Morgunblaðið - 04.10.1997, Qupperneq 33
32 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997 33
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
STEFNURÆÐA
FORSÆTISRÁÐ-
HERRA
STEFNURÆÐA Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, á Al-
þingi í fyrrakvöld endurspeglaði annars vegar sterka efnahags-
stöðu lands og þjóðar og hins vegar sterka pólitíska vígstöðu ríkis-
stjómarinnar og stjómarflokkanna um þessar mundir. Segja má,
að þjóðin búi við velgengni á flestum sviðum.
Jafnframt sýndu umræður um stefnuræðu forsætisráð-
herra, að stjórnarandstaðan á í erfiðleikum með að fóta sig
við gjörbreyttar aðstæður í efnahags- og atvinnulífi. Stjórn-
arandstöðuflokkarnir hafa enn ekki náð pólitískri fótfestu,
þótt komið sé fram yfir mitt kjörtímabil.
í stefnuræðu Davíðs Oddssonar vakti einna mesta athygli
sú yfirlýsing hans, að til álita kæmi að setja reglur, sem komi
í veg fyrir að of miklar aflaheimildir færist á fárra hendur.
Þó vakti það furðu, að á þennan þátt í ræðu ráðherrans var
að öðru leyti ekki minnzt í umræðunum. Hvað veldur?
Á fundi ríkisstjórnarinnar í gær kynnti Þorsteinn Pálsson,
sjávarútvegsráðherra, frumvarp um þetta efni, þar sem gert
er ráð fyrir, að samanlögð aflahlutdeild fiskiskipa í eigu ein-
stakra aðila eða tengdra aðila megi ekki nema meira en 8%
af heildarverðmæti aflahlutdeildar allra tegunda. Þó er gert
ráð fyrir, að þetta hámark verði 10%, þegar um er að ræða
félög með dreifðri eignaraðild, þar sem enginn einn aðili á
meira en 20%.
Þessar hugmyndir ríkisstjórnarinnar eru ekki mikilvægar
vegna efnis frumvarpsins. Samkvæmt þeim gætu 10-12 fyrir-
tæki í sjávarútvegi eignazt allan kvótann á íslandsmiðum og
miðað við þróunina undanfarin ár er það raunhæfur mögu-
leiki að það gæti gerzt. Hugmyndirnar eru hins vegar mikil-
vægar vegna hins, að þær eru ákveðin vísbending um, að ríkis-
stjórninni og stjórnarflokkunum, sem hafa staðið fast saman
um óbreytta stefnu í fiskveiðistjórnun, sé ljóst að nú verði
að nema staðar og ekki verði lengra haldið á þessari braut.
Ef þetta væntanlega frumvarp ríkisstjórnarinnar er undan-
fari þess að hún grípi á næstu mánuðum og misserum til frek-
ari aðgerða til þess að beina fiskveiðistefnunni í nýjan farveg
er hér um að ræða einhverja mikilvægustu yfirlýsingu stjórn-
valda um árabil.
Það verður aldrei sátt meðal þjóðarinnar um kerfi, sem
fært hefur tugi og jafnvel hundruð milljarða endurgjaldslaust
frá fólkinu í landinu til tiltölulega fámenns hóps.
NIÐURGREIÐSLA
SKULDA HAFIN
FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ fyrir 1998 sýnir ljóslega þá
uppsveiflu, sem er í efnahagslífinu. Búizt er við, að hag-
vöxtur verði 3,5% í framhaldi af 4,5% aukningu landsfram-
leiðslu á þessu ári. Kaupmáttaraukning er áætluð 5,2% til
viðbótar 4,5% aukningu í ár. Atvinnuleysi minnkar í 3,6%
samkvæmt spám. Verðbólga eykst hins vegar nokkuð og verð-
ur 3% í stað 2% á þessu ári. Gert er ráð fyrir, að tekjur ríkis-
sjóðs aukist um 7 milljarða króna, þrátt fyrir 1,9% lækkun
tekjuskatts einstaklinga um áramót. Framlög til heilbrigðis-
og tryggingamála hækka umtalsvert, svo og til skólamála.
Tekjuafgangur á fjárlögum 1998 er áætlaður 3,2 milljarðar
(520 milljónir skv. nýrri framsetningu fjárlagafrumvarps) og
er það annað árið í röð, sem tekjuafgangur verður.
Heildartekjur ríkissjóðs 1998 lækka um 0,6% af landsfram-
leiðslu og heildarútgjöldin lækka um 1,6%. Lækkun útgjalda
skýrist fyrst og fremst af 30% lækkun vaxtagreiðslna milli
ára, eða 4,7 milljarða króna. Lánsfjárþörf ríkissjóðs dregst
verulega saman og verða 5 milljarðar króna til ráðstöfunar
til lækkunar skulda. Þar með er lokið þeirri gífurlegu skulda-
söfnun ríkissjóðs, sem rekja má að mestu til halla ríkissjóðs
á samdráttarskeiðinu í efnahagslífinu. Mikilvæg og gleðileg
þáttaskil eru því orðin í ríkisfjármálum. Þessum árangri er
m.a. náð með sölu ríkiseigna fyrir 6,2 milljarða, en 1,9 millj-
arða kr. hagnaður af sölunni kemur fram sem tekjur í fjárlaga-
frumvarpinu.
