Morgunblaðið - 07.10.1997, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
Pabbi var ávallt tilbúinn að rétta
mönnum hjálparhönd og hann vildi
allt fyrir okkur gera, það skipti eigi
hvað við báðum um, ef eitthvað
þurfti að gera þá var hann reiðubú-
inn. Það var ekki sjaldan sem hann
var að hjálpa okkur systkinunum
eða 'vinum að flísaleggja, mála eða
þvíumlíkt enda fór þar maður sem
þekktur var fyrir vel unnin störf á
sínu sviði. Hvað sem þú tókst þér
fyrir hendur gerðir þú vel, þú varst
afbragðs múrari, íþróttamaður og
hagyrðingur mikill.
Nú þegar komið er að kveðju-
stundinni er leitun að góðum orðum
sem ná að lýsa því hvað okkur býr
í hjartastað, þegar okkur systkinun-
um verður hugsað til þín, elsku
pabbi. Þó virðist aðeins eitt orð
bera af yfir önnur sem náð gætu
að lýsa þínum innra manni, þú varst
einfaldlega góður maður.
Við erum þakklát fýrir að hafa
kynnst þér og átt samleið með þér
og við biðjum algóðan Guð að fylgja
þér og leiða á þeirri vegferð, sem
þú ert nú lagður út í.
Elsku pabbi, við vonum að þú
hafir það gott og að þér líði vel og
sért með ömmu, afa og Þórarni
frænda. Við munum ávallt minnast
góðu stundanna sem við áttum sam-
an og þú munt ætíð vera í huga
okkar.
Við söknum þín.
Birkir, Hólmfríður, Baldur
og Þórarinn.
Mánudaginn 6. október 1997 var
jarðsettur vinur okkar og frændi
Guðni Jónsson múrari. Það er alltaf
jafnerfitt þegar er tilkynnt er um
andlát vinar eða ættingja, en þegar
okkur barst fréttin um veikindi
Guðna Jónssonar varð manni hverft
við. Einungis nokkrum dögum áður
hafði hann komið uppá verkstæði
og verið að segja að ekkert biti á
sig og jafnaldrar hans væru mun
verr á sig komnir. En veikindi gera
ekki boð á undan sér og svo var
einnig nú, en Guðni veiktist mánu-
dagskvöldið 29.september og var
látinn á miðvikudagsmorgun.
Guðni var múrari að mennt og
var fagmaður góður og bera verk
hans þess glöggt vitni. Það var fyrst
þegar við byggðum í Rimasíðunni
sem Guðni kom til að vinna fyrir
okkur við múrverk og ætíð síðan
höfum við getað leitað til hans þeg-
ar múrverk og flísalögn er annars
vegar. Þegar við skiptum um hús
í október 1995 var nánast eins og
Guðni fylgdi með í kaupunum en
hann hafði verið múrarameistari
hjá Jóni Dan bróður þegar hann
byggði Hvammshlíð 5. Frá fyrsta
degi í nýja húsinu var Guðni meira
og minna hjá okkur við vinnu, allt
þar til lokaáfanganum var náð þeg-
ar við kláruðum að flísaleggja sval-
irnar daginn fyrir 40 ára afmæli
mitt sem var 4. ágúst síðastliðinn.
í afmælinu fór Guðni á kostum og
var að sjálfsögðu einn af síðustu
gestunum sem fóru, enda vorum
við búnir að tala mikið um afmælis-
daginn sem lokadag framkvæmda
í bih að minnsta kosti.
Á þessum tíma kynntist ég
Guðna mjög vel og fann hvað hann
hugsaði hlýtt til allra, aldrei talaði
hann illa um nokkurn mann og
ætíð var viðkvæðið hjá honum að
hann hefði það gott. Guðni var ein-
staklega þægilegur í umgengni og
fór mjög lítið fyrir honum. Á hinn
bóginn hafði hann gaman af gríninu
og ófáar eru þær stökurnar sem
hann hefur hent fram ýmist á
ómúraða veggina eða á afrit reikn-
inga ef svo bar undir. Aðaláhuga-
mál Guðna var fótbolti enda var
hann góður fótboltamaður á sínum
yngri árum og var meðal annars í
landsliðinu um tíma. Þótti honum
því ekki leiðinlegt að ræða málin
við Jóa son okkar 7 ára sem er á
kafí í öllu sem að fótbolta snýr og
gátu þeir rabbað saman um leik-
menn og lið oft og iðulega. Oft
settust þeir félagar niður við sjón-
varpið eftir erfiðan vinnudag og
horfðu á fótbolta saman. Ekki varð
síður hlýtt á milli Guðna og Ágúst-
ar þriggja ára sonar okkar, sem
átti það þó til að velgja honum við
vinnuna t.d með því að berja hamri
í blauta steypu eða bleyta í kalk-
inu, en alltaf hló Guðni og tók þessu
með jafnaðargeði. Öll þau handtök
sem eftir hann liggja á neðri hæð-
inn og f heita pottinum sem hann
gerði verða okkar minnismerki um
frændann sem við munum ætíð
sakna.
