Morgunblaðið - 04.10.1997, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 04.10.1997, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1997 11 Framkvæmdir á Hveravöllum kærðar til um- hverfisráð- herra NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK íslands hafa kært til umhverfisráð- herra úrskurð skipulagsstjóra ríkis- ins varðandi framkvæmdir á Hvera- völlum. Framkvæmdirnar sem um ræðir eru samkvæmt deiliskipulagi, sem Svínavatns- og Torfulækjarhreppur hafa látið vinna um Hveraveili. Er þar m.a. gert ráð fyrir byggingu allt að 640 fermetra ferðamanna- miðstöðvar, auk nýs aðkomuvegar, bílastæði og tjaldstæði. Einnig er gert ráð fyrir hitaveitu, neyslu- vatnsveitu, fráveitu, rafstöð og birgðageymslu fyrir bensín og ol- íur. Þessar framkvæmdir á Hvera- völlum gera ráð fyrir að nýrri skáli Ferðafélags íslands verði fjarlægð- ur, ásamt salernisaðstöðu, aðstöðu sauðfjárveikivarna og núverandi aðkomuvegi og bílastæðum. Féllst skipulagsstjóri á framkvæmdirnar með nokkrum skilyrðum. Náttúruverndarsamtökin fara fram á að umhverfisráðherra hnekki úrskurði skipulagsstjóra. Þá vilja þau að frekari skipulagsvinnu verði frestað þar til gengið hafi verið frá svæðisskipulagi miðhá- lendisins og lög verið sett um stjórn- sýslu þess. -----♦ ♦ ♦----- Keflavík Eldur í veitingahúsi VERULEGAR skemmdir urðu af eldi sem upp kom á veitingastaðn- um Kaffi Keflavík í fyrrinótt en ókunnugt er um eldsupptök. Veitingastaðurinn er í gömlu timburhúsi við Hafnargötu, einu elsta húsinu í Keflavík. Húsið er kjallari, hæð og ris og var íbúð í risinu, sem ekki hefur þó verið búið í um tíma. Þegar slökkvilið kom að logaði eldur út um glugga eldhúss- ins og einnig var nokkur eldur í gangi á hæðinni. Hafði hann náð að læsa sig upp í risið. Að sögn Arnar Bergsteinssonar, varaslökkviliðsstjóra í Keflavík, er mikið brunnið í eldhúsi og gangi og loftið milli hæða að hluta til en allt burðarvirki er í lagi. Vegfarandi varð var við eldinn og tiikynnti slökkviliði um hann um klukkan tuttugu mínútur yfir tvö. Slökkvistarf gekk greiðlega, að sögn Arnar, og var því lokið rétt fyrir klukkan þijú um nóttina. Okunnugt er um eldsupptök en málið er í rannsókn. -----♦ ♦ ♦----- Viðræður Kvenna- lista og A-flokka Línur skýrist fyrir landsfundi VIÐRÆÐUR fulltrúa Kvennalista og A-flokkanna um samstarf vegna framboðs í næstu kosningum til Alþingis hafa staðið yfir um skeið og er stefnt að því að hugmyndir um leiðir liggi fyrir á næstu vikum. Guðný Guðbjörnsdóttir, þing- kona Kvennalistans, er ein þriggja kvenna sem fjalla um málin fyrir hönd Kvennalistans. Tjáði hún Morgunblaðinu að þessar viðræður tækju sinn tíma og að kvennalista- konur funduðu reglulega um málin. „Hópur kvennalistakvenna var beð- inn að koma inn í umræður um samstarfsgrundvöll til næstu fjög- urra ára og að því er nú unnið,“ sagði Guðný. Sagði hún að rætt væri um að einhverjar línur lægju fyrir áður en til Iandsfunda flokk- anna kemur í næsta mánuði en ekki væri ijóst nú hvort það tækist. .iii9njjjuujj*ixiiJc:u^íu jiiiiii ui FRETTIR Fræðslumiðstöð Reykjavíkur efndi til hugar flugsfunda með foreldrum Foreldrar