Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1997 27 4 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR FYRIR þremur og hálfum áratug hafði Eyjólfur Konráð Jónsson, sem þá var ritstjóri Morgunblaðsins, for- göngu um, að kannaðir voru möguleikar á byggingu olíu- hreinsunarstöðvar á íslandi. Þær athuganir stóðu í rúman áratug og leiddu til neikvæðrar niðurstöðu. Málið kom til kasta Stóriðjunefndar, sem þá starf- aði undir formennsku dr. Jó- hannesar Nordals. í frétta- skýringu, sem birtist hér í blaðinu í fyrradag, lýsti hann þeim viðhorfum, sem uppi voru á þessum tíma með svofelldum orðum: „Það voru mjög skiptar skoðanir og olíufélögin voru andhverf þessu. Við keyptum olíuna af Rússum og það voru áhyggjur hjá vissum aðilum að þetta mundi hafa áhrif á viðskipti okkar og útflutning þangað. Þetta voru kannski helztu sjónarmiðin, en svo var alltaf visst vandamál í sam- bandi við samsetninguna á markaðnum hér. Við höfðum lítinn markað fyrir benzín mið- að við olíu en við notuðum til- tölulega meiri brennsluolíu þá vegna húshitunar. Hlutföllin í þessu hafa breytzt síðan.“ Margt hefur breytzt. Á þeim tíma og í a.m.k. tvo áratugi eftir það voru olíufélögin og útflytjendur sjávarafurða sam- stiga um að koma í veg fyrir Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. breytingar á olíuinnkaupum af ótta við, að það mundi skaða markaðsstöðu okkar í þáver- andi Sovétríkjum. Það er rann- sóknarefni út af fyrir sig, hvað íslenzkur almenningur borgaði mikið fyrir það. Nú eru markaðshagsmunir okkar allt aðrir og eiga ekki að standa í vegi fyrir byggingu olíuhreinsunarstöðvar. Þess vegna eru þær hugmyndir, sem nú eru uppi um byggingu olíu- hreinsunarstöðvar á Austur- landi, sem vinni olíu, sem flutt yrði frá Rússlandi og síðan áfram til Bandaríkjanna afar áhugaverðar. Að sjálfsögðu mundi markaðurinn hér innan- lands njóta góðs af. Auðvitað er margs að gæta sérstaklega í sambandi við ör- yggi í slíkum flutningum og mengunarmál en samkvæmt þeim upplýsingum, sem nú liggja fyrir ættu þessir þættir ekki að þurfa að standa í vegi fyrir framkvæmdum. AUKIN HARKAí BOSNÍU BRESKIR hermenn í Bosníu handtóku á fimmtudag stríðsglæpamanninn Milan Kovacevic á svæði Bosníu- Serba og felldu annan eftir- lýstan stríðsglæpamann, Simo Drljaca, er hóf skothríð á her- mennina er þeir hugðust hand- taka hann. Margir tugir eftirlýstra stríðsglæpamanna ganga enn lausir á svæði Bosníu-Serba og hafa þeir til þessa getað treyst á, að ekkert yrði gert til að reyna að handtaka þá. Javier Solana, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalags- ins, gaf hins vegar í skyn á leiðtogafundi NATO-ríkjanna í Madrid fyrr í vikunni að það kynni að breytast. Sveitir NATO í Bosníu myndu í fram- tíðinni reyna að handsama eft- irlýsta stríðsglæpamenn. Það er ein af mörgum for- sendum friðar í Bosníu að stríðsglæpamenn verði látnir svara til saka. Margir þeirra hafa enn mikil áhrif á gang mála og ber þar hæst þá Rado- van Karadzic og Ratko Mladic, helstu leiðtoga Bosníu-Serba í átökunum. Báðir tróna þeir efst á listanum yfir stríðs- glæpamenn, en hafa ekki verið handteknir þrátt fyrir að þeir hafi margsinnis orðið á vegi friðargæsluliða. Pólitískir leiðtogar NATO- ríkjanna hafa verið hikandi við að beita hersveitum sínum gegn stríðsglæpamönnum. Hætta er á að Serbar grípi til hefndaraðgerða gegn NÁTO- liðinu þó að þær sveitir, sem