Með þessum fátæklegu kveðju-
orðum viljum við heiðra minningu
um góðan dreng og sendum ætt-
ingjum hans og börnum innilegar
samúðarkveðjur. Einnig senda
krakkarnir í Hvammshlíð, Hulda,
Freyja, Jóhann, Ágúst og Gústi
kveðjur til minningar um Guðna
frænda.
Guðmundur og Eva.
ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 39 J.
MINNINGAR !
+ Svanberg Finn-
bogason fædd-
ist í Hvammi, Dýra-
firði, 28. júlí 1929.
Hann lést á sjúkra-
húsinu á Akranesi
28. september síð-
astliðinn. Hann var
sonur Finnboga
Júliusar Lárusson-
ar og konu hans
Ágústu Þorbjargar
Guðjónsdóttur,
sem bæði eru látin.
Svanberg
kvæntist eftirlif-
andi eiginkonu sinni 21.
desember 1963 Kristínu Minn-
ey Pétursdóttur, fædd 5. júní
1937. Þau eignuðust fjögur
börn. Þau eru 1) Aðalheiður
Lilja, f. 4. apríl 1957, gift Ey-
þór Stanley Eyþórssyni, fædd-
ur 26. desember
1955, þau eiga
fjögur börn og eitt
barnabarn. 2) Rafn
Elvar, fæddur 7.
júlí 1958, giftur
Sigríði Þórdísi
Reynisdóttur,
fædd 18. febrúar
1968, eiga þau þijá
syni. 3) Sigurður
Pétur, fæddur 9.
mars 1960, giftur
Stefaníu Guð-
mundu Sigurðar-
dóttur, fædd 9.
desember 1964 og eiga þau
þrjú börn. 4) Sigurbjörn,
fæddur 18. júlí 1973.
Útför Svanbergs Finnboga-
sonar fer fram frá Akranes-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
SVANBERG
FINNBOGASON
Ég kveð þig, pabbi minn, með
söknuð í hjarta.
Mig óraði ekki fyrir því, síðast
þegar þú keyrðir mig niður í Akra-
borg, að ég væri að kveðja þig
hinsta sinni.
Það var mér mikið áfall að frétta
að þú værir dáinn, þú, þessi yndis-
legi maður sem mér þótti svo vænt
um. Þú varst alltaf reiðubúinn að
gera allt fyrir mig, það varst þú
sem kenndir mér að þekkja stafina
og þú kenndir mér líka margt ann-
að sem mun nýtast mér í lífínu.
Ósjaldan fórum við saman inn í
fjárhús, þar sem alltaf var nóg að
gera. Ég lét oft eins og mér leidd-
ist þetta brölt, en innst inni hafði
ég lúmskt gaman af þessu öllu
saman. Þú hugsaðir eins vel um
kindurnar þínar og nokkrum manni
mögulegt er, enda hlýddu þær eng-
um nema þér. Þær eiga örugglega
eftir að sakna þín eins og öll við
hin. Þú varst þannig maður að
engum gat annað en þótt vænt um
þig. Ég mun aldrei gleyma þér,
ég mun ávallt geyma minninguna
um þig í bijósti mínu, minninguna
um ástkæran föður minn. Guð
blessi þig.
Brátt líður lífs á daginn,
mín lífssól dregst í æginn,
er varir mig þess minnst.
Dagsmörkin ég veit eigi.
Mun eigi halla að degi
og komið nærri kvöldi hinzt?
Kveðja, þinn sonur
Sigurbjörn Svanbergsson.
Elsku Svanberg minn, þegar ég
kynntist þér fyrir átján árum sá
ég strax að þú hafðir góðan mann
að geyma. Þú varst alltaf svo
Handrit afmælis- og minningargreina
skuiu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt,
að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld-
ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa,
öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu-
kerfin Word og Wordperfect eru einnig
auðveld I úrvinnslu. Senda má greinar til
blaðsins i bréfasima 5691115, eða á netfang
þess þess (minning@mbl.is) — vinsam-
legast sendið greinina inni í bréfinu,
ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar
má lesa á heimasiðum. Það eru vinsamleg
tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina
örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega
llnuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sin en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
hæglátur og blíður. Barnabörnum
þínum gafst þú allt hið góða, enda
hændust þau fljótt að afa Svanna,
eins og þau kölluðu þig alltaf. Það
rifjast upp fyrir mér þegar ég bjó
hjá þér í eitt ár með sonardóttur
þína, hana Kristínu Minney. Þú
varst henni svo góður afí, og stund-
um, áður en þú fórst til vinnu,
komstu upp í herbergi, bara til
þess að athuga með hana eða til
þess að taka hana aðeins í fangið.
