Morgunblaðið - 04.10.1997, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
URVERIMU
Von er á frumvarpi sem takmarkar uppsöfnun kvóta
Hlutdeild í heildarkvóta
ekki meiri en 8-10%
Lúxemborg
CARGOLUX hefur ákveðið að
kaupa fimm flutningaflugvélar til
viðbótar af gerðinni Boeing B747-
400 frá Boeing-fyrirtækinu og er
það mesta fjárfesting í sögu félags-
ins. Einnig var tryggður réttur til
að kaupa tvær aðrar flugvélar.
Þrjár hinna nýpöntuðu flutn-
ingavéla munu leysa af hólmi þær
B747-200-vélar sem nú eru í notk-
un hjá félaginu, en hinar tvær
munu stuðla að aukinni flutninga-
getu. Fyrstu tvær B747-200-F
verða leystar af hólmi 1998, en
hinar vélarnar hverfa úr flugvéla-
flota Cargolux 1999. Flugvélafloti
Cargolux verður eingöngu skipað-
ur B747-400F vélum fyrir árslok
1999.
Félagið fékk síðustu B747-400
vél sína afhenta í ágúst síðastliðn-
um og hefur nú í notkun 4 B747-
400F og 4 B747-200FG vélar, þar
af eina sem er á leigu. í nóvember
nk. kemur í stað leiguvélarinnar
önnur ný af gerðinni B747-400F,
þannig að flugvélar félagsins af
þeirri gerð verða fimm talsins.
Vegna þessarar síðustu pöntun-
ar Cargolux mun félagið reka 10
fullkomnar B747-400 flutninga-
flugvélar um næstu aldamót.
SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA
mun á næstunni leggja fram frum-
varp á Alþingi sem takmarkar kvóta-
eign fyrirtækja. Samkvæmt frum-
varpsdrögum, sem ráðherrann
kynnti á ríkisstjómarfundi í gær,
má samanlögð aflahlutdeild fiski-
skipa í eigu einstakra aðila eða
tengdra aðila ekki nema meira en
8% af heildarverðmæti aflahlutdeild-
ar allra tegunda, sem sæta ákvörðun
um leyfðan heildarafla. Þó er gert
ráð fyrir að hámarkið verði nokkru
hærra, eða 10% fyrir félög sem upp-
fylla tiltekin skilyrði um dreifða
eignaraðild og er þá miðað við að
enginn einn aðili eigi meira en 20%
í viðkomandi félagi og að engar
hömlur séu á viðskiptum með eignar-
hluti. Til aflahlutdeildar fiskiskipa
telst einnig sú aflahlutdeild, sem
aðilar kunna að hafa á kaupleigu
eða leigu. Að sama skapi er lagt til
þak á kvótaeign í átta fisktegundum,
sem sæta ákvörðun um leyfilegan
heildarafla. Lagt er til að hámarkið
verði 10% fyrir þorsk og ýsu en 20%
fyrir ufsa, karfa, grálúðu, síld, loðnu
og úthafsrækju.
Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs-
ráðherra, skipaði starfshóp í byijun
ársins sem falið var að gera tillögur
um reglur varðandi dreifða eignar-
aðild að útgerðarfyrirtækjum. Hópn-
um var m.a. falið að fjalla um hvort
ástæða væri til að setja hámark á
hve mikla aflahlutdeild skip í eigu
einstakra aðila gætu haft og hvort
gera ætti kröfu til að eignaraðild
að félögum, sem hafa forræði yfir
aflahlutdeild umfram tiltekin mörk,
skuli dreifð og félögin opin. Starfs-
hópurinn skilaði tillögum og drögum
að frumvarpi í vikunni um dreifingu
eignarhalds á kvóta.
Loðnufyrirtæki gætu aldrei
orðið færri en fimm
Tillagan um að setja framan-
greint hámark á einstakar tegundir
miðar að því að koma í veg fyrir
að einstök fyrirtæki verði of ráðandi
í veiðum á einstökum tegundum, án
þess þó að skerða um of möguleika
útgerðarfyrirtækja til hagræðingar
og sérhæfingar varðandi veiðar á
einstökum tegundum. Miðað við
gildandi reglur er ekkert sem kemur
í veg fyrir að eitt fyrirtæki ráði yfir
öllum aflaheimildum af loðnu, svo
dæmi sé tekið, en tillögur starfs-
hópsins hafa það hinsvegar í för
með sér að slík fyrirtæki geti aldrei
orðið færri en fimm. Þó þykir eðli-
legt að miða við nokkuð lægri mörk
fyrir þorsk og ýsu, eða 10%, enda
eru þessar tegundir veiddar af flest-
um þeim skipum og bátum sem leyfi
hafa til veiða í atvinnuskyni, segir
m.a. í greinargerð.
