Morgunblaðið - 07.10.1997, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 07.10.1997, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 25 Veitingarekst- ur á kostnað menningar? Styr stendur um tillögu borgarstjóra að rekstraraðilum Iðnós. Hulda Stefánsdóttir kynnti sér gagnrýni listamanna og ræddi við borgarstjóra og framkvæmdastjóra Leikfélags íslands. Morgunblaðið/Ámi Sæberg SKIPTAR skoðanir eru um tillögfu að rekstrarfyrirkomulagi Iðnós og þykir sumum sem áhersla á veitingarekstur skyggi á menning- arstarfsemi þessa sögufræga húss. BORGARSTJÓRI hefur mælt með því að gengið verði til samstarfs við Leikfélag Islands og veitingastaðinn Við Tjörnina um rekstur Iðnós. Borgarráð frestaði afgreiðslu tillög- unar á fundi sínum sl. miðvikudag en hún verður tekin fyrir á fundi borgarráðs í dag. Flugfélagið Loftur hefur sent erindi til borgarráðs þar sem farið er fram á að borgin kaupi leikhúsið Loftkastalann og geri í framhaldi af því langtímaleigusamn- ing við núverandi eigendur og rekstraraðila, Flugfélagið Loft. Er það álit aðstandenda leikfélagsins að með þeim hætti megi jafna sam- keppnisaðstöðu Loftkastalans við aðra frjálsa leikhópa eins og Leikfé- lag Reykjavíkur og væntanlega Leikfélag Islands. Bandalag íslensk- ar listamanna, BÍL, hefur sent frá sér ályktun þar sem gagnrýnt er fyrirkomulag rekstursins og spurt hvort ekki hefði verið nær að ráða sjálfstæðan listrænan stjórnanda að húsinu og láta veitingarekstur liggja á milli hluta. Markmið borgarinnar með end- urbyggingu Iðnó er að framvegis verði þar lifandi og fjölsótt menning- arstarfsemi sem taki til sem flestra þátta menningar, lista og fræða sem hæfi sögu hússins og byggingar- gerð. Veitingastarfseminni er ætlað að renna fjárhagslegum stoðum und- ir menningarstarfsemina þannig að reksturinn komist af án annars fjárstuðnings borgarinnar en sem felst í því að leggja húsið til endur- gjaldslaust. Húsið er afhent fullfrá- gengið en án lausra muna og búnað- ar í eldhúsi, sölum og á sviði. Sam- ráðsnefnd skipuð einum fulltrúa borgarinnar, einum fulltrúa BÍL og einum fulltrúa rekstraraðila mun fylgjast með að starfsemi hússins sé í samræmi við skilmálana. Þyki meirihluta nefndarinnar ástæða til getur hann farið fram á við Reykja- víkurborg að samningum verði rift og hefur borgin þá skuldbundið sig til að leysa til sín þann búnað sem rekstraraðilinn hefur fjárfest í. Fyrir borgarráði liggur erindi frá Flugfélaginu Lofti þar sem óskað er eftir viðræðum við borgaryfirvöld um kaup borgarinnar á leikhúsinu Loftkastalanum en áætlað söluverð eignarinnar er 185 milljónir. Þá er farið fram á að borgin geri í fram- haldi af kaupunum langtímaleigu- samning við Flugfélagið Loft um rekstur hússins. í bréfi Harðar Þor- steinssonar, framkvæmdastjóra Flugfélagsins Lofts ehf., segir m.a. „Þar sem svo virðist sem borgaryf- irvöld líti á það sem sitt hlutverk að skapa fijálsum leikhópum að- stöðu og starfsgrundvöll er það ósk okkar að fá að sitja við sama borð og starfa á jafnréttisgrundvelli við aðra leikhópa í borginni." Óeðlileg samkeppnisstaða Hörður segir að aðstandendur Loftkastalans vilji með erindi sínu vekja athygli á því með hvaða hætti menningarstarfsemi er rekin á Is- landi. „Við erum ekki að gagnrýna að fjármunir skuli vera veittir til menningarstarfsemi heldur hvernig þessir fjármunir dreifast," segir Hörður. „Yfir hálfum milljarði er varið til leikhússtarfsemi af al- mannafé ár hvert og þar virðast geðþóttaákvarðanir ráða ferðinni. Við lögðum fram tillögur um full- mótaðan rekstur sem miðaðist að því að samnýta krafta okkar og reynslu af bæði leikhús- og veitinga- húsarekstri og teljum að rekstrar- grundvöllur okkar hafi verið mjög sterkur. Ætlun borgarinnar virðist hins vegar fyrst og fremst hafa ver- ið veitingahúsarekstur og fyrst og síðast er það því veitingahúsið Við Tjörnina sem er að fá Iðnó.