Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.07.1997, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 13. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Jim Smart MAGNUS Jónsson veðurstofusljóri. „Evrópusambandið hefur nú nýlega samþykkt að lögmál hins frjálsa markaðar um óhefta sam- keppni eigi ekki að gilda að öllu leyti um grundvallarþjónustu veðurstofa. Bent er á að menn myndu hneigjast til að reyna að halda upplýsingum fyrir sig, loka sig af og þetta myndi draga úr gæðum spánna hjá öllum, minnka öryggi og verða öllum til tjóns.“ Xröíur um úheftan aögang andspænis gjaldtöku Veðurstofa íslands hefur veríð fastur punkt- ur í umhleypingasamri tilveru landsmanna frá 1920. Nú er ný tækni að breyta mörgum forsendum í starfínu, spámar eru gerðar í tölvu og alnetið gæti orðið helsti miðill veður- upplýsinga. Krístján Jónsson ræddi við Magnús Jónsson veðurstofustjóra. ALLIR hafa orðið fyrir því að treysta um of á veð- urspá sem ekki rættist. Þegar búið er að syrgja ferðina sem aldrei var farin eða skríða í skjól fyrir hríðarhrag- landanum tölum við ilia um Veðurstofuna, spyrjum hvaða gagn sé eiginlega að þessu fólki. En fer þeim eitthvað fram? „Það fer ekki milli mála að spárnar eru orðnar traustari og mestu munar um langtímaspár- nar,“ segir Magnús Jónsson veður- stofustjóri. „Evrópska veðurspám- iðstöðin, ECMWF, sem við höfum samstarf við, er í Reading í Eng- landi og í eigu 17 Evrópuríkja. Við sömdum á sínum tíma við stöðina um samstarf og fáum öll gögn sem þar eru búin til, hvort sem það eru veðurspár, ölduspár eða eitthvað annað. Við greiðum um milljón á ári fyrir þjónustuna, dýrasti þáttur- inn er gagnaflutningurinn milli landanna. í Reading er safnað saman og unnið úr upplýsingum frá öllum heiminum. Gerðar eru tölvu- reiknaðar veðurspár fyrir lönd í öllum heimshlutum, m.a. notuðu Everestfararnir íslensku sér þjón- ustu bresku veðurstofunnar sem fær gögn frá ECMWF. Viðurkennt er að stöðin er sú besta í heimi, línurit yfír árangur- inn í spám hennar síðustu 17 árin sýnir stöðugar framfarir en miðað er við að veðurspár séu gagnlegar þegar þær rætast í 60% tilvika eða oftar. Er þá miðað við sjö daga spár en áreiðanleikinn vex að sjálf- sögðu eftir því sem spátíminn er skemmri. Fjögurra daga spáin er t.d. rétt í um 80% tilvika." - Hvað viltu segja um veðurfréttir í útvarpi og breytingar á tilhögun þeirra? „Veðurfregnir í útvarpi eru alltaf að batna, ekki síst vegna áreiðan- legri veðurspáa. Flestar útvarps- stöðvar eru með veðurfregnir oft á dag. ítarlegu veðurfréttirnar í Rík- isútvarpinu eru oftast tengdar fréttum, oftar en áður á samtengd- um rásum og veðurfréttir eru inni í helstu fréttatímum. Þá var spánni skipt upp í landsspá og sjóveð- ursspá þannig að reynt er að greina milli helstu notendahópanna. Spáin nær einnig til lengri tíma eða allt að sex daga fram í tímann. Hins vegar er ég ósáttur við þá ákvörðun Ríkissjónvarpsins að hafa ítarlegustu veðurfréttirnar á undan aðalfréttatímanum og á einum besta útsendingartíma keppinaut- arins á Stöð 2. Kannanir sýna einn- ig að áhorfíð hefur minnkað mikið og meirihluti fólks er afar óánægð- ur með tímasetningu veðurfrétt- anna í sjónvarpinu." Vlndrassar á norðurhveli - En dugar ekki flestum að fá stutta lýsingu á horfunum sem er flutt í lok sjónvarpsfréttatímans? Á undan honum eru ítarlegar fréttir fyrir þá sem þurfa verulega á slíku að halda. „Það má kannski segja það en