Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Stj órnarandstaðan segir að tekjur og gjöld séu vanáætluð í fjárlagafrumvarpinu
7 mílljarða útgjöld
ekki færð til gjalda
Morgunblaðið/Árni Sæberg
FULLTRUAR stjórnarandstöðunnar í fjárlaganefnd gerðu fjölmiðlum grein fyrir afstöðu sinni til
fjárlagafrumvarpsins. F.v. Gísli Einarsson, Kristín Halldórsdóttir, Kristinn H. Gunnarsson og Sigríð-
ur Jóhannesdóttir.
FULLTRÚAR stjórnarandstöð-
unnar í fjárlaganefnd gagnrýna
að 7 milljarða útgjöld vegna lífeyr-
isskuldbindinga og hafnarmála
skuli ekki vera færð til gjalda í
fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1998.
Stjórnarandstaðan gagnrýnir einn-
ig skuldasöfnun ríkissjóðs og full-
yrðir að skuldir hins opinbera hafi
aldrei verið meiri.
Kristinn H. Gunnarsson alþing-
ismaður sagði að 255 milljóna
króna fjárveiting ársins til hafnar-
mála væri ekki færð til gjalda. Rök
fjármálaráðuneytisins væru þau að
um væri að ræða framkvæmdir
fyrri ára, en þetta þýddi hins veg-
ar að þessi fjárhæð yrði aldrei
færð til gjalda í fjárlögum. Sama
ætti við um 6,7 milljarða hækkun
lífeyrisskuldbindinga. Þarna væri
á ferðinni endurmat eldri skuld-
bindinga vegna launa- og verðlags-
breytinga og samkvæmt öllum
venjulegum bókhaldsreglum ætti
að færa þetta til gjalda núna þeg-
ar það lægi fyrir að ríkið skuldaði
þessa upphæð. Þessi 7 milljarða
útgjöld hefðu ekki verið gjaldfærð
og yrðu samkvæmt áformum fjár-
málaráðuneytisins aldrei gjald-
færð.
Fyrirvarar við
gengisstefnuna
Kristinn sagði að þó að það
væri uppgangur í efnahagslífinu
væru ýmis hættumerki framund-
an. Hagvöxturinn væri að mestu
borinn uppi af einkaneyslu og
verulegur halli væri á viðskiptum
við útlönd. Innflutningur hefði
aukist um 26% á síðustu tveimur
árum, en útflutningur hefði á
sama tíma aukist um 14%. Hann
sagðist hafa verulegar efasemdir
um þá gengisstefnu sem fylgt
hefði verið að undanförnu. Gengi
krónunnar hefði hækkað að und-
anförnu sem hefði leitt til þess
að tekjur útflutningsatvinnuvega
hefðu rýrnað. Hækkandi ger.gi
ætti sinn þátt í skuldasöfnun er-
lendis.
Kristinn sagði að minnihlutinn
í fjárlaganefnd væri þeirrar skoð-
unar að tekjur ríkissjóðs væru
vanáætlaðar og það myndi vænt-
anlega koma betur í ljós þegar liði
á umræðuna um fjárlagafrumvarp-
ið. Hann benti á að á þessu kjör-
tímabili hefði tekjuáætlun minni-
hlutans staðist betur en áætlun
fjármálaráðherra. Hins vegar
byggði þetta frumvarp á forsend-
um um tekjuaukningu í sjávarút-
vegi og áliðnaði sem væru hæpn-
ar. Það væri hæpið að gera ráð
fyrir 50% aukningu á tekjum í ál-
iðnaði á þessu ári og 18% tekju-
aukningu af rækjuveiðum.
Þörf á aðgerðum til að
stemma stigu við ofbeldi
Kristín Halldórsdóttir alþingis-
maður gagnrýndi að ekki skuli í
fjárlagafrumvarpinu gert ráð fyrir
auknum fjárveitingum til að
stemma stigu við vaxandi ofbeldi
í samfélaginu. Það væri nauðsyn-
legt að tryggja betur öryggi íbú-
anna. Þá væri ekki gert ráð fyrir
auknum fjárveitingum til baráttu
gegn fíkniefnum.