nú er að finna í Bosníu, séu vissulega mun betur vopnum búnar en friðargæslulið Sam- einuðu þjóðanna á sínum tíma. Það eru ekki síst Bandaríkin er hafa viljað sýna varúð í ljósi reynslunnar. Bandaríkjamönn- um er enn ofarlega í huga misheppnuð tilraun til að hafa hendur í hári sómalsks stríðs- herra á árinu 1993. Handtökurnar á fimmtudag eru hins vegar til marks um að umheiminum sé alvara með því að gefa út handtökuskipan- ir á hendur stríðsglæpamönn- um og að þeir geti ekki lengur gengið út frá frelsinu sem vísu. OLÍUHREINS- UNARSTÖÐ í KRISTINI • sögu segir svo um dvöl Þangbrands áÞvottá: “...enHallur færði skipfarminn heim á túnvöll sinn og gerði þar tjald, það er þeir Þangbrandur voru í. Þar söng Þangbrandur messu. Inn næsta dag fyrir Mikjáls- messu þá létu þeir Þangbrandur heilagt að nóni. Þá var Hallur þar í tjaldinu. Hann spurði: „Hví léttið þér nú verki?" Þangbrandur segir: „Á morgun er hátíð Mikjáls höfuðengils." Hallur spurði: „Hvers er hann háttaður?" Þangbrandur svarar: „Hann er settur til þess að fara mót sálum kristinna manna.“ Síðan sagði Þangbrandur margt frá dýrð guðs engla. Hallur mælti: „Voldugur mun sá, er þessir englar þjóna." Þangbrandur segir: „Guð gefur þér þessa skilning.“ Hallur sagði um kveldið hjónum sínum: „Á morgun halda þeir Þang- brandur heilagt guði sínum, og nú vil ég, að þér njótið þess, og skuluð þér ekki vinna á morgun, og skulum vér nú ganga að sjá athæfi krist- inna manna. Um morguninn veitti Þangbrand- ur tíðir I tjaldi sínu, en Hallur gekk og þjón hans að sjá athæfi þeirra og heyrðu klukknahljóð og kenndu ilm af reykelsi og sá menn skrýdda guðvef og purpura. Hallur spurði hjón sín, hversu þeim þóknaðist athæfi kristinna manna, en þau létu vel yfír. Hallur var skírður laugardaginn fyrir páska og hjón hans öll þar í ánni. Hún er síðan kölluð Þvottá." Höfundur Njálu skrifar þennan kafla svo inn í sögu sína: „Um haustið var það að Þangbrandur var úti snemma um morgun og lét skjóta tjaldi og söng messu í tjald- inu og hafði mikið við, því að hátíð var mikil. Hallur mælti til Þang- brands: „í hveija minning heldur þú þennan dag?“ „Mikjáls engils," segir hann. „Hver rök fylgja engli þeim?“ segir Hallur. „Mörg“, segir Þangbrandur; „hann skal meta allt það, sem þú gerir, bæði gott og illt, og er svo miskunnsamur, að hann metur allt það meira, sem vel er gert.“ Hallur mælti: „Eiga vildi ég hann mér að vin.“ „Það munt þú mega,“ segir Þangbrandur; „og gefst þú honum þá í dag með guði.“ Það vil ég þá til skilja,“ seg- ir Hallur, „að þú heitir því fyrir hann, að hann sé þá fylgjuengill minn.“ „Því mun ég heita,“ segir Þangbrandur. Tók Hallur þá skím og öll hjú hans.“ Þannig er stytt endursögn Kristni sögu í Njálu. Næst segir frá viðureign Þang- brands við Galdra-Héðin en sú lýs- ing er svohljóðandi í Kristni sögu: „Um sumarið reið Þangbrandur til Alþingis með Halli, en er þeir komu í Skógahverfi, þá kaupa heiðnir menn að þeim manni, er Galdra- Héðinn hét, að hann felldi jörð und- ir Þangbrandi. Þann dag, er þeir riðu úr Kirkjubæ frá Surts Ásbjarn- arsonar Ketilssonar ins fíflska, - þeir voru allir skírðir langfeðgar - þá féll hestur Þangbrands í jörð niður, en hann hljóp af baki og stóð á bakkanum heill." Þessi kafli er skrifaður inn í Njáls sögu með svofelldum hætti: „Eftir það fóru þeir úr Skógahverfí og til Höfðabrekku; þá spurðist allt fyrir um ferð þeirra. Maður hét Galdra- Héðinn, er bjó í Kerlingardal. Þar keyptu heiðnir menn að honum, að hann skyldi deyða Þangbrand og föruneyti hans, og fór hann upp á Amarstakksheiði og efldi þar blót mikið. Þá er Þangbrandur reið aust- an, þá brast í sundur jörðin undir hesti hans, en hann hljóp af hestin- um og komst upp á bakkann, en jörðin svalg hestinn með öllum reið- ingi, og sáu þeir hann aldrei síðan. Þá lofaði Þangbrandur guð.