Morgunblaðið - 27.08.1997, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ
_____________________________________MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997 25
AÐSENDAR GREINAR
Byggðastefna -
hvað er nú það?
BYGGÐAMÁL og
byggðastefna eru orð
sem sjaldan heyrast nú
orðið. Ef til vill vegna
þess að það er ekki
„inn“ að tala um
byggðamál. Ef til
vegna þess að í huga
fólks hafa hugtökin
fengið nýja merkingu,
þau er samnefnari fyrir
vitlausar fjárfestingar
og hagsmunapot fárra
á kostnað fjöldans.
Hér verður ekki lagt
mat á þær aðgerðir
sem gripið hefur verið
til á liðnum árum í
nafni byggðastefnu.
Sumar eru af hinu góða, aðrar skil-
uðu ekki tilætluðum árangri og sum-
ar verða ekki flokkaðar undir annað
en vitlausar ákvarðanir og hags-
munapot.
En er tilflutningur fólks alvond-
ur? Stór hluti er tilkominn fyrir eðli-
legar breytingar í þjóðfélaginu.
Þetta ekkert nýtt, sveitirnar tæmd-
ust upp úr aldamótunum og fólkið
fluttist í sjávarþorpin, það var eðli-
leg þróun þess tíma, þar var meiri
vinnu að fá og þar var þjónustan
betri. Það sama á við í dag. Fólkið
flyst úr fámenninu í þéttbýlið, þar
eru fjölbreyttari atvinnutækifæri og
þar er þjónustan sem við sækjumst
eftir betri.
Þó er ljóst að fækkun fólks er
slæm fyrir þá sem eftir verða, það
verður dýrara að halda uppi eðli-
legri þjónustu og ef til vill ómögu-
legt að bjóða upp á allt sem íbúarn-
ir vilja eiga kost á. Hins vegar er
það spurning hvort þessi tilflutning-
ur sé óhagkvæmur fyrir þjóðfélagið
i heild þegar til lengri tíma er litið.
Auðvitað má meta gildi búsetu á
landsbyggðinni með öðrum hætti en
út frá hagkvæmninni einni saman,
en sama hvert matið er, það eru
íbúar landsbyggðarinnar sem líða
fyrir þá röskun sem verður. Það
má því segja að það standi okkur,
íbúum landsbyggðarinnar, næst að
leita leiða til að hafa áhrif á þróun-
ina.
Það er óumflýjanlegt að einhverj-
ir staðir sem búið er á í dag fari í
eyði á komandi árum og áratugum,
ekkert getur komið í veg fyrir það.
Varla er það heidur æskilegt að
búseta manna í landinu verði óbreytt
um aldur og ævi. Ekki viljum við
stöðnun, en við getum reynt að
hafa áhrif á þróunina og í því felst
jákvæð byggðastefna.
Hvað er til ráða?
er hluti skýringarinnar.
Varla verður nú hægt
að jafna þennan mun,
en 20% er of mikið.
Varla verður sagt að
atvinnulíf á Eyjafjarð-
arsvæðinu sé mjög ein-
hæft a.m.k. ekki ef
miðað er við lands-
byggðina, en samt á
svæðið í vök að veijast.
Höfum við róið á rétt
mið? Aðaláherslan hef-
ur verið lögð á að auka
fjölbreytni í frum-
vinnslugreinum, en
þjónustugeirinn setið á
hakanum. Vissulega er
frumvinnslan und-
irstaðan, en þar sem hún stendur
jafn traustum fótum og raun ber
vitni víðast á landsbyggðinni er eðli-
legt að gefa öðru gaum. Hinu má
ekki gleyma að sjálfstæð verðmæta-
sköpun þjónustugreina er að verða
stöðugt mikilvægari í samfélaginu.
Hugbúnaðarfyrirtæki selja orðið
framleiðslu sína um allan heim og
þau iðnfyrirtæki sem lengst eru
komin byggjast flest á samnýtingu
vélbúnaðar og hugbúnaðar. Við höf-
um lagt kapp á að nýta auðlindir
lands og sjávar meðan stærsta auð-
lindin og ef til vill sú verðmætasta,
fólkið sjálft, er vannýtt.
