Morgunblaðið - 07.10.1997, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 07.10.1997, Qupperneq 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 MIIMNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GUÐMUNDUR FREYR HALLDÓRSSON, Faxatúní 16, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í Garðabæ fimmtudaginn 9. október kl. 15.00. Aagot Emilsdóttir, Emilía Guðmundsdóttir, Guðmundur Freyr Guðmundsson, Linda Magnúsdóttir, Hafdís Óskarsdóttir, Kristín Stefánsdóttir, Kristján Ásgeirsson og barnabörn. Hilmir Guðmundssson, Hlynur Guðmundsson, Ólafur Ingþórsson, Ágústa Ingþórsdóttir, t Elskulegur sonur, stjúpsonur, bróöir og mágur, SKÚLI JÓHANN GUÐMUNDSSON, Frostafold 135, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju fimmtudaginn 9. október kl. 13.30. Kristín Skúladóttir, Jónas Björnsson, Birna Jónasdóttir, Pétur Gunnarsson, og aðrir vandamenn. + Elskulegur faðir minn og tengdafaðir, GUÐMUNDUR VIGFÚSSON skipstjóri, frá Holti, í Vestmannaeyjum, andaðist á heimli sínu Hrafnistu, Hafnarfirði, aðfaranótti mánudagsins 6. október. Erla Guðmundsdóttir, Stefán V. Þorsteinsson. + Faðir okkar, VIKTOR BJÖRNSSON frá Akranesi, lést á sjúkradeild Hrafnistu, Hafnarfirði, laugar- daginn 4. október sl. Fyrir hönd aðstandenda, Jóna Viktorsdóttir, Þóra Viktorsdóttir, Alfreð Viktorsson. + Elskuleg eiginkona mín, HALLBJÖRG BJARNADÓTTIR, Laugavegi 62, lést á Landspítalanum sunnudaginn 28. september sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þakka auðsýnda samúð. Jens Jörgen Fischer Nielsen. KARL LÚÐVÍKSSON + Karl Lúðvíksson fæddist á Norð- firði 27. september 1908. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur í Fossvogi 28. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Lúðvík S. Sigurðsson út- gerðarmaður og Ingibjörg Þorláks- dóttir húsmóðir í Lúðvíkshúsi, Nes- kaupstað. Systkini Karls voru Lovísa (1897-1980), Gunn- björg (1900, lést sama ár), Þuríður Karólina (1899-1921), Þorlákur (1901- 1962), Sigríður (1903-1991), Sig- urður (1904-1990), Dagmar (1905-1997), Bjarni (1907-1982), Margrét (1911-1997), Georg (1913-1979). Karl kvæntist 27. mars 1943 Svanhildi J. Þorsteinsdóttur, Móðurbróðir minn, Karl Lúðvíks- son, er horfinn sjónum 89 ára að aldri. Svo vel, sem hann var á sig kominn fyrir nokkrum mánuðum, hefði fæstum komið til hugar, að brottfarardagur hans úr þessari til- veru væri skammt undan. Hann var gjarnan álitinn 10-20 árum yngri en almanakið sagði til um. Það var gæfa hans að fá að lifa lífinu við góða heilsu næstum alla sina ævi- daga. Karl var sonur hjónanna Ingi- bjargar Þorláksdóttur f. 1875, og Lúðvíks Sigurðar Sigurðssonar út- gerðarmanns og kaupmanns á Nes- kaupstað, f. 1866. Lúðvík var Aust- firðingur að ætt, en Ingibjörg ættuð af Suðurnesjum. Karl ólst því upp við sjávarsíðuna á þeim árum, þegar íslenzkt atvinnulíf var að taka sína fyrstu fjörkippi eftir margra alda ládeyðu. Foreldrar hans voru afar samtaka í lífsbaráttunni, þar sem ráðdeild, útsjónarsemi og dugnaður héldust í hendur. Lífsbjörgin var sótt bæði á sjó og landi. Ekki aðeins ráku þau hjónin útgerð fiskibáta heldur og búskap inni í sveitinni. í stórum hópi systkina, sem snemma lærðu að vinna, hjálpuðust allir að. Lúðvík, faðir Karls hafði á sínum tíma farið fótgangandi norður í Eyjafjörð til náms í Möðruvallaskóla. Og Karl, sem mjög fór að ráðum föður síns, hélt þegar námi í barna- skólanum á Neskaupstað var iokið norður í Eyjafjörð til náms í Gagn- fræða- og menntaskólanum á Akur- eyri. Þaðan lá síðan leiðin suður til Reykjavíkur til náms í lyfjafræði. Eftir