geta haft Morgunblaðið/Ásdís GERÐUR G. Óskarsdóttir skráir niður fjölbreytilegar hugmyndir á fundi með fulltrúum úr foreldra- ráðum í Breiðholti og Árbæ. Foreldrar fengu í vik- unni tækifæri til að setja mark sitt á starfs- áætlun Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur fyrir árið 1998. Þór- mundur Jónatansson sat hugarflugsfund með foreldraráðum úr skól- um í Breiðholti og Árbæ sem telja úrbætur í hús- næðismálum og kjara- málum brýnar auk leng- ingar skóladags og fækkunar nemenda í bekkjum. STARFSMENN Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur hafa í fyrsta sinn leitað samstarfs með markvissum hætti við foreldra í undirbúningi við gerð starfsáætlunar um nýtingu ráðstöf- unarfjár til grunnskólanna. í síðustu viku voru haldnir fjórir hugarflugs- fundir með fulltrúum í foreldraráð- um allra grunnskóla Reykjavíkur. Markmið fundanna var að draga fram þá málaflokka sem foreldrar vilja leggja áherslu á og að settir verði í forgang á næstu árum. Sams konar fundir hafa verið haldnir með skólastjórnendum og fulltrúum úr kennararáðum. Síðasti fundurinn var haldin í Breiðholtsskóla á fimmtudag með foreldrum úr Fella-, Hólabrekku-, Öldusels-, Árbæjar-, Ártúns-, Selás- og Breiðholtsskólum. Á foreldrum var að heyra að þeir væru mjög ánægðir með þetta tækifæri til þess að koma á framfæri ábendingum sínum eða áhyggjum. Einn þeirra sagði að þessi aðferð, að höfundar starfsáætlunarinnar hitti foreldra úr öllum skólum og ræði opinskátt um skóla- og kennslumál, væri það vit- urlegasta sem hann hefði kynnst á þeim tíma sem hann hafi setið í for- eldraráði. Hugarflugið beislað Fundurinn hófst með því að for- eldrar voru beðnir um að láta hug- ann reika og nefna tvennt sem ætti að njóta forgangs í skólastarfinu. Þessar hugmyndir voru flokkaðar og síðan ræddar hispurslaust. Gerð- ur G. Oskarsdóttir, fræðslustjóri, stýrði umræðum, skráði niður allar hugmyndir og kallaði iðulega eftir röksemdum og lausnum á almennum vandamálum. Fundarmenn settu fram ólíkar hugmyndir en segja má að þeir hafi verið alveg sammála um tvennt; að bæta kjör kennara og að leysa húsnæðisvanda skólanna, jafnt til hagsbóta nemendum sem kennur- um. Foreldrunum var einnig tíðrætt um að lengja þyrfti skóladaginn og nýta betur tímann í skólanum. Sum- ir töluðu um að þyngja þyrfti nám- ið, aðrir orðuðu það svo að eðlilegt væri að byija að kenna fyrr náms- efni í sumum greinum. Ekki var heldur hreyft mótbárum við því að auðvelda beri nemendum að flytjast úr grunnskóla í framhaldsskóla, m.a. með því að efla kennslu í námstækni. Nokkrar hugmyndir sneru að ein- stökum námsgreinum. Þijár af 17 hugmyndum vörðuðu eflingu list- náms en ekki voru allir á eitt sáttir um með hvaða hætti ætti að tengja það nám stundaskrá. Töldu margir eðlilegt að listnám, dans og tóm- stundastarf yrði aukið samhliða lengingu skóladags. Kennsla í upplýsinga- tækni verði efld Á fundinum var einnig ljáð máls á því að brýnt væri að efla kennslu í tölvu- og upplýsingatækni. Einn foreldranna taldi að kennarar væru almennt ekki meðvitaðir um þróun á þessu sviði. Hann benti ennfremur á að tölvukennsla