Morgunblaðið - 04.10.1997, Side 14

Morgunblaðið - 04.10.1997, Side 14
14 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Ráðstefna um heilaskaða af völdum slysa á Hótel Loftleiðum í gær og í dag Þunglyndi getur verið einkenni heilaskaða af völdum slysa Morgunblaðið/Þorkell BANDARÍSKIR sérfræðingar sem flytja erindi á ráðstefnu um heilaskaða af völdum slysa, á Hót- el Loftleiðum. Frá vinstri: dr. Marc E. Hines taugalæknir, dr. Robert N. Varney eðlisfræðingur og dr. Nils R. Varney taugasáífræðingur. Erfitt hefur veríð að greina vægan heila- skaða af völdum slysa, þrátt fyrir ýmis og jafn- vel langvarandi sjúk- dómseinkenni. Þetta kemur m.a. fram í við- tali Örnu Sehramvið þijá bandaríska fyrirles- ara sem eru allir sér- fræðingar á þessu sviði. Þeir eru dr. Nils R. Vamey taugasálfræð- ingur, dr. Robert N. Varney eðlisfræðingur og dr. Marc. E Hines taugalæknir. FJÖLMARGIR verða fyrir vægum eða miðlungsslæmum heilaskaða af völdum slysa, til dæmis bílslysa eða rafstrauma. Slíkur heilaskaði er sjaldnast greindur strax eftir slysið, en veldur oft að einhvetjum tíma liðnum geðrænum, vitrænum og skynrænum einkennum. Til dæmis þunglyndi, minnisleysi og jafnvel minnkandi getu til að finna lykt og bragð. Vegna þess hve sjúk- dómseinkenni þessi koma seint fram hefur læknum eða öðrum sér- fræðingum gjarnan reynst erfitt að greina orsakir þeirra og þar af leið- andi að finna viðeigandi meðferð við þeim. Um þetta vandamál snúast ein- mitt erindi bandarísku sérfræðing- anna þriggja, dr. Marc E. Hines taugalæknis og feðganna dr. Nils R. Vamey taugasálfræðings og dr. Robert N. Varney eðlisfræðings, á ráðstefnu um heilaskaða af völdum slysa sem nú fer fram á Hótel Loft- leiðum. Þremenningarnr hafa helg- að sig rannsóknum á heilaskaða af völdum slysa. Ráðstefnan er fyrst og fremst ætluð læknum og sál- fræðingum, en einnig lögfræðing- um sem vinna að slysamálum. Dr. Þuríður J. Jónsdóttir tauga- sálfræðingur, Kristófer Þorleifsson geðlæknir og Grétar Guðmundsson taugalæknir hafa staðið að undir- búningi ráðstefnunnar, en hana styrkja Sálfræðingafélag íslands, Geðlæknafélag íslands, Félag ís- lenskra heimilislækna, Félag sjálf- stætt starfandi heimilisjækna, Fræðslunefnd Læknafélags íslands og lyijafyrirtækið Novartis. Vandamálin geta komið seinna Dr. Nils R. Varney taugasálfræð- ingur segir í samtali við Morgun- blaðið að það sé nokkuð algengt að fólk hljóti væg höfuðmeiðsl í bílslysum sem geti valdið heila- skaða, þó áverkinn hafi ekki verið talinn alvarlegur strax á eftir slys- ið. „í slíkum tilfellum er viðkom- andi jafnvel sendur heim og útskrif- aður af bráðamóttöku án meiðsla að því er talið er, en að einhveijum tíma liðnum koma vandamálin upp, einkum af sálfræðilegum toga. Til dæmis fínnur viðkomandi fyrir þunglyndi," segir dr. Varney og bætir því við að þannig tengjast taugasálfræðingar þessum slysum. Varney greinir frá því að heilinn sé mjúkt og auðkramið líffæri sem sé umkringt hörðum fleti hauskúp- unnar og að við höfuðhögg geti heilinn „dansað“ til og frá. „Við það getur heilinn orðið fyrir hnjaski, með því til dæmis að ákveðinn hluti hans rekst á höfuðkúpuna. Upp frá því geta þróast ýmis ólík sjúkdóms- einkenni allt eftir því hvaða hluti heilans hefur orðið fyrir meiðslum." Sem dæmi um slík sjúkdómsein- kenni nefnir Varney höfuðverk, tal- erfiðleika, minnisleysi, svefntrufl- anir, auknar skapsveiflur og þung- lyndi eins og áður var getið um, væg flogaeinkenni sem liggja djúpt í heila, missi þeirra eiginleika að geta fundið bragð og lykt og dóm- greindarskort. 