Morgunblaðið - 04.10.1997, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ
spennandi. Alveg nógu dramatískt
fyrir mig.
Ég er svo dramatísk."
En ekki eru þó Auður og dans-
inn alveg skilin að skiptum því 27.
september var frumsýnt í Tjamar-
bíói dansverk sem hún samdi ásamt
Láru Stefánsdóttur. I
sýningunni eru tveir
dansarar, Lára og Jó-
hann Björgvinsson.
Tánlist,
myndlist ag
dans
„Þetta er frumsköpun á
öllum sviðum,“ segir Auð-
ur. „Askell Másson samdi tónlistina
íyrir okkur og Ragnhildur Stefáns-
dóttii' gerði leikmyndina, gerði ná-
kvæma höggmynd af Lám.
Við byggjum verkið á sögunni um
úlfakonuna La Loba í bókinni
„Women Who Run with the Wolv-
es,“ eða Konur sem hlaupa með úlf-
um. La Loba er konan sem skríður
um holt og hæðir, leitar að úlfabein-
um, syngur yfir beinunum þar til þau
verða að úlfi sem hleypur og hleypur
þangað til hann verður að konu.“
I umræddri bók eru ævintýri og
sögur um konur frá ólíkum menn-
ingarsvæðum og verið er að fjalla
um „erkitýpur". En hvers vegna
varð þessi bók hvati að dansverki
Auðar og Láru?
„Við erum kannski að brjótast út
úr þeim höftum að vera þær sem
við erum. La Loba kallar á okkur
að lifa eigin lífi. Þetta er ekki
spurning um kynjahlutverkin karl-
kona, heldur kven- og karlorku.
Kannski er þetta táknrænt fyrir
okkur konur á fertugsaldri að vilja
fá að vera það sem við erum - og
æfum okkur stöðugt í því. Kannski
finnum við Lára svona sterkt fyrir
þessu vegna þess að við höfum ver-
ið í listgrein sem er í senn mjög
tjáningarrík en um leið heftandi;
læstar mjaðmir og mjög ákveðnar
og agaðar hreyfingar. Indíánar tala
um þrumukonuna, með
þrumumjaðmirnar sem eru sveigj-
anlegar og mikil hreyfíng í þeim.
Þannig nýtur konan sín best að
þeirra áliti. í ballett er rass og
magi spenntur og öllu haldið saman
herptu.
Undirtitillinn hjá okkur hefur
verið LÍF-DAUÐI-LÍF. Til að
þroskast þarf oft eitthvað að deyja.
Við getum valið að leyfa mótbyi' að
vera dyr að nýrri reynslu í stað
þess að vera hindrun.
Það sem við erum að vinna með
er að hlusta á hjartað og virða inn-
sæi sitt. Að hlusta á innsæi sitt er
því miður ekki ofariega á lista í
ballettskólum og öðrum uppeldis-
stofnunum. En við lifum á batnandi
tímum er það ekki?
Þegar maður byrjar að hlusta á
innsæið byrjar maður að hlusta á
lífið og er maður þá ekki farinn að
gefa Guði gaum? Ég held það.
Það er annars alveg stórkostlegt
að átta sig á því að á hverju augna-
bliki ákveði ég sjálf hvernig ég
hugsa og þar af leiðandi allmikið
hvemig mér líður. Það er frelsi að
bera ábyrgð; þurfa ekki að kenna
öðrum um.
Það hefur verið mjög
gefandi að vinna með
Ragnhildi því hún hefur
verið mjög upptekin af
svipuðum vangaveltum og
við Lára. Hún hefur þró-
að hugmyndir sínar, bæði
með okkur og einnig í
skúlptúrum sínum. Ný-
verið var afhjúpað verk
eftir Ragnhildi á Isafirði
þar sem hún raðar grænum kven-
mjöðmum hverja ofan á aðra. Svo
það eru nokkrar frjálsar mjaðmir á
vestfjörðum.
Leihs tjárnin
„Fyrir tveimur árum hélt Auður,
ásamt eiginmanni og börnum, til
Bretlands til að leggja stund á leik-
stjórnarnám. Ekki var það sökum
verkefnaskorts því hún hafði lengi
unnið sem dansahöfundur og
dansastjórnandi í leiksýningum. Til
hvers að læra leikstjórn?
„Ég hafði unnið við leikhúsin í
tíu ár sern kóreógraf og aðstoðar-
leikstjói'i. Ég var svona létt frek við
að pota mér inn í leikstjórnina sem
kóreógraf. Ballettheimurinn er lítill
og spannar aldursskeiðið frá 10 ára
til þrítugs. Maður hefur þörf fyrir
að stækka sinn heim, vinna með
eldra fólki. Ég elska dansinn og
mun halda áfram að vinna með
hann líka.
Ég var líka mjög heppin með
skóla. Ég fór til Cardiff í Wales.