miðaðist allt of mikið við að kenna börnunum á tækin en síður við að kenna þeim aðferðir til að vinna úr flóði upplýs- inga í gagnabönkum eða á netinu. Annar fundarmaður kallaði eftir átaki til að efla raungreinakennslu og í umræðum um það efni höfðu sumir einnig efasemdir um að náms- efni væri í öllum tilvikum nógu gott. í umræðum um eflingu einstakra greina bar allt að sama brunni, að einn lykilþáttur í skólastarfi væri símenntun kennara. „Mér fannst mikilvægast við hug- arflugsfundina að við sjáum hvað helst brennur á kennurum, foreldr- um eða skólastjórnendum," sagði Gerður G. Óskarsdóttir. Hún segir að allir hóparnir hafi nefnt hús- næðismál, kjaramál og símenntun kennara. Einnig hafi foreldrar ekki síst nefnt að þeir vilji lengri skóla- dag og minni bekki. Gerður segir að nú verði hugmyndir skráðar og sendar skólunum en mikilvægt væri að hóparnir geri sér grein fyrir áherslum annarra hópa. Áhrif á forgangsröðun „Við munum nýta niðurstöður þessara funda við samningu starfs- áætlunar okkar sem gerð er í tengslum við undirbúning fjár- hagsáætlunar Reykjavíkurborgar. Hugmyndir hópanna verða ekki síst gagnlegar þegar taka þarf ákvörð- un um forgangsröðun og nýtingu þess fjár sem við fáum til skól- anna,“ sagði Gerður. Þegar starfsáætlunin iiggur fyrir í nóvember geta hóparnir séð með hvaða hætti var unnið úr ábending- um þeirra. Orð okkar skipta máli BIRNA Jónsdóttir og Óskar Elvar Guðjónsson settust aftur á skólabekk á fimmtudag til þess að taka þátt í umræðum um það hvað foreldrar vilji leggja áherslu á við mótun skólastarfs. BIRNA Jónsdóttir og Óskar Elvar Guðjónsson voru bæði ánægð með hugarflugsfundinn og að hafa fengið tækifæri til að setja mark sitt á stefnumót- un Fræðslumiðstöðvarinnar. Þau eru bæði í foreldraráðum, Óskar í Ölduselsskóla en Birna er formaður foreldraráðs Hólabrekkuskóla. „Það var afar mikilvægt að vera í svo nánum tengslum við þá aðila sem stýra stefnumótun borgarinnar í skólamálum. Við fundum að orð okkar skipta máli,“ sagði Birna. Hún kveðst hafa fulla trú á því að áherslur þeirra muni skila sér í stefnumótuninni. Þau mál sem Birna beitti sér fyrir á fundinum voru bygging "jjJuu ujuog go i^ijfc'uí11Li^iyp jj iiiii íþróttahúss í Hólabrekkuskóla, sem hún taldi forsendu þess að skólinn gæti verið einsetinn, og efling kristinfræðikennslu í grunnskólum. „Mér finnst mikið atriði að börnin fái betri kristinfræðikennslu, sérstak- lega í ljósi þess hve samfélagið er þjakað af ofbeldi," sagði Birna. Skilar sér smám saman Óskar Elvar sagði að fátt nýtt hafi verið rætt á fundinum en kvaðst hafa trú á því að þessi aðferð að leita til foreldra muni reynast árangursrík. „Ég held að sjónarmið foreldrana á fundinum muni skila sér í stefnumótuninni þegar til langs tíma er litið.“ .11011 lU^Jjci , Jldiíál 119111 J>UU Jj’l >1 JJOd Aðspurður sagði Óskar að hann teldi brýnast að tryggja að starfsfólk skólanna sé ánægt í starfi en það takist aðeins með því að gera kjarasamninga sem kennarar teldu viðunandi til langframa. Þá vilji hann beita sér fyrir lengri skóladegi og minni bekkjum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.