Morgunblaðið - 07.10.1997, Side 18

Morgunblaðið - 07.10.1997, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Kúbverjar for- dæma bandaríska Cohiba vindla Havana. Reuter. BANDARÍSKT fyrirtæki hyggst bjóða bandarískum reykinga- mönnum nýja Cohiba vindla, en hefur sætt gagnrýni ríkisfyrir- tækis á Kúbu, sem annast vind- laútflutning. General Cigars Co. í New York setur á markað í vikunni nýjan Cohiba vindil, sem verður seldur víðar en áður. Fyrirtækið hefur haft rétt á vörumerkinu í Banda- ríkjunum i tæp 20 ár. I Havana hefur vindlaútflutn- ingsfyrirtækið Habanos SA sent frá sér „viðvörun til kunnáttu- manna um vindla" á þá leið að ekki sé hægt að líkja eftir virt- ustu vindlategund Kúbu. „ Aðeins er til einn ósvikinn Habano Cohiba - og það er kúb- verskur Cohiba, framleiddur á Kúbu úr 100% kúbversku hrá- efni,“ sagði fyrirtækið í tilkynn- ingu. „Ekki blekking“ Talsmaður General Cigar, Ross Wollen, segir að banda- ríska fyrirtækið hafi alls ekki í hyggju að telja viðskiptavinum sínum trú um að þeir séu að kaupa kúbverska Cohibas vindla. „Greinilega er tekið fram að vindillinn er framleiddur i Dóminíkanska lýðveldinu," sagði Wollen. „Umbúðirnar eru öðruvísi og allir sem lesa auglýs- ingar okkar sjá greinilega að þetta er ekki kúbverskur Co- hiba.“ Fyrirtækið hefur framleitt vindla með Cohiba-vörumerki í verksmiðju í Dóminíkanska lýð- veldinu í 20 ár. Habanos SA minntist þess í marz að 30 ár voru liðin síðan framleiðsla hinna frægu Cohiba vindla hófst. Kúbverska vindla má ekki selja í Bandaríkjunum vegna 35 ára viðskiptabanns á Kúbu. Bandarískir reykingamenn greiða hátt verð fyrir vindla frá Kúbu, sem eru fluttir inn um eitt- hvert þriðja land, eins og Kanada. í Hádegisverðarfundur MA Hótel Sögu, Skálanum, 2. hæð fimmtudaginn 9. október kl. 12-13.30 Verðstríð í innanlandsflugi! Eitt helsta umfjöllunarefni fjölmiðla á þessu ári hefur verið fargjaldastríðið milli Flugfélags íslands og íslandsflugs. Viðskiptavinir félaganna eru himinlifandi - en hverjar verða afleiðingar verðstríðsins fyrir fyrirtækin í greininni? Á fundinum munu fulltrúar frá íslandsflugi og Flugfélagi íslands ræða afleiðingar og áhrif verðstríðsins á neytendur og fyrirtækin. Ræðumenn • Páll Halldórsson, framkvæmdastj. Flugfélags íslands • Ómar Benediktsson, framkvæmdastj. íslandsflugs • Friðrik Eysteinsson, forstöðum. markaðsrannsókna og vöruþróunar Vífilfells hf. Fundarstjóri • Sigríður Sigurðardóttir, markaðstjóri Frjálsrar fjölmiðlunar. MARK Þátttökugjald er 1.500 kr. fyrir þá sem hafa greitt félagsgjöld ÍMARK en 2.500 kr. fyrir aðra. Innifalinn er léttur hádegisverður og kaffi. THPft /sEgJ Margt smátt FLUGLEIÐIRá OPIN KERFl HF M Landsl íslandi Isbanki Framleiddi eitt sinn Trabant - býður nú eftirsótt hlutabréf Frankfurt. Reuter. HLUTABRÉF í fyrrverandi fram- leiðanda hins klunnalega Trabants í Austur-Þýzkalandi, Sachsenring Automobiltechnik AG, eru til sölu í Frankfurt og eftirspurn er mikil. Nafnvirði bréfanna er fimm mörk, en ásóknin er svo mikil að verðið hefur verið að nálgast 25 mörk að sögn Dresdner Bank. Bæði þýzkir fjárfestar og erlendir fjárfestingarsjóðir sækjast eftir bréfum í Sachsenring, sem mun afla 58 milljóna marka með þessari fyrstu reynslu sinni á þessu sviði. Fyrirtækið, sem hefur verið í einkaeign í innan við fjögur ár, bauð almenningi 2,33 milljónir hlutabréfa, eða tæplega 30% hlutafjár síns. Hlutabréfin eru í flokki