Sigríður Jóhannesdóttir alþing-
ismaður sagði að í þessu frum-
varpi sæi þess ekki stað að ríkis-
stjómin meinti eitthvað með yfir-
lýsingum um aukna áherslu á
menntamálin. Hún gagnrýndi sér-
staklega skólagjöld og svokallaðan
fallskatt og sagðist hafa lagt fram
frumvarp á Alþingi sem bannaði
stjórnvöldum að leggja á fallskatt.
Ljóst væri að íjárveitingar til stóru
sjúkrahúsanna þýddu að þau yrði
rekin með hundraða milljóna halla.
Skuldirnar aukast
Gísli Einarsson alþingismaður
sagði að þrátt fyrir allt góðærið
hefðu erlendar skuldir hins opin-
bera aldrei verið meiri eða 263
milljarðar. Ríkissjóður kæmi til
með að greiða 16 milljarða í vexti
á næsta ári, en fyrir þá upphæð
væri hægt að byggja fern Hval-
fjarðargöng. Áætlanir fjármála-
ráðherra að reka ríkissjóð með
hagnaði yrði að skoða í ljósi þess
að áætlað væri að selja eignir ríkis-
ins fyrir 4,3 milljarða. Þá væri
rúmum milljarður tekinn úr vega-
sjóði inn í ríkissjóð.
Gísli gagnrýndi stjórnarflokk-
ana fyrir að vera ekki tilbúna að
ræða um að leggja á veiðileyfa-
gjald og breyta þar með tekjuöflun-
arkerfi ríkissjóðs. Gísli benti enn-
fremur á að framlög til mennta-
mála, sem hlutfall af þjóðarfram-
leiðslu, væru lægri í dag en þau
hefðu verið fyrir 10 árum. Þetta
væri umhugsunarvert, ekki síst í
ljósi viðvarana OECD.
Inga Jóna
Þórðardóttir
borgarfulltrúi
Er ekki
að ala á
sundrungu
„ÞAÐ hefur verið látið að
því liggja að framboð mitt
sé til þess fallið að ala á
sundrungu innan flokksins
og að verið sé að efna til
óvinafagnaðar,“ sagði Inga
Jóna Þórðardóttir, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokks, en
hún gefur kost á sér í fyrsta
sæti á framboðslista flokks-
ins í prófkjöri sem fram fer
dagana 24.-25. október. „í
nafni samstöðunnar eigi því
að hafna mér. Þetta snýst
ekki um að vera á móti sam-
stöðu, þetta snýst um að
vera með lýðræðinu."
Spurning
um Iýðræði
Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-
son, borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins, lýsti því yfir
í síðustu viku að hann styddi
Árna Sigfússon í fyrsta sæti
listans en sjálfur hefur hann
setið í öðru sæti og hefur
óskað eftir áframhaldandi
stuðningi í það sæti. „Próf-
kjör er lýðræðislegasta að-
ferðin sem við höfum til að
stilla upp framboðslista,"
sagði Inga Jóna. „Og eina
leiðin í raun sem flokksmenn
hafa til að hafa bein áhrif.
Að halda því fram að það sé
vísasta leiðin til sundrungar
þegar fleiri en einn sækjast
eftir sama sæti á listanum
sýnir að skilning skortir á
þeirri lýðræðishugsun sem
að baki prófkjörinu býr og
um leið virðingarleysi við
kjósendur. Þykir mönnum
það ekki kyndugt að efna til
prófkjörs en vilja um leið vísa
mönnum til sætis á listanum.
Það að kjósa á milli manna
í forystusveit er eðilegt innan
Sjálfstæðisflokksins og eru
fjölmörg dæmi um það í
borgarstjórn og annars stað-
ar.“
Inga Jóna benti á að í próf-
kjöri, sem haldið var þegar
Sjálfstæðisflokkurinn var
síðast í minnihluta í borgar-
stjórn, hafi baráttan verið
mjög tvísýn milli frambjóð-
enda á listanum.
Stúdentaráð telur Lánasjóð íslenskra námsmanna ekki virða vandaða stj órnsýsluhætti
LÍN setur strangari
skilyrði en Háskólinn
STÚDENTARÁÐ Háskóla ís-
lands telur að verið sé að tak-
marka aðgang stúdenta að klás-
usgreinum, þ.e. þeim sem tak-
marka þarf aðgang að, með þeirri
ákvörðun Lánasjóðs íslenskra
námsmanna í síðustu viku að
nemendur í klásusgreinum fái
aðeins eitt tækifæri á námslánum
til að reyna við klásusgreinar en
ekki tvö eins og verið hefur.
