Morgunblaðið - 04.10.1997, Page 59
ttKÍAjgMUOHOí
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1997 59
MAGNAÐ |
BÍÓ
/DD/
____ )KAUP BESTA VINAR IVflbkS
Sýnd kl. 2.45. 4.50, 6.55, 9 og 11.05. |
£ I■--/ " '' '0 ! 'JTi/iW I v/r~
★
★ =====
Samuel L. ,
Jackson
Cameron
Diaz á hraðri
uppleið
►CAMERON Diaz hefur yfir mörgu að gleðjast
þessa dagana. Ferill þessarar 25 ára gömlu
leikkonu og fyrirsætu hefur verið á hraðri uppleið
síðan hún lék á móti Jim Carrey í „Mask“ árið
1994 auk þess sem einkalíf hennar er í blóma.
Diaz hefur Ieikið í sex kvikmyndum og í hverri
þeirra hefur hún reynt sig við ólíkar persónur. í
myndinni „My Best Friend’s Wedding", sem
sýnd er í Stjörnubíói um þessar mundir, leik-
ur Diaz auðsmannsdóttur sem er að fara
að giftast manninum sem Julia Roberts er
ástfangin af. Unnusti Diaz er enginn ann-
ar en leikarinn Matt Dillon en þau kynnt-
ust í Minnesota þegar hún var þar við
tökur á „Feeling Minnesota" ásamt Ke-
anu Reeves en Dillon var að leika í
myndinni „Beautifui Girls“. „Ég elska
hann ótrúlega mikið. Hann er frábær
leikari vegna þess hversu hreinskilinn
hann er. Hann er svo blátt áfram og á
ennþá sömu vinina síðan í æsku,“ sagði
Diaz um sinn heittelskaða.
Cameron Diaz starfaði sem fyrir-
sæta áður en hún gerðist leikkona og
þénaði sem unglingur um 140 þúsund
krónur á dag fyrir fyrirsætustörf.
Hún segist hafa verið villt á þessum
árum og hafa skemmt sér svo mikið
með Hollywood-liðinu að í dag hafi
hún ekki lengur áhuga á hinu ljúfa lífi.
Diaz leggur ekki mikla áherslu á efnisleg gæði
°g segist hvorki aka um á Porche né eiga stórt
hús. Hún segist ekki hafa áhyggjur af staðlaðri
ímynd fyrirsætunnar og meintu gáfnaleysi.
»Ég get ekki verið að hafa áhyggjur af því
hvort fólk trúir því eða ekki að fyrirsætur geti
gengið og talað í einu. Mér finnst ég ekkert
þurfa að sanna það fyrir fólki. Ég ætla bara að
vinna við það sem mér finnst skemmtilegt,“
sagði Diaz um skipti sín á atvinnugrein.
Hún fékk mjög óhefðbundið uppeldi og þeg-
ar Diaz og systir hennar voru litlar fóru þær
iðulega með foreldrum sínum í partý og þeg-
ar Diaz fór í fyrsta sinn á rokktónleika var það í
fýlgd móður sinnar. Þær systur voru ætíð með-
höndlaðar sem fullorðið fólk og þegar Diaz var 16
ára var hún búin að upplifa margt og þroskast
meira en jafnaldrar hennar. Hún var 17 ára þegar
hún hóf sambúð með myndbandaframleiðandanum
Carlos De La Torre en þau voru saman í fimm ár.
Að eigin sögn er Cameron Diaz einfari sem á fjöl-
breyttan vinahóp.
Nýjasta mynd Diaz er gerð af þeim „Trainspott-
ing“-félögum og leikur sjálfur Ewan McGregor að-
alhlutverkið á móti henni. Þetta er myndin „A Life
Less Ordinary“ og er hennar beðið með eftirvænt-
ingu af aðdáendum bresku kvimyndagerðarmann-
anna. Það var mikil upplifun fyrir Diaz að vinna
með þeim félögum því hún hafði aldrei unnið með
Bretum áður. „Ég lærði að tala ensku og ég lærði
mikið af Danny [leikstjóranum Danny BoyleJ.
Hann er einstakur og með ótrúlega orku. Hann er
myndin," sagði Diaz. Hún leikur unga konu sem er
ósátt við ríkan föður sinn eftir að henni var rænt
12 ára gamalli og hann beið í sex vikur með að
borga lausnargjaldið. McGregor leikur mann sein
i*ænir Diaz þegar hún er fullorðin og að hennar
sögn er mikil rómantík í myndinni.
= 53^07S ALVORll BÍÓ! CDDoJby
. = ___ ___ STAFRÆIUT stærsta ijaloið með
'== = HLJÓDKERFIÍ | uv
= ÖLLUM SÖLUM! —-
Miá W-f
DIGITAL
fft
I þessarí mögnuöu spennumynd leíkur Samuel L. Jackson kennara sem hefur fengid
nóg af yfirgangi nemenda sinna og tekur til sinna eigin ráða til að ná yfirhöndinni i
orrustunni sem fer fram daglega í skólastofum stórborganna vestan hafs.“
Leikstjóri: Kevin Reynolds (Robin Hood: King of Thieves, Waterworld).
Aðalhlutverk: Samuel L. Jackson (Pulp Fiction, The Long Kiss Goodnight).
Sýnd kl. 4.40, 6.50, 9 og 11.20.
JG HEiMURINf
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
IT Rás 2
1/2 DV
ER RAUNVERULEIKINN DRAUMUR EÐA
ER DRAUMURINN KANNSKI VERULEIKI
Sýnd kl. 5, 9 og 11.20. B.i. 16.
't-
*} -
í—
Cameron Diaz hóf ferilinn sem fyrirsæta
■ Gríman eða „The Mask“ var fyrsta
kvikmynd hennar ■ Diaz segist hafa
brenglaða kímnigáfu frá föður sínum sem
sagði henni að leika sér á hraðbrautinni
■ Hún lærði ensku af „Trainspotting“-
félögunum ■ Hún fékk óhefðbundið
uppeldi og lifði hátt sem unglingur
L E I G A N
UTiVISTARBUÐIN
VIÐ UMFERÐAMIÐSTÖÐINA, SÍMI 551 9800
http://www.mmedia.is/~sporti