Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 13 FRETTIR Skoðanakönnun DV Fylgi stjórnarflokk- anna nánast óbreytt Nýr fram- kvæmdastjóri Krabbameins- félags Islands •GUÐLAUG B. Guðjónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmda- stjóri Krabbameinsfélags Islands frá og með 1. september 1997 að telja og tók hún við starfinu af Þorvarði Ornólfssyni. Krabba- meinsfélag Reykjavíkur er elsta íslenska krabbameinsfélagið, stofnað árið 1949. Eitt af aðalmarkmiðum fé- lagsins er að fræða almenning um krabbamein og krabbameinsvarn- ir. í tengslum við það markmið er lögð mest áhersla á tóbaksvarna- fræðsiu í grunnskólum landsins með margvíslegum hætti. Guðlaug er menntuð í Svíþjóð á sviði upplýsinga- og fjölmiðla- fræði. I framhaldi af náminu í Svíþjóð vann hún hjá Sænska Rauða Krossinum og hjá sænsku dagblaði sem ráðgjafi. Sl. 10 ár hefur Guðlaug unnið hjá Kynningu og markaði ehf. við fyrirtækja- ráðgjöf og útgáfumál. Guðlaug er í sambúð með Gísla Sigurðssyni og á eina dóttur á unglingsaldri. -----» ♦ ♦---- Skipulag miðhálendis Umsagnar- frestur lengdur um 2 mánuði UMSAGNARFRESTUR um skipu- lagstillögu að svæðisskipulagi mið- hálendisins hefur verið framlengd- ur um tvo mánuði, eða til 10. des- ember. Upphaflega átti umsagnarfrest- ur um tillöguna að vera fjórir mánuðir, frá 10. júní til 10. októ- ber, eða tvöfalt lengri en venju- lega. Ferðamálaráð íslands og Náttúruverndarsamtök íslands fóru formlega fram á að fresturinn yrði lengdur, og hefur fram- kvæmdanefnd svæðisnefndar um miðhálendið fallist á það. Tillagan liggur frammi hjá Skipulagi ríkisins og hjá héraðs- nefndum um allt land og geta all- ir gert athugasemdir við hana. Samkvæmt upplýsingum frá Skipulagi ríkisins höfðu í gær borist innan við 10 athugasemdir við tillöguna. -----» » » Eldur í stigagangi ELDUR var kveiktur í rusli, senni- lega með rauðspritti, á fimmtu hæð í stigagangi átta hæða fjölbýlis- húss við Kleppsveg aðfaranótt sunnudags. íbúar í húsinu vöknuðu þegar reykskynjari fór í gang. Talsvert mikill reykur var í stigaganginum þegar íbúarnir urðu eldsins varir á þriðja tímanum og náðu þeir að slökkva eldinn með slökkvitækjum. Slökkvilið reykræsti stigaganginn. • Einhverjar skemmdir urðu af reyknum. Að sögn lögreglu er ekki ljóst hver kveikti eldinn en málið er í rannsókn. FYLGI stjórnarflokkanna helst nánast óbreytt, fylgi Kvennalistans eykst lítillega, en aðrir flokkar missa fylgi, samkvæmt skoðana- könnun sem DV gerði um helgina, sé miðað við hliðstæða könnun DV í febrúar sl. Sjálfstæðisflokkurinn fær 45,5% fylgi þeirra sem taka afstöðu, Framsóknarflokkurinn fær 17% fylgi, Alþýðuflokkurinn fær 16,1%, Alþýðubandalagið 14,7%, Kvenna- listinn 4,2%, og Þjóðvaki 0,1% fýlgi. Þá sögðust 2,3% veita sam- eiginlegu framboði jafnaðar- og félagshyggjufólks atkvæði sín. Ef þingsætum væri skipt í réttu hlutfalli við úrslit skoðanakönnun- arinnar fengi Sjálfstæðisflokkur- inn 31 þingmann en er með 25, Framsóknarflokkurinn fengi 10 þingmenn en er með 15, Alþýðu- flokkurinn fengi 10 þingmenn, en er með 8, Alþýðubandalagið fengi 9 þingmenn jafnmarga og hann er með, Kvennalisti fengi 2 þing- menn en er með 3 og Þjóðvaki fengi engan þingmann en er með 3. Miðað við hliðstæða könnun DV í febrúar sl. fær Sjálfstæðis- flokkurinn jafnmikið fylgi, Fram- sóknarflokkurinn bætir við sig fylgi um 0,1 prósentustig, Alþýðu- flokkurinn tapar fylgi um 0,5 pró- sentustig, Alþýðubandalagið tapar fylgi um 1,3 prósentustig, Kvenna- listinn bætir við sig fýlgi um 0,4 prósentustig og Þjóðvaki tapar fylgi um 1,1 prósentustig. I skoðanakönnun DV var haft samband við 1200 manns og var skipt jafnt á milli kynja og höfuð- borgarsvæðis og landsbyggðar. Óákveðnir voru 33,4% og 4,9% neituðu að svara. Fylgi við ríkisstjórn í sömu skoðanakönnun DV um helgina var spurt um stuðning við ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Séu aðeins teknir þeir sem tóku af- stöðu sögðust 58,6% vera fylgj- andi ríkisstjórninni, en 41,4% sögðust vera henni andvíg. Óá- kveðnir voru 10,8% og 2,7% neit- uðu að svara. 200-233 MMX örgjörvi 15" til 21" tölvustýrðir hágæða litaskjáir. S3 Trio64V2/GX PCI skjákort. Hraðvirkari grafík. Prentaratengi, 2 raðtengi, 2 USBtengi. Windows 95 fylgir. 3ja ára ábyrgð á öllum Digital tölvum. Einnig fáanleg • íturnútgáfu. 32 MB DIMM minni |12ns). Margfait hraðvirkara en áður. Móðurborð með Intel TX kubbasetti. Styður DIMM minni og Uitra-DMA diskvinnslu. G C' j BSIw ' - '* ' ' q 3,5" disklingadrif. 2,1 til 6,4 GB Ultra-DMA/33 diskar. Helmingi fljótari diskvinnsla. íslenskt lyklaborð og sérlega vönduð mús. Verð frá kr. 149.995 DIGITAL VENTURIS FX-2, nýjasta tækni í PC tölvum. Við ábyrgjumst hana fram á næstu öld! Digital Equipment Corporation er risi í tölvuheiminum og framleiðir tölvur af öllum stærðum og gerðum fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Digital hannar sínar PC tölvur með það í huga að bilanahætta sé sem minnst, tengingar á milli íhluta séu traustar og að þær verði auðveldar í öllu viðhaldi. Digital leggur mikið upp úr öryggi í tölvum sínum. Allir hlutir tölvanna eru prófaðir ítarlega og síðan tekur við stíft gæðaeftirlit og samprófun. Innifalið í verði tölvanna er t.d. Windows95 ásamt fjölbreyttu úrvali hjálparhugbúnaðar, þessi hugbúnaður er inni á tölvunni þegar hún er afgreidd. 3ja ára ábyrgð er á öllum Digital tölvum, sem er lengri ábyrgðartfmi en líftími margra annarra tölva. ^----- mm DIGITAL Á ISLANDI Vatnagörðum 14. sími 533 5050, fax 533 5060, http://www.digital.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.