Starfshópurinn leggur til að ef
Þak sett á kvóta-
eign í einstökum
tegundum
verðmæti aflamarks annarra teg-
unda en þeirra átta sem að framan
greinir, fer umfram 2% af heildar-
verðmæti aflamarks, skuli ráðherra
ákvarða 20% hámark á aflahlutdeild
fiskiskipa í eigu einstakra aðila. Á
sama hátt falli hámarkið niður ef
verðmæti þeirra tegunda sem um
ræðir fer niður fyrir mörkin. Við
upphaf hvers flskveiðiárs þarf því
ráðherra að endurskoða fyrir hvaða
tegundir sérstakt hámark eigi að
gilda. Þessi endurskoðun á þó ekki
við um tegundirnar átta, enda er
gert ráð fyrir að hámark vegna
þeirra verði óbreytt án tillits til
breytinga sem kunna að verða á
aflamarki og verðmætastuðlum.
Ekki er sett hámark
á sumar tegundir
Ekki er gerð tillaga um að sér-
stakt hámark verði sett á innijarða-
rækju, hörpuskel, humar, sandkola,
skarkola, skrápflúru, steinbít og
langlúru. Starfshópurinn ákvað að
miða tillögugerð sína við að hið sér-
staka tegundarhámark næði einung-
is til þeirra tegunda þar sem verð-
mæti heildaraflamarks nemur meira
en 2% af heildarverðmæti allra
þeirra tegunda sem sæta ákvörðun
um leyfilegan heildarafla. Þá er ekki
gerð tillaga um að sett verði sér-
stakt hámark á aflahlutdeild í út-
hafskarfa, enda takmarkast veiðar
við tiltölulega fá fyrirtæki þar sem
einungis stærstu skip flotans geta
stundað veiðarnar. Bent er á að hér
sé um að ræða stofn, sem félli und-
ir Norðaustur-Atlantshafsfískveiði-
nefndina, NEAFC, og því réðist nýt-
ing og skipting stofnsins af samn-
ingum ríkja á vettvangi NEAFC.
Hinsvegar er gert ráð fyrir að tekið
verði tillit til aflahlutdeildar í úthafs-
karfa við mat á heildarverðmæti
aflahlutdeildar.
Upplýsingaskylda aðila
og eftirlit Fiskistofu
Samanlögð aflahlutdeild fiski-
skipa í eigu einstakra lögaðila eða
tengdra aðila má nema allt að 10%
af heildarverðmæti aflahlutdeildar
allra tegunda, eigi enginn einn aðili,
lögaðili eða tengdir aðilar meira en
20% af hlutafé, stofnfé eða atkvæð-
isrétti í viðkomandi lögaðila. Engar
hömlur mega vera á viðskiptum með
eignarhluta, en til eignarhluta og
atkvæðisréttar einstaklinga telst
einnig eignarhluti og atkvæðisréttur
maka og skyldmenna í beinan legg.
Um samvinnufélög gildir að félags-
menn verða að vera minnst 100 til
þess að komast upp í 10% markið.
Til að stoppa upp í hugsanleg göt,
er í frumvarpinu gert ráð fyrir að
kvóti tveggja fyrirtækja, sem kunna
að vera í meirihluta eigu sömu að-
ila, verði lagður saman. Og eigi
margir einstaklingar 10% eða meira
í fyrirtæki og sömu einstaklingar
eigi, hver um sig, 10% eða meira í
öðru fyrirtæki, reiknast kvótinn
saman hjá báðum þessum fyrirtækj-
um.
Í frumvarpinu er gert ráð fyrir
upplýsingaskyldu fyrirtækja og eft-
irlitshlutverki Fiskistofu. Fari afla-
hlutdeild fískiskipa í eigu einstakra
aðila eða tengdra aðila umfram
framangreind mörk, skal Fiskistofa
tilkynna viðkomandi aðila að svo sé
og hve há umframaflahlutdeild hans
er. Aðila skal veittur þriggja mánaða
frestur til að gera ráðstafanir til að
koma aflahlutdeildinni niður fyrir
mörkin. Gerist það ekki fellur um-
framaflahlutdeildin niður og skerðist
þá aflahlutdeild fískiskipa í eigu við-
komandi aðila hlutfallslega miðað
við einstakar tegundir. Við úthlutun
aflahlutdeildar í upophafi næsta
fiskveiðiárs eftir lok frestsins, skal
skerðingin koma til hækkunar afia-
hlutdeildar fiskiskipa í eigu annarra
aðila.
Auðveldar nýjum aðilum
að hefja útgerð
„Ljóst er að það er flókið verkefni
að finna jafnvægi milli þess að leyfa
hagkvæmni stærðarinnar að njóta
sín og setja á sama tíma reglur til
að reyna að koma í veg fyrir ýmsa
ókosti sem geta fylgt of mikilli sam-
þjöppun í útgerð. Það er mat starfs-
hópsins að slíkar reglur geti aldrei
leyst öll þau atriði sem sæta gagn-
rýni þegar um þetta mál er fjallað.
