Morgunblaðið - 07.10.1997, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 13
FRETTIR
Skoðanakönnun DV
Fylgi stjórnarflokk-
anna nánast óbreytt
Nýr fram-
kvæmdastjóri
Krabbameins-
félags Islands
•GUÐLAUG B. Guðjónsdóttir
hefur verið ráðin framkvæmda-
stjóri Krabbameinsfélags Islands
frá og með 1.
september 1997
að telja og tók
hún við starfinu
af Þorvarði
Ornólfssyni.
Krabba-
meinsfélag
Reykjavíkur er
elsta íslenska
krabbameinsfélagið, stofnað árið
1949. Eitt af aðalmarkmiðum fé-
lagsins er að fræða almenning um
krabbamein og krabbameinsvarn-
ir. í tengslum við það markmið er
lögð mest áhersla á tóbaksvarna-
fræðsiu í grunnskólum landsins
með margvíslegum hætti.
Guðlaug er menntuð í Svíþjóð á
sviði upplýsinga- og fjölmiðla-
fræði. I framhaldi af náminu í
Svíþjóð vann hún hjá Sænska
Rauða Krossinum og hjá sænsku
dagblaði sem ráðgjafi. Sl. 10 ár
hefur Guðlaug unnið hjá Kynningu
og markaði ehf. við fyrirtækja-
ráðgjöf og útgáfumál.
Guðlaug er í sambúð með Gísla
Sigurðssyni og á eina dóttur á
unglingsaldri.
-----» ♦ ♦----
Skipulag
miðhálendis
Umsagnar-
frestur
lengdur um
2 mánuði
UMSAGNARFRESTUR um skipu-
lagstillögu að svæðisskipulagi mið-
hálendisins hefur verið framlengd-
ur um tvo mánuði, eða til 10. des-
ember.
Upphaflega átti umsagnarfrest-
ur um tillöguna að vera fjórir
mánuðir, frá 10. júní til 10. októ-
ber, eða tvöfalt lengri en venju-
lega. Ferðamálaráð íslands og
Náttúruverndarsamtök íslands
fóru formlega fram á að fresturinn
yrði lengdur, og hefur fram-
kvæmdanefnd svæðisnefndar um
miðhálendið fallist á það.
Tillagan liggur frammi hjá
Skipulagi ríkisins og hjá héraðs-
nefndum um allt land og geta all-
ir gert athugasemdir við hana.
Samkvæmt upplýsingum frá
Skipulagi ríkisins höfðu í gær
borist innan við 10 athugasemdir
við tillöguna.
-----» » »
Eldur í
stigagangi
ELDUR var kveiktur í rusli, senni-
lega með rauðspritti, á fimmtu hæð
í stigagangi átta hæða fjölbýlis-
húss við Kleppsveg aðfaranótt
sunnudags. íbúar í húsinu vöknuðu
þegar reykskynjari fór í gang.
Talsvert mikill reykur var í
stigaganginum þegar íbúarnir
urðu eldsins varir á þriðja tímanum
og náðu þeir að slökkva eldinn
með slökkvitækjum. Slökkvilið
reykræsti stigaganginn.
• Einhverjar skemmdir urðu af
reyknum. Að sögn lögreglu er ekki
ljóst hver kveikti eldinn en málið
er í rannsókn.
FYLGI stjórnarflokkanna helst
nánast óbreytt, fylgi Kvennalistans
eykst lítillega, en aðrir flokkar
missa fylgi, samkvæmt skoðana-
könnun sem DV gerði um helgina,
sé miðað við hliðstæða könnun DV
í febrúar sl.
Sjálfstæðisflokkurinn fær 45,5%
fylgi þeirra sem taka afstöðu,
Framsóknarflokkurinn fær 17%
fylgi, Alþýðuflokkurinn fær 16,1%,
Alþýðubandalagið 14,7%, Kvenna-
listinn 4,2%, og Þjóðvaki 0,1%
fýlgi. Þá sögðust 2,3% veita sam-
eiginlegu framboði jafnaðar- og
félagshyggjufólks atkvæði sín.