200 þúsund manns verða fyrir heilaskaða á ári Að sögn Varneys verða tvær milijónir manna í Bandaríkjunum fyrir því að hljóta væga höfuð- áverka í bílslysum á ári hverju. Skiptar skoðanir eru hins vegar á því hve margir þeirra verði fyrir umræddum heilaskaða, en talað er um að fjöldi þeirra sé á bilinu 10% til 20% á ári. „Það þýðir að að minnsta kosti 200 þúsund manns í Bandaríkjunum eigi við þetta vandamál að stríða," segir hann og bendir jafnframt á að flestir þeirra sem verði fyrir höfuðáverkun séu ungir karlmenn á aldrinum 16 til 25 ára, því það séu yfirleitt þeir sem aki hratt og óvarlega í umferðinni. Af framansögðu er því ljóst að að minnsta kosti 10% þeirra sem hljóta væg höfuðmeiðsl í slysum, verða vör við áðurnefnd sjúkdóms- einkenni. Varney segir að þessi ein- kenni byiji yfirleitt hægt og rólega næstu vikurnar eða mánuðina eftir slysið, en stundum komi þau ekki fram fyrr en ári á eftir slysið. „En það er ekki síst vegna þess sem sjúkdómsgreiningin getur verið svo erfið,“ segir Varney. Hann bendir einnig á að sá sem hljóti höfuð- meiðsl geti orðið var við eitt eða fleiri áðurnefndra sjúkdómsein- kenna en í verstu tilfellunum geti sjúklingur orðið var við fimm ólík einkenni. Varney segir að þar sem svo lág prósenta fái sjúkdómseinkenni í kjölfar vægra höfuðmeiðsla, sé þessu vandamáli ekki gefinn svo mikill gaumur, en ítrekar hins veg- ar Ijölda þeirra Bandaríkjamanna sem bætist í hóp þessara sjúklinga á ári hveiju. Hann segir jafnframt að það séu fleiri en þeir sem séu með aðra sjúkdóma í Bandaríkjun- um. „Af þeim sökum verða læknar og sálfræðingar að taka kvartanir sjúklinga alvarlega og veita þessum sjúkdómseinkennum eftirtekt þótt orsakir þeirra séu ekki áþreifanleg- ar.“ Erfitt að greina heilaskaðann Dr. Marc E. Hines taugalæknir segir að það sé mjög erfitt að greina heilaskaða af völdum slysa með hefðbundnum aðferðum læknis- fræðinnar, til dæmis með tölvu- sneiðmyndum eða jafnvel segulóm- skoðun. Slíkar rannsóknir sýni sjaldnast neitt óvenjulegt í heilan- um, þó sjúklingar geti þjáðst af vægum heilaskaða af völdum slysa og kvartað yfir ákveðnum sjúkdóm- seinkennum. „Læknar eru því lík- legir til að komast að þeirri niður- stöðu að ekkert sé að sjúklingn- um,“ segir dr. Hines. Hann bendir hins vegar á að SPEKT myndgrein- ing sé hins vegar mun líklegri til þess að greina truflun á heilastarfi og þar með umræddan heilaskaða. Vegna þess hve erfitt er að greina heilaskaða af völdum slysa með venjulegum aðferðum hefur, að sögn Hines, verið reynt að nálg- ast vandann úr annarri átt. „Okkar vinna, þ.e. taugalækna, hefur því verið fólgin í því að reyna að greina heilaskaðann með því að skilgreina sjúkdómseinkennin og lýsa þeim,“ segir hann og bætir því við að sú vinna hafi skilað góðum árangri. Til dæmis sé vitað að þessum heila- skaða fylgi ýmsar tegundir höfuð- verkja. „Það er því mikilvægt að læknar og sálfræðingar hafi þekk- ingu til að átta sig á þessum ein- kennum og þar með að gera sér grein fyrir því að það sé eitthvað til staðar sem þarf