“ Þá er bæði í Kristni sögu og Njálu kafli um Guðleif Arason og Veturliða skáld, Úlf Uggason, Skáld-Ref og Steinunni móður hans sem boðaði Þangbrandi heiðni, vitn- aði í sömu vísur í báðum ritum, fjall- að um för Þangbrands á fund Gests Oddleifssonar í Haga á Barðaströnd og viðskipti hans við norrænan ber- serk sem nefndur er Ótryggur í Njálu. Er frásögnin af viðskiptum þeirra Þangbrands mun fyllri í Njálu en Kristni sögu en báðar eru þær vaxnar af sömu rótum. Svo er einnig um þátt Hjalta Skeggjasonar og vitna bæði ritin í alþekkta níð- vísu hans um heiðin goð. Loks er greint frá kristnitökunni sjálfri með svipuðum hætti í báðum ritum. M. HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 12. júlí ÍSLENDINGAR Vínland sem þátt tóku í listahátíð í Toronto ekki alls fyrir löngu urðu varir við mikinn áhuga þarlends fólks á íslandi og menningu okkar. Rithöfundar sem lásu upp á bókmenntahátíðinni í Tor- onto, sem talin er ein hin virðulegasta hátíð sinnar tegundar nú um stundir, hlutu mjög góðar viðtökur og upplifðu mikinn áhuga á íslenzkum bókmenntum. Kanada- menn vita meira um Ísland en aðrar þjóð- ir, líklega að Norðmönnum einum undan- skildum. Ástæðan er sú að Vestur-íslend- ingar hafa varpað birtu á ísland og allt sem íslenzkt er og urðu þátttakendur í list- viðburðum vestra áþreifanlega varir við það. Toronto er ekki á þeim slóðum þar sem Vestur- íslendingar hafa verið fyrir- ferðamestir, en samt var áhuginn með þeim hætti_ og þekkingin slík að enginn talaði um ísland með forundrun eða eins og eitthvert frumstætt samfélag norður- heimsskautsmanna sem hefðu lítil eða eng- in tengsl við umheiminn. Þvert á móti var talað um land og þjóð af þekkingu og ein- hverri nærveru sem við eigum ekki að venj- ast hvar sem er. Þeir sem við var talað virtust hafa meira en nasasjón af landi og þjóð og margir minntust á Vestur-íslend- inga og hlut þeirra í uppbyggingu nútíma- samfélags í Kanada. Á það var jafnvel minnzt að íslendingar hefðu á sínum tíma stofnað einskonar sjálfstætt ríki í Gimli. Sumir töldu að fólk af íslenzkum ættum í Kanada skipti tugum þúsunda og nefndar tölur eins og sextíu eða sjötíu þúsundir, eða þar um bil. Pjölmiðlafólk hafði mikinn áhuga á ís- landi, samfélagi okkar og menningu, sum- ir höfðu meira en nasasjón af hvoru tveggja en aðrir þekktu vel til íslenzkra landnema, sögu þeirra og samfélags. Það var oftar en ekki sem einhver sagði eitthvað á þessa leið, Já, ég veit það, langafí minn var af íslenzkum ættum; eða: Já, ég hef heyrt það, langamma konu minnar kom með for- eldrum sínum ung telpa frá íslandi - eitt- hvað í þá átt. Þeir eru fáir Kanadamennim- ir sem reka upp stór augu þegar á ísland er minnzt. Og það var merkilegt að heyra hvernig þeir töluðu um víkinga og landa- fundina vestanhafs. Þeir sögðu sem svo: Þið íslendingar eigið að hafa samstarf við okkur Kanadamenn um hátíðarhöldin árið 2000 því við vitum að víkingar frá íslandi og Grænlandi námu land á