Enda var hún mikil afastelpa.
Þú varst okkur ávallt hjálplegur
ef okkur vantaði barnapössun eða
einhverja aðra hjálp. En það er oft
stutt á milli lífs og dauða. Ekki
hafði mig órað fýrir því þegar þú
hringdir í Pétur son þinn og baðst
um hjálp við að koma lömbunum
í hús, og afabömin þín Davíð og
Karen Gréta vildu ólm fara með
og hjálpa afa, að úr þessari ferð
ættir þú ekki afturkvæmt. Þau eru
þakklát fyrir að hafa getað verið
hjá þér síðasta daginn. Við eigum
öll eftir að sakna þín sárt, það er
mikill missir að eins hjartagóðum
manni og þú varst. Þú varst mér
yndislegur tengdapabbi. Elsku
Svanberg minn, takk fyrir öll árin,
sem voru þó allt of fá.
Dagur líður, fagur, fríður,
flýgur tíðin i aldaskaut.
Daggeislar hníga, stjömumar stíga
stillt nú og milt upp á himinbraut.
Streymir niður náð og friður,
nú er búin öll dagsins þraut.
(V. Briem)
Kveðja, þín tengdadóttir,
Stefanía.
V
LEGSTEINAR
Graníí'
HELLUHRAUN 14
220 HAFNARFJÖRÐUR
SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629
ARNI
AÐALSTEINSSON
+ Árni Aðalsteinsson fæddist
í Reykjavík 20. júní 1951.
Hann lést á Reyðarfirði 22.
september síðastliðinn og fór
útför hans fram frá Reyðar-
fjarðarkirkju 1. október.
Mánudaginn 22. september barst
mér sú sorglega frétt að pabbi minn
væri látinn.
Þá fór ég að riija upp samveru-
stundir okkar sem voru fáar en góð-
ar. Sú samverustund sem er mér
kærust í minningunni er þegar hann
hélt upp á 45 ára afmælið sitt. Þá
bauð hann okkur öllum systkinunum
í veiðikofa fýrir austan. Þar vorum
við yfír helgi. Þetta var mjög
skemmtilegur tími og við systkinin
áttum góða stund með pabba okkar
og Helgu konunni hans.
Elsku amma og afi, Hjalli, Ásta
og Óli. Sorg ykkar er mikil og bið
ég algóðan Guð að gefa ykkur styrk
til þess að ganga í gegnum sorg
ykkar.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Elsku Helga, Margrét Sigríður,
Guðlaug, Benjamín, Ágúst Páll,
Almar, Árný og Aron, megi Guð
gefa okkur styrk til þess að ganga
í gegnum sorg okkar, því missir
okkar er mikill.
Guð geymi þig, elsku pabbi minn.
Þín dóttir,
Anna Margrét.
Ityustfagnafluf
Uivals-fðlte
y f i f 6 0 i) i H o y i: I il i i
Fimmtudaginn 16. október verður skemmtikvöld Úrvals-fólks
í Súlnasal Hótel Sögu kl. 18:30, húsið opnar kl. 18:00.
h 11 c u a i) ii i iii ii Iii ii 111
• Rjómalöguð kjúklinga- og sellerísúpa.
• Logandi lamb að hætti hússins.
• Konfektterta með vanilluískremi/kaffi.
rjíilöioyií s h c m m i i a u i o i
• Sönghópur frá Kvennakór Reykjavíkur
undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur.
• (slandsmeistarar í flokki 8-9 ára Stefán Claesen
og Erna Halldórsdóttir sýna Suður-ameríska dansa.
• Bryndís Halldórsdóttir og Hany Hadaya sýna
Argentínskan tangó.
• Danshópur frá Sigvalda.
• Karlakórinn Kátir karlar.
Fjöldi glæsilegra
ferðavinninga í boði.
undir stjórn Sigvalda.
Hljómsveit Hjördísar Geirs
sér umfjöriðtil kl. 01:00.
lUioasalaogboiðapantanii
hjá Rebekku og Valdísi á
skrifstofu Úrvals-Útsýnar i
Lágmúla 4, frá 9:00-17:00,
í sima 569 9300.
Verö aðeins 2.350 kr.
Miðinn gildir sem
happdrættismiði.
^ÚRVAL-IÍTSÝN
Lágmúla 4: sfmi 569 9300, grœni númer: 800 6300,
Hafnarfirði: sími 565 2366, Keflavík: sími 421 1353,
Selfossi: sfmi 482 1666, Akureyri: sfmi 462 5000
- og bjá umboðsmönnum um land allt.