Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 6/7-12/7 r-.í. ===== JSS'ÍT innlent L- ——_________ ► FLUGFÉLAGIÐ Atlanta mun samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, kanna hvort grundvöllur sé fyrir að hefja áætlunarflug til Kaupmannahafnar og London á næsta ári. Haft er eftir Arngrími Jónssyni, forstjóra Atlanta, að í flug- rekstri sé alltaf verið að skoða með hvaða hætti sé hægt að færa út kvíamar og að með auknu frelsi í flugi sé ýmislegt í skoðun. ►SPJÖLL voru unnin við Peningagjá um síðustu helgi þegar fjórum steinum sem lokuðu brúnni yfir Flosagjá var hent í þann hluta Nikul- ásargjár sem oft er nefnd Peningagjá. Auk steinanna var ruslatunnu fleygt í gjána. Er þetta í annað sinn sem þetta gerist á stuttum tíma. ►JAKARNIR, sem hlupu fram á Skeiðarársand í hamförunum síðastliðið haust, eru nú langflestir bráðnaðir en hafa skilið eft- ir sig óteljandi polla og pytti víðsvegar um sandinn. Þeg- ar sandurinn blandast við þessa polla myndast hættu- legt kviksyndi. ►HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur úrskurð- að að sakborningum í stóra fíkniefnamálinu sé heimilt að kynna sér framlögð gögn í málinu. Dómari telur að ákvæði laga um meðferð opinberra mála um aðgang að málsskjölum samræmist ekki lengur ákvæðum sljórnarskrár og Mannrétt- indasáttmála Evrópu (MSE). Akæruvaldið kærði úr- skurðinn samstundis til Hæstaréttar. Engar skýringar SKIPSTJÓRI kúfískskipsins Öðufells ÞH frá Þórshöfn, sem sökk sunnan við Langanes, sagðist við sjópróf ekki hafa neina skýringu á því hvað gerðist þeg- ar slysið varð en taldi hugsanlegt að gat hefði komið á skipið. Vélstjórinn kom með þá tilgátu að orsökin gæti verið bilun í jafnvægisbúnaði. Ósamkomulag um karfaveiðar EVRÓPUSAMBANDIÐ hyggst taka upp ýmis atriði samnings síns við ísland um rétt skipa frá ríkjum sambandsins til karfaveiða í íslensku lögsögunni. í samningnum eru sett ströng skilyrði fyrir veiðunum og mega skip ESB að- eins veiða á tveimur svæðum suðvestan og suðaustan við landið. Skipin verða að hafa íslenskan eftirlitsmann um borð, þau mega ekki veiða annað en karfa í túmum, ekki má nota verk- smiðjuskip, ekki hausskera karfann, landa verður í ákveðnum höfnum o.fl. Lagaskilyrðum ekki fullnægt HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur úrskurðað að lagaskilyrðum um framsal Connie Jean og Donald Hanes til Bandaríkjanna sé ekki fullnægt. Úr- skurðurinn hefur verið kærður til Hæstaréttar. Áður hafði Héraðsdómur kveðið upp þann úrskurð í byrjun júní og samkvæmt honum voru lagaskilyrði talin til framsals hjónanna. Sá úrskurð- ur var kærður til Hæstaréttar, sem ómerkti hann og vísaði málinu til nýrra meðferðar. Engin merki um þenslu ÞÓRÐUR Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, telur ekki ástæðu til að ætla að þensla sé að grafa um sig. Segir hann að batnandi efnahag fylgi vaxandi hætta á þenslu en erfítt sé að meta hvenær hún sé komin á það stig að nauðsynlegt sé að bregðast við henni. Verðiagsþróun að undanförnu hefur að hans sögn ekki gefíð tilefni til að draga þá ályktun að þensla sé að grafa um sig. Þremur ríkjum boðin NATO-aðild LEIÐTOGAR aðildarríkja Atlants- hafsbandalagsins, NATO, ákváðu á fundi sínum í Madrid á Spáni í síð- ustu viku að bjóða Pólveijum, Ung- veijum og Tékkum til viðræðna um aðild að bandalaginu. Jafnframt var lýst yfír, að röðin gæti komið að fleiri ríkjum og voru Rúmenía, Slóvenía og Eystrasaltsríkin nefnd sérstak- lega. Það voru Bandaríkjamenn fyrst og fremst, sem réðu því, að ekki var fleiri ríkjum boðin aðild að sinni. Hefur þessari ákvörðun verið fagnað í fyrmefndum þremur ríkjum og var Bill Clinton, forseta