Mikilvæg afleiðing tekjuafgangs á ríkissjóði eru jákvæð
áhrif á peningamarkaðinn, sem mun stuðla að lækkun vaxta.
Ríkisstjórnin verður að standa fast við mótaða stefnu sína í
ríkisfjármálum, því Alþingi á eftir að fjalla um fjárlagafrum-
varpið. í góðærinu heyrast kröfur úr öllum áttum um aukin
framlög úr ríkissjóði og þingmenn eru þar engir eftirbátar
annarra landsmanna. Ekki má hvika frá settu marki í efna-
hagsstjórninni, því annað getur valdið trúnaðarbresti milli
ríkisstjórnar og viðskiptalífs.
UNDIR HVALFIRÐI
ÞAÐ nötraði allt í göngunum þegar Halldór Blöndal samgönguráðherra sprengdi síðasta haftið,
Morgunblaðið/Golli
UM klukkutíma tók að moka grjótinu úr síðasta haftinu úr göngunum, en síðan var leiðin greið.
UM 400 gestir voru viðstaddir þegar leiðin undir Hvalfjörð var opnuð.
Síðasta
haftið í
Hvalfjarð-
argöngnm
sprengt
Stj ómarformaður Spalar segir að gerð
Hvalfjarðarganga hafí gengið betur en
bjartsýnustu menn þorðu að vona. Egill
—ar--—----------—
Olafsson var viðstaddur þegar síðasta haftið
var sprengt. Stefnt er að því að opna göngin
fyrir umferð í fyrri hluta júlí nk., átta
mánuðum á undan áætlun. Fyrri áætlanir
gerðu ráð fyrir að síðasta haftið yrði
sprengt í þeim mánuði.
ÞAÐ fór vel á með Gísla Gíslasyni^ stjórnarformanni Spalar, Páli BYGGINGU gangamunna við syðri enda ganganna miðar vel áfram og er áætlað að framkvæmdum ljúki
Sigurjónssyni, framkvæmdastjóra ístaks, Halldóri Blöndal, sam- í þessum mánuði. Verkinu öllu hefur miðað hreint ótrúlega vel áfram á framkvæmdatímanum, enda er
gönguráðherra, og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarsljóra. nú stefnt að því að opnað verði fyrir umferð um göngin heilu ári á undan áætlun.
HALLDÓR Blöndal sam-
gönguráðherra sprengdi
síðasta haftið í Hvalfjarð-
argöngum í gær. Haftið
var sprengt níu mánuðum á undan
upphaflegri áætlun. Nú er stefnt að
því að opna göngin formlega fyrir
umferð í fyrri hluta júlí á næsta ári.
Framkvæmdir við byggingu jarð-
ganga undir Hvalfjörð hafa gengið
betur en jafnvel bjartsýnustu menn
þorðu að vona þegar framkvæmdir
hófust. í upphaflegri áætlun var gert
ráð fyrir að síðasta haftið yrði sprengt
í júlí 1998 og göngin yrðu opnuð fyr-
ir umferð í febrúar 1999. Nú er hins
vegar stefnt að því að opna göngin
fyrir umferð í júlí á næsta ári.
Ýmsar ástæður eru fyrir því hvers
vegna framkvæmdum hefur miðað
svo vel áfram. í fyrsta lagi var berg-
ið gott og lítið var um leka í því og
þess vegna var minna um tímafrekar
bergþéttingar en gert var ráð fyrir. í
öðru lagi ákvað verktakinn fljótlega
eftir að framkvæmdir hófust, að láta
vinna á vöktum allan sólarhringinn
beggja vegna fjarðarins, alla daga
vikunnar. I þriðja lagi var tæknibún-
aði borvagnsins breytt þannig að
hægt var að sprengja 5 metra í hvert
sinn í stað 4,3 metra eins og gert var
í Vestfjarðagöngum. Auk þess bjuggu
starfsmenn Fossvirkis yfir mikilli
reynslu frá borun í Vestljarðagöngum
og mjög lítið var um bilanir eða óhöpp.
80-100 manns vinna í
göngunum í vetur
Hermann Sigurðsson, staðarverk-
fræðingur Fossvirkis, sagði að meg-
ináhættuþættir við gerð ganganna
væru að bak; og segja mætti að leið-
in lægi bein og greið framundan.
Mikil vinna væri þó óunnin áður en
hægt væri að hleypa umferð á göng-
in. Eftir væri að styrkja bergið á
nokkrum stöðum og bæta steypuhúð-
un. Þar sem væri leki þyrfti að klæða
bergið af. Setja þyrfti upp lýsingu,
viftur og öryggiskerfi. Hermann sagði
að 80-100 manns myndu vinna við
göngin í vetur.