með bréfum í fyrirtækjum, sem eru í vexti, og hagkvæmt er talið að íjárfesta í. Mikill vöxtur hefur verið í Sachs- enring síðan bræðurnir Ulf og Ernst- Wilhelm Rittinghaus tóku við þess- um leifum eins mesta risa kommún- istablokkarinnar á árum áður í árs- lok 1993. Vakti hlátur en vinsældir Áður fyrr framleiddi fyrirtækið glertrefjabílinn „Trabi“ - sem hlegið var að á Vesturlöndum, en naut feiknavinsælda í áratugi í fyrrver- andi kommúnistaríkjum. Nú fram- leiðir fyrirtækið parta í úrvalsgerðir bíla eins og Mercedes-Benz, BMW og Volkswagen og hagnast á því að nú færist í vöxt að fá utanaðkom- andi aðila til að annast hluta fram- leiðslunnar. Hjá Sachsenring er unnið við pantanir upp á meira en einn millj- arð marka. Starfsmenn Sachsenring eru 1.000 og er talið að söluverð- mæti muni nema um 270 milljónum marka á þessu ári og að hagnaður verði 8,8 milljónir marka miðað við 3,7 milljóna marka tap 1996. Árið 1993, síðasta árið sem Sachsenring var í höndum Treu- hand-ríkiseinkavæðingarinnar voru starfsmenn fyrirtækisins 330 og salan nam 36 milljónum marka. Selja á um 27,7% hlutabréfa í Sachsenring almenningi og sameig- inlegur meirihluti Rittinghausbræðra mun minnka í 43,6%. Hlutur upp á 9,4% í eigu stjórnarmannsins Júrgens Rabe minnkar í 7,1% þannig að stjómin mun hafa örlítinn meirihluta. Tveir hlutir fyrirtækja í tengslum við Deutsche Bank og Commerzbank mun minnka úr 14,5% hvor í 10,77% hvor. Vörusljórnun '97 Skilvirk neytendasvörun*ECR (Efficient Consumer Response) Námstefna: Fimmtudaginn 9. október kl. 12:30-17:15 Hótel Loftleióum Hvers vegna er svörun neytencla mikilvæg? Námstefna um vörustjórnun og skilvirka neytendasvörun verður haldin í tengslum við verkefnið Vörustjórnun '97. Námstefnan er ætluð iðnfyrirtækjum sem og fyrirtækjum í starfsemi tengdri verslun. Skilvirk neytendasvörun (ECR) er aðferðafræði sem sprottin er upp úr rekstrarumhverfi, þar sem aukin áhersla er lögð á viðskiptavininn og þarfir hans. Hugmyndirnar byggja á hefðbundinni vöru- stjórnun, þar sem sérstök áhersla er lögð á sam- vinnu fyrirtækja og skilvirkara upplýsingaflæði þeirra á milli. Fyrirlesarar á námstefnunni hafa allir látið sig vörustjórnun varða á undanförnum árum. Þeir eru: Bragi Hannesson, Iðnlánasjóði, Páll Kr. Pálsson, Ólafur Kjartansson, Samtökum iðnaðarins, Ágúst Magnússon, Húsgögnum og innréttingum hf., Snorri Sigurðsson, Sól-Víking hf., Ingi Þór Hermannsson, EAN á íslandi, Kristján M. Ólafison, Iðntæknistofnun og Lárus Árnason, Vífilfelli. Námstefnustjóri er Thomas Möller, Olís. Á námstefnunni verður auk ECR fjallað um nýtt verkefni í vörustjórnun fyrir íslensk iðnfyrirtæki. Verkefnið er samstarfsverkefni Iðnlánasjóðs, Samtaka iðnaðarins og Iðntæknistofnunan Sérstök áhersla verður lögð á eftirfarandi þætti: • Lækkun birgðakostnaðar • Aukið upplýsingaflæði í vöruferlinu • Hagnýtingu nýjustu tölvutækni við stjórnun vöruflæðis • Styttingu gegnumstreymistíma í framleiðslu • Styttingu afgreiðslutíma og aukið afhendingaröryggi til viðskiptavina • Aukinn veltuhraða fjármagns • Aukið samstarf við birgja Umsóknarfrestur í verkefninu er til 10. október 1997. Bæklingur og skráningarblöð liggja frammi á Iðntæknistofnun. Frestur til að skró sig ó námstefnuna er til 7. október. Skráning í sima: 570 7100 Námskeiðsgjald kr. 4.000:- Iðnlánasjóður Iðntæknistofnun Samtök iðnaðarins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.