Morgunblaðið - 07.10.1997, Page 45

Morgunblaðið - 07.10.1997, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 45 i Skákmót Taflfélags Reykjavíkur TAFLFÉLAG Reykjavíkur heldur sitt fyrsta Mánaðaratskákmót í dag, i þriðjudaginn 7. október. Teflt verður þijá þriðjudaga í októbermánuði og verður dagskrá samkvæmt eftirfar- | andi töflu: 1.-2. umferð þriðjudag 7. október kl. 20-22, 3.-5. umferð þriðjudag 14. október kl. 20-23 og 6.-7. umferð þriðjudag 21. október kl. 20-22. Ef næg þátttaka fæst verður skipt í lokaða 8 manna flokka eftir atskák- stigum, en annars verður teflt í einum opnum flokki samkvæmt Monrad j kerfi. Þátttökugjöld verða: Félags- menn T.R. 16 ára og eldri: 1.000 kr., 16 ára og eldri en ekki í T.R.: 1.500 kr., félagsmenn T.R. undir 16 ’ ára: 500 kr. og yngri en 16 ára en ekki í T.R.: 800 kr. Verðlaun verða: Verðlaunabikarar fyrir þijú efstu sætin og peningaverðlaun kr. 6.000 fyrir sigurvegarann. Mánaðarskákmótin eru liður í áætl- un Taflfélags Reykjavíkur til að höfða til fjölskyldufólks og fleiri sem hafa , lítinn tíma til að stunda skák. I sept- ember var haldið mánaðarkappskák- mót og þar fór Páll Agnar Þórarins- Ison með sigur úr býtum í A-flokki með 3,5 vinninga af 5 og hærri Buc- holz-stig en Sigurður Daði Sigfússon og Jón Árna Halldórsson, segir í fréttatilkynningu. Málstofa um einkavæðingu ] heilbrigðis- l þjónustu BSRB efnir til málstofu undir yfir- skriftinni Einkavæðing heilbrigðis- þjónustunnar miðvikudaginn 8. októ- ber kl. 17-19 í húsnæði BSRB, Grettisgötu 89. „Tilefni málstofunnar er að stór hópur sérfræðilækna hefur sagt upp samningum við Tryggingastofnun og þeir sem leita þurfa þjónustu þeiira þurfa að greiða þjónustuna að fullu. I tengslum við fréttir af þessari deilu sérfræðinga Tryggingastofnunar ríkisins upphófst umræða um að taka hér upp einkaheilbrigðistryggingar að bandarískri fyrirmynd. Þá vekja niðurstöður könnunar sem félagsvís- indastofnun gerði fyrir starfsfólk heilbrigðisstofnana mikla athygli en furðu stórt hlutfall svarenda vildi að j hér yrðu reist einkasjúkrahús til hlið- ar við almenna heilbrigðiskerfið," segir í fréttatilkynningu. Frummælendur á fundinum verða Árni Björnsson, fyrrverandi yfir- læknir, Árni Mathiesen, alþingismað- ur, Margrét Frímannsdóttir, formað- ur Alþýðubandalagsins og Sigurður Björnsson, formaður sérfræðilækna. Fundarstjóri verður Björg Eva Er- lendsdóttir, útvarpsfréttamaður. Málstofan er öllum opin. I LEIÐRÉTT Jóna Gróa er borgarfulltrúi SKRIFSTOFA Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík hefur beðið Morg- unblaðið um birtingu á eftirfar- andi leiðréttingu: „í fréttatilkynningu frá Sjálf- stæðisflokknum sl. laugardag þar sem endanlegur framboðslisti vegna komandi prófkjörs sjálf- I stæðismanna var birtur urðu þau | mistök að starfsheiti Jónu Gróu I Sigurðardóttur var sagt vera hús- ' móðir. Jóna Gróa er borgarfulltrúi og er það hennar starfheiti. Þetta tilkynnist hér með og óskast leið- rétt.“ Ályktun frá Einholtsskóla í ályktun frá kennurum í Einholts- skóla sem birtist sl. laugardag . læddist inn villa en þar sagði: ' „...óþolandi umræða um vinnusvik I séu að hrekja fólk úr landi“. í j staðinn fyrir landi átti að vera starfi og er beðist velvirðingar á mistökunum. Bandalag kvenna í Hafnarfirði 25 ára Hátíðarfund- ur í Víði- staðakirkju BANDLAG kvenna í Hafnarfirði hefur gefið 150.000 kr. til kaupa á tæki til sýnatöku og/eða fjar- læginga á æxlum í brjóstum. Handlækningadeild Landspít- alans leitaði til Kvenfélagasam- bands íslands um kaup á tækinu, en áætlaður kostnaður við það er um 20 milljónir króna. Kvenfé- lagasamband íslands hyggst safna um 5 milljónum til kaupa á tækinu. Söfnunin er enn í gangi en Jýkur nú á haustdögum. 