Morgunblaðið - 04.10.1997, Page 10

Morgunblaðið - 04.10.1997, Page 10
10 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sljórn Kælismiðjunnar Frosts hf. Oskað eftir opinberri rannsókn MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá stjórn Kælismiðjunnar Frosts hf. „I framhaldi af fréttatilkynningu stjórnar Kælismiðjunnar Frosts hf. dags. 28. ágúst 1997 ogþví að stjórn fyrirtækisins hefur ákveðið að opna fyrir viðskipti með hlutabréf í félag- inu, þá vill stjóm féiagsins koma eftirfarandi á framfæri: Endurskoðendur félagsins hafa upplýst stjórn þess um að fyrrv. fjár- málastjóri þess hafi beitt rangfærsl- um og vísvitandi blekkingum við færslu bókhalds við gerð ársreikn- ings félagsins fyrir 1996 og við gerð milliuppgjörs 31. mars sl. í skýrsl- unni kemur fram að fyrrv. fjármála- stjóri hafi gert rangfærslur á birgð- um og verkum í vinnslu sem nemur 21,1 millj. kr. Að teknu tilliti til lækk- unar á skattskuldbindingu félagsins að fjárhæð 6,9 millj. kr. var hagnað- ur ársins 1996 3,3 millj. kr. en ekki 17,5 millj. kr. Athugun endurskoðenda félagsins hefur Ieitt í Ijós að bein afleiðing þessara rangfærslna fjármálastjór- ans er að bæði stjóm og fram- kvæmdastjóm félagsins hefðu fengið rangar upplýsingar um rekstur fé- lagsins. Þessar upplýsingar gáfu til kynna mun betri afkomu hjá félaginu en raun hefur orðið. Bein afleiðing þessa er að félagið hefur ekki gripið til þeirra aðhaldsaðgerða sem nauð- synlegt hefði verið í ljósi raunveru- legrar afkomu félagsins. í ljósi þess hve málið er alvarlegt kemst stjórnin ekki hjá því að óska eftir opinberri rannsókn. Árshlutareikningur Kæiismiðjunn- ar Frosts hf. fyrstu sex mánuði ársins liggur einnig fyrir. Rekstrartekjur námu 344,6 millj. kr. en voru 256,6 millj. kr. á sama tímabili árið 1996. Rekstrargjöld námu hins vegar 389,8 millj. kr. og rekstrartap án fjármagns- kostnaðar því 45,1 millj. kr. Tap tíma- bilsins að teknu tilliti til breytinga á skattskuldbindingu og óreglulegum gjöldum nemur 42,5 millj. kr. Mikil tekjuaukning stafar fyrst og fremst af því að mjög stórum verkum sem voru í vinnslu um áramótin var lokið og færð til tekna og gjalda á tímabilinu. Þessi verk skiluðu félag- inu hins vegar mun Iélegri afkomu en reiknað var með og á sama tíma lækkuðu þjónustutekjur félagsins og fastur kostnaður jókst. Þessu til viðbótar varð að afskrifa 9,7 millj. kr. vegna tapaðra viðskip- takrafna, ábyrgðarverk fyrir 6,1 millj. kr. féllu á félagið og gjaldfærðar voru 5 millj. kr. vegna uppsagnarlauna starfsmanna. Samtals nema þessir liðir um 20,8 millj. kr. á tímabilinu. Í ljósi ofangreindra áfalla félags- ins hefur stjórn þess ákveðið að nýta sér heimild til þess að auka hlutafé félagsins og verður það ein- Frost hf. Úr árshlutareikningi, 1. janúar - 30. júní 1997 $py Jan.-júní Jan.-júní Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1997 1996 Breyting Rekstrartekjur -US-a-, 344,6 256,6 +34,3% Rekstrargjöld 389,8 250.7 +55,5% Rekstrarafkoma f. fjárm.kostnað (45,1) 6,0 Hreinn fjármagnskostnaður 0.1 (4,2) Hagnaður (tap)af reglulegri starfsemi (45,0) 1,7 Aðrar tekjur og gjöld (0,31 4.4 Hagnaður (tap) tímabilsins (42,5) 3,1 Efnahagsreikningur Mmnir kmna 30/6 '97 31/12 '96 lEignir: 1 Afe. Veltufjármunir 210,6 334,1 -37,0% Fastafjármunir 88,6 71,5 +23,9% Eignir samtals 299,2 405,6 -26,2% 1 Skuidir aa eiaið té: 1 nÁ-I-'C'; Skammtímaskuldir 231,4 280,8 -17,6% Langtímaskuldir 51,8 47,7 +8,6% Eigið fé 16,0 77,1 -79.2% Skuldir og eigið fé samtals 299,2 405,6 -26,2% Kennitölur Eiginfjárhiutfall 5,3% 27,2% Veltufé (til) frá rekstri Milljónir króna (37,9) 6,8 göngu boðið forkaupsréttarhöfum. Stjóm og framkvæmdastjóri munu jafnframt grípa til róttækra aðgerða til að bæta rekstrarafkomu félagsins, en þær fela m.a. í sér