Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 16
GOTT FÓLK 16 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRJÁLSÍÞRÓTTIR Góður bolti! Nýr formaður FRÍ segir samstöðu innan sambandsins vera góða Leggja þarf fé . til „höfuðs" íslandsmetum Morgunblaðið/Jim Smart JÓNAS Egilsson vlll stokka allt starf FRÍ upp nú á 50 ára afmæli sambandsins. JÓNAS Egilsson tók við for- mennsku hjá Frjálsíþróttasam- bandi íslands á stjórnarfundi um síðustu helgi eftir að Helgi Haraldsson sagði af sér þrátt fyrir að enn sé tæpt hálft annað ár eftir af starfstímabili stjórn- arinnar sem kjörin var f nóvem- ber í fyrra. Ástæða afsagnar Helga er sú að hann er störfum hlaðinn f sínu aðalstarfi og taldi þvf rétt að standa upp úr stól formanns og hleypa öðrum að sem gæti gefið sér meiri tíma til starfans. Jónas hefur verið varaformaður f FRÍ frá sfðasta ársþingi. Formannsskiptin fóru fram í sátt,“ segir Jónas. „Helgi hafði frum- kvæði að þeim sjálfur eftir að hafa rætt við mig og fleiri aðila. Ég hafði lýst fvar þeirri skoðunn minni Benediktsson við hann að ég teldi æskilegt að hann sæti áfram en þetta varð niðurstað- an.“ Jónas hefur lengi fylgst með frjálsíþróttum, bæði sem keppnis- maður og áhugamaður. Þar af leiðir er ýmislegt er brennur á honum nú þegar hann tekur við formennsku í sambandinu og fær þannig betra tækifæri en áður að koma hugmynd- um sínum í verk. Jónas hefur ákveðnar skoðanir á því hvað beri að gera til þess að snúa þeirri vörn sem íþróttagreinin hefur verið í, einkum á SV-horninu, í sókn. Að hans mati þarf að gera átak í að- stöðu-, útbreiðslu- ogþjálfaramálum jafnframt því sem taka þarf til end- urskoðunar mótahald á vegum FRÍ. „Aðstaðan utanhúss hefur batnað mikið á höfuðbogarsvæðinu á síð- ustu árum og nú eru góðir vellir í Reykjavík, Mosfellsbæ, Kópavogi auk þeirra í Borgarnesi og á Laug- arvatni. Þá er einn í bígerð í Hafnar- firði. Fyrir Landsmót UMFÍ á Egils- stöðum eftir fjögur ár verður von- andi kominn góður fijálsíþróttavöil- ur þar og væntanlega annar á Akur- eyri. Annars staðar eru ekki góðir vellir og því er það okkar mál að ræða við sveitarstjórnarmenn og gera þeim grein fyrir mikilvægi þess að hafa góða velli fyrir fijálsíþróttir. Það er lífsspursmál fyrir íþróttina. Vellir sem þessir þurfa að vera til í hveijum landsfjórðungi a.m.k." Hann segir ekki síður brýnt að bæta aðstöðuna til æfinga og keppni innanhúss sem sé nær engin. Bald- urshagi undir stúku Laugardalsvall- ar nýtist ákveðnum íþróttagreinum til æfinga og keppni en ekki nær öllum og þess vegna kosti það mikla vinnu að setja upp aðstöðu í íþrótta- húsum til þess að hægt sé að keppa á innanhússmótum, s.s. Meistara- móti íslands. „ÍR-ingar unnu þrek- virki í janúar þegar þeir sýndu fram á að hægt væri að halda alþjóðlegt fijálsíþróttamót innanhúss jafnvel við bágar aðstæður. En þetta kost- aði gríðarlega yinnu. Það sem sár- lega vanta er betri aðstaða til æf- inga, einkum í ýsmum tæknigrein- um, s.s. stangarstökki sem ekki er hægt að æfa nema með gríðarlegri fyrirhöfn." Hvaða lausn sérð þú fyrirþérá þessu máli? „Fjölnota íþróttahús er lausnin með fullkominni aðstöðu til æfinga og keppni í fijálsíþróttum. Keppnis- tímabilið innanhúss er sífellt að verða mikilvægara í undirbúningi fijálsíþróttamanna úti um allan heim, jafnvel í Los Angeles. íþrótta- menn okkar vantar þessa aðstöðu innanhúss en breytingarnar á Bald- urshaga voru lítið skref í rétta átt. Þar er hins vegar engin aðstaða fyr- ir áhorfendur.