Morgunblaðið - 18.10.1997, Side 4

Morgunblaðið - 18.10.1997, Side 4
4 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Olíuslysið á Seyðisfirði er talið mun umfangsmeira en í fyrstu var ætlað VILMUNDUR Þorgrímsson æðarbóndi hefur reynt að bjarga fuglum eftir megni. Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Seyðisflrði. Morgunblaðið. KOMIÐ hefur í ljós að umfang olíumengunarinnar í Seyðisfirði er mun meira en menn töldu í fyrstu. Olía er í smábátahöfninni og út með fjörunni sunnan fjarðar. Mikið af æðarfugli, sem orðið hefur fyrir olíunni, hefur skriðið upp í Hólm- ann í hjarta bæjarins og er að veslast upp þar. Dauðir fuglar fljóta í sjónum og hálfdauðir fuglar ganga jafnvel um götur bæjarins. Engin hreinsun hefur verið reynd og bíða menn þess að olían gufi upp og brotni niður og að sjáv- arföll og veðrun eyði menguninni. Hálfdauðir fuglar ganga um götur Hafnaryfírvöld, heilbrigðisyfirvöld og bæjaryfirvöld ætla að fylgjast með þróun mála. Lítið hægt að gera fuglum til bjargar Vilmundur Þorgrímsson æðar- bóndi hefur reynt að bjarga fuglum eftir megni. Hann segir þó litið hægt að gera til að bjarga lífi þeirra náist ekki til þeirra mjög fljótt eftir að þeir verða fyrir meng- un. Þegar olían kemst i fiður blotn- ar fuglinn allur og getur ekki hald- ið á sér hita og leitar hann því á land til þess að þorna. í raun byrj- ar hann þegar að svelta því allur tíminn fer í að reyna að þurrka sér og þrífa. Brunasár myndast á húð fuglanna og ætisleit leggst af. Margir fuglar drepast einnig vegna þess að þeir éta olíumengaðan sand og fjörudýr í fjörunni sem veldur brunasárum á innyflum þeirra. Engin formleg kæra hefur borist til lögreglunnar en hún rannsakar málið og að því loknu verður tekin ákvörðun um hvort opinberir aðilar ákæri í málinu. Olögleg möskva- stærð á Patreks- firði VARÐSKIPIÐ Óðinn stóð tvo báta að meintum ólöglegum netaveiðum á Patreksfirði í fyrradag. Möskvar í netum mældust of smáir og reglur um merkingu veiðarfæra voru ekki í heiðri hafðar. Að sögn Landhelgisgæsl- unnar voru bátarnir Kristín Finnbogadóttir BA 95 og Ás- borg BA 84 að netaveiðum á Patreksfirði á svæði þar sem möskvastæð í þorskanetum á að vera sex tommur. Möskvar í netum Kristínar reyndust 5SA“ en möskvar í netum Ás- borgar 5“ og ö'/z". Að auki voru netin ekki merkt á þann hátt sem áskilið er og einnig segir Landhelgisgæslan að ýmsu hafi verið áfátt við bún- að bátanna, atvinnuréttindi og lögskráningu skipshafnar á Ásborgu og atvinnuréttindi vélstjóra á Kristínu Finnboga- dóttur. Bátunum var gert að sigla inn til hafnar og fól Landhelg- isgæslan sýslumanninum á Patreksfirði að annast fram- hald málsins. Þrjár sprenging ar í stað einnar Starfsmenn utanríkisráðuneytis til fundar í Peking Bendir til sátta- vilja Kínasljórnar RÖÐ sérkennilegra tilviljana olli því að í stað einnar spreng- ingar sem átti að vera á dag- skrá Finns Ingólfssonar iðnað- arráðherra síðastliðinn fimmtudag urðu sprenging- arnar þennan dag þrjár. Ekki var þó um dínamítsprengingar að ræða í öll skiptin. Iðnaðarráðherra hafði verið boðið af Fossvirki hf. að sprengja fyrsta haftið í aðrennslisgöngum Sultar- tangavirkjunar á fimmtudag. Ráðherrann fór á bil sinum austur fyrir fjall. Vildi ekki betur til en svo að það sprakk á þjólbarða bílsins. Tafðist af þeim sökum nokkuð að sprengt yrði í aðrennslis- göngunum. Sprengiefnaflutningar Við allt verkið verða notuð um 800 tonn af sprengiefni og standa yf ir talsverðir flutning- ar af þeim sökum frá Reykja- vík til Sultartanga. Þorsteinn Hilmarsson, blaðafulltrúi Landsvirkjunar, var á leið austur fyrir fjall um svipað leyti til að vera við sprenging- una. Honum segist svo frá að skammt frá Skeiðaafleggjar- anum á þjóðvegi 1 hafi hann ásamt fleiri fulltrúum Lands- virkjunar lent í humátt á eftir tveimur flutningabílum með sprengiefni. Á undan bOunum var lögreglubU ekið með yós- merkjum og aftan við þá slökkvibU. Þorsteinn segir að skyndi- lega hafi hvellsprungið á öðr- um flutningabUnum þannig að hjólbarðinn tættist í sundur og aurbretti losnaði af flutninga- bílnum. Engum varð meint af þessu og bílstjórinn hafði fullt vald á flutningabílnum enda var