Morgunblaðið - 04.10.1997, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Gftarielkarinn
Magnús
Elrfksson
hltar upp
f verslunlnnl
Rfn
Iman orðið
fyrir barðinu
á fordómum
*
Braggablús á Hótel Islandi
„Gaman að
hitta fólk og ná
sambandiu
BRAGGABLÚS Magnúsar Eiríkssonar hljómar á
Hótel Islandi í kvöld eftir nokkurra mánaða hlé.
Akveðið hefur verið að kalla saman tónlistarfólkið
sem tók þátt í uppfærslunni enda átti sýningin
miklum vinsældum að fagna síðasta vetur. Magnús
Eiríksson var tekinn tali í tilefni dagsins.
„Við höfum ekkert rætt hvað þetta verða margar
sýningar en við fengum mjög góðar viðtökur síð-
asta vetur. Pær verða að minnsta kosti tvær,“ sagði
Magnús sem auk þess að vera höfundur
allra laganna tekur sjálfur þátt í sýning-
unni. „Petta er svo nýtilkomið að ég ætl-
aði að fara að gera annað. Við tökum æf-
ingu í dag og komust þá að því hvort við
erum búin að gleyma þessu eða ekki,“
sagði Magnús um samstarfshópinn sem öðlaðist
talsverða samhæfmgu síðasta vetur.
Magnús er viðloðandi tónlist allan daginn í versl-
uninni Rín og hefur tónlistarbakteríuna
ennþá í sér. „Ég er alltaf leynt og ljóst
að vinna að plötu og semja svolítið fyrir
aðra. Ég er að dunda í einu og einu
lagi,“ sagði Magnús. Hann segist í raun
ekki hugsa um eigin tónlistarstíl eða
hvort hann eigi að breyta til. „Ég sem
bara lög og texta og hugsa ekkert út í stílinn."
Magnús er að öllu jöfnu ekki áberandi í dans-
leikjahaldi landsmanna og eflaust fagna því
„Er Ijóst og
leynt að vinna
að plötu“
margir að geta hlýtt á hann flytja eigin lög í góðra
manna hópi. „Það er mjög skemmtilegt að vinna
með öðrum höfundum eins og til dæmis KK. Það er
öðruvísi og ágætt að skipta um félagsskap. Á sýn-
ingunni er mjög gaman að hitta fólk og ná sam-
bandi en ég er orðinn alltof gamall til að ferðast um
landið og spila. Ég er búinn með minn skammt af
því enda hef ég verið að spila í danshljómsveitum
síðan ég var 17 ára gamall,“ sagði Magnús um tón-
________ leikaferðir.
„Ég hef aldrei fundið fyrir því að ein-
hver ákveðinn aldurshópur hlusti á lögin
mín. En þegar maður á unglinga sjálfur,
eins og í dag, þá stendur maður sig að því
að hljóma eins og eigin foreldrar og segja
krökkunum að slökkva á þessu gargi og er allt í
einu hættur að skilja það sem er í gangi núna. Mér
fínnst margt af þessu vera bara lélegur hávaði og
ómerkilegar lagasmiðar. Það eru viss ellimörk,“
sagði Magnús að lokum.
Það er stjórhljómsveit Gunnars Þórðarsonar sem
spilar í Braggablús en auk Magnúsar Eiríkssonar
sjá Pálmi Gunnarsson, Ellen Kristjánsdóttir, íris
Guðmundsdóttir og Bjarni Arason um sönginn.
Söngkonan Guðrún Gunnarsdóttir sem hefur áður
leyst Elleni af mun að öllum líkindum fylla hennar
skarð ef viðtökur verða góðar og sýningum verður
haldið áfram.
► FYRIRSÆTAN Iman, eiginkona Da-
vid Bowie, segist, í viðtali við Daily
Telegraph, ítrekað hafa orðið fyrir
kynþáttamismunun. „Ef ég reyni að fá
leigubíl í efri borgarhluta New York
vill enginn taka mig upp í. Það halda
allir að ég sé að fara til Harlem. Um
daginn verslaði ég í apóteki og af-
greiðslumaðurinn sagði við mig: „Þú
gerir þér grein fyrir að þetta kostar 25
dollara." Hann gerði sjálfkrafa ráð fyr-
ir að ég væri ekki borgunarmaður fyr-
ir því.“
Iman heldur áfram: „Stundum þegar
ég fer með lyftu tek ég eftir því að
gömul hvít kona grípur fast um hand-
töskuna sína.“ Hún segist einnig hafa
orðið fyrir mismunun á fyrirsætuferli
sínum. „Versta ár ferils míns var árið
1982. Þá þénaði ég 2 milljónir dollara.
Sumir myndu sætta sig við það, en það
sem skiptir máli er að fá jafn mikið og
aðrir. Ég fékk minna. Hvítar konur í
sömu verkefnum voru að fá 8 milljón-
IMAN er í kynningarherferð á nýjum snyrtivörum í henn-
ar nafni sem ætlaðar eru hörundsdökku fólki. Hér sést
hún í búðarglugga Selfridges í London.
Þá ásakar Iman tískutímaritin fyrir að ýta undir heróín-
tísku með því að birta myndir af fyrirsætum sem Iíta út
fyrir að vera illa á sig komnar eftir slika neyslu. Tilefnið
er að Amy Wesson, sem er 19 ára fyrirsæta, stendur
frammi fyrir því að umboðsskrifstofa hennar höfði mál
gegn henni og krefjist 5 milljóna dollara í skaðabætur.
Heldur skrifstofan því fram að Wesson hafí brotið samn-
inga og valdið fjárhagslegu tjóni með því að ánetjast eitur-
lyQum. „Stúlkurnar í tímaritunum eru látnar líta út fyrir
að þær séu á heróíni. Þótt það sé ef til vill ekki raunin
skapa tímaritin slæma fyrirmynd fyrir unglinga."
Handunnin húsgögn fró Pakistan og
vetrarleðurflíkur, ekta pelsar og margf fleira.
Opið frá 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga.
Verið velkomin.
m
&
BJARNI Arason, íris Guðmundsdóttir, Pálmi Gunnarsson og Ellen Kristjánsdóttir á Hótel íslandi síðasta vetur.
Morgunblaðið/Halldór
Við rýmum fyrir nýjum vörum
LAGERÚTSALA
á fatnaði fyrir alla fjölskylduna, aðeins í tvo daga, laugardag og
sunnudag, 4. og 5. október, kl. 12—17.
Nærfót, sokkar, gallabuxur, skyrtur, peysur,
skíðagallar, úlpur o.fl. á ótrúlegu verði.
LAGERUTSALAN
er á Hverfisgötu 6
í bakhúsinu.
HrÍA^on G.dLJnAonF