Morgunblaðið - 07.10.1997, Page 30

Morgunblaðið - 07.10.1997, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MENGUNIN OG HAGSÆLDIN ÞRÁTT FYRIR góð áform aðildarríkja Sameinuðu þjóð- anna á Ríó-ráðstefnunni 1992 um að stemma stigu við losun lofttegunda, sem valda gróðurhúsaáhrifum, út í and- rúmsloftið hefur ekki tekizt að snúa þeirri óheillaþróun við, sem orðið hefur undanfarna áratugi. Engin ein þjóð hefur viljað taka á sig þær efnahagslegu þrengingar, sem gætu fylgt stefnubreytingu, sem nauðsynleg er. Þróunarlöndin telja að iðnríkin eigi að stöðva losun þessara lofttegunda sjálf þurfi þau að iðnvæðast til þess að koma á iðnaði sem gæti staðið undir betri lífsgæðum fyrir þegna sína. Helzti árangur Ríó-ráðstefnunnar er samningur milli þjóða um að takmarka notkun ósoneyðandi efna og standa vonir til að það alþjóðlega samkomulag geti orðið fyrirmynd samn- ings um að hindra losun gróðurhúsalofttegunda. Meirihluti vísindamanna í veðurfarsfræðum virðist sam- mála um að hitastig á jörðinni hafi hækkað af mannavöld- um, en þá greinir á um afleiðingarnar og telja frekari rann- sókna þörf. Beina þarf sjónum að tæknilegum lausnum, minnka útblástur. Áróðurinn gegn losun lofttegunda út í andrúmsloftið hefur tekizt mjög vel, svo vel að ekki þýðir öllu lengur að beita vísindalegum rökum í málinu, heldur er það orðið mjög tilfinningalegs eðlis. Nú stendur fyrir dyrum ríkjaráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna um verndun andrúmsloftsins og hvernig unnt sé að koma í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið. Ráð- stefnan hefst í desember í Kyoto í Japan. íslenzk stjórnvöld standa nú frammi fyrir því að móta stefnu, sem þau þurfa að fylgja eftir á þessari ráðstefnu í Japan. Þjóðir heims verða að taka þetta vandamál alvar- lega. Málið er þess eðlis, að smáþjóð eins og íslendingar getur ekki tekið neina áhættu hvað þetta varðar. Þessi loft- mengun verður stórmál í allri umfjöllun komandj ára. Vand- inn er mikill. Til dæmis er sjávarútvegur á Islandi upp- spretta þeirrar hagsældar, sem við hér búum við. Sjávarút- vegurinn er einnig uppspretta fjórðungs allra þeirra gróður- húsalofttegunda, sem sleppt er út í andrúmsloftið hér og þriðjungs alls koldíoxíðs. Aðrar þjóðir búa við svipuð vanda- mál. Af þessu sést að -málið er ekki auðleyst. Það er aðeins unnt að leysa með samráði milli þjóða, þar sem allar þjóðir heims taki á sig byrðar og leysa vandamálið sameiginlega. VEGUR UNDIR HAFSBOTN HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra ók sl. föstudag fyrstur manna undir hafsbotn Hvalfjarðar, eftir að hafa sprengt síðasta haftið í göngunum undir fjörðinn. „Það roðar fyrir nýrri öld hér í göngunum,“ sagði ráðherrann við þetta tækifæri: „Við getum ekki á þessari stundu séð fyrir hvaða áhrif þau munu hafa fyrir byggðaþróun, fyrir sam- starf sveitarfélaganna og fyrir fólkið sunnan og norðan fjarð- arins. Við vitum hins vegar að möguleikarnir eru óþijótandi.“ Haftið var sprengt tíu mánuðum fyrr en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir. Vonir standa til að göngin verði formlega opnuð fyrir umferð þegar í komandi júlímánuði. Það þurfti bæði þor og dug til að ráðast í þetta risavaxna samgöngu- mannvirki, sem er, ásamt umsvifunum á Grundartanga, tákn- rænt fyrir uppsveifluna í íslenzkum þjóðarbúskap. Það er ekki amalegt fyrir landsmenn að mæta nýrri öld með þær nýjungar í farteski, sem framkvæmd þessari tengjast: í undir- búningi verksins, í verktækni og í fjármögnun framkvæmdar- innar. Fátt skiptir íslenzkt samfélag meira máli í samtíð og fram- tíð en góðar samgöngur. Þær tengja sveitarfélög saman í stærri og sterkari atvinnusvæði. Þær tengja saman lands- hluta, félagslega og menningarlega. Þær færa byggðir lands- ins nær hver annarri. Hvalfjarðargöngin, sem eru tæpir 5.500 metrar að lengd, stytta leiðina milli Akraness og Reykjavík- ur um 60 km. Þau eru góður samgönguáfangi inn í 21. öldina. Hvalfjörðurinn er fögur byggð, sem gleður augu allra sem ferðast um hann, ekki sízt á björtum sumardögum. Vegurinn fyrir Hvalfjörð var á hinn bóginn ekki án slysagildra, einkum á vetrum. Göng undir Hvalfjörð stytta því ekki aðeins fjöl- farna leið milli höfuðborgarsvæðis og Vestur- og Norður- lands umtalsvert heldur auka umferðaröryggið til muna. Mikil umferð tryggir og arðsemi framkvæmdar og nýtingu mannvirkisins. Ástæða er til að árna framkvæmdaaðilum og landsmönnum öllum heilla með