þjónustu er um 70-80 milljónir króna á ári og er greiddur af ICAO en alls eru sértekjur Veðurstofunnar rösklega 200 milljónir. Meirihlutinn af út- gjöldum hennar er þó greiddur af íslensku almannafé og stjórnvöld vilja meiri sértekjur fyrir stofnun- ina. Magnús er vantrúaður á að hægt sé að fullnægja þeim kröfum. Aðspurður segist hann ekki álita að einkaaðilar myndu geta rekið Breytt viðhorf til lífsháska VEÐURSTOFAN hefur síðustu árin fengið ný verkefni og mestu munar um yfirstjórn snjóflóðavarna og vöktun jarð- hræringa. „Það er upp og ofan erlendis hvort verkefnum á borð við siyóflóðaviðvaranir er komið fyrir þjá veðurstofum," segir Magnús Jónsson veðurstofu- stjóri. „En breytingin sem er að verða hjá okkur er dálítið sérstök. Við erum að verða eins konar alhliða vöktunarstofa fyrir alla náttúruvá. Okkur hef- ur nú verið falið það vald að ákveða hvenær snjóflóðahætt- an sé svo mikil að hús skuli rýmd. í öðrum löndum er þetta á forræði heimamanna. Sjálfur taldi ég ekki fært að mæla gegn þessu. Eftir flóðin 1995 vildu langflest sveitarfé- lög og sýslumenn að þessi kal- eikur yrði frá þeim tekinn. Oft er betra að slíkar ákvarðanir séu teknar í einhverri fjarlægð frá vettvangi enda návígið mik- ið á fámennum stöðum, þetta er svo viðkvæmt mál. Ég tel að þetta sé skásti kosturinn núna þótt þetta sé í sjálfu sér ny ög óeðlileg tilhögun og eigi sér ekki hliðstæðu annars staðar.“ Höfum byggt óvarlega Magnús er spurður hvort menn hafi ekki farið nógu var- lega hér á landi, þanið byggðina of hátt upp fjallshlíðar á hættu- legum stöðum. „Það er margt sem þarna skiptir máli en það er óhætt að segja að menn fóru óvarlega í þessum efnum. En þetta er líka spurning um breytt viðhorf. Við verðum að líta a þetta með söguna í huga, hefðbundna afstöðu til náttúruaflanna og hættunnar af þeim um margar aldir. Við misstum menn í sjó- inn eða þeir urðu úti, drukkn- uðu í ám, þannig var tilveran. Menn sögðu sem svo að slys yrðu alltaf, það yrðum við að sætta okkur við í þessu landi. Þegar ég var að alast upp misstum við íslendingar að jafnaði um 20 menn í hafið á ári en þegar ég var á sjó fyrir 30 árum var ekki einu sinni talið sjálfsagt að vera með björgunarbát eða vesti um borð. Ef slys urðu var sagt að svona væri sjómennskan. Fólk geti sofið rólegt á heimilum sínu Viðhorfið er að breytast. Við krefjumst þess núna að fólk geti sofið rólegt á heimili sínu á næturnar án þess að óttast siyóflóð en vitum að slys verða af völdum þeirra á fjöllum. Öll slys eru hörmuleg en við getum frekar sætt okkur við að lenda í þeim utan heimilis. Afstaðan til siyóflóðahætt- unnar og jarðskjálfta er ekkert ósvipuð, margir segja að þetta sé áhættan við að búa á ts- landi. Við höfum byggt á svæð- um þar sem vitað var að sprungur voru undir og þess vegna meiri hætta á hreyfingu en annars staðar. En hægt er að gera ýmislegt til að draga úr hættunni á slysum og mann- tjóni með tiltölulega ódýrum aðferðum. Það er hægt að bæta byggingarlag og fleira, t.d. nota öruggara gler, sérstaklega á mestu hættusvæðum." hér veðurstofu þar sem undirstöðu- rannsóknum yrði sinnt ásamt dag- legri þjónustu, jafnvel þótt beitt yrði gjaldtöku í ríkum mæli. „Flestar evrópskar ríkisstjórnir leggja áherslu á að veðurstofur landanna afli sértekna og er því okkar stofnun ekkert einsdæmi að þessu leyti,“ segir Magnús. „Það er mjög flókið mál að samræma ákvæði um fullan og fijálsan að- gang almennings að öllum upplýs- ingum kröfunni um tekjuöflun með gjaldtöku. Vandinn sem við stönd- um frammi fyrir hér á Veðurstof- unni er því ekki bundinn við hana legar," segir Magnús. „Slíkt flæði væri forsenda öryggis og góðra vinnubragða. Evrópusambandið hefur nú nýlega samþykkt að lög- mál hins fijálsa markaðar um óhefta samkeppni eigi ekki að gilda að öllu leyti um grundvallarþjón- ustu veðurstofa. Bent er á að menn myndu hneigjast til að reyna að halda upplýsingum fyrir sig, loka sig af. Þetta myndi draga úr gæð- um spánna hjá öllum, minnka ör- yggi og verða öllum til tjóns. Sér- staða þessara gagna hefur því ver- ið viðurkennd. En raunveruleg lausn til fram- íhugunarefni fyrir ferðafólk ÞJÓNUSTUSVIÐ Veðurstofunnar gerir nú kort þar sem sýndar eru með einföldum hætti horfumar tæpa viku fram í tímann á tilteknum stað sem getur verið erlend stórborg eða íslenskur kaupstaður. Bugðotta Iinan sýmr hita, su heldur mörg önnur ríkisfyrirtæki, hann er jafnmikill víða í Evrópu og hér á íslandi.