Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.08.1997, Blaðsíða 45
MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997 45 MORGUNBLAÐIÐ FOLK FRETTUM Kajakferð um Vestfírði SIGRÍÐUR leitar gjarna uppi framandi og skemmtilega hluti, en því er hún vön úr starfi sínu. Sigríður tók strax vel í þá beiðni að mæla með hinum ýmsum hlutum sem hefðu menningar- og/eða afþreyingar- gildi. Kaffi Lefólí „Á Eyrarbakka er Kaffi Lefólí. Þar er boðið upp á frábæran mat og er fiskurinn sérstaklega góður. Þenn- an stað er gaman að heimsækja hvort sem er í hádeginu, kaffinu eða á kvöldin. Auk þess er leiðin þangað frá Reykjavík skemmti- legur bíltúr og ekki of langur. Þú getur verið viss um að þekkja eng- an á staðn um, þar er mjög heimilis- legt, þjónustan er þægileg, verðið er gott og vínin ágæt. Sjálf fer ég um það bil 3-4 sinnum út að borða í mánuði, og oftar þegar ég er löt eða í útlönd um. Annars finnst mér gaman að elda sjálf og veit fátt betra en góða máltíð með góðu víni í góðum félags í HÁVEGUM hjá Sigríði Sigurjónsdóttur listakonu Uuderground „Geisladiskurinn sem ég mæli með heitir Underground og er tónlistin úr sam- nefndri kvikmynd eft- ir Emir Kusturica. Myndin vann gullpálmann á kvik- myndahátíðinni í Cannes 1995. Tón- listin er eftir Goran Bregovic og er aðallega flutt af hljómsveit sem heitir Tzigane Brass Orchestra. Tónlistin er byggð á hefðbundinni danstónlist frá héraðinu Cocek í fyrrverandi Júgóslavíu.“ Sigríður mælir með tónlist sem er byggð á hefðbund- inni danstón- list frá hérað- inu Cocek í fyrrverandi Júgóslavíu. skap.“ Fjölnir „Það er alltaf gaman að lesa góð tímarit og ekld síst ef þau koma út á ís- lensku. Fjölnir er tímarit sem ég er sjálf að lesa í augnablik- inu. Þar er meðal annars fjallað um eðlisfræði, Fjölnismenn, ljóð, ís- lenska menningarbyltingu, mynd- list og þjóðarsálina svo eitthvað sé nefnt. Þetta er heilmikil, skemmti- leg og fróðleg lesning. Annað tíma- rit sem mér finnst sérstaklega vel unnið og gott er Colours og er gef- ið út af Benetton-fyrirtækinu. Það samanstendur aðallega af ljós- myndum og er ætlað fólki sem gef- ur sér lítinn tíma til að lesa (þver- öfugt við Fjölni) og vill fá allt beint í æð. Ritstjóri blaðsins heldur því fram að flest fólk í dag gefi sér ekki tíma til að lesa heldur sé það matað af bíómyndum, sjónvarpi og auglýsingum. Blaðið er því hannað með það í huga.“ Kajakferðir „I sumar fór ég ásamt unnusta mínum og nokkrum vinum í kajak- ferð um Vestfirði, og get ég mælt með þessu frekar en nokkru öðru. Hægt er að leigja kajaka í Flóka- lundi og leiðsögumann ef þess er óskað. Þetta er góð æfing, auk þess sem friðurinn, nálægðin við náttúruna, ferska loftið og dýralíf- ið er í einu orði sagt himneskt. Þó svo að farið sé í nokkra daga ferð, er hægt að hafa með sér góðan mat því nóg pláss er í bátunum. Við erum svo heppin að eiga báta, en ég veit að það er hægt að leigja báta bæði í Reykjavík og á Stokks- eyri ef fólk hefur áhuga á að fara i styttri ferðir.“ Hjálpar þér að: / Vcrða hæfari í starfi. V Ödlast meiri eldmóð. / Verða betri í mannlegum samskiptum. / Losna við áhyggjur og kvíða / Setja þér markmið MYNDBÖND Að berjast fyrir sínu Kýlum á það (Set it Off) Mínar innilegustu þakkirfœri ég öllum þeim, sem heimsóttu mig, sendu mér símskeyti, fœrðu mér gjafir ogglöddu mig á 80 ára afmœli mínu 19. ágúst sl. Sérstakar þakkir til barna minna og allra sem unnu að því að gera mér daginn sem ánœgjulegastan. Guð blessi ykkur öll. Laufey Valgeirsdóttir frá Bjarnarhöfn. Spennumynd irk Framleiðandi: Peak. Leikstjóri: E. Gary Gray. Handritshöfundar: Takashi Bufford og Kate Lanier. Kvikmyndataka: Marc Reshovsky. Tónlist: Christopher Young. Aðal- hlutverk: Jada Pinkett, Queen Latifah, Vivica A. Fox og Kimberly Elise. 100 mín. Bandaríkin. New Line Cinema/Myndform 1997. