Morgunblaðið - 18.10.1997, Side 16

Morgunblaðið - 18.10.1997, Side 16
16 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Takmark- aðar veiðar minks kalla á laga- breytingu MINK hefur fjölgað mikið í þjóðgarðinum í Jökulsár- gljúfrum og eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær, varð starfsfólk og börn í sumar- búðunum við Ástjöm hans mjög vart sl. sumar. Guð- mundur Bjarnason landbún- aðar- og umhverfisráðherra segist hafa fullan hug á að láta skoða þetta mál. „Þótt náttúran eigi að hafa sinn framgang á friðlýstum svæðum og í þjóðgörðum er jafnframt vitað og viðurkennt að minkur er aðskotadýr þar. Við höfum þess vegna átt við- ræður við Náttúruvernd ríkis- ins um það hvernig eigi að taka á málum af þessu tagi. Það liggur ekki fyrir nein nið- urstaða en sjálfsagt er að fylgja málinu eftir, ekki síst þegar maður sér og heyrir viðhorf heimamanna í þessu efni.“ Meðferð skotvopna bönnuð Guðmundur sagði jafn- framt að ef menn féllust á að leyfa þarna takmarkaðar veiðar til að halda lífríkinu í jafnvægi, kallaði það á laga- breytingu. Samkvæmt nú- gildandi lögum um þjóðgarða er öll meðferð skotvopna bönnuð. Heimamenn við þjóðgarð- inn eru mjög óhressir með það ástand sem þar ríkir og telja nauðsynlegt að leyfðar verði veiðar á minknum til að halda honum niðri. Minkurinn geti valdið skaða á fuglalífi og eins sé ekki hættulaust að hafa hann innan um börnin, t.d. á Ástjörn. Panelplötur Hvítar og ómálaðar. Sérpöntun sériita. Úrval fylgihluta! Teinar, bæklingahólf, rammar, og framhengi fyrir herðatré í miklu úrvali. JbrOfnasmiOjan Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100 Verksmiðja Flatahrauni 13 • Sími 555 6100 Anna F. Gunnarsdóttir Kosningaskrifstofa stuðningsmanna Önnu er við Hverafold 5. Símar 587 6082 og 587 6083 www.itn.is/~annaogut/xd AKUREYRI Formaður sameiningar nefndar bjartsýnn á að sameining þriggja sveitarfélaga verði samþykkt Fyrsta skrefið í að sam- eina allan Eyjafjörð ÍBÚAR á Dalvík, í Svarfaðardal og Árskógshreppi í Eyjafirði ganga að kjörborðinu í dag laugardag, og greiða atkvæði um tillögu um sam- einingu hreppanna þriggja. Kristján Ólafsson, bæjarfulltrúi á Dalvík og formaður sameiningarnefndar, sagðist bjartsýnn á að tillagan yrði samþykkt og að þetta verði fyrsta skrefið í þá átt að sameina allan Eyjafjörð. Atli Friðbjörnsson, oddviti í Svarfaðardal, sem einnig á sæti í sameiningarnefndinni, er ekki eins viss og Kristján um að tillagan verði samþykkt og sagðist þá frekar hafa áhyggjur af nágrönnum sínum á Dalvík og Árskógsströnd en fólkinu í sinni sveit. Tilfinningalegt mál Kristján Snorrason, oddviti Ár- skógshrepps, sagðist þokkalega bjartsýnn en þó væri nokkur and- staða við tillöguna á Dalvík. „Sum- ir bera því við að þeir vilji sameina allan Eyjafjörðinn en það er að mínu mati bara fyrirsláttur. Menn koma ekki með nein rök á móti sameiningunni og þetta er fyrst og fremst tilfinningalegt mál,“ sagði Kristján Snorrason, sem jafnframt telur það vera neikvætt ef mjótt verður á mununum og eins ef kjör- sókn verður dræm. Kristján