“ Hörður tekur það fram að þeir Loftkastala- menn hafi ekkert út á Leikfélag ís- lands að setja, sýningar þess hafi verið með ágætum. Skoðun þeirra sé hins vegar sú að eðlilegra hefði verið að leikhúsfólki með meiri reynslu hefði verið falinn reksturinn. Byrjað á öfugum enda Bandalag íslenskra listamanna hefur sent frá sér ályktun þar sem fram kemur að það hafi þegar legið fyrir hvaða aðili tæki að sér veitinga- rekstur þegar viðræður við um- sóknaraðila að listrænni starfsemi hófust og sá aðili hafi þar með gegnt lykilaðstöðu í viðræðunum og í raun getað valið sér samstarfsaðila úr listalífinu. í ályktun BÍL segir m.a.: „Það er og hefur ætíð verið skoðun stjórnar Bandalags ísl. listamanna að aðeins skuli samið við einn aðila um rekstur starfseminnar í Iðnó og þá til ákveðins tíma í senn. Sá aðili skuli koma af vettvangi listalífsins og hafa óskorað vald til þess að laga væntanlegan veitingarekstur í hús- inu að þeirri starfsemi sem hann hefur sjálfur á hendi. Eins og málin liggja nú fyrir er hins vegar í raun verið að ganga til samninga við tvo óskylda aðila sem eiga mjög ólíkra hagsmuna að gæta.“ Hjálmar H. Ragnarsson, forseti Bandalags ísl. listamanna, segir gagnrýnina beinast að því sam- bandsleysi í stjórnkerfi borgarinnar sem fram hafi komið í vinnubrögðum borgarinnar að málefnum Iðnós. Svo virðist sem sjónarmiðum BÍL hafi verið vikið til hliðar og að ákvarðan- ir hafi verið teknar án samráðs við þá aðila sem mesta reynslu og þekk- ingu hafí á sviði menningarstarfsemi í borginni. Samskipti borgaryfir- valda við BÍL hafi verið lítil og kom- ið seint til, þrátt fyrir að greinar- gerð með hugmyndum Bandalagsins hafi legið fyrir allt frá árinu 1992 og að borgaryfirvöldum hafi ítrekað verið bent á þær hugmyndir. Gagn- rýni Bandalagsins lýtur að veitinga- rekstri í Iðnó og Hjálmar segir skil- mála borgarinnar að öðru leyti vera með ágætum. „Tillaga okkar á sín- um tíma miðaðist að því að Iðnó yrði sannkallað menningarhús þar sem boðið yrði upp á fjölbreytta og framsækna menningarstarfsemi, ekki einungis leikhús heldur hús undir menningargrasrótina í land- inu. Ef Iðnó er orðið svona fínt veit- ingahús er erfitt að bjóða upp á rót- tæka og framsækna menningardag- skrá.“ Fimm aðilar af ellefu umsækj- endum voru kvaddir til viðræðna við borgina í vor. „Þar af var einn aðili úr veitingarekstri. í raun og veru var því verið að stilla aðilum úr lista- lífinu upp andspænis þessum veit- ingaaðila og þeim gert að koma sér saman við hann um reksturinn. Það er því kannski ekki alveg tilviljun að það skuli vera aðilinn með minnstu reynsluna sem náði samn- ingum við veitingarekandann. Hefði ekki farið betur á því að ráða listræn- an stjórnanda að húsinu og láta hans síðan um að ákvarða veitinga- rekstur í húsinu?" spyr Hjálmar. „Þetta er eins og ef kaffiterían á Kjarvalsstöðum færi að hafa áhrif á listræna starfsemi safnsins." Annað atriði skilmálanna sem Bandalagið gagnrýnir lýtur einnig að veitinga- rekstri hússins. Hjálmar segir að það hversu veitingarekanda er gert að fjárfesta í miklum búnaði í húsinu geri samráðsnefndinni erfitt fyrir með riftun samnings ef