Þegar talað er um mannauðinn
verður ekki hjá því komist að nefna
menntamál. Á þessum málaflokki
verður að taka. Birt var í vetur svört
skýrsla sem sýndi svo ekki verður
um villst að börnin okkar standa
ekki jafnfætis þeim sem við helst
viljum bera okkur saman við í raun-
greinum og stærðfræði. Hvað á að
gera til að bæta úr? Liggja fyrir
áætlanir um það? Nú spyr sá sem
ekki veit, en í fjölmiðlaumræðunni
hefur mest borið á afsökunum á
þessari stöðu, lág laun kennara, lé-
legar námsbækur, styttri skólatími,
o.s.frv. Sjálfsagt á allt þetta ein-
hvern þátt í því hvernig komið er,
en bregðast verður strax við, því
ef börnin okkar standa sig ekki í
hinni hratt vaxandi alþjóðlegu sam-
keppni verðum við sem þjóð undir.
Allar þjóðir sem við berum okkur
saman við ieggja mikla áherslu á
menntun og byggja að mestu af-
komu sína á mannauði. Við verðum
að gera það sama. Ef við stöndum
okkur vel á þessu sviði eigum við
góða möguleika í hinni alþjóðlegu
samkeppni, þar sem við eigum til
viðbótar miklar náttúruauðlindir að
vinna úr.
Stjórnsýsla
Ásgeir
Magnússon
Atvinnumál og þjónustustig. At-
vinnuástand er mun betra víðast á
landsbyggðinni en á höfuðborgar-
svæðinu. Að vísu eru atvinnutæki-
færin fjölbreyttari þar, en sam-
kvæmt nýjustu tölum er atvinnu-
leysi umtalsvert minna á lands-
byggðinni.
Á landsbyggðinni er því í flestum
tilfellum næga atvinnu að fá, eina
spurningin er hvort sú atvinna sem
býðst sé sú sem óskað er eftir. Ef
til vill hefur einhæfni atvinnulífsins
á landsbyggðinni haft mest áhrif á
þróunina. Við sjáum það sama alls
staðar, fjölgun í þjónustustörfum
en fækkun í framleiðslu. Frá 1984
til 1994 fjölgaði íbúum höfuðborg-
arsvæðisins um 26.000 manns, á
sama tíma fjölgaði atvinnutækifær-
um um rúmlega 10.000, þessi fjölg-
un varð öll í þjónustu. Ný atvinnu-
tækifæri á nýbúa voru þannig 0,30.
Ef við horfum til sama tímabils á
Eyjafjarðarsvæðinu fjölgaði um
1.000 manns, en atvinnutækifærum
fjölgaði ekki nema um 170. Ný at-
vinnutækifæri á nýbúa á voru þann-
ig ekki nema 0,17. Hlutfall þjón-
ustustarfa af heildar atvinnufram-
boði á höfuðborgarsvæðinu er 75%,
en á Eyjafjarðarsvæðinu 53%, þarna
Við gerum með réttu stöðugt
auknar kröfur til atvinnurekstrarins
í landinu. Hann verður að bæta því
kannanir sýna að framleiðni í ís-
lenskum fyrirtækjum er ekki nógu
mikil. En hvenær ætlum við í alvöru
að taka á þeim stjómsýsluvanda
sem við búum við? Það er nánast
sama hvert litið er, alls staðar blas-
ir við að stjómkerfi okkar er illa
skipulagt og óskilvirkt. Ekki verður
hér fjallað um ráðuneytin, banka-
kerfið, rannsóknastofnanirnar, þjóð-
kirkjuna eða samtök launafólks og
atvinnurekenda, o.fl. o.fl, heldur það
stjórnvald sem næst er íbúunum,
sveitarstjórnirnar.
í lok tuttugustu aldar em enn
rekin sveitarfélög með allt niður í
50 íbúa. Þessi vitleysa er afsökuð
með landfræðilegum aðstæðum og
þá horft algerlega fram hjá bættum
samgöngum og þeirri tækniþróun
sem gerir okkur kleift tengjast
umheiminum á þann hátt sem við
sjálf kjósum, hvar sem við búum á
landinu. Hin rökleysan er að ekki
megi færa valdið frá fólkinu, það sé
í þágu lýðræðisins að hafa sveitarfé-
lögin svona smá. í raun er þessu
öfugt farið. Flutningur verkefna til
sveitarfélaga er ekki framkvæman-
legur nema til staðar séu einingar
sem geta tekið við verkefnunum,
annaðhvort stór sveitarfélög eða
samstarfsvettvangur þeirra.