á að hyggja furðaði Karl sig á því, hversu snemma með honum vaknaði sú hugmynd að verða apó- tekari. Að hans sögn hafði þó enginn orðið til að benda honum á einmitt það lífsstarf. Og jafnframt lét hann þau orð falla, að naumast hefði hann getað valið sér atvinnu, er betur hefði átt við hann. Karl Lúðvíksson var glæsilegur maður á velli og einstakt snyrti- menni. En áberandi þættir í skap- höfn hans voru einbeitni, kapp og dugnaður. Ekki fyrir löngu sýndi hann mér bréf, sem faðir hans skrif- aði honum austan af fjörðum, þegar hann var á við nám norður í Eyja- firði. Þar gaf faðir syni sínum heil- fædd 16. nóv. 1916 í Reykjavík, dáin 22. nóv. 1989. Börn þeirra voru íjögur: 1) Lúðvik, f. 11. maí 1943, flugmaður, var kvæntur Hrafnhildi Helgadóttur, synir þeirra tveir, Lúðvík lést af slysförum 17. jan. 1975. 2) Anna Þóra, f. 27. ágúst 1946, myndlistar- kona, hún á tvær dætur, sambýlismað- ur Magni Hjálmars- son. 3) Sigurður, f. 18. jan. 1951, við- skiptafr., kv. Guðrúnu Hlín Þór- arinsdóttur, börn þeirra eru fimm. 4) Ingibjörg, f. 6. apríl 1958, félagsfræðingur, börn hennar eru tvö. Barnaböm Karls eru ellefu og bamabamaböm sjö. Útför Karls fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. ræði. Tvennt áleit hann skipta meg- inmáli, en það var að gæta heilsunn- ar og hafa fjárhaginn í lagi. Ekki verður annað sagt en að Karl hafi gert þau orð að vörðum við veginn. Að loknu námi á Akureyri réðst hann sem lærlingur í Reykjavík- urapóteki og að loknu þriggja ára námi þar lauk hann fyrri hluta prófi í lyfjafræði 1933 og starfaði síðan sem aðstoðarlyijafræðingur fram á árið 1935. Að svo búnu hélt hann til síðari hluta náms í lyfjafræðinga- skóianum í Kaupmannahöfn. Þar sem annars staðar sótti hann nám sitt af kappi og lauk burtfararprófi 1937 með frábærum vitnisburði. Strax að því loknu hélt hann heim til íslands og réðst til starfa í Lauga- vegsapóteki. Starfaði hann þar 1937-39, er hann hóf aftur störf í Reykjavíkurapóteki og var þar allt til 1952, er hann stofnaði eigið apó- tek. A þessum árum valdist Karl til ábyrgðarstarfa í stéttarfélagi sínu. Hann var formaður félags lyfjafræð- inga í fjögur ár. Þar naut skapfestu hans og atfylgis, enda náði hann fram mikium kjarabótum til handa starfsfélögum sínum. Árið 1943 festi Karl ráð sitt og kvæntist Svanhildi Þorsteinsdóttur og varð hjónaband þeirra einkar far- sælt. Hún var falleg, sérstaklega biíðlynd og bókelsk kona, sem bjó eiginmanni sínum og börnum glæsi- legt heimili. Börnin urðu fjögur, Lúðvík, sem gerðist flugmaður, en fórst 1975, Anna Þóra, mynd- og veflistarkona, Sigurður, viðskipta- fræðingur, og Ingibjörg, félagsráð- gjafi. Svanhildur andaðist 1989 og saknaði Karl hennar mjög. Má segja, að hann hafi ekki notið sín til fulls eftir hennar dag. Starfsvettvangur Karls Lúðvíks- sonar var ekki aðeins innan veggja apóteka, heldur varð hann snemma frumkvöðull í atvinnulífinu. Það var styrkur hans - og stundum veikleiki - að vera afar fljótur að taka ákvarð- anir. M.a. kom hann sér upp vísi að verksmiðju í bílskúrnum heima hjá sér við Egilsgötu. Mátti oft heyra í kyrrð kvöldins taktbundinn slátt töfluvélanna. Þess vegna hafði Karl, löngu áður en hann fékk leyfi fyrir apóteki, margfaldar mánaðartekjur af þeirri vinnu, sem stunduð var í + Innilegar þakkir til ykkar allra er sýnduð okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS I. ZÓFONIASSONAR, Kópavogsbraut 1A, Kópavogi. Ólöf S. Jónsdóttir, Stefán Lárusson, Einar Jónsson, Soffía Guðrún Ágústsdóttir, Sigurður B. Jónsson, Sólrún Hafsteinsdóttir, Brynjólfur