Bandaríkjanna, afar vel tekið þegar hann kom til Póllands að fundinum í Madrid lokn- um. Tók hann þá svo til orða, að nú væru Pólveijar „komnir heim“. Mik- illa vonbrigða gætir í þeim ríkjum, sem urðu útundan að þessu sinni, en Clinton fór til Rúmeníu á föstudag til að fullvissa stjómvöld þar um, að ekki væri útséð um NATO-aðild eftir nokkur ár. Rússar hafa ítrekað and- stöðu sína við stækkun NATO og telja hana mikil mistök. Upplausn í Kambódíu ENGIN lausn virðist í sjónmáli á deiiunum í Kambódlu en Ranariddh prins, sem deildi forsætisráðherra- embættinu með Hun Sen en var rekinn frá, hefur hvatt Sameinuðu þjóðimar til að viðurkenna ekki nýja stjóm Huns Sens. Þá hafa Samtök Suðaustur-Asíuríkja ákveð- ið, að Kambódía fái ekki aðild að þeim að sinni. Hun Sen sakar Rana- riddh um að hafa brotið lög með því að hafa verið í samningaviðræð- um við Rauða khmera en þeir segja aftur, að stjórnvöld í Víetnam hafí skipað Hun Sen að hrifsa til sín völdin í Kambódíu. Flestir útlend- ingar og fólk I konungsfjölskyld- unni hafa flúið landið síðustu daga. ►HWANG Jang-yop, sem áður gegndi háu embætti í ríkisstjórn Norður-Kóreu, segir, að leiðtogi landsins, Kim Jong-il, sé að undirbúa leifturárás á Suður-Kóreu. Hafi hann hafnað öllum umbótum til að ráða bót á kreppunni í landinu og te(ji styrjöld einu leiðina. Sagt er, að Hwang hafi veitt miklar upplýsingar um njósnastarfsemi N-Kóreu í suðurhlutanum. ►BRESKIR hermenn í frið- argæsluliði NATO í Bosníu skutu til bana serbneskan lögregluforingja, Simo Drljaca, er reynt var að handtaka hann vegna gruns um aðild að stríðsglæpum. Þá handtóku hermennirnir Milan Kovacevic, forstöðu- mann sjúkrahúss i Priedor, en hann er einnig grunaður um stríðsglæpi. Talið er, að handtökurnar hafi verið gerðar að skipan George Joulwans, æðsta yfirmanns NATO í Evrópu, og Javiers Solana, framkvæmdastjóra bandalagsins. Rússar hafa hins vegar fordæmt þessar aðgerðir. ►ÖRANÍU-reglan eða mót- mælendur á Norður-írlandi hafa ákveðið að hætta við að beina sínum árlegu göngum um hverfi kaþól- skra manna en fyrir viku urðu miklar óeirðir í bænum Portadown þegar þeir fengu um kaþólskt hverfí. gær, laugardag, var fyrir- hugað að ganga meðal ann- ars um kaþólska bæjarhluta í Belfast og Londonderry. Bresk og írsk stjórnvöld hafa fagnað þessari ákvörð- un. FRETTIR Tilraunarekstur á höfuðborgarsvæðinu DCS verður mun ódýrari en GSM DCS-1800 farsímakerfíð, sem Póstur- og sími mun hefja tilrauna- rekstur með í haust, mun í fyrstu eingöngu miðast við höfuðborgar- svæðið. Að sögn Haralds Sigurðssonar, framkvæmdastjóra samkeppn- íssviðs Posts- og síma, er ekki hægt að nota GSM-síma í nýja kerf- mu þar sem DCS-1800 er með helmingi hærri tíðni en GSM. Nýja kerfíð hentar vel staðbundinni notkun og verða símtölin mun ódvr- ari en í GSM-kerfí. J S.*--. Skútustabahreppur ;/ | : / Hugmyndirum V sameiningu 13 } sveitarféiaga í f Þingeyjarsýsium 50 km . / T3 T3 C Sveitarfélög sameinuð í Þingeyjarsýslum HÉRAÐSNEFND Þingeyinga hefur samþykkt að fela fram- kvæmdastjóra nefndarinnar að kanna vilja sveitarstjórna í Þingeyjarsýslum til þátttöku í viðræðum um sameiningu sveit- arfélaganna í sýslunum. Um er að ræða 13 sveitarfélög frá Vaðlaheiði austur að Langa- nesi. „Þetta er kerfí, þar sem hver sendistöð er mun skammdrægari en í GSM-kerfinu,“ sagði Haraldur. „Það þarf því fjórum sinnum fleiri sendistöðvar til að ná yfír sama landsvæði og GSM. Hins vegar er þama miklu meiri bandvídd til notk- unar og er hægt að koma mun fleiri notendum á þetta kerfí miðað við GSM-kerfi.