Walesbúar eru ákaflega listelskir
og hugsa vel um sitt. Eg vildi ekki
fara með krakkana til London, held-
ur vera í smærri borg. Enda var
þetta góður tími fyrir fjölskylduna
og góð reynsla. Krakkarnir höfðu
mjög gott af því að sjá að heimurinn
er stærri en Reykjavík.
Þetta var mjög lærdómsríkur
tími fyrir mig og þegar ég kom til
baka spurði pabbi hvað ég hefði
lært mest.
Ég svaraði: Ég lærði mest um
sjálfa mig.
Það held ég að hafi komið honum
á óvart. En ég var kona, nemandi
og útlendingur - ekki Auður
Bjarna. Ég hafði ekki orðstírinn.
Ég hafði bara sjálfa mig sem enginn
þekkti og þurfti að standa á minu og
halda fram mínum skoðunum og
viðhorfum á eigin forsendum - en
ekki vegna þess að ég var Auður
Bjarnadóttir og hafði oft dansað í
Þjóðleikhúsinu."
Þegar við göngum út í blíðan sept-
emberdaginn, mettar og ánægðar,
er Grænn kostur ennþá uppá-
haldsveitingastaður beggja; góm-
sætur matur, hreinn og ómengaður,
engin bið og verðið í góðu lagi.
Þetta er
ekki spurn-
ing um
kynjahlut-
verkin karl-
kona, held-
ur kven- og
karlorku
hafa alla ánægða, lækna og
hjúkrunarlið ekki síður en sjúk-
linga. Ef starfsfólki er gert of
hátt undir höfði bitnar----------
það á sjúklingum og ef
þeir fá ekki nægilega
góða og skjóta umönnun
fæst ekki fé til að reka
sjúkrahúsið. Eftir því
sem menn síðan ná ár-
angri í rekstri fá þeir vinnu hjá
stærri og stærri sjúkrahúsum,
meiri ábyrgð og hærri laun.
Að mörgu er að hyggja í
sjúkrahússrekstri sem vonlegt
er, byggja verður við eftir því
sem þörf krefur, en sýna aðhald
um leið því steinsteypa kostar
peninga, sjá verður fyrir sætum
og biðstofum, læknaliðið verður
að ná að kasta mæðinni og svo
má lengi telja. Það er reyndar
Leikurinn
er ekki
fyrir
viðkvæma
meira en að segja það að finna
jafnvægið í rekstri á fjölmennu
sjúkrahúsi, en lærist með tíman-
um og þá meðal annars
brögð eins og að setja
billjardborð upp í hvíldar-
stofu læknanna sem hvíl-
ast þá mun betur.
______ Theme Hospital er sér-
kennilegur leikur um
margt og um leið mjög skemmti-
legur. Hann er reyndar ekki fyrir
viðkvæma því það gerist sitthvað
ókræsilegt eins og vill verða þar
sem sjúkdómar eru annars veg-
ar. Grafíkin á leiknum er bráð-
góð.
Theme Hospital krefst MS-
DOS eða Windows 95, a.m.k. 66
MHz 486-tölvu með 8 Mb innra
minni, tveggja hraða geisladrifs
og SVGA skjákorts.
LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1997 29
íslandsineistarakeppnin í Ostagerð
í Perlmtmi nm helginal
Spennandi nýjungar verða hynntar!
Verið velkomin á Ostadaga í Perlunni um helgina þar sem kynntar verða ýmsar nýjungar.
Boðið verður upp á osta og góðgæti úr tilraunaeldhúsi Osta- og smjörsölunnar auk
þess sem gestum gefst tækifæri til að kaupa íslenska gæðaosta á kynningarverði.
I kaffiteríu Perlunnar verða ostakökur, ostabökur og ýmsir ostar á boðstólum.
ÍSLENSKT GÆÐAMAT
Birtar verða niðurstöður íslenska gæðamatsins á ostunum sem teknir
voru til mats nú í vikunni.
OSTAMEISTARI ÍSLANDS
Um helgina verður Ostameistari Islands útnefndur.
ALLT UM OSTA
Ostameistararnir verða á staðnum og sitja fyrir svörum um allt það sem lýtur
að ostum og ostagerð og bjóða þér að bragða á ostunum sínum.
OSTAR Á KYNNINGARVERÐI
Gríptu tækifærið og kauptu þér íslenska afbragðsosta!
OSTALYST 3
Fáðu að bragða á gómsætum réttum úr nýju matreiðslubókinni
okkar sem er að koma út og verður á kynningarverði á Ostadögum.
SKEMMTIATRIÐI
Örn Árnason og Jónas Þórir skemmta gestum á laugardag kl. 14 - 15
og á sunnudag kl. 16 - 17
ÍSLENSKIR
7.
a ostíu,
4. og 5. október kl.13 - 18
J