Nýfundan- landi, það hefur verið vísindalega sannað með fornleifarannsóknum. Bandarísk stjórnvöld hafa harla lítinn áhuga á þessum landafundum af þeirri einföldu ástæðu að það hefur aldrei verið sannað að víkingam- ir komu til Bandaríkjanna. En þeir höfðu vetursetu hér í Kanada. Auk þess em svo sterk öfl í Bandaríkjunum sem halda fram Kólumbusi að bandarísk stjómvöld geta einungis með hálfum huga haldið fram landnámi víkinganna í vestri. En hér í Kanada vita allir að hvíti maðurinn fann fyrst land hér í Ameríku þegar norrænir víkingar komu til Nýfundnalands. Og við höfum mikinn áhuga á því að halda þetta landnám hátíðlegt. Þetta er íhugunarefni fyrir okkur. Höf- um við nógu mikið samstarf við Kanada- menn þegar áherzla er lögð á landnám forfeðra okkar í Ameríku? Höfum við nýtt okkur þann góða orðstír sem Vestur-íslend- ingar hafa getið sér í Kanada? Væri ekki ástæða til að kanna það til hlítar? Þeir em jafnvel að eignast geimfara og minnir á landkönnunarferðir víkinga. Kanadamenn virðast þess albúnir að viðurkenna landnám íslenzkra víkinga á Nýfundnalandi. Og hvað sem öðm líður er augljóst að banda- rísk stjómvöld eiga erfiðara um vik vegna ítalskra og spænskra áhrifa þar vestra. Fólk af íslenzku bergi brotið er tiltölulega miklu fleira í Kanada en Bandaríkjunum þótt þar séu einnig allmargir íslenzkrar ættar, einkum í Manitoba og Dakota. Þess- ir íslendingar hafa einnig getið sér gott orð en áhrif þeirra virðast ekki vera jafn mikil og þeirra íslendinga sem sett hafa svip á kanadískt þjóðlíf. ■■■■■■■■^H ÞAÐ ER einna Norumbesra - helzt ‘ Boston °s , 3 , °v„ nágrenni sem nor- hvað er pao. ræn menning og arfleifð hefur fest rætur í Bandaríkjunum. Um það höfðu tveir merkir Bandaríkjamenn forystu, skáldið Longfellow og Horsford prófessor við Harvard. Nú er þessi áhugi að mestu horfinn en vel má vera að unnt sé að endur- vekja hann. Sæðinu var á sínum tíma sáð þótt uppskeran hafi ekki orðið með þeim hætti sem til var ætlazt. Þó verður að viður- kenna að erfítt verður að vekja áhuga manna á þeim slóðum á Leifí eða Bjama Heijólfssyni meðan augu og eym vísinda- manna eru alfarið við Nýfundnaland, því annaðhvort vilja menn að Leifur heppni hafi numið land í Nýja-Englandi eða þeim kemur hann ekkert við. En Norðmenn em ekki iðjulausir þar vestra - og aldrei að vita hveiju þeir fá áorkað með alkunnum dugnaði. Við Charles-fljótið í Boston er steinn sem Horsford lét reisa og á að vera til minning- ar um ferðir víkinga upp fljótið. Tíu mílur vestur af Boston er staður sem heitir No- mmbega og hefur þar verið reistur allhár tum hlaðinn úr gijóti. Á honum er plata með áletran og segir þar að Bjami Her- jólfsson hafi fyrstur séð landið norðan Cape Cod eða Þorskskaga 985, en Leifur Eiríksson hafí tekið land þar árið 1000 e.Kr. Síðan segir að Norumbega hafi verið numið af Leifí árið 1000 en kannað af Þorvaldi bróður hans 1003 en Þorfinnur karlsefni lagt það undir sig 1007. Áletrun þessi var gerð árið 1889. í Boston er einn- ig skemmtileg og talsvert óvenjuleg stytta af Leifi. Hann er harla ungur víkingur með flaksandi hár og horfír til lands - Vínlands. Hann ber hönd fyrir augu og virðist góð hreyfíng í myndinni. Leifur er í hringabrynju með bijóstskjöldum og hníf í belti. Auk þess ber hann stórt hom. Leifs-styttan hefur staðið á stalli sem hvíl- ir á stefni og skut víkingaskips. Á fram- hlið stafnsins stendur aðeins