Morgunblaðið - 07.10.1997, Side 37

Morgunblaðið - 07.10.1997, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 37 ASTA KRISTRUN SKÚLADÓTTIR +.Ásta Kristrún Skúladóttir var fædd 1. júlí 1912 í Stykkishólmi. Hún lést á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund 27. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Jónsdóttir, f. 4.8. 1879, d. 27.7. 1966, og Skúli Skúlason, skipsjóri, frá Fagu- rey, f. 4.4. 1875, d. 11.12. 1950. Systk- ini Ástu voru: Ingi- björg, f. 1902, d. 1975, Sigurð- ur, f. 1905, d. 1972, Málmfríður (Stella), f. 1907, d. 1979, Hólm- fríður, f. 1908, d. 1989, Mar- grét, f. 1910, Lovísa, f. 1918, d. 1938, og Sigurborg, f. 1919. Ásta vann við verslunarstörf í Stykkishólmi og í Reykjavík. Hún giftist 4. ágúst 1949 Kristjáni F. Sigurgeirssyni, frá Hömluholtum í Eyjahreppi, bifreið- arstjóra hjá Stjórn- arráðinu, f. 27.1. 1907, d. 4.6. 1974. Dóttir þeirra er Lovísa, f. 1.7. 1950, kennari, gift Mími Arnórssyni, lyfja- fræðingi, f. 30.8. 1948. Börn þeirra eru Krislján, há- skólanemi, f. 7.3. 1972, kvæntur Zul- emu Sullca-Porta, nema f. 25.6. 1972, Sunna, menntaskólanemi, f. 3.1. 1980, og Kári, f. 17.11. 1992. Útför Ástu Kristrúnar verð- ur gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Stundum finnst manni að al- mættið sýni okkur mannfólkinu nokkra ósanngirni eða í það minnsta tillitsleysi, þegar ævidegi hallar og frá okkur er tekið flest það, sem veitt hefur okkur ánægju í lífinu, eins og það að njóta sam- vista við annað fólk. Fyrir þessu varð Ásta Skúladóttir, sem við kveðjum í dag. Ég kynntist Ástu fyrir rúmum aldarfjórðungi þegar sýnt var að hún yrði amma þarnanna minna og tengdamóðir í ofanálag. Mér varð strax ljóst að Ásta var vel til þess fallin að sinna þessu hlutverki í lífi mínu og naut ég þess frá fyrsta degi. Á unglingsárum var Ásta í sum- arvist á menningarheimili frú Ingi- bjargar Jensdóttur á Laufásvegi í Reykjavík. Hún fluttist ung úr fæðingarbæ sínum, Stykkishólmi, en var sannur „Hólmari“ til ævi- loka. Mér verður minnisstæður svipurinn og röddin sem hún setti upp þegar rætt var um „Hólmara" sem ekki voru fæddir í plássinu. „Hann er aðfluttur" sagði hún þá gjarnan svona eins og til að undir- strika gildi þess að vera sannur „Hólmari“. Bernskuárin voru henni ljúf minning og sagði hún okkur margar sögur af æskuheimili sínu og mannlífinu í Stykkishólmi og þá kom Sigurðarbúð oft við sögu, en þar hafði hún unnið. Ásta var mikil hagleikskona. Hún ptjónaði heil óksöp á meðan hún hafði heilsu til og þeir eru ófáir vettlingarnir, sokkarnir og peysurnar sem yljað hafa barna- börnun hennar og allt var þetta listilega gert svo ekki sé minnst á endinguna því sumt af þessu hand- verki hennar er enn í fullu gildi eftir áralanga notkun. Kökubakst- ur var líka hennar sérgrein og notaði hún hvert einasta tækifæri sem gafst til að bjóða okkur og öðrum vinum og kunningjum í kaffi og kökur og stundum þurfti ekki einu sinni tækifæri til því þá vorum við tilraunadýr að nýrri uppskrift, sem hún var að prófa. Ein af hennar mestu skemmtunum var að fara í bíó og leikhús. Sér- staklega hafði hún gaman af að fara á barnaleikrit með ömmubörn- unum, m.a. sá hún allar uppfærsl- ur Þjóðleikhússins á Kardimommu- bænum og alltaf var jafn gaman. Fjölskyldan öll naut góðs af leik- húsáhuga hennar því þegar hún vildi fara í leikhús eða bíó þá sagði hún: „Þið kaupið miðana, ég borga.