ekið varlega með sprengi- farminn. TVEIR starfsmenn utanríkisráðu- neytisins halda í dag til Kína til fundar með ráðamönnum í Peking í því skyni að bæta samskipti ríkj- anna eftir hótanir kínverskra yfir- valda í kjölfar heimsóknar Liens Chans, varaforseta Tævans, hing- að til lands í síðustu viku. Kvaðst Halldór Ásgrímsson telja það eitt að þessi fundur myndi eiga sér stað vera vísbend- ingu um að Kínverjar séu reiðu- búnir til að koma til móts við ís- lendinga að nýju eftir að andað hefur köldu í samskiptum ríkj- anna. „Við höfum verið í sambandi við Kínverja undanfama daga og rætt þessi mál við þá,“ sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra í gær. „Það er sameiginleg niður- staða (slenska og kínverska utan- ríkisráðuneytisins að efnt verði tii fundar í Peking um okkar sam- skipti.“ Starfsmennimir tveir eru Helgi Ágústsson ráðuneytisstjóri og Jón Egill Egilsson, skrifstofustjóri aljóðaskrifstofu utanríkisráðuneyt- isins. Freista þess að koma á eðiUegum samskiptum „Þeirra umboð hljóðar upp á það að fara yfir stefnu okkar gagnvart Kína og útskýra okkar sjónarmið í því sambandi og hlusta um leið á þeirra sjónarmið og freista þess að koma á eðlilegum samskiptum milli þjóðanna á nýjan leik,“ sagði Halldór. „Það hefur verið farið yfír þessi sjónarmið áður undan- fama daga, en það hefur ekki átt sér stað um þau neinn fundur milli ráðuneytanna.“ í opinbemm yfirlýsingum Kín- veija og leiðaraskrifum hafa ekki konnð fram nein merki um þýðu. í leiðara í dagblaðinu China Daily, sem kemur út á ensku, sagði i upphafi vikunnar að íslendingar hefðu gengið of langt þegar Davíð Oddsson hitti Lien þrátt fyrir mót- mæli Kínveija og Tang Guoqiang, talsmaður kínverska utanríkis- ráðuneytisins, ítrekaði á fimmtu- dag að íslendingar yrðu að taka afleiðingum gerða sinna. Halldór kvaðst hins vegar greina ákveðinn vilja Kínveija til að bæta samskipt- in að nýju. „Við teljum að fundurinn sé í sjálfu sér vísbending um það að slíkur vilji sé fyrir hendi, en ég skal ekkert fullyrða um árangur hans,“ sagði Halldór. „Okkur er fullkunnugt um þessa yfirlýsingu [taismanns kínverska utanríkis- ráðuneytisins] en okkur er ekki ljóst við hvað er átt.“ Þegar varaforseti Tævans kom til íslands aflýstu Kínveijar við- skiptafundi með fulltrúa Silfur- túns, en síðan hefur ekki verið skýrt frá neinum beinum aðgerð- um stjómarinnar í Peking gegn íslenskum fyrirtækjum, þótt ítrek- að hafi verið sagt að ekki yrði lát- ið sitja við orðin tóm. Halldór sagði að hins vegar hefði komið fram breytt viðmót. Hefur hægt á öllum samskiptum „Það er alveg ljóst að það hefur hægt mjög á öllum samskiptum," sagði Halldór. „Þar á meðal er undirbúningur viðskipta. Við höf- um hins vegar lagt áherslu á fijáls viðskipti og teljum óeðlilegt að hindra þau af pólitískum ástæð- um.“ íslensk stjórnvöld hafa undan- farin ár lagt áherslu á að efla sam- skiptin við Kína og í þeim tilgangi var meðal annars opnað sendiráð í Peking fyrir tveimur árum. Hall- dór kvaðst telja að Kínveijar hefðu ekki komið til móts við íslendinga sem skyldi á þeim tíma. „Við höfum stutt inngöngu Kína í Alþjóðaviðskiptastofnunina og höfum ekki hugsað okkur að breyta stefnunni í því sambandi, en það er alveg ljóst að við höfum orðið fyrir miklum vonbrigðum með það hvað lítil aukning hefur orðið á viðskiptum Kína við okkur í kjölfar þeirra miklu samskipta, sem hafa átt sér stað,“ sagði ráð- herrann. „Við teljum hins vegar að við höfum lagt okkur mjög fram um að auka viðskipti við þá.“ Ósáttur við margt í máli Kínveija Halldór kvaðst einnig mjög ósáttur við margt, sem komið hefði fram í málflutningi kínverskra ráðamanna undanfarið. „Viðbrögð Kínverja hafa verið mjög hörð í öllum tilvikum," sagði hann. „En ég tel hins vegar að hluti af þeirra viðbrögðum byggist á miklum misskilningi." Bæði Davíð Oddsson og Halldór hafa lagt á það áherslu að kvöld- verður forsætisráðherra og vara- forseta Tævans bæri ekki vitni breyttu sambandi íslands og Kína annars vegar og íslands og Tæ- vans hins vegar. íslendingar væru í stjórnmálasambandi við Kín- verska alþýðulýðveldið, en ekki Tævan. J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.