Morgunblaðið - 18.10.1997, Page 14

Morgunblaðið - 18.10.1997, Page 14
<•[ TPPr HííHÖTyfO Pf HUOAnHAOHA T 14 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 KÓPAVOGSHÖFN MORGUNBLAÐIÐ FRAMKVÆMDIR hófust að nýju í hafnarmálum Kópa- vogs upp úr miðjum níunda áratugnum eftir meira en tveggja áratuga hlé og var ákveðið að gera fyrst smábátahöfn á Kársnesi við sunnanverðan Skerja- Qörð. Upp úr 1990 var síðan farið að huga að viðlegukanti fyrir stærri skip og er hann nú að mestu tilbú- inn. Eftir er að ljúka við gijót- hleðslu utan á garðinn, steypa þekju, leggja fyrir vatn og rafmagn en gert er ráð fyrir verklokum næsta vor. Helsti kosturinn við hafnargarð- inn er sagður vera sá að stórt at- hafnasvæði sé enn við höfnina sem ekki hefur verið ráðstafað og fyrir- tæki sem vilja vera sem næst hafnar- bakka gætu því fengið þá kröfu uppfyllta í Kópavogi. Dýpi er nóg á Skeijafirði fyrir stór skip. Þess má geta að olíuskip- ið Hamrafell, sem var um 16.000 tonn, lá þar oft á sínum tíma enda liggur djúpur áll allt að Kársnesinu. Byrjað var þegar árið 1991 að aka uppfyllingarefni, sem fékkst við framkvæmdir annars staðar í landi Kópavogs, á svæðið við Norðurgarð og hefur lögun nessins breyst veru- lega, það hefur stækkað til vesturs og norðurs. Var fyllingu að mestu lokið árið 1995. Rekið var niður stál- þil og lauk verktakinn, Stapar hf., því nú í haust. Viðlegukanturinn var hannaður í samráði við Siglinga- málastofnun, hann er 95 metrar að Iengd og hægt að lengja hann í 135 metra. Dýpi er um 8 metrar á fjöru eða jafnmikið og í Sundahöfn, ívið meira en í Hafnarfírði. Hægt væri að bæta við viðleguplássi innan við Norðurgarð, annaðhvort með tré- bryggjum eða flotbryggjum. Kostnaðurinn við smábátahöfnina var um 130 milljónir og alls hafa farið um 55 milljónir í viðlegukant- inn, svonefndan Norðurgarð. Álíka mikilli fjárhæð verður varið í hann á næsta ári. Lítil samúð þingmanna Margir hafa gagnrýnt fjárveiting- ar til ákveðinna hafna úti á landi, sem dæmi má nefna hafnargerðina á Blönduósi sem sögð er óþörf þar sem örstutt sé í ágætar hafnir í grenndinni. „Mér finnst mikilvægast að fyrirtæki sem starfa hér í Kópa- vogi eigi kost á því að láta skip leggj- ast hér að, hér eru geysilega mikil innflutningsfyrirtæki. Við höfum ekki fengið neitt úr hafnarsjóði ef undanskilið er smáræði sem Finn- bogi Rútur gat herjað út á sjötta áratugnum," segir Sigurður Geirdal bæjarstjóri. „Það er rætt við þingmenn og fjár- veitinganefnd á hverju ári en ekkert gengur. Við höfum átt ákaflega litla samúð þingmanna.“ Sigurður er fæddur í Grímsey og viðurkennir að hann hafí aldrei verið sáttur við að ekki skyldi vera viðunandi höfn í Kópavogi, næststærsta sveitarfélagi landsins. „Nákvæm rekstraráætlun um notkun hafnarinnar og svæðisins hefur ekki verið gerð. Við ætlum einfaldlega að laga okkur að aðstæð- um og þörfum þeirra sem hafa sam- band við okkur og það hafa margir þegar gert. Við ætlum að sjá til hvern- ig málin þróast. Við Kópavogshöfn á Kársnesinu og einkum " norðan við hana er nú um 30 hekt- ara athafnasvæði sem ætlað er und- ir ýmiss konar iðnaðarstarfsemi, út- gerð og fiskvinnslu og þjónustufyrir- tæki. Einnig gera menn sér vonir um að hægt verði að fá önnur fyrir- tæki, kaupskipaútgerðir eða inn- flutningsfyrirtæki sem nota leigu- skip til að nýta aðstöðuna. Helsta samgönguleiðin frá svæð- inu er um Vesturvör og Kársnes- braut, á leiðinni er farið undir tvær gamlar vegbrýr en hæðin nægir fyr- Ljósmynd: Guðmundur Ingólfsson. Horft til hafs Kópavogur er næststærsta sveitarfélag landsins með nær 20.000 íbúa og vex nú hratt. Hafnaraðstaða hefur lengst af verið lítil í Kópavogi en nú er að verða þar nokkur breyting þar á. Kiústján Jónsson kynnti sér áætlanir ráðamanna bæjarins. Gunnar Birgisson Sigurður Geirdal Kostnaður við höfnina nær 200 milljónir ir gámaflutningabíla. Nauðsynlegar slaufur við