ég held að á íslandi séu aðstæður nokkuð öðruvísi en í Bandaríkjun- um eða á meginlandi Evrópu. Áhuginn á veðri og einfaldlega þörf fyrir veðurupplýsingar er miklu meiri hér en í flestum öðrum löndum, vegna legu landsins, at- vinnuveganna og daglegs lífs. Hér eru meiri umhleypingar en víðast hvar á byggðu bóli í heimin- um, ísland er annar af tveim mestu vindrössum á norðurhveli jarðar, hinn er Aleúta-eyjar suðvestur af Alaska. Ég tel að fólk hér þurfí ítarlegri upplýsingar um veður en annars staðar. Auðvitað má alltaf deila um það hversu ítarlegar frétt- irnar þurfa að vera.“ - Eruð þið treg til að leyfa aI- menningi að nálgast upplýsingar frá athugunarstöðvum á alnetinu? „Inn á heimasíðu okkar á alnet- inu koma nú stöðugt upplýsingar frá flestum veðurathuganastöðv- um okkar. Við ákváðum nýlega á grundvelli ákvarðana sem teknar voru í stjórnkerfinu að setja inn mun víðtækari upplýsingar en við höfðum fyrst í hyggju að gera. Ástæðan fyrir því að við höfum ekki gert þetta fyrr er sú að stjórn- völd hafa krafíst þess að Veðurstof- an aflaði sértekna fyrir upplýsingar um veður, fyrir spár og aðra þjón- ustu sem stofnunin veitir. Það er mjög erfitt að láta það fara saman að veita mikið og fullt aðgengi í textavarpi eða alneti en ætla sér jafnframt að afla tugmilljóna króna í greiðslur fyrir þjónustuna. Aðstæður eru gerbreyttar frá því sem var fyrir nokkrum áratugum. í fyrsta lagi er Ríkisútvarpið ekki lengur jafnsjálfgefínn upplýs- ingamiðill fyrir veðurþjónustu og það var. Við erum núna með fleiri útvarpsstöðvar, sjónvarp, texta- varp, alnet og símsvaraþjónustu svo það helsta sé nefnt. Það getur verið að ýmsir aðrir miðlar og þá einkum alnetið eða önnur tölvu- miðlun séu orðin heppilegri til að koma á framfæri ítarlegum, sér- hæfðum upplýsingum um veður en útvarpið. Það er þrátt fyrir allt takmarkað sem hægt er að gera í venjulegu útvarpi, hægt að segja með orðum. Þar er t.d. ekki hægt að ætlast til að skýrt sé frá veðri á hundrað stöðum á íslandi á klukkustundar- fresti. Það yrði þá að vera útvarps- rás sem gerði ekkert annað. í öðru lagi hefur athugunarkerf- ið tekið algerum stakkaskiptum. Nú er ekki eingöngu stuðst við athuganir sem gerðar eru á þriggja stunda fresti. Auk hefðbundinna, mannaðra stöðva erum við nú með yfír 50 sjálfvirkar stöðvar sem senda upplýsingar á klukkutíma fresti. Við fáum því mun tíðari upplýsingar um ýmsa þætti en fyrr. I þriðja lagi eru spár núna þann- ig að þar er fyrst og fremst tekið mið af tölvureiknuðum grunnspám þar sem notuð eru reiknilíkön. Þessar grunnspár eru gerðar tvisv- ar á sólarhring. Eðlilegast er að koma niðurstöðunni áleiðis til not- enda eins fljótt og þær liggja fyrir. Spárnar tvær eru ekki endilega í tengslum við einhvern fastan veð- urathuganatíma, niðurstaðan ligg- ur fyrir á tímabilinu þrjú til fimm á daginn eða nóttunni. Þær eru grundvöllur allrar veðurspár hjá okkur. Inn í tölvulíkanið eru settar alls konar athuganir sem ekki eru endilega gerðar samtímis. Þá á ég við gervihnattamyndir og önnur gögn frá bandarískum og evrópsk- um gervihnöttum, athuganir víðs vegar á höfunum sem geta verið frá baujum eða skipum, fengnar með margs konar tækni.“ Aðgangur og tekjuöflun Tilhögun á rekstri veðurstofa er víðast hvar sú að þær eru ríkisrekn- ar, að sögn Magnúsar. Bandaríska veðurstofan gefur aðeins út viðvar- anir og almennar spár sem eru öll-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.