Starfshópurinn telur hinsvegar að
það sé skynsamiegt að gera breyt-
ingar á gildandi lögum um stjórn
fiskveiða með það að markmiði að
einstök fyrirtæki geti ekki orðið það
stór að það beinlínis hamli eðlilegri
samkeppni í útgerð. Með því er fyrst
og fremst átt við að setja reglur til
að tryggja að þeir, sem fyrir eru í
útgerð, verði ekki svo öflugir að
þeir geti með samtakamætti sínum
komið í veg fyrir að nýir aðilar komi
inn í útgerðina," segir í greinargerð-
inni.
Formaður starfshópsins var Bald-
ur Guðlaugsson, hæstaréttarlög-
maður, en auk hans voru í hópnum
alþingismennirnir Einar K. Guð-
finnsson og Magnús Stefánsson,
Andri Teitsson, verkfræðingur, Árni
Tómasson, löggiltur endurskoðandi
og Hermann Hansson, stjómarfor-
maður íslenskra sjávarafuðra.
VIÐSKIPTI
S-E-Banken og
Trygg-Hansa
sameinast
Þriðji stærsti norræni bankinn
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
SÆNSKI SkandinaviskaEnskilda
Banken býður 16,8 milljarða sæn-
skra króna í tryggingafélagið
Trygg-Hansa. Jacob Wallenberg
bankastjóri S-E-Banken og Lars
Thunell framkvæmdastjóri Trygg-
Hansa eru sannfærðir um að nýi
bankinn muni ná spamaði upp á
775 milljónir við samrunann, þó
starfssvið fyrirtækjanna skarist
aðeins að litlu leyti. Bankinn verð-
ur þriðji stærsti norræni bankinn.
Samruni banka og tryggingarfé-
lags er ekki ný bóla og er nú aftur
kominn á dagskrá eftir glæfralegar
tilraunir á uppgangstímum níunda
áratugarins.
Þegar Jacob Wallenberg tók við
störfum bankastjóra í vor lýsti
hann því yfír að bankinn ætlaði
að einbeita sér að kjamasviðum
og hugsanlega losa sig við starf-
semi ótengda þeim, en er nú jafns-
annfærður um að samruni bankans
og tryggingafélagsins Trygg-
Hansa sé æskilegur til að styrkja
bankann í aukinni samkeppni.
Sama gildir um Thunell, sem áður
hefur lýst yfír að best fari á sam-
mna banka innbyrðis og trygging-
arfélaga innbyrðis. Thunell verður
bankastjóri nýja bankans, en Wal-
lenberg stjómarformaður.
Fyrir tíu þúsund starfsmenn
bankans er fréttin léttir, þar sem
samrani við annan banka hefði
væntanlega þýtt enn frekari fækk-
un starfsfólks. Hjá Trygg-Hansa
vinna 3300 manns og búist er við
að starfsfólki nýja bankans verði
alls fækkað um 500 manns. Bank-
inn er þungamiðjan í fjármálaveldi
Wallenberg-fjölskyldunnar,
voldugustu fjármálafjölskyldu Evr-
ópu. Kauphallarvirði hans er metið
á 46 milljarða sænskra króna en
samsvarandi virði Trygg-Hansa er
13,7 milljarðar. Enn á þó eftir að
koma í ljós hvernig hluthafar
Trygg-Hansa taka fréttunum, en
auk stórra ijárfesta á um hálf
milljón einstaklinga hlut í trygg-
ingafélaginu, meðal annars af því
að tryggum viðskiptavinum hefur
staðið til boða að eignast hlut í
því. Það er aðeins á sviði sjóðafjár-
festinga, sem starfsvið fyrirtækj-
anna tveggja fellur saman, en for-
ráðamenn þeirra hafa bæði trú á
nýjum markaðsmöguleikum á því
sviði, og auk þess búast þeir við
að nýi bankinn geti boðið upp á
líftryggingar og ýmsa fjárfestinga-
möguleika og myndað öflugt sölu-
kerfí tiygginga.
Litlir bankar óttast nýja risa
í fréttum sænska útvarpsins í
gær kom fram að litlir bankar, sem
hingað til hafa boðið upp á þjón-
ustu við einkaaðila og lítil fyrir-
tæki gegn lægra gjaldi en stóra
bankamir era nú uggandi um sinn
hag. Þeir óttast að stóra bankarn-
ir muni torvelda litlum bönkum
notkun sameiginlegs greiðslukerfís
bankanna með því að hækka gjald
fyrir þjónustu þess. Það myndi
kippa fótunum undan litlu bönkun-
um, sem hafa reynst stóra bönkun-
um seigur keppinautur, meðal ann-
ars með því að bjóða upp á hnitmið-
aða og ódýra þjónustu með fáum
útibúum og mikilli tæknivæðingu.