með rúna- letri: Leifur hinn heppni Eiríksson (á ís- lenzku), á bakhliðinni: Leif the Discoverer Son of Erik who Sailed from Iceland and Landed on this Continent A.D. 1000. Á hliðinni era upphleyptar smámyndir af landtökunni í Vesturheimi og konungshirð í Noregi og er verið að segja konungi frá landafundinum. Þeir sem heima sátu hafa orðið að ferðazt í huganum vestur um haf. Þess má einnig geta að lokum að vík- ingamyndir eru á Longfellow-brúnni yfir Charles-fljótið, enn einn vitnisburður um nítjándualdar áhuga Bostonbúa á landa- fundum norrænna víkinga í Ameríku. Kanadísk ritlist og ís- lenzk áhrif KANADA er eitt stærsta land jarðar- innar. Þar er mikil deigla. Þar takast á ólík menningaröfl og þjóðerni. Nú er reynt að steypa þeim saman án þess sér- kenni glatist. Nýja-England er evrópskasti hluti Bandaríkjanna en kanadískt þjóðlíf ber evrópskum áhrifum þó enn sterkara vitni en Boston og nágrenni. Toronto er harla evrópsk borg. Hún stendur fallega við Ontarío-vatn. Hún er sérstæð og eftir- minnileg, ekki sízt vegna nútímalegrar húsagerðarlistar sem setur mestan svip á borgina. Há, eftirminnileg nútímahýsi, eru einkennandi fyrir miðborg Toronto. Mörg þessara húsa era óvenjuleg og bera nútíma- húsagerðarlist fagurt vitni. Þjóðlífsblærinn er evrópskur en þó að sjálfsögðu með kana- dískum sérkennum sem era í senn sérstæð og vinaleg. í Toronto er blómlegt menning- arlíf, borið uppi af metnaðarfullri reisn og smekkvísi. I Toronto er mesta Moore- listasafn í heimi. Henry Moore (1898- 1986) var brezkur myndhöggvari. Hann var einn þekktasti frumkvöðull högg- myndalistar á þessari öld og brautryðj- andi nútímalistar í Bretlandi. Hann hafði áhrif á Ásmund Sveinsson. Henry Moore hannaði einnig umgjörðina um listaverk sín í Toronto og þykir listasafnið einn helzti áningastaður nútimalistar í heimin- um. Kanadamenn eiga ágæta listamenn, ekki sízt rithöfunda. Tvær konur skera sig úr á þeim vettvangi, Margaret Atwood, sem er bæði ljóðskáld og skáldsagnahöf- undur og víðfræg orðin. Hún er einn af forvígismönnum fyrrnefndrar bókmennta- hátíðar í Toronto. Síðasta bók hennar Al- ias Grace þykir mikið skáldlegt víravirki en hún byggir á sögulegum staðreyndum frá síðustu öld og fjallar um þekkt saka- mál söguhetjunnar sem sumir telja að hafi verið saklaus að glæpunum en aðrir að hún hafi verið geðbilaður morðingi. Grace sem hverfur inn í geðveikrarhæli í Toronto kveðst hafa misst minnið og viti ekkert um þá atburði sem hún er ásökuð um. Sumir telja þetta verk beztu skáld- sögu höfundar frá því hún skrifaði fræg- asta verk sitt The Handmaide’s Tale. Það er ástríðufullt og áhrifamikið, viðkvæmnis- laust en ljóðrænt. Næst síðasta saga Marg- aret Atwoods, Cat’s Eye, byggir augsýni- lega á minningum skáldkonunnar sjálfrar og sækir næringu í líf hennar og um- hverfí. Þannig verður Toronto einskonar aðalpersóna þessarar athyglisverðu sögu því að þar er hún látin gerast, með rætur í æskuumhverfi skáldkonunnar. Hin skáldkonan er Alice Munro, einhver eftirminnilegasti smásagnahöfundur sam- tímans. Sögur hennar í Open Secrets eru stílbreiðar og fljótandi og renna áfram viðstöðulaust og án hindranna eins og vatnsmikið fljót. Sögur Munros hafa vakið mikla athygli og þeir era ófáir sem telja hana einn helzta smásagnahöfund nú um stundir. Open Secrets er síðasta smá- sagnasafn Alice Munros en eftir að það kom út var úrval smásagna