Morgunblaðið - 07.10.1997, Side 35

Morgunblaðið - 07.10.1997, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 35 AÐSENDAR GREINAR Gildismat stjórnvalda á störfum með fötluðu fólki Helga Birna Gunnarsdóttir ÞROSIG\.ÞJÁLFA- FÉLAG íslands hefur staðið í samningaum- leitunum við fulltrúa fjármálaráðuneytis og Reykjavíkurborgar frá því í desember 1996 en gildistími síðasta kjarasamnings rann út um síðustu áramót. Byijunarlaun þroska- þjálfa eru nú 74.770 kr. og geta ekki orðið hærri en 88.111 kr. eftir 18 ára starf. Þroskaþjálfar hafa engin sérstök fríðindi svo sem afslátt af dag- vistargjöldum, óunna yfirvinnu, hlífðarfatnað, bifreiða- styrki, afsiátt af vinnuskyldu svo eitthvað sé nefnt. Fram að þessu hafa tilboð við- semjenda verið með öllu óviðun- andi, ekki síst í ljósi þess að kjör þroskaþjálfa hafa ekki fylgt kjörum annarra heilbrigðisstétta undanfar- in ár og eru alls ekki í samræmi við skyldur, álag, ábyrgð og mennt- un. Allt útlit er því fyrir að þroska- þjálfar boði til verkfalls sem er þá í fyrsta skipti í sögu stéttarinnar og reyndar er það nú í fyrsta skipti sem þroskaþjálfar sitja sjálfir við samningaborðið til að semja um sín launakjör. í nærfellt 40 ára sögu þroska- þjálfastéttarinnar er óhætt að segja að þroskaþjálfar hafi fyrst og fremst beitt sér fyrir hagsmunum skjólstæðinga sinna á starfsvett- vangi og innan hagsmunasamtaka fatlaðra. Þær framfarir sem orðið hafa í málefnum þroskaheftra á undan- förnum áratugum hefðu verið óhugsandi án þátttöku þroska- þjálfa, svo óijúfanlegur þáttur er mannréttindabarátta þroskaheftra í öllu starfi þroskaþjálfa. Síbreytilegur starfsvettvangur þroskaþjálfa og endurskoðun starfshátta vegna örrar þróunar í málefnum fatlaðra undirstrikar sér- stöðu þeirra meðal þeirra faghópa sem eiga sér stöðugan starfsvett- vang, reglubundinn vinnutíma og byggja starfshætti sína á gömlum, hefðbundnum grunni. Þroskaþjálfar eru heilbrigðis- stétt, menntun þeirra heyrir undir menntamálaráðuneyti og starfs- vettvangur undir ráðuneyti félags-, heilbrigðis- og menntamála. Þroskaþjálfar byggja vinnu sína að miklu leyti á þverfaglegu sam- starfi við aðra faghópa, s.s. sálfræð- inga, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfa, lækna, talmeinafræðinga og félags- ráðgjafa. Þeir gegna mikilvægu hlutverki í þessu samstarfi og bera oft þungann af því enda oftast í meirihluta. Laun þroskaþjálfa eru þó undantekningalaust lægri en þessara samstarfsaðila þó þeir hafi heldur ekki farið varhluta af lágu gildismati stjórnvalda á störfum með fötluðu fólki. Undanfarin ár hefur borið æ meira á flótta þroskaþjálfa úr starfsgreininni í önnur störf og nám eða til annarra landa þar sem störf með fötluðum eru meira metin. Þetta hefur haft þau áhrif að erfitt reynist nú að fá þroskaþjálfa til starfa. Lítil börn fara því á mis við þroskaþjálfun í framhaldi af grein- ingu á fötlun og jafnvel ófaglært starfsfólk á leikskólum er fengið til að hafa ofan af fyrir þeim. Á sambýlum fyrir fatlaða starfa að stærstum hluta ófaglærðir starfsmenn og dæmi er um ráðn- ingu forstöðumanna á sambýlum sem lítið eða ekkert hafa kynnt sér hugmyndafræði fatlaðra hvað þá að þeir hafi fagmenntun sem miðar að starfi með fötluðu fólki. Félags- málaráðuneytið og Starfsmannafé- lag ríkisstofnana hafa sameiginlega Guðný Stefánsdóttir brugðist við þessum vanda með því að bjóða ófaglærðum starfsmönn- um upp á launahvetjandi námskeið þeim að kostnaðarlausu. Þetta framtak lýsir óneitanlega skilningi þessara aðila á gildi þekkingar í starfi með fötluðum, auk þess sem námskeiðin tryggja ófaglærðum starfsmönnum heldur skárri laun og ekki mun af veita. En af ein- hveijum ástæðum hafa þroskaþjálf- ar ekki mætt sama skilningi. Skil- yrði fyrir inngöngu í Þroskaþjálfa- skólann er stúdentspróf auk þess sem umsækjendum er gert að sýna Ekki er óeðlilegt að líta svo á, segja Helga Birna Gunnarsdóttir o g Guðný Stefánsdótt- ir, að gildismat fulltrúa ríkis og borgar endur- spegli að einhverju leyti afstöðu þeirra og þess sem þeir standa fyrir til fatlaðra. fram á reynslu í starfi með fötluðum áður en þeir hefja nám. Þroskaþjálf- um ber samkvæmt lögum að við- halda þekkingu sinni og fylgjast með nýjungum í starfi, sem þeir gera í ríkum mæli ef þeim er skap- að svigrúm til þess á starfsvett- vangi sem því miður er þó ekki allt- af. Þroskaþjálfar sitja uppi með afborganir af námslánum að loknu námi og námskeið sem þroskaþjálf- ar stunda hafa engin áhrif á íaun þeirra og hafa aldrei haft. Þetta ósamræmi er