í þeim herbúðum era menn ekki
sannfærðir um að nýr risabanki
auki samkeppnina.
Sænskir íjölmiðlar velta vöngum
yfír hvort kaup bankans á Trygg-
Hansa séu vandlega yfírveguð, eða
aðeins fumkennd tilraun til að
stækka, eftir að fyrri tilraun til að
sameinast Nordbanken fór í vask-
inn. Þar sem Svenska Handelsban-
ken, stærsti norræni bankinn, hafí
keypt Stadshypoteket, húsnæðis-
lánastofnun, fyrr á árinu, Svea-
banken og Föreningsbanken sam-
einast og Den Danske Bank keypt
Östgöta Enskilda Banken hafi S-E-
Banken æ meir virst vera að missa
af lestinni. Þessu hafnar Wallen-
berg, kaupin henti vel nú, en séu
fremur upphaf á þróunarferli en
endir þess. Það var Wallenberg, sem
átti framkvæðið að samkomulagi
fyrirtækjanna, er gengið var frá á
tveimur vikum, en þeir Wallenberg
og Thunell era nágrannar, búa báð-
ir í Djurgárden, sem er eitt af glæsi-
hverfum Stokkhólms.
í Bandaríkjunum og Þýskalandi
hafa verið dæmi um samrana
banka og tryggingafélaga, sem
annars minna á tilraunir á níunda
áratugnum, sem margar hveijar
enduðu með ósköpum. I Danmörku
freistaði Hafnia þess að sameina
banka- og tryggingafélagsrekstur,
en það endaði með ósköpum og
málaferlum, sem enn er ekki séð
fyrir endann á.
Cargolux kaup-
ir 5B747-400
Stækkun skipa verði heimiluð
STARFSHÓPUR á vegum sjávar-
útvegsráðherra sem falið var að
fjalla um endurnýjunarreglur
fiskiskipa hefur lagt til að það
skref verði stigið nú að heimila
tiltekna stækkun allra skipa með
tilteknu millibili, hvort sem um
væri að ræða breytingar á eldra
skipij nýjum eða nýkeyptum skip-
um. Á hinn bóginn verði sérregla
um breytingar skipa, sem skráð
eru fyrir 1986, afnumin eftir 14
mánaða aðlögunartíma. Ekki var
talið nauðsynlegt að setja reglur
um geymslu rúmmetra.
Nefndarmenn voru sammála
um að ekki væri hægt að hafa
sérstakar endurnýjunarreglur
fyrir einstaka skipaflokka heldur
yrði að líta á fiskiskip með veiði-
leyfl í íslensku fiskveiðilögsög-
unni sem eina heild. Ennfremur
voru menn sammála um að ekki
væri hægt að leggja til skilyrtar
stækkunarheimildir þannig að
skip mætti einungis stækka án
þess að samsvarandi rúmmetrar
hyrfu úr rekstri ef tiltekinn rök-
stuðningur væri fyrir hendi.
Formúlan sótt I
eldri endurnýjunarreglu
Stækkunarformúlan í þeirri
reglu, sem lögð er til, er sótt í þá
reglu sem gilti til 1. september
1991, að öðru leyti en því að mið-
að er við að endumýjun geti átt
sér stað á sjö ára fresti í stað tólf
áður.
„Nú er talið nauðsynlegt að
stækkunarreglan komi fram í lög-
unum sjálfum. Vakin er athygli á
því að þegar um nýtt eða nýkeypt
skip er að ræða á stækkunarheim-
ildin aðeins við þegar eitt skip
kemur í staðinn fyrir eitt eða fleiri
og miðast reglan við stærsta skipið
ef fleiri en eitt láta veiðileyfi. Rök-
in fyrir stækkunarheimildinni eru
einmitt þau að hvert einstakt skip
þurfi að stækka, m.a. vegna tækni-
þróunar. Þessi rök eiga ekki við
ef eitt stórt skip verður að mörgum
litlum. Ef mörg lítil skip verða að
einu stóm, er hinsvegar talið rétt
að binda stækkunarheimildina við
stærsta skipið fremur en að reglan
gildi um þau öll, en annars myndi
nýtt skip geta verið allt að 60%
stærra en sem nemur samtölu rúm-
metra þeirra skipa sem létu veiði-
leyfi. Varðandi áhrif endurnýjunar
á úthlutun aflaheimilda á grund-
velli aflareynslu er talið að fram-
kvæmanlegt sé að miða áfram við
hlutfallslega skiptingu veiðileyfis
og var ekki talin þörf á að Iaga-
breytingar tækju til þessa þáttar,“
segir í áliti starfshópsins.