Jónsson, Ingibjörg J. Gunnlaugsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hugheilar þakkir sendum við þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför sonar okkar, föður og bróður, GUÐNA RAGNARS ÓLAFSSONAR. Guð blessi ykkur öll. Jónasína Þ. Guðnadóttir, Ólafur Magnússon, Húnbogi Birna Björnsdóttir, Njörður Sigurðsson systkini og fjölskyldur. bílskúrnum. Þessi ár urðu og tími frumkvæðis og athafna um ýmis konar rekstur. Og eftir að Karl stofnsetti eigið apótek 1952, magn- aðist vitaskuld efnahagsleg upp- sveifla hans stórlega. Aldrei skuld- aði hann í bönkum og seldi m.a. bílinn sinn til að ijármagna húsbygg- ingu undir apótekið að Háteigsvegi 1 og fór á hjóli næstu árin. Og auk þess májaði hann sjálfur húsið að innan. Ósérhlífni var lykillinn að velgengni hans. Hann varð maður- inn, sem hafði getuna og lét ekki standa við orðin tóm. Á næstu árum stofnaði hann ýmis fyrirtæki, svo sem Pharmaco hf. 1956 og var aða- leigandi þess um nokkurra ára skeið, Flugelda sf. 1959, Innréttingahúsið hf. 1978 og Hjól og Vagna hf. 1979, auk þess að hann tók þátt í stofnun Fiskeldis hf. á Húsavík 1980 og átti verzlunina Bristol í Bankastræti. Lífsgildi Karls Lúðvíkssonar voru fá en óhagganleg og voru í sífellu endurtekin. M.a. deildi hann með Nóbelsverðlaunahafanum Linus Pauling óbilandi trú á lækningar- mátt C-vítamíns. Oft heyrði ég hann segja, að í apótekinu hjá sér jafnað- ist ekkert meðal á við C-vítamín. Góð heilsa þessara tveggja manna fram á háan aldur sýnist hafa stað- fest kenningu þeirra. Það hefur verið skemmtilegt að fá að kynnast Karli Lúðvíkssyni og skapferli manns, sem alltaf vissi hvað hann vildi og þurfti aldrei að burðast með efasemdir. En atorku- miklir einstaklingar koma að leiðar- enda eins og hinir, sem minna hafa fengið af lífskraftinum í vöggugjöf. Á skilnaðarstund votta ég börnum Karls og öðrum ástvinum hans inni- lega hluttekningu. Sigurður Gizurarson. Þegar ég hitti Karl Lúðvíksson apótekara fylltist hann ávallt eld- móði þegar hann ræddi um fyrstu árin sín við lyijagerð. Skipti það ekki máli hvar það var. Hugur at- hafnamannsins reikaði oft aftur í tímann og var ævistarfið honum ávallt hugieikið. Karl átti fjögur börn. Sonur hans, Lúðvík Karlsson, lést um aldur fram í þyrluslysinu við Kjaiarnes. Hann var heimsmaður. Fráfall hans var mikið áfall fyrir Karl og íjölskyldu hans. Tengsl mín við fjölskylduna hófust er Anna Þóra dóttir hans var með mér í Laugarnesskóla en vinátta okk- ar hefur staðið síðan. Anna Þóra hefur fengist við listsköpun og náð góðum árangri. Hún er ein fremsta veflistakona landsins og hefur haldið fjölda sýninga víða um heim. Dóttir Karls, Ingibjörg, hefur starfað sem félagsráðgjafi hjá Fé- lagsmálastofnun Reykjavíkurborg- ar. Sigurður, sonur Karls, er við- skiptafræðingur og hefur verið föður sínum til aðstoðar síðustu árin. Bestu stundir Karls síðustu árin voru við Elliðavatn þar sem hann átti bústað sinn, Lynghól. Þar var ávallt nóg að starfa við ræktun sem var honum ávallt hugleikin. Athafnamaðurinn Karl Lúðvíks- son var einn af þeim íslendingum sem beittu sér fyrir nýjungum er lögðu grunn að því nútíma þjóðfé- lagi sem við búum við í dag. Fyrir- hyggja og vinnusemi voru aðals- merki þessa ágæta manns. Ég sendi börnum og barnabörnum Karls inni- legustu samúðarkveðjur. Jóhann Briem. • Fleiri minningargreinar um Karl Lúðvíksson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. H Erfidrykkjur H H H H H H H H H H H H H H H H H H H Sími 562 0200 .. LIIIIIIIIIIIl

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.