Morgunblaðið - 07.10.1997, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 07.10.1997, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Úrskurður skipulagsstjóra ríkisins Ekki fallist á nýtt vegar- stæði yfir Jökuldalsheiði EKKI liggja fyrir fullnægjandi upp- lýsingar um fyrirhugaða lagningu Hringvegar úr Langadal á Jökuldals- heiði að Ármótaseli að mati skipu- lagsstjóra ríkisins eða samanburður á kostum varðandi staðarval og til- högun framkvæmda til þess að unnt sé að fallast á framkvæmdina. í samræmi við reglugerð um mat á umhverfisáhrifum skal ráðast í frek- ara mat á lagningu hringvegarins í Norður-Múlasýslu. Skipulagsstjóri kemst meðal ann- ars að þeirri niðurstöðu að ef af lagn- ingu vegarins verður, verða mann- virkjabeltin um svæðið þtjú, þ.e. núverandi hringvegur, línuleið Byggðalínu og fyrirhugaðrar Fljóts- dalslínu 1, með tilheyrandi slóða og nýr Hringvegur frá Langadal að Ármótaseli. Fram kemur að fyr- irhugaður vegur mun skerða tengsl tveggja ferðaþjónustustaða við Hringveginn, Möðrudal og Sænauta- sel. Vegurinn mun ekki stytta vega- lengdina milli Norður- og Aust- urlands en hann mun stytta leiðina milli Vopnafjarðar og Egilsstaða úr Nýr vegur um Jökuldalsheiði Möðrudalúr Fyrirhuguð K 1 Fljóstdalslína 1 [ 176 km í 152 km. Fyrirhugaður Stór hluti vegarsvæðisins er gróinn vegur mun liggja nærri eða fara og fer vegurinn á nokkrum stöðum yfir 35 þekktar menningarminjar. yfir votlendissvæði. Enn fremur fer vegurinn um svæði í úrskurði skipulagsstjóra segir sem nýtt er til beitar og veiðar og að ekki sé sýnt fram á að slíkur liggur nærri varpsvæði heiðagæsa. ávinningur sé af framkvæmdinni, eins og hún er kynnt af Vegagerð- inni, að umhverfísáhrif hennar verði viðunandi, Fram kemur að í frekara mati skuli koma fram samanburður á uppbyggingu núverandi vegar um Möðrudalsfjallgarða, vegar um Sauðár- og Gestreiðarstaðaskarð meðfram Byggðalínu Landsvirkjun- ar og vegar frá Langadal að Ár- mótaseli sem kynntur var við frum- athugun. Gera þarf grein fyrir kost- um þessara framkvæmda með tilliti til legu, lengdar, landhalla, beygjukrappa, vegsýnar, efnisþarf- ar, kostnaðar og veðurfars og áhrif- um þeirra á umferðaröryggi, land- notkun, menningarminjar, gróður, dýralíf, jarðmyndanir og landslag. Einnig verði gerð frekari grein fyr- ir þeim kosti að vegtenging milli Norðurlands og Austurlands verði um Fjöllin, Vopnafjörð og Hlíðar- fjöll með jarðgöngum undir Hellis- heiði. Úrskurð skipulagsstjóra má kæra til umhverfisráðherra og er kæru- frestur til 12. nóvember 1997. Lauslegt fauká Siglufirði VERSTA veður var á Siglufírði fyrri hluta dags í gær og fuku gámur, bátur, bíll og þakplötur um bæinn. Kennsla féll þó ekki niður en skóla- bömum var ekið leiðar sinnar. Lögreglan á Siglufírði segir að austan 10 vindstig hafí mælst á veð- urathugunarstöðinni á Sauðanesvita og hvassara hafí verið 5 hviðum. í fírðinum var misvindasamt og mjög hvasst og vöknuðu menn á sjöunda tímanum við veðrið. Um klukkan ell- efu fóru lauslegir hlutir að fjúka, svo og einstaka þakplötur. Hjálparsveitir voru kallaðar út og höfðu I nógu að snúast því útköll þeirra skiptu tugum, segir lögregla. Bátur sem stóð á þurru fauk um koll. Björgunarbátur fauk á haf út. 20 feta tómur gámur tókst á loft í sviptivindi og fauk út í höfn og sökk. Fiat Uno fólksbíll lyftist og fauk yfír götu en kom niður á hjólin og er þá fátt eitt talið. Geysileg rigning fylgdi veðrinu og voru bæjarstarfsmenn og vegagerðar- menn önnum kafnir við að losa stíflur úr ræsum auk þess sem gijót hrundi á veginn við bæinn. Siglfírðingar héldu áfram skóla- haldi en böm voru keyrð í og úr skóla í bílum lögreglu og björgunarsveita. Eftir hádegi var rúta fengin til að flytja böm úr íþróttahúsi bæjarins á milli. Morgunblaðið/Kristinn Andlát HALLBJORG BJARNADÓTTIR Rok og rigning TALSVERÐUR strekkingur var í miðborg Reykjavíkur í gær þegar ein haustlægðin fór þjá og vænar rigningar- dembur gengu yfir réttláta sem rangláta. Þá var líka ág- ætt að vera vel dúðaður með- an beðið var á rauðu Ijósi. Hallbjörg Bjarnadótt- ir söngkona er látin 82 ára að aldri. Útför- in hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hallbjörg fæddist 11. apríl árið 1915 á Brimnisvöllum við Ól- afsvík en fimm ára