Sérstaðan afnumin
Haraldur Guðni Eiðsson, for-
maður Stúdentaráðs, segir að
klásusnemar hafi lengi fengið að
njóta nokkurrar sérstöðu sem nú
sé afnumin. „Okkur finnst þessi
ákvörðun sem slík gagnrýni verð
og ekki síður framkvæmd hennar.
Þetta er tilkynnt þegar stúdentar
hafa þegar skráð sig í læknis-
fræði eða hjúkrunarfræði og þeir
sem ætla að taka lán hafa sótt
um og væntanlega tekið fram-
færslulán í banka.
Þeir eru að segja þessu fólki
nú að það hafi aðeins eitt tæki-
færi en ekki tvö ef þess þarf
með,“ segir Haraldur Guðni í
samtali við Morgunblaðið og sagði
hann fulltrúa námsmanna í stjórn
LÍN hafa mótmælt þessari
ákvörðun harðlega á fundinum
2. október sl.
„Þess vegna teljum við þetta
afturvirkt og ljóst að það sam-
rýmist ekki góðum stjórnsýslu-
háttum,“ segir Haraldur og segir
hér verið að skerða réttindi stúd-
enta. „Þetta þýðir í raun að sá
námsmaður sem þarf á lánum að
halda til að framfleyta sér og nær
öllum prófum á fyrra árinu en
ekki gegnum klásus, hann á ekki
annað tækifæri, hann getur ekki
skráð sig á ný í læknisfræði eða
hjúkrunarfræði ef hann þarf á
lánum að halda. Þarna er því LÍN
farinn að setja strangari skilyrði
en Háskólinn."
í frétt frá SHÍ er vísað til álits
umboðsmanns nr. 652/1993 þar
sem segir: „Þegar breytt er
stjórnsýsluframkvæmd, sem al-
mennt er kunn, án þess að til
komi breyting á réttarreglum,
verður í samræmi við vandaða
stjórnsýsluhætti að gera þá kröfu
til stjórnvalda, að þau kynni
breytinguna fyrirfram, þannig að
þeir aðilar, sem málið snertir,
geti brugðist við og gætt hags-
muna sinna.“
Viðbrögð við úrskurði
umboðsmanns
Steingrímur Ari Arason, vara-
formaður stjórnar LÍN, segir að
aðdragandann að breytingunni
megi rekja til úrskurðar umboðs-
manns Alþingis í máli hjúkrunar-
nema. Gekk hann út á það að
þrátt fyrir að menn komist ekki
milli ára beri lánasjóðnum að lána
út á minna en 100% námsárang-
ur, allt niður í 75% árangur.
Almennu regluna segir Stein-
grímur hafa verið þá að ekki sé
lánað nema einu sinni út á sama
námið. Undanþága hafi hins veg-
ar verið veitt til að lána í annað
sinn þeim sem ekki komust áfram
vegna fjöldatakmarkana þrátt
fyrir fullnægjandi árangur.
„Það er samdóma álit meiri-
hluta fulltrúa í stjórn LÍN og full-
trúa námsmanna að þessi úr-
skurður hafi áhrif á þessa undan-
þágureglu. Ef ætti að viðhafa
hana áfram ætti að lána tvisvar
út á sama námið, ekki aðeins við
100% árangur heldur líka við 75%
árangur. Þar með eru viðbrögð
við þessum úrskurði óhjákvæmi-
leg en við treystum okkur ekki
til, á grundvelli jafnræðisreglunn-
ar, að víkka þessa reglu enn frek-
ar.“
Steingrímur sagði þessa breyt-
ingu ekki aftui-virka, þ.e. hún
næði ekki til þeirra sem nú væru
þegar byijaðir nám í annað sinn
í þessum tilteknu greinum. Hún
tæki til þeirra sem væru að hefja
nám í haust og myndu kannski
lenda í því að þurfa að reyna aft-
ur, þetta myndi því ekki hafa
áhrif fyrr en að ári og myndi ef
til vill skerða rétt manna þá.