“ Hugmyndir hafa verið uppi um það í Evrópu að gera veðurupplýs- ingar að markaðsvöru sem lúti sömu reglum og önnur þjónusta um fijálsa samkeppni á Evrópska efnahagssvæðinu. Myndu neytend- ur þá borga markaðsverð fyrir þjónustuna. „Til skamms tíma var samkomu- lag hjá Alþjóðaveðurfræðistofnun- inni um að allar veðurfræðiupplýs- ingar skyldu vera öllum aðgengi- búðar er ekki fundin og tækniþró- unin er svo hröð að forsendumar breytast stöðugt. Við höfum t.d. velt því fyrir okkur hvort það sé rétt að stefna að mikilli og dýrri tæknivæðingu á símsvörunarþjón- ustu okk'ar, hvort ekki sé ráð að gera ráð fýrir að alnetið verði sá miðill sem fyrst og fremst verði notaður fyrir upplýsingar af þessu tagi. Ungt fólk elst nú upp við þá tækni, notar hana jafnvel daglega og fínnst hún sjálfsögð. Þar gæti verið fjölmiðill framtíðarinnar fyrir okkur á Veðurstofunni." VEÐURSTOFAN heyrir undir valdsvið umhverfisráðherra og er langstærsta stofnun á vegum ráðuneytisins. Hefur ársveltan aukist um meira en 50% á síðustu þrem árum í nær 500 milljónir króna og starfsmenn eru um 90. Um 130 veðurathugunarmenn starfa auk þess fyrir stofnunina á landi og um 30 á sjó, eftirlitsmenn jarðskjálftastöðva eru um 30 og snjóeftirlitsmenn 17. Á Keflavíkurflugvelli sinna 10 manns athugunum á veðri á flugvellinum og í háloftum. Vefslóðin er http://www.vedur.is. Aukningin á umsvifunum síðustu árin er einkum vegna snjóflóða- og jarðskjálftavöktunar, kortavinna minnkar stöðugt vegna aukinnar sjálfvirkni í starfi veðurfræðinga. í Reykjavík eru það auk skrifstofufólks og veðurfræðinga, sem eru 15, einkum jarðeðlisfræðingar, verkfræðingar, tæknifræðingar og tölvufræðingar sem vinna fullt starf hjá Veðurstofunni. Alvarlegur skortur er nú á fólki með veðurfræðimenntun á íslandi, nýliðun í stéttinni hefur alls ekki haldið í við þörfina. Margir veðurfræðingar fengu menntun um 1950 Umsvifin aukast hratt til að taka að sér alþjóðlegu þjónustuna fyrir flugið en þeir hafa verið að fara á eftirlaun á þessum áratug. Starfið á Veðurstofunni er einnig í vaxandi mæli orðið vöktun í sambandi við náttúruhamfarir á borð við snjóflóð og jarðskjálfta. Upplýsingamiðlun og stefna í þeim málefn- um er ennfremur þáttur sem menn huga æ meira að. Starfsemin á þjónustusviði, sem Júlía Hannam stjómar, er fyrst og fremst vöktun á veðri allan sólarhringinn og veðurspágerð. Á jarðeðlissviði fást menn við rannsóknir með áherslu á jarðskjálfta- og eldfjallavirkni og mælingar á hreyfingum jarðskorpunnar, m.a. með stöðvum sem kenndar eru við SIL (South Iceland Lowland). Einnig er þar unnið við að þróa jarðskjálftaspár og mat lagt á hættuna á miklum jarð- hræringum á borð við Suðurlandsskjálfta. Vikulegt yfirlit er gert yfir skjálftavirkni. Sviðstjóri er Ragnar Stefánsson. Urvinnslu- og rannsóknasvið undir stjóm Trausta Jóns- sonar sér um að vinna úr gögnum stofnunarinnar, þar eru m.a. gerðar rannsóknir á hafís og snjóflóðum. Starfsmenn þess sjá um að gefa út viðvaranir vegna yfirvofandi snjó- flóðahættu. Á deildinni eru gerðar rannsóknir á veðurlagi og veðurfarssögu í samvinnu við erlenda aðila. Á tækni- og athuganasviði, sem Flosi Hrafn Sigurðsson er yfir, er stjómað rekstri veðurathuganastöðva og stundað- ar mælingar á loftmengun og öðrum veðurfræðilegum fyrir- bærum. Þess má geta að mælingar á ózóni í andrúmsloft- inu voru hafnar hér fyrir fjórum áratugum, löngu áður en farið var að ræða um götin á ózónlaginu yfir heimskautahér- uðunum. Upplýsingadeild undir stjórn Höllu Bjargar Baldursdóttur sér um þróun, uppsetningu og viðhald hugbúnaðar auk umsjónar með vélbúnaði á neti. Þar annast menn einnig skipulag og eftirlit með gagnavinnslu og vefþjónustu. Skrifstofustjóri Veðurstofunnar er Sigríður H. Ólafsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.