að lækna,“ seg- ir hann ennfremur. Hines segir að meðferð við heila- skaða af völdum slysa sé m.a. fólg- in í langtíma lyfjameðferð, sérstak- lega notkun krampalyfja, vegna þess hve margir sjúklinganna sýni einkenni sem líkist flogum. Að lok- inni langri lyfjameðferð eru um helmingslíkur á því að sjúklingur geti hætt á lyljum, en að sögn Hi- nes er nær ómögulegt að segja fyr- ir um það hvaða sjúklingar nái bata og hveijir ekki. Hines nefnir hins vegar í þessu sambandi að nokkrir þættir geti valdið því að erfiðara sé fyrir viðkomandi að ná bata. Til dæmis skipti máli hvort sjúklingur hafi áður fengið höfuðhögg og hversu oft, hvort hann drekki mikið eða hvort hann taki inn eiturlyf. „Hins vegar er hægt með viðeig- andi meðferð að láta um 80% sjúkl- inganna líða betur," segir Hines. Skref í rétta átt Dr. Robert N. Varney eðlisfræð- ingur tekur fram að hann sé hvorki sérfræðingur í taugasjúkdómum né í miðstöð taugakerfisins, heilanum. Hann hefur hins vegar tekið þátt í eðlisfræðilegum rannsóknum í samstarfi við son sinn um það hvernig hraði, snúningur, þyngdar- kraftur og mótstaða hefur áhrif á það hveijar afleiðingar slyssins verða. „Nils sonur minn safnaði upplýs- ingum um fimmtán bílslys, þar sem m.a. er að finna lýsingar á því hvað gerðist í slysinu, hve illa bíllinn skemmdist og hvaða taugasálfræði- legar afleiðingar slysið hafði fyrir þá sem lentu í slysinu," segir Varn- ey. „Mitt hlutverk var að reikna út hversu mikill kraftur hitti heila þeirra manna sem lentu í slysinu,“ segir hann „og í ljós kom að kraftur- inn er fremur mikill í mörgum slys- um.“ Varney fann til dæmis út að sá kraftur sem lenti á hluta heil- ans, í dæmigerðum minni háttar bílslysum, samsvaraði því að vera þijátíu sinnum þyngd þess hluta heilans sem yrði fyrir högginu, en í alvarlegri slysum hækkaði þessi margföldunartala. „Við vitum til dæmis um slys þar sem krafturinn samsvaraði því að vera 270 sinnum þyngd hluta heilans," segir Varney. Varney tekur fram að þar með sé ekki búið að finna svar við því hve mikill kraftur hafði hvaða af- leiðingar, því aðrir þættir spiluðu þarna einnig inn í, til dæmis skipti máli úr hvaða átt höggið kæmi. „En við höfum vissulega bætt við einu skrefi í þá átt að reyna að greina afleiðingar slysa á starfsemi heila,“ segir hann. Varney segir ennfremur að þessi vitneslga geti hjálpað þeim sem hafí hlotið heilaskaða af völdum slysa og séu að reyna að fá tryggingabæt- ur. „Þegar fulltrúar tryggingafélaga sjá handleggs- eða fótbrot, vita þeir nákvæmlega hvað þeir eiga að borga viðkomandi. Annað mál gegnir um heilaskaða því hann er ekki hægt að sjá. Og því vita þeir ekki hvort þeir eiga að borga og þá hve mikið. Með því að bæta við vitneskju um það hvaða kraftar voru að verki i slysinu er verið að taka eitt skref í þá átt að svara þessum spuming- um,“ sagði Varney. Umræður um stefnu- ræðu forsætisráðherra Líflegra fyrirkomulag ÞINGMENN eru yfirleitt ánægðir með umræður um stefnuræðu for- sætisráðherra sem fram fór á j fimmtudagskvöld, en telja þó að enn I megi bæta fyrirkomulag þeirra. „Mér þóttu umræðurnar takast ( vel, þegar á heildina er litið,“ sagði ' Ólafur G. Einarsson, forseti Alþing- i is. „Ég er ekki í neinum vafa um . að þetta var líflegra fyrirkomulag. En við þurfum að draga af þessu vissa