“ Og svo var farið í sínu fín- asta skarti, hún naut þess nefni- lega að vera fín. Hún var það sem við köllum í daglegu tali „pjatt- rófa“ enda hafði hún á yngri árum afgreitt í versluninni Gullfoss. Ásta var mikil smekkmanneskja á föt og þótti ekkert of mikið að eiga 20 kjóla í klæðaskápnum á áttræð- isafmælinu. Síðustu árin var hún lítið fyrir að fara út, en ef nefnt var við hana hvort hún þyrfti ekki einhver föt, spratt hún upp með krafti sem var langt umfram hennar líkam- lega þrek og svo var hlaupið á milli fataverslana og ekkert spar- að. Þegar ég nú kveð Ástu er mér efst í huga örlæti hennar og um- hyggja fyrir sínum nánustu. Hún var grandvör og fáguð í allri fram- komu. Ég er þakklátur fyrir að hafa mátt fylgja henni í aldafjórð- ung. Blessuð sé minning hennar. Mímir Arnórsson. Ég á margar góðar minningar um hana ömmu mína. Þegar ég lít aftur um nokkur ár sé ég að það sem einna helst stendur upp úr er spilamennska. Amma spilaði og lagði kapla af mikilli innlifun í tíma og ótíma. í hvert skipti sem ég kom í heimsókn lágu spilin á end- anum á sófaborðinu, þar sem hún var vön að sitja og glíma við ýmiss konar kapla. En amma spilaði ekki aðeins upp á gamanið, heldur hélt hún mjög samviskulega reikning til þess að geta státað sig af því að hún hafði oftast vinninginn en ekki við af ungu kynslóðinni. Hún bókfærði stöðugt í reikningsbókina sína og að því er ég best veit þá skulda ég víst ennþá nokkur þús- und stig í marías. Amma hafði kímnigáfuna held- ur betur í lagi. Við gerðum það oft að gamni okkar að syngja jóla- lög í miðjum júlímánuði bara til þess eins að athuga hvort einhver nágranni hennar gerði athuga- semd við athæfi okkar. Maður var hvergi óhultur fyrir fingrunum á henni, sem stóðust einfaldlega ekki freistinguna að kitla litla fætur, sem sveifluðst til og frá upp í loftið. Allt fram á síðustu stund greip hún í okkur systkinin í hvert skipti sem tækifæri gafst og kitlaði okkur. Einn fastur liður í heimsóknun- um hjá ömmu var að fá að smakka á öllum kökunum sem hún hafði bakað. Hún bakaði allar mögulegar og ómögulegar kökutegundir og skildi bara ekkert í því þegar mað- ur gat ekki torgað meiru. Hún var jú bara búin að bera fram þijár tertur, fjórar smákökutegundir, nokkrar kexkökur og gosdrykki með öllum herlegheitunum. Éftir þessa veislu lumaði hún yfirleitt á einhveiju sælgæti og svo þegar maður var á heimleið sá hún auð- vitað til þess að maður hefði eitt- hvert nesti með sér að narta í á leiðinni. Já, ég var alltaf vel mett eftir reglulegar heimsóknir mínar til ömmu. Oftar en ekki fór ég í sendiferð- ir fyrir ömmu. Það, sem þurfti oft- ast að gera, var að fara út í búð að kaupa eitthvað gott með kaff- inu, skjótast út í bókabúð eftir dönsku blöðunum eða að fara að endurnýja happdrættismiðana. Þær ferðir voru hvað skemmtileg- astar því í langflestum tilvikum kom ég með vinning til baka. Hún sagðist finna það á sér að von væri á vinningi og oft hringdi hún í mig og sagði: „Sunna, þú mátt til með að endurnýja happdrættið því það hangir hundraðkall uppi í skáp og ég skil ekkert í því, _af hveiju hann dettur ekki niður. Ég er viss um að nú kemur vinning- ur.