Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens BREF TIL BLAÐSINS Krínglan 1 103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: Iauga@mbl.is Tommi og Jenni Ljóska Smáfólk 7-II Bændur eiga Island Frá Ingvari Þórissyni: ÞAÐ þarf mikið hugrekki til þess að setjast niður og skrifa Bréf til blaðsins. Það er allavega búið að taka mig mörg ár, en nú get ég ekki orða bundist lengur, ástæðan; ást mín á landinu. Mér verður flök- urt þegar ég heyri bændaleiðtoga lýsa því yfir að ástæða þess að þeir vilji reisa 600 fermetra þjón- ustumiðstöð á Hveravöllum sé ekki sú að þeir vilji græða peninga held- ur fyrst og fremst til að vernda umhverfið og koma í veg fyrir frek- ari spjöll. „Jakk.“ Það eru þessir sömu bændur sem beita sauðfé sínu á þetta viðkvæma land. Þegar mað- ur ferðast um Kjöl má víða sjá gamlar skógarleifar og fallegan gróður sem í þessari hæð á í vök að veijast. Ef bændur fyrir norðan bera einhveija umhyggju fyrir land- inu ætti það að vera þeirra fyrsta verk að hætta að keyra kindurnar sínar þangað. En hveijir eiga Island? Hver á fiskinn i Seyðisá sem rennur á miðju íslandi þar sem hvergi sér til byggða og enginn bóndabær er í nágrenninu? Hvernig stendur á því að einhveijir bændur, sem búa í mörg hundruð kílómetra fjarlægð, geta rukkað vegfarendur um veiði- leyfi? Ekki hafa þeir lagt vegina eða ræktað fiskinn í ánni. Lands- virkjun er fyrirtæki sem er í eigu „þjóðarinnar", þegar miðlunarlón var gert í Þórisvatni fengu bændur bætur fyrir beitilönd sem fóru und- ir vatn. Svo settu þeir fisk í vatnið og fóru að selja veiðileyfi! Sú saga hefur endurtekið sig aftur og_ aftur. Bændur eiga nefnilega ísland. Kannski þeir fari næst að inn- heimta vegatolla. Og enn líklegra að þeir fari að selja ofan í heita pottinn á Hveravöllum. Það er kom- inn tími til að segja stopp: Nei, takk, við viljum ekki nýja Bændahöll á Kili. Hvers vegna eru þessi mál í svona miklum ólestri? Af hveiju hefur enginn af þessum yndislegu stjómmálaflokkum, sem eru til bara fyrir okkur, ekki tekið þetta mál upp á sína arma? Alþýðuflokkurinn hefur stundum skreytt sig með slagorðunum „ísland fyrir Islend- inga“ fyrir kosningar, en lengra nær það nú ekki. Og er nú mál að linni. Bændur hafa ávallt ráðið ís- landi og nú er víst að ég verð ekki settur á í haust. INGVAR ÞÓRISSON, Ránargötu 33, Rvík. MorgunDiaoio/Arnaiaur Það rignir VÆTUTÍÐ hefur sett svip sinn á landið seinustu daga og ekki að efa að margir eru teknir að þrá sólargeisla og sumar eins og þau gerast best. En þeir sem gera sér grein fyrir aðstæðum láta úrhelli ekki á sig fá og búa sig í samræmi við veður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.