verulega lækk- un á föstum kostnaði og bætta nýt- ingu í framleiðslu og útsölu á mann- skap. Þrátt fyrir þessar aðgerðir er reiknað með nokkru tapi á seinni hluta þessa árs, en strax á næsta ári munu aðgerðimar skila sér að fullum þunga og áætlað er að hagnaður verði af rekstri félagsins á árinu 1998. Tveir stærstu hiuthafar félagsins, Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf. og Sabroe+Söby í Danmörku hafa ákveðið að standa að baki félag- inu og tryggja að það fái nýtt fjár- magn samtals að upphæð 75 millj. kr. með því að sölutryggja útboðið. Ákvörðun þessara hluthafa um aukið hlutafé byggist á trú þeirra á því að sú þekking og reynsla sem byggst hefur upp í félaginu á sviði kæli- og frystitækni ásamt góðum árangri félagsins á ísienska mark- aðinum muni skila sér í öflugu og arðbæra félagi. Hið nýja hlutafé treystir fjárhags- lega stöðu félagsins verulega og tryggir að eiginfjárhlutfall þess fer yfir 25%, veltufjárhlutfall verður um 1,2 og veltufjármunir hærri en heild- arskuldir þess. Verkefnastaða félagsins er mjög góð um þessar mundir og samningar liggja fyrir um stór verkefni á næstu mánuðum. Enginn vafí er á því að Kælismiðjan Frost hf. mun hér eftir sem hingað til vera leiðandi afl í þróun, smíði, uppsetningu og þjón- ustu á stórum jafnt sem smáum kæli- og frystikerfum og ávalit bjóða viðskiptavinum sínum fyrsta flokks þjónustu." Ummæli ráðherrans ekki talin við hæfi FINNUR Ingólfsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, sagði við umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra á fimmtudagskvöld að málflutningur Steingríms J. Sigfússonar, þing- manns Alþýðubandalags, benti til þess að hann væri haldinn sjúkdómi þeim sem kúariða ylli. Sitjandi þingforseti gerði enga athugasemd við ummælin, en Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, segist telja að þau hafi ekki verið við hæfi. Aðspurður um hvort Finnur yrði áminntur, sagði hann að ekki væri venja að veita áminningar eftir á. „Eg er öllu vanur og kippi mér ekki upp við þetta," segir Steingrím- ur J. Sigfússon. „Svonalagað er verst Creutzfeldt- Jakob-sjúkdómurinn LEIDDAR hafa verið líkur að þvi að kúariða geti borist í menn og valdið svonefndri Creutzfeldt- Jakob-heilahrörnun. Sjúkdómur- inn veldur andlegri hrörnun og sjúklingar missa sljórn á vöðva- hreyfingum með þeim afleiðing- um að þeir halda ekki jafnvægi. Hann getur einnig valdið blindu og málleysi. Það getur tekið sjúk- dóminn tíu til fimmtán ár að koma fram, en eftir að einkenni koma fram dregur hann menn til dauða á þremur mánuðum til ári. Nýkomin á söluskrá meðal annarra eigna: Ný úrvalsíbúð — 40 ára lán kr. 5,4 millj. Stór og góð íbúð á 1. hæð 118,3 fm í Hamrahverfi. íbúðarhæf, ekki fullgerð. Góðfrágenginsameign. Sérþvottahús. Bílskúr. Gamlagóða húsnæðislánið með 4,9% vöxtum. Tilboð óskast. Vesturborgin — lyftuhús — lækkað verð Stór og sólrík 4ra herb. íbúð 116,2 fm á 4. hæð við Kaplaskjólsveg. 3 rúmgóð svefnherb. Skipti möguleg á minni eign, helst í nágrenninu. Tilboð óskast. Skammt frá Grandaskóla Nýleg og góð íbúð á 3. hæð rúmir 140 fm næstum fullgerð. Skipti æskileg á minni eign t.d. í nágrenninu. Tilboð óskast. Þurfum að útvega m.a. Sérbýli á einni hæð 110—160 fm. Skipti möguleg á úrvals sérhæð í Heimunum. Hæð 4ra—5 herb. með öllu sér og bílskúr. Skipti möguleg á einbhúsi í Smáíbúðahverfi. Þjónustuíbúð á vinsælum stað í borginni. Rúmgott húsnæði við Laugaveg neóanverðan eða næsta nágrenni. Margt kemur til greina. Opið í dag kl. 10—14. Opið mánudag—föstudag kl. 10—12 og kl. 14—18. Viðskiptunum fylgja ráðgjöf og traustar upplýsingar. Almenna fasteignasalan var stofnuð 12. júli 1944. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 S. 5521150 - 552 1370 fyrir þá sem missa þetta út úr sér. Eg veit líka að Finnur hefur ekki gert þetta að neinu yfirlögðu ráði eða hugsun, en hann hefði getað gert gaman að þessu á laglegri hátt, ef hann hefði verið dálítið flinkari. Hann hefur væntanlega ætlað að vera fyndinn." „Steingrímur rangtúlkaði orð mín í andsvari," segir Finnur Ingólfsson, „þetta var síðan sagt í hita leiksins og hefði verið betur ósagt. Stein- grímur er hinn mætasti maður og ég vonast til að þetta hafi ekki meitt hann.“ ## Morgunblaðið/Golli INGIBJORG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra þiggur heilsufæði hjá Guðrúnu Agnarsdóttur, forsljóra Krabbameinsfélagsins. Evrópsk vika gegn legháls- og bijóstakrabbameini Fækka má dauðsföllum með myndatöku um 30% RJÚFUM þögnina er yfirskrift átaks evrópskrar viku gegn krabbameini með áherslu á leit að krabbameini í leghálsi og bijóstum. Verkefnið nær til aðildarlanda Evrópusambandsins ásamt íslandi, Noregi og Liechten- stein. Árangur af skipulagðri leit að leghálskrabbameini hér á landi er góður en misbrestur er á að konur komi reglulega í bijóstamyndatöku. Reynsla og rannsóknir erlendis sýna að fækka má dauðsföllum vegna bijóstakrabbameins með myndatöku um 30%. Á íslandi deyja árlega um 40 konur úr bijóstakrabbameini, þar af um 10 konur undir fimmtugu. Krabbameinsfélag íslands og heil- brigðisráðuneytið standa sameigin- lega að verkefninu hér á landi og sagði Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra að markmiðið með átakinu væri að hvetja konur til að mæta í krabbameinsskoðun. „Um 30 ára skeið hefur Krabbameinsfé- lagið unnið að skipulagðri leit og árangurinn er ótvíræður en nú á að gera sérstakt átak til að ná til þeirra kvenna sem hingað til hafa ekki sótt krabbameinsleit," sagði hún. Benti hún á að heilbrigðisráðuneytið greiddi 106 milljónir á ári til leitar- stöðvar Krabbameinsfélagsins en auk þess yrði á næstu dögum skrif- að undir þjónustusamning við félag- ið vegna krabbameinsskráningar. Kristján Sigurðsson yfirlæknir á leitarsviði Krabbameinsfélags ís- lands sagði að árangur leitar hér á landi væri ótvíræður. „Mesta lækkun dánartíðni á krabbameini eða 77% er hér á landi en næstir okkur era Finnar og síðan koma hin Norður- löndin,“ sagði hann. „Það er ekki vafamál að þennan mikla árangur í lækningu á leghálskrabbameini má rekja til skipulegrar leitar. Um það höfum við fengið ummæli frá erlend- um aðilum, sem telja að leitin hér sé til fyrirmyndar. Við erum þó ekki ánægð hvað snertir lélega mætingu í bijóstakrabbameinsleit en þangað mæta einungis um 60% kvenna.“ Fram kom að á fyrstu tíu árum leitar að leghálskrabbameini hafi um 30 konur greinst árlega með sjúk- dóminn en nú greinast rúmlega 10 konur á ári og flestar með sjúkdóm- inn á byijunarstigi og góðar bata- horfur. Að auki greinast hundruð forstigsbreytinga árlega, sem auð- velt er að meðhöndla og leiða ekki til frekari sjúkdóma. Jafnframt kom fram að þær konur sem greinst hafa með lengra genginn sjúkdóm hafa í langflestum tilvikum ekki mætt í reglubundna leit en rúmlega 80% kvenna mæta í leghálsskoðun á 2-3 ára fresti. „Við hefðum viljað sjá fleiri konur koma í bijóstaskoðun," sagði Val- gerður Sigurðardóttir yfirlæknir. „Bijóstakrabbamein er öðruvísi sjúkdómur en leghálskrabbamein, sem oft finnst á forstigi en btjósta- krabbamein finnst sem sjúkdómur." Á hveiju ári greinast um 115 konur með sjúkdóminn, þar af eru um 30 undir fimmtugu en meðalaldur við greiningu er 61 ár. Um 40 þessara kvenna greinast einvörðungu vegna leitar með röntgenmyndatöku og hafa lífshorfur þeirra batnað veru- lega. Sjö til átta af hveijum tíu sem greinast með bijóstakrabbamein lifa í fimm ár eða lengur og eru nú á lífi meira en 1.200 konur sem feng- ið hafa bijóstakrabbamein.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.