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. FJÓRAR bestu vinkonur aldar upp í úthverfum Los Angeles, standa á barmi örvæntingar eftir að flestir í þeirra umhverfi hafa bæði traðk- að á þeim og svikið þær. Til að koma sér út úr mestu vandræð- unum ræna þær banka. Þessi mynd er frekar furðuleg. Hér er verið að fjalla um mjög raunsæ og átakanleg mál, en útlits- hönnuður myndarinnar virðist ekki vita af því, og vill hafa „glamúr“ yf- ir öllu. Það gerir myndina frekar ótrúverðuga. Handritið á góða spretti, en inn á milli rekast þar inn hinar ótrúlegustu klisjur, sem verða enn meira áberandi í höndum óvanra leikkvenna. Þær lifa sig reyndar það mikið inn í hlutverkin sín að það bætir upp hæfileikaleys- ið. Myndin byrjar því ekkert sér- staklega vel, en ef áhorfandi gefst ekki upp á hann sjálfsagt efir að finna til með stelpuskjátunum, og myndin verður bæði átakanleg og spennandi uppfrá því. Hildur Loftsdóttir Innilega þakka égykkur öllum sem glöddu mig með margvíslegum hœtti oggerðu daginn 16. ágúst ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Kristjánsdóttir, Víðilundi 6, Akureyri. Til sölu Range Rover 2.5 DSE Bifreiðin er nýhlaðin aukabúnaði, þ.ám. fullkomin Pioneer hljómflutningstæki og leðurinnrétting. Verð 5.650.000.- Ath. skipti á ódýrari. Upplýsingar gefur Bílasalan Höfði, sími 567 3131. - kjarni málsins! Við byggjum UPP fÓlk ogfólkið byggir upp fyrirtœkin „Mér finnst mest um vert að geta staöið upp sagt meiningu mína, geta unniö skipulega og á þann hátt bsett samskiptin við aöra". Ingibjörg Siguröardóttir, Aðstoðar verslunarstjóri „Þegar ég kom á Dale Carnegie® námskeiö var sjálfsmat mitt vægast sagt lágt. Ég haföi nýlega fengið ábyrgðarmikla stöðu hjá stóru fyrirtæki, sjálfur skyldi ég ekki af hverju þeir völdu mig og ekki haföi ég stóra trú á að ég kláraði starfiö. Á námskeiöinu öðlaðist ég fljótt þann eldmóö, kjark og þá sjálfsviröingu sem ég þurtti á aö halda til að ná érangri, virðingu og vellfðan sem mér finnst nauösyntegt jafnt I starfi sem og einkalífi". Einar Berg, Rekstrarstjúri “Ég fór á Dale Camegie® námskeið siöastliðinn vetur. Takmark mitt var að öðlast öryggi til að standa upp og segja það sem mér bjó í brjósti og það tókst. Aö auki læröi ég margt annaö um mannleg samskipti, sjálfa mig, að nýta tímann betur og vera jákvæð. Þetta hefur hjálpaö mér mjög mikiö I leik og starfi, heima og að heiman”. Guðrún Barbara Tryggvadóttlr Framkvæmdastjórí KYNNINGARFUNDUR FIMMTUDAGINN 28. ÁGÚST 1997 KL. 20:30 AÐ SOGAVEGI 69,108 REYKJAVIK STJÓRNUNARSKÓLINN ' r' Konrdð Adolphsson — Einkaumboð áíslandi Dale Carnegie® Þjálfun Fólk-Árangur-Hagnaður FJÁRFESTING í MENNTUN SKILAR ÞÉR ARÐIÆFILANGT ! „Skipulegri vinnubrögö, stjórn á áhyggjum, og aukinn eldmóður er það sem stendur upp úr hjá mór eftir Dale Carnegie® námskeið. Fyrir vikið hef ég öölast ánægjulegra og betra líf. Þaö hafa allir gott af að fara á þetta námskeiö og láta minna sig á og kenna sér einhverjar bestu lífsreglur sem hægt er að fara eftir". Berglind Snæland, Sölufulltrúl „Dale Carnegie® námskeiöið hefur fyrst og fremst bætt hæfileika mína í mannlegum samskiptum í vinnunni og í fjölskyldulífinu. Um leið hafa hugmyndir mínar hlotiö meira fylgi og hef ég þjálfaö upp hæfi- leika til að halda frjálslegar og aflsappaöar kynningar fyrir framan hóp manna". Sævar Freyr Þráinsson, Viösklptafræöingut „Ég hef alltaf taliö mig vera glaða, hamingjusama og ánægöa og að ég þyrfti ekki á sjálfstyrkingarnám- skeiði að halda. En í Dale Carnegie® námskeiðinu komst óg að því aö einhversstaöar inni í mér var falinn meiri kraftur, þor og lífsgleði. Nú veit ég aö það er hægt að lifa áhyggjulausu lífi og láta sér líöa vel alla daga". G. Ósk Friðriksdóttir Veitingastjóri 581-2411

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.