fluttist hún til Reykjavíkur og þaðan uppá Akranes. Ung missti hún föður sinn og var hún skömmu síðar sett í fóstur hjá hjónunum Kristínu Jónsdóttur og Jóni Ólafssyni á Brunnastöðum á Akranesi. Sextán ára hélt Hallbjörg til Kaupmanna- hafnar til að nema ópemsöng en sneri sér fljótlega að djassi og kom víða fram á tónleikum og skemmt- unum í Danmörku. Á ámnum 1939-1945 dvaldi hún á íslandi og hélt þar söngskemmt- anir en að stríði loknu fluttist hún ásamt manni sínum, Jens Jörgen Fischer-Nielsen, til Dan- merkur á ný, þar sem þau komu fram á skemmtunum og í söng- leikjum auk þess sem Hallbjörg kom fram í útvarpi og sjónvarpi á Norðurlöndum, Englandi og í Þýskalandi. Árið 1959 fluttu þau til Bandaríkjanna, þar sem þau bjuggu til ársins 1983 og kom Hallbjörg víða fram á tónleikum. Til íslands fluttu þau hjónin á ný árið 1992 og hafa búið hér síðan. í viðtali í Morgunblaðinu við heim- komuna var haft eftir Hallbjörgu að hún væri ánægð með að vera loksins komin heim þvi hún hefði alla tíð liðið af heimþrá. Eftirlifandi eiginmaður Hallbjargar er Jens Jörgen Fischer-Nielsen. Reglugerð um örygg- isfræðslu sjómanna Fundað um réttinda- málin á morgun Á MORGUN verður haldinn fundur fulltrúa samtaka útgerðarmanna, sjómanna og ríkisins þar sem rætt verður hvernig bregðast eigi við því að 5-600 sjómenn verða réttinda- lausir þegar reglur um öryggis- fræðsiu taka gildi um næstu ára- mót. Með reglugerðinni verður öllum áhöfnum skipa, sem krafíst er lög- skráningar á, gert skylt að hafa lok- ið námskeiði í öryggisfræðslu hjá Slysavamaskóla sjómanna. Gildis- töku reglugerðarinnar hefur verið frestað tvisvar sinnum. „Við höfum verið með fullbókað á námskeiðin í tvö ár, en fyrir þann tíma vorum við að berjast við að halda úti námskeiðunum vegna fá- mennis," segir Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjó- manna. „Það var ekki fyrr en kom að fyrstu frestuninni á reglugerðinni að menn fóru að taka af alvöru við sér.“ Aðspurður segir Hilmar að sjó- menn geti í og með kennt sjálfum sér um hvernig komið sé. Getum ekki horft á það að flotinn komist ekki á sjó „Við stóðum í þeirri trú á sínum tíma að það hefðist að allir kæmust S gegnum þessi námskeið sem þyrftu | að gera það,“ segir Hólmgeir Jóns- , son, framkvæmdastjóri Sjómanna- sambandsins. „Ég veit ekki annað ] en að skólinn hafi verið fullsetinn og sé fullbókaður fram á næsta vor. Það er ekkert hægt að segja um við- brögð okkar á þessu stigi, en menn geta ekki staðið og horft á það að flotinn komist ekki á sjó vegna þess að menn hafi ekki lokið tilskildum námskeiðum. Það er ráðuneytisins að svara því hvað verður gert, en , sjálfsagt verður að vera með ein- hverjar undanþágur meðan þetta er I að komast I lag.“ | Benedikt Valsson, framkvæmda- stjóri Farmanna- og fískimannasam- bandsins, segir að erfitt verði að fall- ast á að menn verði réttindalausir vegna reglugerðarinnar. „Það var. vitað mál að það yrði erfítt að láta þetta ganga upp eins og upphaflega var ráðgert. Við vitum ekki nákvæm- lega hvort það eru skipstjórnarmenn, . vélstjórar eða hásetar sem ekki hafa i lokið námskeiðunum en þau eru hluti af námi skipstjórnarmanna í dag.“ Ragnheildur Hjaltadóttir, skrif-. stofustjóri í samg-önguráðuneytinu,- segir að málið sé til umræðu í ráðuJ neytinu en að ekki hafi enn verið tekin ákvörðun um til hvaða ráða verði gripið. ------» ♦ ♦------ Sjö handtekn- ir með fíkni- efni á Húsavík SJO manns, flestir í kringum tví- tugt, voru handteknir á Húsavík á sunnudagskvöld grunaðir um kaup, vörslu eða neyslu ólöglegra fíkniefna. Við húsleit í fjórum íbúðarhúsum í bænum fundust fíkniefni og ýmis áhöld til neyslu þeirra. Einnig fund- ust efni á fólkinu við handtökuna. Alls var lagt hald á um 8-10 grömm af amfetamíni, nokkur grömm af hassi og maríúana, auk smáræðis af tóbaki blönduðu hassi. Yfirheyrslur og rannsókn stóðu yfir fram á mánudagsmorgun. Málin voru tvö, en tengdust þó að hluta til innbyrðis. Játningar hinna grunuðu um kaup, vörslu eða neyslu efnanna liggja fyrir og teljast málin að fullu upplýst. Að sögn lögreglu á Húsavík var einungis um eigin neyslu að ræða, ekki sölu. Hluti hópsins hefur komið við sögxi lögreglu áður vegna fíkniefnamála.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.