“ Er eitthvað að gerast í málefnum fjölnota íþróttahúss? „Reykjavíkurborg, eða ÍTR, hefur samþykkt að setja af stað athugun á kostnaði við byggingu og rekstur á fjölnota húsi og við viljum gjarnan koma að þeirri athugun." Annað atriði sem Jónas segir að FRÍ verði að bæta er kynning á íþróttinni til almennings í gegnum fjölmiðla og einnig er hugmynd sú að hafa mót styttri og markvissari þar sem byggð yrði upp ákveðin spenna. „Gott dæmi um þetta var afmælismót IR sem var sniðið fyrir sjónvarp. Það tók skamman tíma og vakti mikla athygli," segir Jónas. „Við eigum nokkra fremstu íþrótta- menn þjóðarinnar og með þeirra aðstoð getum við vakið enn meiri athygli á íþróttinni en nú er.“ Einn- ig nefndi Jónas stórmót eins og Evrópubikarkeppni landsliða á dög- unum sem að hans mati fékk ekki þá athygli sem það átti skilið. „í þessum efnum verðum við að taka okkur taki.“ Styðja við „veik“ svæði Annað atriði sem setið hefur á hakanum hjá FRI síðustu ár eins eflaust hjá fleiri sérsamböndum eru útbreiðlsumálin og segir Jónas vera mikinn vilja til þess að gera átak í þeim efnum enda ekki vanþörf á, einkum á Reykjavíkursvæðinu og á Suðurnesjum. „Fijálsíþróttahreyf- ingin hefur ekki haft neina heildar- stefnu í útbreiðslumálum. Margir hafa unnið mjög gott starf innan sinna félaga og hérðssambanda, en stefnu FRI hefur vantað. Sem dæmi má nefna að í Reykjavík voru skráð- ir rúmlega 500 iðkendur í fijáls- íþróttum árið 1995 í borg sem í búa 105.000 manns. Ef þátttakenda- fjöldi í hlutfalli við íbúafjölda væri svipaður og er í Hafnarfirði eða á Suðurlandi ættu iðkendur í Reykja- vík að vera um 4.000.“ Hann segir nauðsynlegt að styðja við bakið á íþróttinni á „veikum" svæðum og að setja stefnuna á að eiga stöðugt 4 til 6 íþróttamenn í fremstu röð í heiminum. Einnig sé nauðsynlegt að eiga frambærilega keppnismenn í öllum greinum, en því miður hafi ekki verið svo undanfarin ár. „Þetta er langtímamarkmið sem þarf að vinna að.“ Ein af þeim hugmyndum sem Jón- as hefur til þess að fjölga frambæri- legum íþróttamönnum er að leggja fé til höfuðs íslandsmetum. Það ætti að vera íþróttamönnum hvatn- ing til þess að sækja fram á öllum vígstöðvum. „Þetta er hugmynd sem mér finnst vert að skoða alvarlega, hvort hægt sé að fá fyrirtæki og aðila til þess að leggja fé í sjóð sem notaður verður til „höfuðs“ metum. Þannig mætti verðleggja íslandsmet eftir aldri og stöðu þeirra á alþjóð- legum vettvangi." Til þess að fá betri íþróttamenn nægir ekki að greiða þeim fyrir að æfa sina íþrótta eða fyrri að slá met. Þeir þurfa að æfa undir leið- sögn þjálfara sem hafa til þess menntun á einn eða annan hátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.