Djassað undir miðjum Hvalfirði
Lagningu vega að göngunum miðar
vel áfram og gera áætlanir ráð fyrir
að gerð þeirra ljúki 1. júlí nk. Bygg-
ingu gangamunna við syðri enda
ganganna lýkur í þessum mánuði og
verður mótunum þá ekið í gegnum
göngin og bygging gangamunna
norðanmegin hafin. Syðri munninn
verður 220 metra langur en sá nyrðri
60 metrar.
Samgönguráðherra og aðrir gestir
sem skoðuðu göngin í gær óku fyrir
Hvalfjörð áður en síðasta haftið í
göngunum var sprengt. Það var mjög
vont veður á leiðinni og sagði Haildór
Blöndal að þetta væri gott veður til
að opna göngin. Veðrið minnti okkur
á þýðingu ganganna.
Eftir að samgönguráðherra hafði
sprengt síðasta haftið í Hvalfjarðar-
göngum fóru gestir niður í göngin og
skoðuðu hvernig til tókst. Páll Sigur-
jónsson, framkvænidastjóri ístaks,
benti gestum á að það sæist varla að
menn hefðu borað hveijir úr sinni
áttinni. Borflokkamir hefðu hist ná-
kvæmlega á réttum stað.
„Það roðar fyrir nýrri öld hér í
göngunum," sagði Halldór Blöndal
eftir að hafa sprengt haftið. „Við
getum ekki á þessari stundu séð fyrir
hvaða áhrif þau munu hafa fyrir
byggðaþróun, fyrir samstarf sveitar-
félaganna og fyrir fólkið sunnan og
norðan fjarðarins. Við vitum hins veg-
ar að möguleikarnir eru óþrjótandi,“
sagði Halldór.
Gísli Gíslason, stjórnarformaður
Spalar, vitnaði í upphaf Landnáma-
bókar og sagði að enn væri verið að
nema land á Islandi. Starfsmenn, sem
unnið hefðu að gangagerðinni, væru
hinir nýju landnámsmenn íslands.
Hann sagði að það hefði þurft þraut-
seigju og þijósku til að ráðast í gerð
Hvalfjarðarganga. Það hefðu ekki all-
ir haft trú á þessari framkvæmd.
Stjórn Spalar hefði alla tíð verið bjart-
sýn, en framkvæmdir hefðu hins veg-
ar farið fram úr björtustu vonum
manna. Gísli lýsti því yfir í lok ræðu
sinnar að stefnt væri að því að opna
göngin í fyrri hluta júlímánaðar á
næsta ári eða eftir 285 daga.
Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigð-
isráðherra og fyrsti þingmaður Vest-
urlands, sagðist vera bergnumin.
Göngin væru glæsilegt mannvirki.
Hún minnti hins vegar á að það hefði
þurft mikinn dug og þor til að leggja
í þessa framkvæmd.
Páll Siguijónsson tók undir þetta
og sagði að það hefði tekið tvö og
hálft ár að gera samninga um alla
verkþætti eða álíka langan tíma og
það tekur að byggja göngin. Hann
sagði að þessi framkvæmd hefði haft
í för með sér áhættu, en sem betur
fer hefðu menn haft þor til að leggja
út í framkvæmdina.
Að ávörpum loknum þáðu nokkur
hundruð gestir veitingar í göngunum,
um 165 metra undir yfirborði sjávar.
Djasshljómsveit Ólafs Stephensen lék
fyrir gesti og mun þetta vera í fyrsta
skipti á íslandi sem djass er leikinn
undir hafsbotni.
Fjármagnskostnaður
verður minni
Áætlað er að kostnaður við bygg-
ingu Hvalfjarðarganga verði rúmlega
4,6 milljarðar. Þar af kostar bygging
ganganna 3,3 milljarða, undirbúning-
ur og eftirlit 630 milljónir og áætlað
var að vaxtakostnaður yrði 700 millj-
ónir.
Vegna þess hvað framkvæmdir
hafa gengið vel eru horfur á að fjár-
magnskostnaður verði minni en gert
var ráð fyrir og kemur það Fossvirki
til góða sem fjármagnar göngin,
byggir þau og rekur fyrstu þijá mán-
uðina. Spölur hefur hins vegar hag
af því að fá göngin fyrr í notkun. Það
getur t.d. munað talsverðu fýrir félag-
ið að fá hluta af sumarumferð næsta
árs í gegnum göngin. Kostnaður Spal-
ar við göngin mun að öðru leyti verða
í samræmi við gerða samninga þrátt
fyrir að framkvæmdunum hafi verið
hraðað svo sem raun ber vitni.
Hvalfjarðargöng eru 5.484 metra
löng. Þau stytta leiðina milli Akraness
og Reykjavíkur um 60 km og leiðin
milli Borgarness og Reykjavíkur stytt—
ist um 42 km.