verk vel á vegi statt. Gert ráð fyrir 50% aukningu hjá Norður HALLDÓR Kristjánsson (lengst t.v.), ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðuneytinu, skoðar mannvirkið ásamt Gene Caudill og Finni Ingólfssyni. KEN Pet« Forstjórí Columbia Vent- ures er bjartsýnn á fram- tíð atvinnugreinarinnar. Hann segir að allt bendi til þess að framleiðsla Norðuráls verði aukin þegar árið 2000. TALSMENN bandaríska fyr- irtækisins Columbia Vent- ures Corporation, móður- fyrirtækis Norðuráls hf. á Grundartanga, segja að framkvæmdir gangi í stórum dráttum eftir áætlun en framleiðsla á að hefjast í júní 1998. Þeir eru bjartsýnir á framtíð áliðnaðar í heiminum og gera ráð fyrir stækkun versins þegar á næstu árum. Telja þeir líklegt að framleiðslan, sem í upphafi verður 60.000 tonn, verði aukin um 50% í 90.000 tonn þegar um aldamótin. Erfiðara sé að fullyrða um frekari stækkun, m.a. vegna þess að hún verði háð því hvort nægileg raforka verði á boðstólum á ísiandi. í starfsleyfi álversins er gert ráð fyrir að hægt verði að auka framleiðsl- una í allt að 180.000 tonn á ári. „Það verður tiltölulega einfalt mál að stækka verið um 50%, engar stór- breytingar þ^irf að gera á hafnarað- stöðu og þess háttar," segir Ken Pet- erson, aðaleigandi og forstjóri Col- umbia Ventures. Erfiðara sé að full- yrða um raforkuna en þess má geta að Landsvirkjun mun auka fram- leiðslu sína um 50% fram til aldamóta með nýjum framkvæmdum og viðbót- um við eldri virkjanir. Mestu munar um Sultartangavirkjun í Þjórsá en ársframleiðslan þar verður nær jafn- mikil og Norðurál notar til að fram- leiða 60 þúsund tonn af áli. Búið er að ljúka öllum samningum um orku, Ijármögnun, aðdrætti og sölu á afurðum og ráða í helstu yfir- mannastöður Norðuráls. Bauð Col- umbia Ventures af því tilefni um hundrað manns, sem á ýmsan hátt hafa komið að framkvæmdum, til móttöku á sunnudag í vistarverum starfsmanna á lóð verksmiðjunnar. Á staðnum voru meðal annarra full- trúar erlendra verktaka á borð við ABB og K. Home Engineering en síðar- nefnda fyrirtækið hefur annast yfirum- sjón verkfræðivinnu á staðnum. Meðal íslenskra gesta voru Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra, Friðrik Sophusson fjármálaráðherra og Halldór Jónatans- son forstjóri Landsvirkjunar. Þrír íslendingar í stjórnunarstöðum Forstjóri Norðuráls verður Banda- ríkjamaðurinn Gene Caudill, fram- leiðslustjóri verður Bretinn Dick Black, Bandaríkjamaðurinn Lanny Zuercher mun annast yfirstjórn efnisaðdrátta og flutninga. Þórður S. Óskarsson verður starfsmannastjóri, Ragnar Guðmunds- son fjármálastjóri og Tómas Már Sig- urðsson verkfræðingur Norðuráls. Alls hafa sérfræðingar frá tíu lönd- um komið að undirbúningi auk ís- lenskra verktaka. Heildarkostnaður við álverið verður um 14 milljarðar króna og þar munu starfa um 150 manns. Allt að 400 manns munu vinna á byggingarstaðnum á Grundartanga þegar umsvifin verða mest. Peterson lagði áherslu á að margir • • Ollum sami um lokið yfirmenn r« KEN Peterson, forstjóri Columbia Ventures, sýndi gestum hvernig fra lét ekki rigninguna aftra sér. Hér eru þeir staddir í grunni kerskála. ! fjármálaráðherra ásamt dóttur sinni, Sigríði Fransisku, þá dr. Horst reinigte Aluminium Werke (VAW), Jóhannes Geir Sigurgeirsson, s Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, Gene Caudill, forstjóri ur Ingólfsson iðnaðarráðherra. Vön rigningu FORSTJÓRI Norður- áls er Bandaríkja- maðurinn Gene Cau- dill og segist hann munu gegna starfinu í eitt eða tvö ár. Hann segist ekki hafa vitað mikið um ísland er hann kom hingað fyrst fyrir rúmu ári en lagt sig fram um að bæta þekkinguna. Caudill og eiginkona hans fluttu til Reykja- víkuríjúlí og hyggj- ast búa í grennd við álverið, líklega á Akranesi. Caudill segir að lögð verði áhersla á snyrtimennsku og ræktun í umhverfi álversins. Plantað verði trjám og segist hann hafa tekið með sér 12 græðlinga frá Vesturheimi sem gróðursettir verði næsta sumar. Eiginkona forstjór- ans er Ginny Caudill og bjuggu þau hjón í Vancouver í Was- hington-ríki sem er í norðausturhluta Bandaríkjanna. Þau hjón eiga tvo syni sem báðir stunda háskóla- nám vestra. Hún seg- ist hafa búið á þessum slóðum, í Oregon og víðar, alla sína ævi. Aðspurð um loftslag hér og aðr- ar aðstæður segir hún vinda- og votviðrasamt í heimahögunum og því verði íslenska rigningin Morgunblaðið/Ásdís Ginny Caudill

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.