Ef verkefnin eru flutt til sveitar-
Við þurfum skilvirka
*
byggðastefnu, segir As-
geir Magnússon, þar
sem íbúar landsbyggð-
arinnar taka frumkvæð-
ið í sínar hendur.
félaga þá höfum við flutt verkefni
frá ríki til stjórnvalds sem er nær
íbúunum og þá aukið lýðræðið, en
ef verkefnið er flutt til héraðsnefnd-
ar, sem ekki er lýðræðislega kjörið
stjómvald, þá færum við verkefni
frá lýðræðislega kjörnu stjómvaldi.
Þetta millistig, héraðsnefnd, hefur
í sumum tilfellum tekið yfir 60-70%
útgjalda fámennu sveitarfélaganna
og því sjá kjömir fulltrúar oft að-
eins um 30-40% útgjaldanna.
Þótt hægt gangi er þróunin í rétta
átt. Á nokkmm áram hefur sveitar-
félögum fækkað úr 200 niður í 160,
en það dugar skammt til að færa
raunveralegt vald frá ríkinu. Það er
auðvitað betra að hafa eitt 300 íbúa
sveitarfélag, en þijú 100 íbúa, en sú
breyting hefur engin áhrif á þjón-
ustustig eða tilflutning verkefna. Því
er nauðsynlegt að stækka sveitarfé-
lögin og efla sveitarstjómarstigið.
Ef til vill er rétt að gefa sveitarstjóm-
unum næstu fjögur ár til að ákveða
hvemig málum skuli skipað, en ann-
ars verður Alþingi að grípa inn í.
Við þurfum byggðastefnu, þar
sem íbúar landsbyggðarinnar taka
framkvæðið í sínar hendur, byggða-
stefnu sem byggist á eflingu þjón-
ustustigs á landsbyggðinni og þar
með íjölbreyttara atvinnuframboði,
eflingu menntakerfís sem þjónar öll-
um landsmönnum, sameiningu sveit-
arfélaga sem gerir okkur kleift að
takast á við stærri verkefni og endur-
skipulagningu stjómsýslunnar með
hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.
Höfundur er forstöðumaður
Skrifstofu atvinnulífsins á
Norðurlandi.
ESSUR
Skrúfupressur
ig_35\ Stimpilpressur
Loftkútar
SKEIFUNNI 3E-F
SfMI 581 2333 FAX 568 0215
Fiskurinn og
fólkið í landinu
ÞÓTT lögfesting kvótakerfisins
hafi ef til vill á sínum tíma farið
fram hjá mörgum landanum þá
hefur vaxandi óánægja með þetta
kerfi ekki dulist neinum. Ekki ein-
ungis að menn finni
fyrir óánægjuöldunum,
heldur skynja nú flestir
misbresti þessa kerfis,
sem alltof fáir sáu fyrir
á sínum tíma. Öll um-
flöllun fjölmiðla og
umræða almennings á
mannamótum ber því
glöggt vitni að núver-
andi fiskveiðistjómun-
arkerfi er meingallað,
þótt ýmsir pennar
keppist við að veija
þetta kerfi, sem í mín-
um augum er að mestu
óveijandi.
Þrátt fyrir þessa
óánægju virðist ekki í
sjónmáli að fulltrúar
fólksins á löggjafarsamkundunni
hafí í sér döngun til að breyta því.
Það er ekki úr vegi að velta þeirri
spurningu fyrir sér hvað veldur
þessu umtali og óánægju fólks með
þetta kerfi.
Sameignin
Flest getum við verið sammála
um það að fiskinn í hafinu umhverf-
is landið, sameign þjóðarinnar,
megi ekki veiða án stjórnunar. Slíkt
myndi leiða til ofveiða og hruns
stofnanna eins og við höfum því
miður reynt. Margir hafa trú á því
að hina miklu fískgengd í fjörðum
og flóum landsins, sem trillusjó-
menn skýra nú frá, megi þakka
takmörkun á veiðum, sem núver-
andi fiskveiðistjómunarkerfi skipar
fyrir um. Sé það rétt þá er það eitt
útaf fyrir sig mjög jákvætt og rétt-
lætir tilvist þess kerfis að hluta.