“ Og viti menn, alltaf hafði hún rétt fyrir sér. Minningarnar um hana eru svo margar og góðar og alltaf tókst henni að koma mér gott skap en nú kveð ég ömmu með söknuði en þakka jafnframt fyrir að hafa þekkt hana í tæp 18 ár. Sunna. Þó endalokin hafi verið fyrirsjá- anleg létu þau þó bíða eftir sér. Mágkona mín Ásta Skúladóttir lést laugardaginn 27. september eftir langa legu, 85 ára. Ég og fjöl- skylda mín minnumst hjálpsemi hennar og elskulegs viðmóts þeirra Kristjáns, eiginmanns hennar. Ég giftist inn í stóra fjölskyldu og litríka. Skúli Skúlason, skip- stjóri í Stykkishólmi og kona hans Guðrún Jónsdóttir áttu átta börn sem upp komust, sjö dætur og einn son. Skúli var eftirminnilegur mað- ur, glæsilegur, skapmikill og stjórnsamur. Guðrún var fögur kona, hlédræg og hlýleg, en hún stjórnaði sínu stóra heimili með glæsibrag. Ásta var sjötta barn foreldra sinna og líktist þeim um margt. Ástu hitti ég í fyrsta sinn árið 1935 hér í Reykjavík á heim- ili frú Ingibjargar Jensdóttur, ekkju Hjartar Jónssonar sem verið hafði læknir í Stykkishólmi. Hún, eins og aðrir í þessari stóru íjöl- skyldu, tók mér af mikilli hlýju og þau 62 ár sem liðin eru hafa öll verið sem hinn fyrsti fundur. Ásta flutti snemma til Reykja- víkur og bjó þar og starfaði þar mestalla sína tíð. Hún giftist Kristjáni Sigurgeirssyni og eignuð- ust þau dótturina Lovísu. Ég minn- ist þess hversu gott var að eiga þau Ástu og Kristján að hér í Reykjavík, þau voru alltaf tilbúin til aðstoðar, enginn greiði var of smár né of mikill. Ofáar nætur gisti mitt fólk hjá þeim hjónum og ósjaldan ráku þau erindi fyrir okk- ur í höfustaðnum. Eftir að við fjölskyldan fluttum til Reykjavíkur hittumst við reglu- lega. Kristján var mikill reglumað- ur, lipurmenni í umgengni og góð- ur viðræðu. Osjaldan var rætt um stjórnmál og var þá Kristján í minnihluta því hann var harður framsóknarmaður en Ásta og bróðir hennar, eiginmaður minn, harðir sjálfstæðismenn. Kristján var eðlilega vel að sér í stjórn- málaumræðunni, því hann var starfaði lengi sem bílstjóri hjá stjórnarráðinu og var vel kunnug- ur ýmsum mætum ráðherrum. Mér er það minnisstætt að Ásta hélt því staðföst fram að þrátt fyrir hjónabandið myndi hún aldr- ei láta af stuðningi við sinn flokk. Þetta þótti mörgum undarleg af- staða því á þessum árum virtist sem svo að konur ættu ekki að hafa sjálfstæða skoðanir heldur að vera bergmál af eiginmanni sínum. Ásta var fríð sýnum, og elskuieg í viðmóti. Hún hafði yndi af ljóðum og minnist ég þess að hafa hlustað á hana flytja Ijóð mjög vel í heyranda hljóði, enda hafði hún sótt leiklistarnámskeið sem ung kona. Kristján lést 27. janúar 1974. Eftir það bjó Ásta ein og síðast á Elliheimilinu Grund, og tvö síðustu árin á sjúkradeild. Ég og fjölskylda mín kveðjum góða konu og biðjum þeim Lovísu og Mími og börnum þeirra guðs blessunar. Soffía Sígfinnsdóttir og fjölskylda. HALLBJORG BJARNADÓTTIR + Hallbjörg Bjarnadóttir fæddist í Hjallabúð í Fróðárhreppi, Snæfellsnesi, 11. apríl 1915. Hún lést á Landspitalanum hinn 28. september síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Bjarni Hallsteins- son og Geirþrúður Kristjánsdóttir sem síðast bjuggu á Akranesi. Þær voru þrjár systurnar, Kristbjörg tvíbura- systir Hallbjargar sem bjó í London og er látin, og Stein- unn, einnig látin. Hinn 29. októ- ber 1940 giftist Hallbjörg Jens Fischer Nielsen, fæddur 1. jan- úar 1917. Fischer er sonur hjónanna Chr. Hansen Nielsen og Maren Fischer I Horsens í Danmörk. Hallbjörg og Fischer voru barnlaus. Útför Hallbjargar fór fram i kyrrþey að ósk hinnar látnu. Á haustdögum lést hér í Reykja- vík frænka mín Hallbjörg Bjarna- dóttir. Viðburðaríkri ævi