Ólafsson sagði samein- inguna mikið framfaraspor og það stórt mál fyrir íbúana að tillagan hlyti að verða samþykkt. Hann sagði það sína tilfinningu að stemmningin fyrir sameiningu nú væri svipuð og í kosningunum í vor en þá var tillaga um sameiningu fjögurra sveitarfélaga samþykkt á stöðunum þremur en felld í Hrísey. Áhugi Dalvíkinga þá var hins vegar ekki mikill og kjörsókn aðeins rúm 50%. „Við verðum að efla sveitar- stjórnarstigið og með einhveijum ráðum verðum við að reyna að halda í fólkið. Það gerum við frekar í stærri sveitarfélögum, sem þá geta veitt sambærilega þjónustu við þá sem veitt á stóru stöðunum," sagði Kristján Ólafsson. Áhugaleysi unga fólksins Atli sagði mikilvægt að íbúar sveitarfélaganna mættu á kjörstað og nýttu sinn rétt. Hins vegar hafi verið eftir því tekið í kosningunum í vor hversu illa unga fólkið skilaði sér á kjörstað. „Það er mjög mikil- vægt að fólkið sem á að taka við þessu samfélagi mæti á kjörstað og taki afstöðu. En því miður er almennt áhugaleysi ríkjandi meðal þeirra yngri.“ Samhliða atkvæðagreiðslunni efnir sameiningarnefndin til skoð- anakönnunar, þar sem leitað er eft- ir viðhorfi kjósenda til enn um- fangsmeiri sameiningar sveitarfé- laga við Eyjafjörð en þarna er í boði. Kjörfundir hefjast í Dalvíkur- skóla, Árskógi og Rimum kl. 10.00 og standa yfir til kl. 18.00 í Svarfað- ardals- og Árskógshreppi en til kl. 22.00 á Dalvík. Morgunblaðið/Kristján Beðið eftir mömmu SYSTURNAR Marta Sólrún og Tinna Dögg Jónsdætur sátu út undir beru lofti og dunduðu sér við að móta leir á meðan þær biðu eftir mömmu sinni en sjálfar voru þær að koma úr píanótíma. Veðrið Iék við Akureyringa í gærdag en eftir að sólin hvarf fór þó fljótlega að kólna. Salan á jörðinni Möðrufelli í Eyjafjarðarsveit Hrepps- nefnd stefnir málsaðilum HREPPSNEFND Eyjafjarðarsveit- ar hefur stefnt Guðmundi Bjarna- syni, landbúnaðarráðherra, fyrir hönd ríkisins, svo og kaupendum og seljendum jarðarinnar Möðru- fells í Eyjafjarðarsveit. Stefnan er lögð fram til ógilding- ar á úrskurði landbúnaðarráðu- neytisins, þar sem felld er úr gildi ákvörðun hreppsnefndar um að neyta forkaupsréttar að jörðinni Möðrufelli. Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur nk. mánudag og hefur það fengið flýti- meðferð. Eins og komið hefur fram, keyptu Matthías Eiðsson og Herm- ína Valgarðsdóttir jörðina af þeim Ragnheiði Austfjörð og Bjarna Guð- mundssyni í sumar. í kjölfarið gekk hreppsnefnd inn í kaupin og seldi Valdemari Jónssyni jörðina. Messur AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli í Safnaðar- heimili kl. 11 á morgun. Opið hús, boðið upp á kaffi _og ávaxtasafa. Föndur og söiig- stund. Munið kirkjubílana. Guðsþjónusta kl. 14 á sunnu- dag, Fermingarbörn og foreldr- ar þeirra sérstaklega boðuð til kirkju, en fundur með þeim verður haldinn í safnaðarheimili eftir guðsþjónustu. Biblíulestur í Safnaðarheimilinu kl. 20.30 á mánudag. Séra Guðmundur Guðmundsson héraðsprestur leiðir samveruna um efnið „í fótspor meistarans". Mömmu- morgunn í safnaðarheimili frá 10 til 12 á miðvikudag. GLERÁRKIRKJA: Kirkjuskól- inn er kl. 13 í dag, laugardag. Foreldrar hvattir til að mæta með börnum sínum. Messa kl. 14 á morgun. Kyrrðar- og bænastund kl. 18.10 á þriðju- dag. Biblíulestur kl. 21 sama dag. Postulasagan lesin. Þátt- takendur fá afhent stuðnings- efni sér að kostnaðarlausu. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 11 á morg- un. Dagur heimilasambandsins, kaffisamsæti fyrir heimilasam- bandskonur og hjálparflokks- konur kl. 15.30, almenn sam- koma í umsjá heimilasambands- ins kl. 17, unglingasamkoma kl. 20. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Safnaðarsamkoma kl. 11 á sunnudag, ræðumaður G. The- odór Birgisson. Fjölskyldusam- koma kl. 14, ræðumaður Erling Magnússon. Biblíukennsla og bænastund kl. 20.30 á miðviku- dag, krakkaklúbbur kl. 17.15 á föstudag, samkoma í umsjá ungs fólks kl. 20.30 á föstudag. Bænastundir á mánudag, mið- vikud. og föstudag kl. 6-7 og kl. 14 á þriðjudögum og miðviku- dögum. Vonarlinan, 462 1210. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Mess- ur kl. 18 í dag, laugardag og kl. 11 á sunnudag í kirkjunni við Eyralandsveg 26. KFUM og K: Málstofa á sunnu- dag, 19. október með yfirskrift- inni „Þjónusta kærleikans, þjón- um drottni með gleði, þjónum hvert öðrum með gleði." Frum- mælendur verða Helga Steinunn Hróbjartsdóttir kennari og Val- gerður Valgarðsdóttir hjúkrun- arfræðingur. Málstofan hefst kl. 20.30. og verður boðið upp á kaffi á eftir. Allir velkomnir. Fundur í yngri deild KFUM og K, fyrir drengi og stúlkur 8-12 ára á mánudag, 20. október kl. 17.30. SJÓNARHÆÐ: Sunnudaga- skóli í Lundarskóla kl. 13.30 sunnudaginn 19. október. Allir krakkar velkomnir. Mánudagur 20. október, Ástjarnarfundur kl. 18.00 fyrir alla krakka á aldrin- um 6-12 ára. Bæjarmálafundur Bæjarmálaráð Sjálfstæðisflokksins heldur bæjar- málafund í Kaupangi, mánudaginn 20. okt. kl. 20.30. Bæjarmálafundir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta. Bæjarmálaráð. Áfengis- og vímuvarnanefnd Fjárveiting til tækjakaupa BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur sam- þykkt að veita áfengis- og vímu- vamanefnd Akureyrarbæjar 500 þúsund króna fjárveitingu á þessu ári og jafnframt lagði ráðið til á fundi í gær að nefndinni yrði gefið fyrirheit um jafnháa upphæð í fjár- hagsáætlun næsta árs. Formaður áfengis- og vímuvarnanefndar hafði leitað eftir fjárveitingu frá bænum til kaupa á tækjabúnaði vegna for- varnastarfs gegn vímuefnanotkun. 1 ( Opinn fyrirlestur hAskóunn A AKUREYPI Tími: Laugardagur 18. nóvember 1997 kl. 14.00. Staður: Háskólinn á Akureyri, Þingvallastræti 23, salur á fyrstu hæð. Flytjandi: Dr. Reynir Axelsson. Efni: Löður. Sápukúlur og stærðfræði. Öllum er heimill aðgangur. Málstof a H&SKÓUNN AAKUflEVFII Tími: Mánudagur 20. október kl. 15.15. Staður: Háskólinn á Akureyri, Glerárgata 36, stofa 301, á þriðju hæð. Efni: Hnignun sjávarbyggða: Hnattrænar breytingar eða naumgjöfull auður. Flytjandi erindis: Dr. Nicolas E. Flanders. Allir eru velkomnir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.