Óánægjunni veldur hins vegar
sú mikla mismunun, sem felst í því
að fáeinum einstaklingum er veittur
aðgangur að auðlindinni, sameign
okkar allra, ekki aðeins að þeir
megi nýta hana endurgjaldslaust
heldur geta þeir verslað með hana
að eigin geðþótta.
Dregið í dilka
Sú úthlutun veiðiheimilda, sem
átti sér stað með tilkomu þessa s.k
kvótakerfis, byggðist á veiðireynslu
áranna_ næst á undan lagasetning-
unni. Uthlutunin kom síðan í hlut
útgerða, eigenda fískiskipanna, lítið
tillit var tekið til þeirra sem drógu
aflann úr sjó og því síður til þeirra
sem unnu hann í landi. Þó eru hér
fáeinar undantekningar þar sem
skipstjórnarmenn og áhafnir fengu
úthlutað aflaheimildum miðað við
reynslu sína enda þótt þeir flyttu
sig yfir á önnur skip, sem litla eða
enga veiðireynslu höfðu.
Þrjúhundruð milljarðar
Fróðir menn segja mér að hand-
höfum kvótans hafi verið afhent
ígildi 300 milljarða íslenskra króna,
sem þeir eins og áður sagði geta
verslað með að eigin vild. Sýnist
manni að nú keppist hver sem mest
hann má við að ná beinhörðum
peningum út úr þessari s.k. sameign
okkar. Þessum peningum er kippt
út úr atvinnugreininni og oft era
þeir notaðir til að fjár-
magna einkaneyslu
handhafa veiðileyf-
anna, í stað þess að
nýta þá til uppbygg-
ingar atvinnutækifæra
öðram eigendum sam-
eignarinnar til hags-
bóta. Dæmi þessa eru
mýmörg og ekki
ástæða til að tíunda
þau hér.
Byggðaröskun
Afleiðing alls þessa
er lítið atvinnuöryggi í
þeim landshlutum, sem
allt sitt hafa átt undir
fískveiðum og fisk-
vinnslu. Það leiðir aft-
ur til byggðaröskunar. Hér vil ég,
lesandi góður, biðja þig að íhuga
tap, ekki aðeins einstaklinga heldur
Það er sannfæring mín
að aldrei frá því að ís-
land byggðist hefur
nokkur stjórnvaldsað-
gerð, segir Þorsteinn
Jóhannesson, mismun-
að þegnum þessa lands
jafn gríðarlega og sam-
þykkt núverandi fisk-
veiðistjómunarkerfís.
þjóðarbúsins alls, við það að mann-
virki, sem byggð hafa verið vítt og
breitt um landið, standa nú ónotuð
eða illa nýtt, en í þeirra stað þarf
að byggja önnur upp annars staðar.
Úrkynjun
Með tilkomu þessa fiskveiði-
stjórnunarkerfis sýnast aflaheimild-
irnar ætla að safnast á fáar hend-
ur, sumir vilja segja á fáar fjölskyld-
ur. Nýliðun í útgerð er því harla
ólíkleg nema innan þessara fjöl-
skyldna. Einstaklingar sem vilja
hasla sér völl innan greinarinnar
eru fyrirfram dæmdir úr leik. Slík
fyrirbrigði þekkjum við alltof mörg
úr sögunni og fyrr eða síðar mun
þetta leiða til siðrænnar úrkynjunar
og hruns atvinnugreinarinnar.
Það er sannfæring mín að aldrei
frá því að ísland byggðist hefur
nokkur stjórnvaldsaðgerð mismun-
að þegnum þessa lands jafn gríðar-
lega og samþykkt núverandi fisk-
veiðistjórnunarkerfis. Því skora ég
á fulltrúa löggjafarsamkundunnar
að taka þessi mál til rækilegrar
endurskoðunar strax og ekki síðar
en á haustþingi.
Höfundur er yfirlæknir á Isafirði.
Þorsteinn
Jóhannesson
■ ■
SLIM-LINE 1 'X' ■BSiF JAMES BURN international Efni og tæki fyrir IHÍ(6'9
dömubuxur járngorma innbindingu.
frá gardeur Vilvr
Qhrntv
tískuverslun rWM J.dSTVRlDSSONHF.
m V/Nesveg. Seltj., s. 561 1680 ^ v~—Skipholti 33,105 Reykjovik, sími 533 3535.