hennar gefíð út í fyrra, 545 síðna verk og hefur í senn vakið mikla athygli og aðdáun þeirra sem um hafa fjallað. Þetta úrval kom einnig út í fyrra. Alice Munro hefur sig lítt í frammi og kann bezt við sig þar sem hún fær að vera ein með verkum sínum, hlédræg og laus við þá fjölmiðlafíkn sem margir höf- undar era haldnir, en fyrir hana era þeir sumir þekktari en ágæti verka sinna. í þessari bók era 28 smásögur og eiga þær rætur víða í Kanada og þá ekki sízt í Ontarío og Toronto þar sem rætur skáld- konunnar sjálfrar liggja. Það vekur ekki sízt athygli íslendings að einni smásögu sinni, White Dumb, lýkur Munro með því að vitna í það íslenzkt rit sem er einna frægast allra íslenzkra rita, þ.e. Eddu. Sagt er um aðalpersónuna að hún hafi lesið Eddu hvert sumar en sjónvarpið hafi dreift huga hennar og dregið hann frá þessum dýrgrip en hún hafi horfið til hans aftur og skilið bókina eftir á stól við rúm- ið sitt eitt kvöld þegar hún lagðist til svefns. En þá hafi önnur persóna sögunn- ar tekið bókina áður en hún slökkti ljósið i svefnherberginu og lesið þessar ljóðlínur: Seinat er at segia; svá er nu rádit. Þessi lokaorð sögunnar eru birt á ís- lenzku (úr Atlamálum, 29.) og þess jafn- framt getið að þau merki að nú sé of seint að tala um þetta, því það sé afráðið. Það er merkilegt að þessi mikla kana- díska skáldkona skuli telja það eins og hvem annan sjálfsagðan hlut að ljúka smá- sögu eftir sig með tilvitnun í íslenzkt fom- kvæði og það á frammálinu. Hún kann augsýnilega skil á verðmætum og mikil ljóðlist þarf engar hækjur til þess að lifa af, bæði sjónvarp og aðra dægrastyttingu. Hún er eins og grasið, sprettur þar sem henni sýnist, fyrirhafnarlaust og án yfír- borðslegs ijölmiðlaáróðurs. Höfundur Reykjavíkurbréfs kann ekki skil á menntun og arfleifð skáldkonunnar en vel mætti ímynda sér að hún hafi haft kynni af þeim fjölfróðu og bókhneigðu Vestur-íslendingum sem hafa sett svo sterkan svip á umhverfí sitt í þessu nýja ættlandi vestanhafs. En það verður líklega ekki hlaupið að því að fá skýringar skáldskonunnar á fyrmefndum sögulokum, svo hlédræg sem hún er og lít- ið fyrir að ræða verk sín og vinnubrögð. Þeir sögðu sem svo: Þið íslend- ingar eigið að hafa samstarf við okkur Kanada- menn um hátíð- arhöldin árið 2000 því við vitum að víkingar frá íslandi og Græn- landi námu land á Nýfundanlandi, það hefur verið vísindalega sann- að með fornleifa- rannsóknum. Bandarísk stjórn- völd hafa harla lítinn áhuga á þessum landa- fundum af þeirri einföldu ástæðu að það hefur aldr- ei verið sannað að víkingarnir komu til Bandaríkj- anna. LEIFS-styttan í Boston. Með arfleifð í farteskinu ÍSLENZKIR land- nemar vestur í Kanada tóku með sér mikilvæga arf- leifð, ræktuðu hana og varðveittu eins og dýrmætan fjársjóð. Þeir vora margir bókhneigðir eins og al- þýða manna var um og eftir síðustu alda- mót hér á landi. Og þeir ávöxtuðu þessa arfleifð með sérstæðum og mikilvægum hætti. Úr þessu samfélagi sprattu mörg eftirminnileg skáld, t.a.m. Jóhann Magnús Bjarnason, höfundur Brasilíufaranna, Jak- obína Johnson, Káinn sem er mestur húmo- risti íslenzkra ljóðskálda fyrr og síðar, Guttormur Guttormsson, Þorskabítur og Stephan G. Stephansson sem er eitt af öndvegisskáldum íslenzkrar tungu á síðara hluta 19. aldar og fyrra hluta þessarar ald- ar. Hann fæddist á Kirkjuhóli, hjáleigu frá Víðimýri í Skagafirði, 1853, ættaður