stórbrot- innar listakonu er lokið. Listakonu sem ekki fetaði troðnar slóðir í list- sköpun sinni. Margs er að minnast frá áhyggjulausum æskuárum að Akranesi og Hafnarfirði. Við Hall- björg vorum systrabörn og ávallt var kært samband milli systranna Lilju móður minnar og Geirþrúðar móður Hallbjargar. Hallbjörg varð snemma kraftmikil, kát, skemmti- leg og orðheppin með afbrigðum. Kristján afí okkar gerði vísu um Hallbjörgu litla, sem lýsir henni vel. Hallbjörg litla hleypur smá, hún er víða yndi engum kvíða ber á brá, bamið þýða í lyndi. Hallbjörg sýndi snemma að henni var ekki fisjað saman. Hún sýndi áræðni og þor þegar hún barnung réðst í það stórvirki að sigla til Kaupmannahafnar á vit ævintýranna, þar sem örlög henn- ar réðust. Hún hóf fljótlega eftir að þangað kom að syngja opinber- lega eftir að menn höfðu uppgötv- að hið undraverða raddsvið henn- ar. Hún söng á frægum bar í Kaupmannahöfn Ríó bar þar sem hún söng jöfnum höndum revíu- lög, dægurlög og djass. Það er skemmst frá því að segja að þetta varð upphafið að glæstum ferli hennar sem söngkonu og hún hélt skemmtanir víða um heim m.a. á Norðurlöndum, Bretlandi þar sem hún söng m.a. í Royal Albert Hall, Frakklandi, Þýskalandi og fleiri löndum. Hallbjörg hlaut lofs- verða dóma í erlendum blöðum þar sem mikið var skrifað um hve rödd hannar væri sérstök. Menn býsnuðust yfir hve raddsvið henn- ar væri breitt og sum blöðin töldu að hún hefði dýpstu kvenrödd í heimi. Hún vakti alls staðar athygli fyrir sérstaka framkomu sína, fijálslegt fas, klæðaburð og ekki síst fyrir óhemju mikið raddsvið. Hún var mikil eftirherma og hermdi eftir heims-. frægum söngvurum og tókst það frábær- lega vel. Hallbjörg kom alltaf reglulega heim til íslands og hélt þá hinar vinsælu söngva- skemmtanir sínar í Gamla bíói. Hún söng fyrst kvenna djasslög hér á landi og það er aldrei auð- velt að vera frumheiji- Hún var gagnrýnd fyrir lögin og sviðs- framkomu sín. Hallbjörg skrifaði grein í Alþýðublaðið í september 1943, þar sem hún svaraði árásum á þessa nýju tegund tónlistar. Árið 1959 fluttist hún ásamt eiginmanni sínum Jens Fischer Nielsen lyfjafræðingi til Banda- ríkjanna. Þau hjónin höfðu gift sig á Akureyri 1940 og voru ávallt einstaklega samrýnd og hjóna- band þeirra verið til fyrirmyndar alla tíð. í Bandaríkjunum var Hallbjörg vel á veg komin með að hasla sér völl sem eftirsóttur skemmtikraftur er yfir hana dundi reiðarslag. Hún missti röddina tímabundið og fékk þann úrskuð að óvíst væri að hún gæti nokk- urn tíma sungið aftur. Hallbjörg var ekki þeirrar gerðar að gefast upp og hún fó'r að mála og náði ótrúlega miklum árangri og hélt sýningar bæði erlendis og hér heima í Casa Nova Menntaskólans í Reykjavík 1976. Fyrir nokkrum árum fluttust þau hjón alkomin til íslands. Árið 1989 skrifaði Stefán Jökulsson bókina „Hall- björg“ og er hún góð heimild um líf og störf hennar. Ég vil að lokum þakka Hall- björgu frænku minni samfylgdina og votta Fischer mína innilegustu samúð. Guð gefi þér styrk, kæri vinur. Þegar æviröðull rennur rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald hinumegin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi himins til þig aftur ber, Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Kr. Pétursson.) Krislján Ágústsson. Crfisdryklfjur GfUH-mft Sími 555-4477 í stórum og rúmgóðum sýningarsal okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.