Hafnarfjarðarveg verða fullgerðar á næstunni. Hægt væri að geyma svonefnda þungavöru, timbur og steypujárn, á svæðinu, einnig bíla og allgott rými er fyrir gámastæður, að sögn Birgis H. Sig- _________ urðssonar bæjarverk- fræðings. Hann segir að margt komi til greina. Stórfyrir- tæki í rækjuvinnslu sé eitt þeirra sem hafí hug á að nýta sér aðstöðuna og búast megi við auknum áhuga trillukarla á að róa frá Kópavogi vegna smá- bátahafnarinnar. Á staðnum eru nú fyrir m.a. fyrirtækin Baader og Klaki er tengjast sjávarútveginum; Baader annast ýmiss konar þjónustu fyrir skip og báta. Hagkaup var lengi með kjötvinnslu á svæðinu en hefur nú flutt þá starfsemi á brott. Röng forgangsröð „Við tókum við þessu öllu hálf- kláruðu eftir kosningarnar 1990 og lögðum auðvitað áherslu á að ljúka verkinu," segir Gunnar Ingi Birgis- son, forseti bæjarstjórnar. „Að mínu mati var forgangsröðin alröng í hafnarmálunum, það hefði átt að byija á því sem við erum að gera núna. Smábátahöfn gefur ekki af sér miklar tekjur fyrir bæjarsjóð." Gunnar sagði að svæðið við höfn- ina hefði á sínum tíma verið skipu- lagt fyrir iðnað og þjónustu en verið að deyja drottni sínum fyrir nokkrum árum. Ástæðurnar væru aðallega þær að það væri umlukið íbúðar- byggð og aðgengi fyrir svæðið hefði verið lélegt. Byrjað hefði verið að snyrta til, sett slitlag á götur en næsta skrefið hefði verið hafnarað- staðan. Hún væri nauðsynleg til þess að bæta samkeppnisaðstöðu fyrirtækjanna en engin þörf væri á stórri höfn á Kársnesi. Frá 1991 hefði allt grjót og jarð- vegur sem féll til vegna bygginga- framkvæmda í landi Kópavogs verið notað í landfyllingu. Áður var því yfirleitt ekið til Reykjavíkur og með- al annars notað þar til að auka rým- ið hjá Reykjavíkurhöfn, að sögn Gunnars. Geysimikið af grjóti féll til á sínum tíma þegar gjáin sem liggur frá norðri til suðurs um miðbæ Kópavogs var grafín. „Við höfum í huga að fá skip til að þjónusta og blása þannig nýju lífi í svæðið,“ segir Gunnar. „En þar að auki viljum við —— nýta þetta mikla athafnasvæði sem við erum búnir að eyða miklu fé í að fylla upp. Við viljum fá fyrirtæki inn á þetta nýja svæði.“ Gunnar sagði það hlutverk bæj- arstjórnar að fá atvinnutækifæri inn á sveitarfélagið. Þegar gagnrýnt væri að fé úr bæjarsjóði væri notað við uppbygginguna spyrði hann á móti hvernig framkvæmdir hefðu byijað í Reykjavíkurhöfn. Of fá at- vinnutækifæri væru nú í Kópavogi. Næsta verkefni bæjaryfirvalda Vilja blása nýju lífi í svæðið væri að markaðssetja höfnina. Ekki hefðu ennþá verið send nein kynn- ingarbréf til væntanlegra viðskipta- vina, menn hefðu viljað að fram- kvæmdir væru komnar á meiri rek- spöl. Nú um helgina yrði hins vegar hafíst handa við að kynna málið betur. Ef viðbrögð yrðu góð myndi verða hafíst handa við að lengja garðinn um 40 metra í 135. Ekki ætlunin að skáka Reykjavík „Við getum boðið mönnum gott aðgengi að höfninni á þessu svæði ef menn vilja það. Það er stutt til allra átta, staðsetningin er góð, hvort sem verið er að hugsa um land eða sjó. Lóðagjöld eru svipuð á öllu svæðinu hér en við erum með lang- lægsta vörugjaldið.11 Ráðamenn Reykjavíkur telja við- legukantinn mikinn óþarfa, eins og komið hefur fram í fréttum. Gunnar sagði að þeir vildu vafalaust sitja nánast einir að viðskiptunum við --------- kaupskipin. Þetta væru því vafalaust eðlileg við- brögð en Gunnar benti á að stærðarmunurinn á Reykjavíkurhöfn og við- legukantinum væri slíkur að engum dytti i hug að Kópavogur ætlaði sér að reyna að skáka grann- anum í þessum efnum. Gunnar gagnrýndi samráð um gjaldskrá hjá Reykjavíkurhöfn og Hafnarfjarðarhöfn, sagði furðulegt að menn kæmust upp með slíka við- skiptahætti. „Ég sé fyrir mér að framkvæmdirnar hjá okkur geti ýtt undir samkeppni milli hafna á svæð- inu, að menn keppist um að bjóða sem besta aðstöðu.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.