Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.10.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997 47 ' Viðskiptabannið Frá Grími Hákonarsyni: VIÐSKIPTABANNIÐ á Kúbu á sér fáa málsvara manna á meðal. Þegar Sameinuðu þjóðirnar þinguðu síðast um málið greiddu tvö ríki atkvæði með viðskiptabanninu, - Bandarík- in og vinir þeirra í ísrael. Fyrir þá i sem ekki vita, þá settu Bandaríkin I viðskiptabann á Kúbu árið 1960 eftir að þar hafði farið fram sósíal- ísk bylting sem gerði út um banda- rísk ítök í landinu. Erfitt er að finna hugmyndafræðilega réttlætingu fyrir viðskiptabanninu. Hún verður allavega ekki fundin í orðagjálfri Clintons forseta og annarra hægri- manna um nauðsyn „fijálsra við- skipta“ og enn síður í kenningum um útbreiðslu heimskommúnismans I 6 árum eftir lok kalda stríðsins. Réttlæting fyrir viðskiptabanninu er hvergi hægt að finna í heimi mannlegrar skynsemi. Viðskiptabannið hefur víðtæk áhrif á efnahagslíf Kúbu. Það að geta ekki átt viðskipti við ná- grannaþjóð sem er stærsta fram- leiðslu- og viðskiptaþjóð í heimi hlýtur að segja sitt. Nauðsynjar sem annars væri hægt að sækja 60 mílna vegalengd þarf að ferja alla I leið frá Evrópu og jafnvel Asíu. Sem I dæmi kostar það helmingi meira að kaupa 1 tonn af mjólkurdufti í Evrópu en væri það keypt í Banda- ríkjunum. Viðskiptabannið orsakar ekki bara mjög óhagstæð viðskipti fyrir Kúbu heldur einnig skort á ýmsum lífsnauðsynjum. Vatns- veitukerfið er í rúst vegna skorts á varahlutum, sem eru bara fram- leiddir í Bandaríkjunum og veldur það því að 72% alls drykkjarvatns * á Kúbu eru ódrekkandi sökum I mengunar. Skortur er á ýmsum nauðsynlegum lyfjum, eins og lyfj- um gegn krabbameini og hjarta- kvillum, sem veldur því að tugir manna látast úr þessum sjúkdómum árlega. Bandaríkjamenn beita öllum mögulegum ráðum til þess bijóta niður byltinguna og nýta til þess ítök sín á heimsmarkaðnum. Oft 1 hefur það komið fyrir að fyrirtæki, | sem hafa viljað eiga viðskipti við g Kúbu, hafi hætt við vegna þrýstings * frá Bandaríkjunum. A síðasta ári var samþykkt lög- gjöf á bandaríska þinginu, kennd við öldungadeildarþingmennina Helms og Burton, þar sem boðaðar eru hertar viðskiptaþvinganir gegn Kúbu, Lýbíu og Iran (allt lönd sem hafa þjóðnýtt bandarískar eignir). Löggjöfin veitir Bandaríkjunum sjálfskipað leyfi til að refsa þeim aðilum sem eiga viðskipti við þessi lönd. Yfirlýst rök fyrir þessum að- gerðum eru þau að verið sé að refsa Iran og Lýbíu fyrir stuðning þeirra við hryðjuverkastarfsemi og Kúbu fyrir að virða ekki leikreglur lýð- ræðisins. Alheimslögreglu-hystería Bandaríkjanna hefur aldrei verið trúverðug, og verður það síður hér. í fyrsta lagi eru bandarískir aðilar langstærstu vopnaframleiðendur í heimi og taka því óbeinan þátt í öllu vopnaskaki sem fram fer í heiminum. í öðru lagi styðja þeir hryðjuverkastarfsemi í sínu heima- landi á sama hátt og Líbýa og íran gera, þ.e. láta hana afskiptalausa. Frá því árið 1959 þegar byltingin á Kúbu hófst, hefur hópur kúban- skra útlaga (eignamenn og aðrir andbyltingarsinnar) safnast saman í Miami á Flórída og staðið fyrir skipulagðri skemmdarverkastarf- semi á kúbönsku þjóðfélagi. Árið 1961 gerðu þeir innrás á Kúbu og nutu til þess liðsinnis Bandaríkja- hers, en sú innrás fór algjörlega út um þúfur. Síðan þá hafa verið framin skemmdarverk með reglu- legu millibili á Kúbu og frá því í apríl á þessu ári hafa átt sér stað 9 sprengjutilræði sem rekja má til útlaga