Morgunblaðið - 18.10.1997, Síða 1

Morgunblaðið - 18.10.1997, Síða 1
96 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 237. TBL. 85. ARG. LAUGARDAGUR 18. OKTOBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Sigurreifir uppreisnarmenn ræna og rupla í Kongó Nairobi, Pointe Noire. Reuters. UPPREISNARMENN í Kongó fögnuðu í gær sigri yfir stuðningsmönnum Pascals Lissouba forseta eftir fjögurra mánaða blóðsúthellingar og fóru ránshendi um höfuðborgina, Brazzaville, og olíuborgina Pointe Noire. Meðan starfsmenn Rauða krossins fjarlægðu lík af götunum óku vopnaðir uppreisnarmenn um borgirnar á stolnum bflum og hlóðu í þá ísskáp- um, sjónvörpum, húsgögnum og heimilistækjum sem þeir rændu. Fregnir hermdu ennfremur í gær að a.m.k. níu franskir borgarar, þeirra á meðal nokkur börn, hefðu orðið innlyksa í bæ nálægt einu af vígjum Lissouba í suðurhluta landsins. Erlendur kaup- sýslumaður, sem rekur leiguflugfélag í Kongó, sagði ræðismann Frakklands hafa óskað eftir flugvél til að sækja fólkið en herinn hefði ekki viljað heimila flug til bæjarins vegna átaka í grenndinni. Denis Sassou Nguesso, sem var leiðtogi marx- istastjórnar Kongó á árunum 1979-92, lýsti yfir sigri í stríðinu í fyrradag eftir fjögurra mánaða átök milli stuðningsmanna hans og hersveita Liss- ouba forseta. Ekki var vitað í gær um dvalarstað Lissouba, fyrsta þjóðkjörna forsetans í Kongó. Salim Ahmed Salim, framkvæmdastjóri Ein- ingarsamtaka Afríku, OAU, lét í gær í ljós miklar áhyggjur af stríðinu í Kongó og hvatti alla stríðs- aðilana til að „binda enda á blóðsúthellingarnar og þjáningarnar sem stríðið hefur valdið saklaus- um borgurum". Hann hvatti einnig til þess að all- ir erlendir hermenn og málaliðar yrðu fluttir frá landinu og skoraði á nágrannaríkin að kjmda ekki undir frekari átökum. Salim vísaði þar einkum til stjórnvalda í Angóla, sem sendu hersveitir til Kongó til að að- stoða hersveitir Sassou. Oryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur einnig skorað á nágrannaríkin að taka ekki þátt í stríðinu. Vill fríverslun um alla Ameríku Opna skjöl um fjölda- morð í París verðum við áskoruninni sem við okkur blasir," sagði Clinton. Menem sammála Bandaríkjaforseti varaði við ein- angrunarhyggju og sagði nánari ein- ingu í þágu heimsálfunnar allrar og þjóðanna sem þar byggju. Tilgangur ferðar hans um ríki rómönsku Am- eríku í vikunni hefur öðrum þræði verið sá að hvetja til þess að tollar og önnur viðskiptahöft yrðu afnum- in. Carlos Menem Argentínuforseti var viðstaddur fundinn og virtist taka undir sjónarmið gests síns. Vinstrisinnar voru hins vegar ekki jafnhrifnir af komu Clintons eða boðskap hans því þeir efndu í fyrra- kvöld til óeirða í Buenos Aires, brutu rúður í bönkum og opinberum byggingum og köstuðu inn eldsprengjum. Oeirðalögi'egla braut mótmælin á bak aftur. Talsmenn Hvíta hússins reyndu að gera lítið úr mótmælunum og sögðu andstöðu við Bandaríkin og allt bandarískt á hröðu undanhaldi. Reuters CLINTON Bandaríkjaforseti flytur ræðu sína á fundi með argentínskum viðskiptajöfrum. Carlos Menem Argentínuforseti veitir orðum gests síns athygli, og virtist síðar taka undir sjónarmið hans. FJÖLDAMORÐANNA í París 1961 var minnst á útifundi í gær. Á skiltinu segir að Maurice Papon lögregluforingi beri ábyrgð á morðunum. Buenos Aires. Reuters. BILL Clinton Bandaríkjaforseti sagðist á fundi með argentínskum viðskiptajöfrum og fyrirtækjafor- stjórum í Buenos Aires í gær vera reiðubúinn að hefja viðræður um myndun fríverslunarsvæðis Amer- íkuríkja. Clinton sagði „bylgju breytinga“ fara um gjörvalla heimsbyggðina. „Við lifum