1 tilefni 25 ára afmælis Banda- lags kvenna í Hafnarfirði verður hátiðarfundur í Víðistaðakirkju laugardaginn 11. október. Helgi- stund verður í kirkjunni kl. 11 í umsjón Brynhildar Ó. Sigurðar- dóttur, djákna. Síðan verður snæddur hádegisverður í Skút- unni. ERNA S. Mathiesen, formaður Bandalags kvenna í Hafnar- firði, t.h., afhendir söfnunarf- éð gjaldkera KÍ, Jónínu St. Steingrímsdóttur. Að honum loknum verður haldið í rútuferð um Hafnarfjörð undir leiðsögn og meðal annars verður Barböru-styttan í Kap- elluhrauni skoðuð og systurnar í Kamelklaustrinu heimsóttar. Allar konur eru velkomnar og þátttaka tilkynnist til stjórnar kvenna. Notkun að- gerðarann- sókna við markaðsmál VETRARSTARF ARFÍ hefst mið- vikudaginn 8. október með því að Jón Sch. Thorsteinsson segir frá notkun aðgerðarannsókna við mark- aðsmál. Jón er nú markaðs- og sölu- stjóri Sólar-Víkings hf. en var áður framleiðslustjóri. Fyrirlesturinn verður á léttum nótum og fjallar m.a. um þau miklu viðbrigði sem urðu þegar fram- leiðslustjóra var kastað úr öryggi framleiðstjórnunar í hringiðu mark- aðsmála, segir í fréttatilkynningu. Fundurinn verður haldinn í Lög- bergi, stofu 101, miðvikudaginn 8. október kl. 16.30-18. Fyrirlestur um misþroska FYRSTI fyrirlestur nýs starfsárs Foreldrafélags misþroska barna verður haldinn miðvikudaginn 8. október í safnaðarheimili Háteigs- kirkju við Háteigsveg kl. 20.30. Umræðuefnið verður: Misþroski, hvað er til ráða? Kristján M. Magn- ússon sálfræðingur á Ákureyri ræðir um hvað fagfólk og foreldrar geta gert þegar þeir fá misþroska barn upp í hendurnar. Hann mun einnig segja frá nýjum bókum á íslensku um misþroska, sem hann er að gefa út og ætlaðar eru bæði foreldrum og öðru fagfólki. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Málstofa á Bifröst FYRSTA málstofa Samvinnuhá- skólans á þessu hausti verður hald- in á morgun miðvikudaginn 8. októ- ber og fjallar um áhrif upplýsinga- tækninnar í atvinnulífinu. Máls- hefjandi er Frosti Siguijónsson, for- stjóri Nýheija, og nefnir hann fyrir- lestur sinn: „Byltir upplýsingatækn- in samstarfi í fyrirtækjum?“ Málstofan fer fram í Hátíðarsal Samvinnuháskólans á Bifröst og hefst kl. 15.30. Eru allir boðnir velkomnir. íslensk erfðagreining ehf Göngudeild sykursjúkra barna og unglinga Sjúkrahúsi Reykjavíkur Rannsókn á erfðum insúlínháðrar sykursýki Á íslandi eru um það bil 400 einstaklingar með insúlínháða sykursýki. Göngudeild sykursjúkra barna og unglinga á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og (slensk erfðagreining ehf. standa fyrir rannsókn á erfðum sykursýki og leita nú eftir þátttöku fleiri einstaklinga með insúlínháða sykursýki. Með rannsóknunum vonumst við til að geta fundið þá erfðaþœtti sem stuðla að sykursýki og þar með komist nœr hinni raunverulegu orsök sjúkdómsins. Slík þekking er grundvöllur þess að koma megi í veg fyrir sykursýki. Allar upplýsingar um sjúklinga og skyldmenni þeirra verða meðhöndlaðar af fullum trúnaði. Ef þú ert með insúlínháða sykursýki og hefur áhuga á að taka þátt í rannsókninni, biðjum við þig að hringja í síma 570-1900 milli kl. 9:30 og 16:30.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.