á Miami. Eins og áður sagði eru yfirlýst rök Bandaríkjanna fyrir viðskipta- banninu þau að með því sé verið að vinna hugsjónum vestræns lýð- ræðis brautargengi á Kúbu. Getur það orðið meiri þversögn en þegar ráðamenn þjóðar, sem býr við „tveggja flokka einræði" og 40% fólks nýta sér kosningaréttinn, reyna að segja öðrum þjóðum hvað lýðræði sé? Hugtakið lýðræði er flókið og verður aldrei skilið aðeins á einn veg. Að mínu mati er mikil- vægasta lýðræðið efnalegt lýðræði þar sem allir menn hafa jafnan rétt á húsnæði, fæði, menntun og heil- brigðisþjónustu, svo eitthvað sé nefnt. Við þannig lýðræðisaðstæður er val á mönnum til þingsetu aðeins formsatriði. Á Kúbu er aðeins þriðj- ungur kjörinna þingmanna í komm- áKúbu únistaflokknum og afgangurinn er einstaklingar óháðir flokkum. Þar er höfuðáhersla lögð á efnalegt lýð- ræði enda er meirihluti almennings hlynntur sósíalískri stefnu stjórn- valda. í Bandaríkjunum er langt frá því að vera efnalegt lýðræði þar sem 40 milljónir manna lifa undir fá- tækramörkum, eða um 15% þjóðar- innar, og pappakassahverfí eru orð- in hluti af menningunni. (Þetta er sérlega kaldhæðnislegt fyrir þær sakir að Bandaríkin eru efnuðustu ríki heims en Kúba er fátækt þriðja- heimsland). Lýðræði á þeim bæ er að kjósa á milli tveggja hægriflokka sem hafa jafn lítinn áhuga á því að tryggja velferð almennings. Bandaríkin eru eins og illkynja æxli sem sýgur til sín auðlindir jarð- arsamfélagsins og þakkar fyrir sig með hroka. En allir hugsandi menn vita að þetta æxli er hægt að fjar- læga. Það hefur sýnt sig i sögunni að þrýstingur frá almenningi getur oft verið þungamiðja breytinga. Miðvikudaginn 8. október verða haldin mótmæli um allan heim gegn viðskiptabanninu á Kúbu, sem eru um leið mótmæli gegn heimsvalda- stefnu Bandaríkjanna. Mótmælin eru heiðruð minningu Ernesto Che Guevara sem lét lífíð í baráttu sinni gegn heimsvaldastefnunni í Bólivíu hinn 8. október árið 1967 (fyrir 30 árum). Hér á landi hefur verið boð- að til útifundar á Ingólfstorgi kl. 18 og síðan verður ameríska sendi- ráðið í Túngötu heimsótt, og hús- ráðanda afhent ályktun fundarins. Sjáumst í kröfugöngu GRÍMUR HÁKONARSON nemi, Kársnesbraut 99, Kópavogi. I I < I < ( ( ( I I I Málstofa BSRB fiinkti'/dHni Miðvikudaginn 8. október kl. 17 -19 Grettisgötu 89, 4. hæð F rummælendur: Ámi Bjömsson, fv. yfirlæknir, Árni Mathiesen, alþingismaður, Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, Sigurður Bjömsson, formaður sérfræðilækna. Fundarstjóri: Björg Eva Erlendsdóttir. Allir velkomnir x QífurCcgt úrvdl u n g car n <d f ct tn cab ar i Mexx ESPPvlT SIEMENS Við færum þér gleðitíðindi: Þvottur og þurrkun á kjallaraverði! Á meöan birgðir endast færðu nú hjá okkur Siemens þvottavél og þurrkara á verði sem kætir geð þitt og fær þig til að skælbrosa framan í heiminn. Sláðu til og skelltu þér á parið. WM 20820SN Þvottavél, tekur 4,5 kg, einföld í notkun, hefur öll nauðsynleg kerfi, 800 sn. þrepavinding, ryðfrítt stál í belg og tromlu, sjálfstæður hitastillir. Þú þarft ekki að hugsa þig um, - þú kaupirhana þessa. 49.800 kr. stgr. WT 21000EU Þurrkari, tekur 5 kg, einfaldur í notkun, fyrir útblástur í gegnum barka sem fylgir með, snýst í báðar áttir, stáltromla, hlífðar- hnappur fyrir viðkvæmt tau. Það erekki spurning,-þú kaupir hann þennan og sparar stóran pening. 29.800 kr. stgr. Umboðsmenn um land allt. SMITH& NORLAND Nóatúni 4 • Sími 5113000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.