á tímum einstakra tæki- færa, upplýsinga-, fjarskipta- og tæknibyltinga sem fært hafa þjóðir okkar hverja nær annarri og skapað nýja möguleika. Nýtum okkur þá og París. Reuters. FRANSKA stjórnin hefur ákveðið að aflétta 60 ára leynd af skjölum sem varða morð á rúmlega 200 Al- sírmönnum í París 17. október 1961 vegna fullyrðinga Maurice Papons, meints samverkamanns nasista í seinna stríðinu, að lög- reglan hefði hvergi komið þar nærri. Hann var lögreglustjóri Parísar þegar morðin áttu sér stað. Morðin bundu enda á fyrirferð- armikil mótmæli Frelsisfylkingar Alsir (FLN) á götum Parísar. Lög- reglumaður, sem tók þátt í morð- unum, leysti frá skjóðunni í vikurit- inu L’Express í vikunni og sagði að Papon hefði heitið lögreglunni vernd fyrir lögsókn. „Við fórum upp á efri hæðir húsa og skutum á allt kvikt. Það var viðbjóðslegur hryllingur. Mannaveiðarnar stóðu í um tvær stundir, þetta var skelfi- leg aðgerð,“ sagði hann. ■ Síðasti draugur/24 Áfengissýki í genum Kennedya? New York. Reuters. ROBERT Kennedy yngri, bróð- ursonur fyrrverandi Bandaríkja- forseta, segir í sjónvarpsviðtali að sér finnist „að mörgu leyti sem ég hafí verið fæddur alkó- hólisti“, og að áfengissýkin liggi í erfðavísum Kennedyfjölskyld- unnar. í sjónvarpsþættinum 60 mín- útur, sem CBS sendir út á sunnudag,, er einnig rætt við þingmanninn Joseph, bróður Ro- berts, og segir hann frá „skelfi- legu“, meintu ástarsambandi eins bræðra þeirra, Michaels, við táningsstúlku. Robert segir frá baráttu sinni við áfengissýki og eiturlyfjafíkn. í þættinum er einnig rætt við systur þeirra, Kathleen Kennedy Townsend og Kerry Kennedy Cuomo og bræð- uma Max og Christopher. Segja talsmenn CBS að aldi-ei hafi svo margir „Kennedyar" af þriðju kynslóð komið saman til sjón- varpsviðtals. Fylg'i SPD og CDU hnífjafnt Bonn. Reuters. FLOKKUR Helmuts Kohls, kansl- ara Þýskalands, Kristilegir demókratar (CDU), hefur saxað á forskot stjómarandstöðuflokksins, Sósíaldemókrata (SPD) og er nú hverfandi munur á fylgi flokkanna. Er þetta niðurstaða skoðanakönnun- ar sem gerð var opinber í gær. Samkvæmt niðurstöðum könnun- arinnar, sem gerð vai' fyrir sjón- varpsstöðina ZDF, myndi SPD fá 38 af hundraði atkvæða yrði kosið á sunnudag, og CDU myndi einnig fá 38% fylgi. I sambærilegri könnun í síðasta mánuði hafði SPD 39% fylgi og 40% í ágúst. Fylgi CDU var 37% í september og 36% í ágúst. Kohl vill sitja til 2002 Systurflokkur CDU í Bæjaralandi gagnrýndi Kohl í gær fyrir að hafa ekki haft samráð við flokkinn áður en hann tilkynnti að hann hygðist sitja áfram í kanslaraembættinu til ársins 2002. Kohl sagði í vikunni, að hann myndi gegna embætti út kjör- tímabilið sigraði flokkurinn í kom- andi kosningum. -------------- Andmælir styttri vinnuviku Brussel. Reuters. MARTIN Bangemann, sem fer með iðnaðarmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, gagnrýndi í gær þau áform franskra og ítalskra stjórnvalda að stytta vinnuvikuna. Bangemann sagðist ekki skilja hvemig stjórnmálamenn gætu sagt að meginmarkmið þeirra væri að draga úr atvinnuleysinu og boða um leið lagasetningu sem sagan hefði sýnt að stuðlaði að auknu atvinnu- leysi og hindraði hagvöxt. Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, skýrði í vikunni sem leið frá áformum um lög sem kveða á um að vinnuvikan verði stytt í 35 stundir úr 39 í janúar árið 2000. Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, af- stýrði stjórnarkreppu fyrr í vikunni með því að fallast á kröfu kommún- ista um að vinnuvikan yrði stytt í 35 stundir ekki síðar en árið 2001.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.