lærdóma. í fyrsta lagi sann- færðist ég enn um að tillaga mín um að stefnuræðan sjálf sé haldin á þing- setningardaginn sé rétt. Mér finnst miklu líklegra að það verði líflegri umræða ef ræðurnar verði strax í i upphafi umræðunnar styttri, en erf- itt er fyrir forsætisráðherra að stytta sína ræðu meira. Ég held að þetta fyrirkomulag myndi líka gera þing- setningarathöfnina viðameiri. í öðru lagi dró ég þann lærdóm af þessu að það er of mikið að hafa tvær mínútur til andsvara við stuttum ræðum. Betra væri að hafa eina mínútu fyrir hvert andsvar, en í stað- inn mætti svara tvisvar.“ Ólafur nefndi það að þingmenn j hefðu ekki virt ræðutíma og af þeim sökum hefði umræðan dregist. Hann nefndi einnig að of mikið hefði borið á því að þingmenn hefðu notað til- búnar ræður í andsvörum og að það hefði komið honum á óvart. „Menn þurfa ekkert að vera að slíku, þeir hafa alla burði til að gera þetta á staðnum. Kannski er skýringin eitt- hvert öryggisleysi vegna þess að > verið er að gera þetta í fyrsta sinn ) með þessum hætti.“ ) Ekki gott sjónvarpsefni Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, segir umræðurnar hafa tekist þokkalega. „Að vísu fannst mér andsvörin ekki koma of vel út. Fólk hefur sagt mér að þetta hafí verið eins og leiksýning og að andsvörin hafí verið of löng. Það er samt ágætt að prófa eitthvað nýtt, f og það er ljóst að það þarf að breyta ) fyrirkomulaginu því það er lítið fylgst i með þessum umræðum. Að vísu held ’ ég að þetta sé ekki gott sjónvarps- efni, þetta hentar betur í útvarpi." Kristín Ástgeirsdóttir, formaður þingflokks Kvennalistans, segist ánægð með sumt en annað hefði tekist miður. „Andsvörin hleypa lífí í umræðurnar og gera fleirum kleyft að komast að, en það var of mikið um að menn kæmu með skrifaðan | stíl að heiman og læsu hann upp- | Það hefði skapað meiri léttleika ef menn hefðu verið tilbúnir til að I bregðast við, í stað þess að vera svona þrælundirbúnir. Umræðan fór líka úr böndunum hvað varðaði tím- ann þannig að það markmið að þjappa henni saman og stytta mis- tókst að nokkru leyti. Ég er tilbúin til að endurskoða þetta kerfí enn frekar, stytta tímann og reyna að skapa meiri umræðu." | Svavar Gestsson, formaður þing- k. flokks Alþýðubandalagsins, segist vera ánægður með umræðumar og | að þær hefðu verið líflegri en áður. „En við lítum á þetta sem tilraun og að fyrirkomulagið verði slípað áfram. Það er þrennt sem ég vil breyta. I fýrsta lagi fyndist mér koma til greina að skilja stefnuræðu forsætisráðherra frá umræðunni með öðrum hætti en nú er gert, til dæmis með því að leið- togar stjórnmálaflokkanna flytji allir L þjóðinni sína stefnu síðdegis á þing- setningardegi en aðalumræðan yrði f til dæmis kvöldið áður. Ég vil líka ^ hafa andsvörin styttri og síðustu umræðuna aðeins lengri.“ „Mér fannst það tilraunarinnar virði að breyta um form,“ segir Svan- fríður Jónasdóttir, Þingflokki jafnað- armanna. „Við eigum samt eftir að þróa þetta meira. Andsvörin voru of löng og af því fyrirfram var ákveðið að þingmenn mættu bara vera með L eitt andsvar og bara gegn fulltrúa » tiltekins flokks var þetta dálítið stíft p og eins og leikrit. Eg velti því fyrir | mér hvort við gætum ekki leyft okkur ” örlítið meiri dirfsku.“ ,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.