til þess kæmi. „Borgin þyrfti þá að leysa til sín miklar eignir og það munu menn ekki vera tilbúnir að gera þegar frá líður. Við teljum því að borgin þyrfti að eiga húsið með tilheyrandi bún- aði til að halda óskertu valdi yfir starfseminni," segir Hjálmar. Hugmyndir í samræmi við tillögu BÍL Breki Karlsson, framkvæmda- stjóri Leikfélags íslands, hafnar því að reynsluleysi hái aðstandendum félagsins því þrátt fyrir ungan aldur hafi þeir staðið að uppsetningu fjöl- margra leikrita og söngleikja sem notið hafi hylli almennings. „Við erum okkur meðvitandi um þá ábyrgð sem fylgir Iðnó og ætlum að standa undir henni." Breki segist undarandi á viðbrögðum BÍL þar sem tillaga félagsins að starfsemi í Iðnó frá árinu 1992 hafi nánast ver- ið samhljóða tillögu Leikfélags ís- lands. Breki segir að hugmyndir þeirra miðist að því að Iðnó verði „iðandi menningarhús," þar verði ekki einungis boðið upp á leikhús heldur dans, söng, tónlist og mynd- list. Varðandi gagnrýni í þá veru að nær hefði verið að ráða fram- kvæmdastjóra að Iðnó en ekki einn fijálsu leikhópanna segir Breki að Leikfélag íslands standi næst því að vera hlutlaust, þar vinni ungur aldur með meðlimum félagsins. „Umræðan einkennist svolítið af óþarfa áhyggjum fyrirfram sem er í sjálfu sér ekki óeðlilegt því Iðnó skipar stóran sess í hjarta fólks. Sjálfsagt hefði alltaf staðið styr um þessi mál, hver svo sem tillaga borg- arstjóra hefði orðið.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri segir að vegna uppbygging- ar starfseminar í Iðnó hafi það orðið að liggja fyrir í upphafi með hvaða sniði veitingarekstur í húsinu yrði. „Hugmyndir veitingaaðilans hugn- uðust nefndinni þegar vel en erfið- ara var að velja á milli hugmynda sem fram komu um listræna starf- semi hússins sem margar hveijar voru mjög frambærilegar." Hún seg- ir hugmyndir um starfsemi í Iðnó alltaf hafa miðast að því að þar færi saman menningar- og veitinga- rekstur. Þessi hugmynd hafi einnig verið sett fram af Bandalagi ísl. listamannna á sínum tíma. „Það er ekki rétt sem fram kemur í ályktun Bandalagsins að það eigi að semja við tvo aðila um rekstur hússins. Það á að semja við einn aðila, þ.e. veit- ingahúsið Við Tjörnina og Leikfélag íslands sem mynda eitt rekstrarfélag sín á rnilli." Ingibjörg_ Sólrún segir að sér virðist sem BÍL gefi sér í ályktun sinni að samingurinn við rekstraraðilann, með tilheyrandi skilmálum borgarinnar, muni ekki halda. „Við höfum fulla trú á þessum aðila sem valinn hefur verið og von- um að með því fáist farsæl lausn og að þarna verði starfsemi sem borgin hefur lagt upp með og skil- málar kveða á um,“ segir Ingibjörg Sólrún. „Aðstandendur Leikfélags íslands eru vissulega ungir að árum en þeir eru ekki reynslulausir og hugmyndir þeirra eru góðar. Ég legg auk þess áherslu á það að ekki er um að ræða að Leikfélag íslands starfræki eigið leikhús í Iðnó, heldur er þess hlutverk að reka hús þar sem allir þættir menningarlífsins eiga aðkomu og geta notið sín. Þess er að skipuleggja og reka en ekki að framleiða sjálft allt það menningar- efni sem á boðstólum verður." Ingi- björg Sólrún hittir í dag aðstandend- ur Flugfélagsins Lofts vegna erindis sem þeir hafa sent borginni. Hún segir gagnrýni aðstandenda Loftk- astalans koma nokkuð á óvart þar sem þeir hafi ekki gert neinar at- hugasemdir við skilmálana í umsókn sinni að rekstri Iðnós. Sp arnaðarráð McDonald ’s Austurstræti 20 Suðurlandsbraut 56 TÍMABUNDIÐ VERÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.