úr Eyjafírði og Þingeyjarsýslu, Skagafírði og Húnavatnssýslu, kominn af skáldum og hagyrðingum. Foreldrar hans bjuggu á þremur kotum í Skagafirði sem öll lögðust í eyði en bragðu búi 1870 og fluttust norð- ur í Bárðardal. Þar urðu þau vinnuhjú hjá Kristjáni bónda í Mýri, en Stephan varð 16 ára vinnumaður í Mjóadal sem er efsti bær í Bárðardal en nú löngu kominn í auðn. Stephan fluttist með foreldrum sínum og fleira frændfólki til Vesturheims sumarið 1873, vann þar við ýmis konar daglauna- vinnu í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum og nam þar land í fyrsta sinn og bjó þar til 1880. Tveimur áram áður kvæntist hann Helgu Jónsdóttur, frændkonu sinni, frá Mjóadal. Þeim varð átta barna auðið og lifðu sex þeirra föður sinn. Þau Stephan fluttust búferlum til Norður-Dakota 1880 og þar nam hann land í annað sinn, í Garð- ar-byggð. Fleiri íslenzkir bændur vora í þeim flutningum, sendu konur sínar með járnbraut en gengu sjálfir og ráku gripi sína. Vegalengdin var 1370 km og tók ferð- in fimm vikur. Stephan skipti enn um bú- stað 1889 og nam þá land í þriðja sinn í Alberta-fylki í Kanada. Bjó hann þar til dauðadags. Þarorti hann flest kvæða sinna, m.a. Sumarkvöld í Alberta en þegar hann kom til Calgary, sem er um 110 km frá heimili hans sá hann Klettafjöllin í fyrsta sinn. Það var vorið sem hann kom til Al- berta og þá orti hann kvæðið Klettaijöll sem vakti einna fyrst athygli manna á skáldskap hans. Enginn vafi er á því að Stephan G. Stephansson hefði orðið víð- frægt skáld ef hann hefði ort á ensku. En íslenzka var móðurtunga hans og af þeim sökum þekkja nú fáir skáldskap hans þar vestra. En því fleiri þekkja hann sem betur fer hér heima, meta hann og virða enda hafa fá íslenzk skáld verið stærri í sniðum en Klettafjallaskáldið Stephan G. Step- hansson. Það var hann sem talaði um ís- lenzka óskalandið og eylenduna sem vakir íjarst í eilífðar útsæ og þessa nóttlausu voraldar veröld þar sem víðsýnið skín. En við eram einmitt að upplifa hana um þess- ar mundir. Stephan G. Stephansson kunni ekki síður að meta fóstra sína vestanhafs. Hann talar í ljóðinu Amerika um fóstru sína við hlé- sæla skóginn á ljómandi sumri. Og þegar hann hugsar til Kanada verða honum þessi orð á vöram: Svo vermdu þá, Kanada, i kjöltunni þinni upp kólnaða frændsemd og ættjarðarminni! Mér fijálsust, mér hollvi(juð hugsjónum ungu, ver heimaland sérhverrar þjóðar og tungu. Og ennfremur: Það geymdist þó nokkuð, sem á varð ei unnið af eldinum - gulltöflu, þær höfðu ei brunnið. - Við sitjum hér, Kanada, í sumars þíns hlynning og sólvermduð grasi að álíka vinning: Hver gulltafla er íslenzk endurminning. Þ^nnig er Kanada fléttað inn í íslenzkan veruleika með sérstæðum og eftirminnileg- um hætti, ekki af neinum venjulegum hag- yrðingi, heldur stórskáldi á heimsvísu, þótt hann hafi ort á tungu fámennrar og heldur fátækrar eyþjóðar. En hún var samt að hans áliti auðug stórþjóð vegna tungu sinnar og arfleifðar. Þeir sem fluttu þessa arfleifð vestur um haf á sínum tíma hafa notið góðs orðstírs og enginn vafi er á því að þeir hafa varpað ljóma á þann íslenzka veruleika sem þeir hafa lifað með þar vestra fram á þennan dag. Um það verður aldrei seinat at segia, því að sagan um landnám víkinga og Vest- ur-íslendinga er sígilt viðfangsefni eins og hvert annað ævintýri. -P K I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.