Ef þingsætum væri skipt í réttu
hlutfalli við úrslit skoðanakönnun-
arinnar fengi Sjálfstæðisflokkur-
inn 31 þingmann en er með 25,
Framsóknarflokkurinn fengi 10
þingmenn en er með 15, Alþýðu-
flokkurinn fengi 10 þingmenn, en
er með 8, Alþýðubandalagið fengi
9 þingmenn jafnmarga og hann
er með, Kvennalisti fengi 2 þing-
menn en er með 3 og Þjóðvaki
fengi engan þingmann en er með 3.
Miðað við hliðstæða könnun DV
í febrúar sl. fær Sjálfstæðis-
flokkurinn jafnmikið fylgi, Fram-
sóknarflokkurinn bætir við sig
fylgi um 0,1 prósentustig, Alþýðu-
flokkurinn tapar fylgi um 0,5 pró-
sentustig, Alþýðubandalagið tapar
fylgi um 1,3 prósentustig, Kvenna-
listinn bætir við sig fýlgi um 0,4
prósentustig og Þjóðvaki tapar
fylgi um 1,1 prósentustig.
I skoðanakönnun DV var haft
samband við 1200 manns og var
skipt jafnt á milli kynja og höfuð-
borgarsvæðis og landsbyggðar.
Óákveðnir voru 33,4% og 4,9%
neituðu að svara.
Fylgi við ríkisstjórn
í sömu skoðanakönnun DV um
helgina var spurt um stuðning við
ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Séu
aðeins teknir þeir sem tóku af-
stöðu sögðust 58,6% vera fylgj-
andi ríkisstjórninni, en 41,4%
sögðust vera henni andvíg. Óá-
kveðnir voru 10,8% og 2,7% neit-
uðu að svara.
200-233 MMX örgjörvi
15" til 21" tölvustýrðir
hágæða litaskjáir.
S3 Trio64V2/GX
PCI skjákort.
Hraðvirkari grafík.
Prentaratengi,
2 raðtengi,
2 USBtengi.
Windows 95
fylgir.
3ja ára ábyrgð
á öllum Digital tölvum.
Einnig fáanleg •
íturnútgáfu.
32 MB DIMM minni |12ns).
Margfait hraðvirkara en áður.
Móðurborð með
Intel TX kubbasetti.
Styður DIMM minni og
Uitra-DMA diskvinnslu.
G C' j
BSIw ' - '* ' ' q
3,5" disklingadrif.
2,1 til 6,4 GB
Ultra-DMA/33 diskar.
Helmingi fljótari diskvinnsla.
íslenskt lyklaborð og sérlega vönduð mús.
Verð frá kr. 149.995
DIGITAL VENTURIS FX-2,
nýjasta tækni í PC tölvum.
Við ábyrgjumst hana
fram á næstu öld!
Digital Equipment Corporation er risi í tölvuheiminum og framleiðir tölvur
af öllum stærðum og gerðum fyrir fyrirtæki og einstaklinga.
Digital hannar sínar PC tölvur með það í huga að bilanahætta sé sem minnst,
tengingar á milli íhluta séu traustar og að þær verði auðveldar í öllu viðhaldi.
Digital leggur mikið upp úr öryggi í tölvum sínum. Allir hlutir tölvanna eru
prófaðir ítarlega og síðan tekur við stíft gæðaeftirlit og samprófun.
Innifalið í verði tölvanna er t.d. Windows95 ásamt
fjölbreyttu úrvali hjálparhugbúnaðar, þessi hugbúnaður
er inni á tölvunni þegar hún er afgreidd.
3ja ára ábyrgð er á öllum Digital tölvum, sem er lengri
ábyrgðartfmi en líftími margra annarra tölva. ^-----
mm
DIGITAL Á ISLANDI
Vatnagörðum 14. sími 533 5050, fax 533 5060, http://www.digital.is