óskiljanlegt og ekki til þess fallið að skapa þá einingu og frið sem mikilvægur er í samstarfi þessara starfshópa. Framundan eru breytingar í mál- efnum fatlaðra sem geta skipt sköp- um fyrir fatlað fólk, endurskoðun laga um málefni fatlaðra og flutn- ingur á þjónustunni frá ríki til sveit- arfélaga. Þetta er þýðingarmikill áfangi í þróun málefna fatlaðra á íslandi og ítrekuð viðurkenning á því að fatlaðir eru hluti af borgurum þessa lands og að þeim beri að fá þjónustu við hlið annarra borgara. Þroskaþjálfar fagna þessum þátta- skilum en þeir vita jafnframt að hver áfangi í réttindabaráttu fatl- aðra er vandmeðfarinn og þarf að fylgja eftir af þekkingu og skilningi ef vel á að takast. í samningaviðræðum við full- ttrúa ríkis og Reykjavíkur hefur lít- ið borið á þessum skilningi eða fag- legum metnaði. Þroskaþjálfar eru í mörgum hlut- verkum í störfum með fötluðu fólki og oftar en ekki eru þau leiðandi. Flestum ber saman um að störf með fötluðu fólki þurfi fyrst og síð- ast að einkennast af reisn en til að svo megi verða þurfa ráðamenn þjóðarinnar að sýna þeim starfs- stéttum sem vinna með fötluðum skilning og viðurkenningu. Reynsla þroskaþjálfa undanfarna mánuði ber ekki vott um það. Ekki er því óeðlilegt að líta svo á að gildismat fulltrúa ríkis og borgar endurspegli að einhveiju leyti afstöðu þessara sömu aðila og þess sem þeir standa fyrir til fatlaðra sjálfra. Eins og að framan greinir bendir nú allt til þess að þroskaþjálfar nái ekki viðunandi kjarabótum án þess að grípa til aðgerða sem óhjá- kvæmilega munu bitna á skjólstæð- ingum þeirra. Við skorum því á stjórnvöld ríkis og Reykjavíkur- borgar að ganga til samninga við þroskaþjálfa áður en til verkfallsað- gerða kemur og með þeim hætti að þroskaþjálfar geti staðið upp frá sínum fyrstu samningum með fullri reisn. Helga Birna er forstöðumaður sambýlis fatlaðra. Guðný er yfirþroskaþjálfi & Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Báðar eru þær fyrrverandi formenn Félags þroskaþjálfa. VILTU HAFA FALLEGRINEGLUR? Klofna neglur þínar? Eru þær þunnar? Vaxa naglaböndin hratt? Eru neglurnar rákóttar? Eru þær linar og mjúkar? Eru þær þunnar? Springur húðin kringum neglurnar? Ekki örvænta! Light Concept Nails býður upp á frábærar naglaverndarvörur sem geta gert neglur þínar enn fallegri. Hringdu í símá 588 5508 og fáðu sendan bæklinginn „Svörin við handa- og naglavandamálum þínum”. Útsölustaðir: Vesturbæjarapótek • Ingólfsapótek, Kringlunni • Lyfja Lágmúla 5 • Neglur & List, Fákafeni • Snyrtistofa Graíarvogs • Snynistofan Greifynjan, Hraunbæ 102 • Heilsa og Fegurð, Síðumúla 34 • Snyrtistofan Eygló, Langholtsvegi 17 • Snyrtistofan Salon Ritz, Laugavegi 66 Landið: Snyrtistofan Hilma, Húsavík • Neglur & Förðun, Keflavík • Snyrtistofa Ölafar, Selfossi • Snyrtistofan Tara, Akureyri • Snyrtistofa Ólafar, Höfn • Hárgreiðslustofan Píramídinn, Sauðárkróki Fjölbreytt æskulýðsstarf byggt á traustum grunni kristinnar trúar 1 www.kirkjan.is/KFUM LIFEYRISSJOÐUR VERZLUNARMANNA HEFUR ÞU FENGIÐ IÐGJALDAYFIRLITIÐ? Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur sent sjóðfélögum yfirlit yfir móttekin iðgjöld á tímabilinu 1. mars 1997 til 31. ágúst 1997. Ekki er óeðlilegt að greiðslur fyrir mánuðina júní 1997 til ágúst 1997 vanti á yfirlitið. Hafir þú ekki fengið yfirlit, en dregið hafi verið af launum þínum í Lífeyrissjóð verzlunarmanna, eða ef launaseðlum ber ekki saman við yfirlitið, þá vinsamlegast hafið samband við innheimtudeild sjóðsins hið allra fyrsta og eigi síðar en 1. nóvember nk. Verði vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð geta dýrmæt réttindi glatast: ELLILÍFEYRIR - ÖRORKULÍFEYRIR - MAKALÍFEYRIR - BARNALÍFEYRIR GÆTTU RETTAR ÞINS! í lögum um ábyrgöarsjóð launa segir meðal annars: Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðarsjóðs iauna vegna gjaldþrota skulu launþegar innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits ganga úr skugga um skil vinnuveitenda til viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal launþegi innan sömu tímamarka leggja lífeyrissjóði til afrit launasseðla fyrir það tímabil sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launþega er viðkomandi lífeyrissjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna. SKRIFSTOFA SJÓÐSINS ER OPIN FRÁ KL. 9.00-17.00, HÚSI VERSLUNARINNAR, 4. HÆÐ, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 581 4033, FAX 568 5092. HEIMASÍÐA: HTTPy/WWW.SKIMA.IS/LIFVER

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.