“ Kerfíð hefur verið kall- að þéttbýliskerfí og er víða notað í stórborgum eriendis þar sem GSM- kerfin em mettuð. Nýja kerfíð hef- ur ekki sömu útbreiðslu í samning- um milli landa og GSM-kerfíð þann- ig að enn sem komið er, er ekki hægt að fara með DCS-síma milli landa en Haraldur sagði að sá möguleiki væri í sjónmáli. Ekki er hægt að nota GSM-síma í DCS- kerfí, þar sem DCS er með hærri tíðni en væntanlegur er á markað- inn I haust sími sem nýtist fyrir bæði kerfín. Staðbundnar þarfir Haraldur sagði að símtöl í nýja kerfínu yrðu ódýrari og að kerfið kæmi til með að henta þeim vel sem hefðu staðbundnar þarfír eins og t.d. iðnaðarmenn, sendibílstjórar eða fyrirtæki sem ekki væm með mikil viðskipti utan höfuðborgar- svæðisins. „Þetta verður tilrauna- kerfi á höfuðborgarsvæðinu fyrst um sinn og nær ekki yfír allt svæð- ið, þó svo það gæti orðið bráðlega á næstu árum,“ sagði hann. „Við byijum með nokkrar stöðvar til að sjá hvemig þetta gefst og hvemig móttökur verða hjá viðskiptavinum. Við munum eflaust stækka svæðið þegar frá líður og sérstaklega þeg- ar við getum veitt þeim, sem gera minni kröfur þá þjónustu, sem þeim nægir á lægra verði en í GSM- kerfi. Verðið er lægra þar sem minna er lagt í kerfið." Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að setja DCS-kerfíð upp utan höfuðborgar- svæðisins. Morgunblaðið/Jim Smart Sumarís með súkkulaði ÞÓ SVO að sólin hafi ekki sýnt landsmönnum neina ofrausn að undanförnu er ástæðulaust að neita sér um ýmislegt það góð- gæti er sumri fylgir, svo sem rjómaísinn. Að minnsta kosti mátti lesa það úr svip stúlkunnar sem ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á í miðbænum í gær, að með góðum ís undir súkkulaði- hjúp væri hægt að gleyma ar- mæðu þeirra sem eldri eru vegna rigningarinnar. Flugleiðir hafa lítið um áform Atlanta að segja Aform með for- merkjum óvissu SIGURÐUR Helgason, forstjóri Flugleiða, segir ekki tímabært að tjá sig um hugleiðingar forráða- manna Atlanta um að hefja áætlun- arflug til Lundúna og Kaupmanna- hafnar á næsta ári, þar sem þær séu með formerkjum algjörrar óvissu. „Eina sem hefur heyrst af þessu máli er undir fyrirsögn í Morgun- blaðinu I gær og fyrir aftan hana er spumingamerki, þannig að um það er lítið að segja. Stefna Flug- leiða er mjög skýr á íslenska mark- aðnum sem er mikilvægasti mark- aður Flugleiða, þ.e. að veita góða þjónustu og bjóða upp á samkeppn- ishæf fargjöld og hafa sem hæsta tíðni ferða til sem flestra ákvörðun- arstaða. Sú meginstefna breytist ekkert þrátt fyrir að aðrir aðilar reyni fyrir sér,“ segir Sigurður. Hann kveðst hafa skilið fréttina sem svo að Atlanta, eins og önnur fyrirtæki á sviði flugrekstrar eða annarra umsvifa, væri tilbúið til að skoða ýmsa möguleika sem stæðu til boða, jafnt umrædda kosti sem aðra. Það komi lítt á óvart. Átt von á samkeppni „í fluginu til og frá íslandi er algjört frjálsræði og bæði íslensk og erlend flugfélög geta reynt fyrir sér um flugleiðir milli íslands og Evrópu og íslands og Bandaríkj- anna. Við höfum því ekki átt von á öðru en einhvern tímann kæmi til slíks umfram það sem orðið er. Við erum hins vegar með mjög samkeppnishæf fargjöld til t.d. Lundúna og Kaupmannahafnar og að hluta tii þess vegna hafa ekki margir erlendir aðilar treyst sér til að fljúga hingað allt árið um kring,“ segir Sigurður. Af flugleiðum Flugleiða er hæsta tíðnin í flugi til Kaupmannahafnar og segir Sigurður að sjálfkrafa skipti sú leið miklu máli fyrir félag- ið. „Við munum að sjálfsögðu reyna að gæta hagsmuna okkar á þessari leið en enn sem komið er vitum við ekkert um áform Atlanta eða ann- arra aðila annað en upphrópanir, þannig að þangað til eitthvað skýr- ist koma engin sérstök viðbrögð frá okkur,“ segir hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.