Morgunblaðið - 18.10.1997, Side 13

Morgunblaðið - 18.10.1997, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Smásagnasafn verðlaunað Morgunblaðið/Þorkell INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri afhenti Elínu Ebbu Gunnarsdóttur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir árið 1997 í mótttöku í Höfða. BÓKMENNTAVERÐLAUN Tóm- asar Guðmundssonar fyrir árið 1997 voru afhent í Höfða í gær. Verðlaunin hlaut Elín Ebba Gunn- arsdóttir fyrir smásagnasafnið Sumar sögur. Þetta er í annað sinn sem Reykja- vikurborg efnir til samkeppni um bókmenntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar. Árið 1994 komu þau í hlut Helga Ingólfssonar fyrir skáld- söguna Letrað í vindinn. í dómnefnd sátu Anton Helgi Jónsson, skipaður af Rithöfundarsambandinu, Stein- unn Jóhannesdóttir, fyrir hönd menningarmálanefndar Reykjavík- ur, og Dagný Kristjánsdóttir, skipuð af Reykjavíkurborg, sem jafnframt var formaður nefndarinnar. Heimavinnandi höfundur Tuttugu og eitt handrit barst í samkeppnina og sagði Dagný mörg þeirra framúrskarandi. Það hefði glatt dómnefndina sérstaklega þar sem mönnum væri tíðrætt um hvað íslenskar nútímabókmenntir væru lélegar og óbærilega leiðinlegar. Um verðlaunahandritið Sumar sög- ur sagði Dagný að smásögurnar tólf, sem allar tengdust innbyrðis, lýstu hugsunum venjulegs fólks þar sem leitast væri við að komast af með sem fæst orð. Elín Ebba Gunnarsdóttir er heimavinnandi. Hún hefur fengist við skáldskap í 5 ár og aldrei unn- ið til verðlauna áður. Elín segir smásögurnar heilla sig mest í augnablikinu en auk þess hefur hún fengist við ljóðlist. „Ljóðið er. Þetta langar mig til að færa upp á smásöguna. Ég læt söguna ráða og í skrifum mínum er enginn fyrir- fram ákveðinn rammi. Smásaga er.“ Morgunblaðið/Kristinn KRISTINN Guðjónsson, formaður AFS á íslandi, og Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri AFS á Islandi, Pat Moody, frá alþjóðaskrifstofu AFS í New York, og Juan Rodriguez, fram- kvæmdastjóri AFS i Ecuador. 40 ára afmæli AFS á íslandi Fjarlægðir og andstæð- ur mest spennandi Á ÁRI hverju fara yfir 100 ís- lensk ungmenni til ársdvalar í öðru landi á vegum skiptinema- samtakanna AFS. Þau eru ekki aðeins gestir eða ferðamenn í nýja landinu heldur eignast þau nýja „fjölskyldu", læra nýtt tungumál, ganga i skóla, kynnast framandi menningu og snúa svo heim dýrmætri reynslu ríkari. I kvöld er haldið upp á 40 ára af- mæli AFS á íslandi á Hótel Borg en á þessu ári er jafnframt hald- ið upp á að fimmtiu ár eru liðin frá stofnun alþjóðasamtaka AFS. í tilefni af afmæli AFS á ís- landi eru hér staddir tveir er- lendir gestir, Pat Moody, frá al- þjóðaskrifstofu AFS í New York, og Juan Rodriguez, fram- kvæmdastjóri AFS í Ecuador, en samtökin þar fagna fimmtíu ára afmæli á næsta ári. Að sögn Rodriguez hafa AFS í Ecuador tekið á móti íslenskum nemum í um fimmtán ár og nú koma þang- að að jafnaði fimm til sex íslensk- ir nemendur á ári hverju. Og á næsta sumri er ráðgert að fyrstu nemendurnir frá Ecuador komi til ársdvalar á íslandi. Islensku nemendurnir eru meðal þeirra sem fara hvað víð- ast um heiminn sem skiptinemar, að sögn Pat Moody. Hún segist reyndar hafa orðið vör við auk- inn áhuga á Islandi meðal skipti- nema á síðustu árum, það þyki framandi og forvitnilegt. Um þriðjungur íslenskra skiptinema fer til S-Ameríku Petrína Ásgeirsdóttir, fram- kvæmdastjóri AFS á íslandi, seg- ir áberandi hversu margir Is- lendingar fari til Suður-Ameríku og að mjög náið samstarf hafi komist á við þann heimshluta. Nærri lætur að þriðjungur þeirra sem fara út nú fari til Suður- Ameríku. „Og krakkarnir sem koma þaðan til íslands spjara sig yfirleitt mjög vel hér og eru mjög ánægðir," segir hún. Um ástæðu þessa getur Kristinn Guð- jónsson, formaður AFS á íslandi, sér þess til að það séu fjarlægð- imar og andstæðurnar sem séu mest spennandi, og ólík menning. „Ungt fólk er líka farið að hugsa um hvað það fær út úr náminu. Það hefur enskuna og sér að það getur verið stór kostur að læra annað tungumál. Og þá er spænskan auðvitað mjög spenn- andi,“ segir hann. Þúsund manns í Sam- tökum um þjóðareign Almennur fundur á Stapa UM EITT þúsund manns hafa nú gengið til liðs við Samtök um þjóð- areign, sem hafa á stefnuskrá sinni að tryggja öllum íslenskum þegn- um jafnan rétt til þess að hagnýta auðlindir íslenskrar efnahagslög- sögu. Samtökin hafa í huga að efna til funda víða um land til að kynna markmið sín og safna liði. Þau hafa nú opnað skrifstofu að Braut- arholti 4 í Reykjavík. Fyrsti almenni fundurinn utan stofnfundar, sem haldinn var í síð- ustu viku, verður haldinn í Stapa, Reykjanesbæ, sunnudaginn 19. október kl. 14. „Búast má við miklu ijölmenni á fundinn í Stapa vegna almennrar reiði Suðurnesjamanna með kvótabraskið í ljósi síðustu kaupa á kvóta frá Suðurnesjum," segjr í frétt frá samtökunum. Á fyrirhuguðum fundum sam- takanna mæta stjórnarmenn þeirra og skýra málstaðinn. „Flutt verða stutt framsöguerindi og fundar- menn óspart hvattir til að láta í ljós hug sinn. Samtök um þjóðar- eign eru grasrótarsamtök og leggja mikið upp úr því að fá fram vilja fólksins," segir ennfremur í frétt- inni. -----» » ♦ Afmæli Styrks haldið hátíðlegt STYRKUR, samtök krabbameins- sjúklinga og aðstandenda þeirra minnast þess með hátíðarfundi á mánudag 20. október að þann dag eru tíu ár síðan samtökin voru stofnuð. Fundurinn er í húsi Krabba- meinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík og hefst kl. 20.30. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra flytur stutt ávarp, Kuran Swing leikur létt lög og Skólakór Mosfellsbæjar syngur. Boðið verður upp á hátíðarhlað- borð. í frétt frá samtökunum segir að félagsmenn séu hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti. LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 13 SAMSTAÐA TIL SIGURS Veljum Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúa í 2. sæti listans. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins 24.—25. október 1997 Kosningaskrifstofa í Borgartúni 33 (austurhlið). Opið kl. 16—19 daglega en laugardag og sunnudag kl. 14—19. Sími 552 2123.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.