Morgunblaðið - 18.10.1997, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 18.10.1997, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Takmark- aðar veiðar minks kalla á laga- breytingu MINK hefur fjölgað mikið í þjóðgarðinum í Jökulsár- gljúfrum og eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær, varð starfsfólk og börn í sumar- búðunum við Ástjöm hans mjög vart sl. sumar. Guð- mundur Bjarnason landbún- aðar- og umhverfisráðherra segist hafa fullan hug á að láta skoða þetta mál. „Þótt náttúran eigi að hafa sinn framgang á friðlýstum svæðum og í þjóðgörðum er jafnframt vitað og viðurkennt að minkur er aðskotadýr þar. Við höfum þess vegna átt við- ræður við Náttúruvernd ríkis- ins um það hvernig eigi að taka á málum af þessu tagi. Það liggur ekki fyrir nein nið- urstaða en sjálfsagt er að fylgja málinu eftir, ekki síst þegar maður sér og heyrir viðhorf heimamanna í þessu efni.“ Meðferð skotvopna bönnuð Guðmundur sagði jafn- framt að ef menn féllust á að leyfa þarna takmarkaðar veiðar til að halda lífríkinu í jafnvægi, kallaði það á laga- breytingu. Samkvæmt nú- gildandi lögum um þjóðgarða er öll meðferð skotvopna bönnuð. Heimamenn við þjóðgarð- inn eru mjög óhressir með það ástand sem þar ríkir og telja nauðsynlegt að leyfðar verði veiðar á minknum til að halda honum niðri. Minkurinn geti valdið skaða á fuglalífi og eins sé ekki hættulaust að hafa hann innan um börnin, t.d. á Ástjörn. Panelplötur Hvítar og ómálaðar. Sérpöntun sériita. Úrval fylgihluta! Teinar, bæklingahólf, rammar, og framhengi fyrir herðatré í miklu úrvali. JbrOfnasmiOjan Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100 Verksmiðja Flatahrauni 13 • Sími 555 6100 Anna F. Gunnarsdóttir Kosningaskrifstofa stuðningsmanna Önnu er við Hverafold 5. Símar 587 6082 og 587 6083 www.itn.is/~annaogut/xd AKUREYRI Formaður sameiningar nefndar bjartsýnn á að sameining þriggja sveitarfélaga verði samþykkt Fyrsta skrefið í að sam- eina allan Eyjafjörð ÍBÚAR á Dalvík, í Svarfaðardal og Árskógshreppi í Eyjafirði ganga að kjörborðinu í dag laugardag, og greiða atkvæði um tillögu um sam- einingu hreppanna þriggja. Kristján Ólafsson, bæjarfulltrúi á Dalvík og formaður sameiningarnefndar, sagðist bjartsýnn á að tillagan yrði samþykkt og að þetta verði fyrsta skrefið í þá átt að sameina allan Eyjafjörð. Atli Friðbjörnsson, oddviti í Svarfaðardal, sem einnig á sæti í sameiningarnefndinni, er ekki eins viss og Kristján um að tillagan verði samþykkt og sagðist þá frekar hafa áhyggjur af nágrönnum sínum á Dalvík og Árskógsströnd en fólkinu í sinni sveit. Tilfinningalegt mál Kristján Snorrason, oddviti Ár- skógshrepps, sagðist þokkalega bjartsýnn en þó væri nokkur and- staða við tillöguna á Dalvík. „Sum- ir bera því við að þeir vilji sameina allan Eyjafjörðinn en það er að mínu mati bara fyrirsláttur. Menn koma ekki með nein rök á móti sameiningunni og þetta er fyrst og fremst tilfinningalegt mál,“ sagði Kristján Snorrason, sem jafnframt telur það vera neikvætt ef mjótt verður á mununum og eins ef kjör- sókn verður dræm. Kristján Ólafsson sagði samein- inguna mikið framfaraspor og það stórt mál fyrir íbúana að tillagan hlyti að verða samþykkt. Hann sagði það sína tilfinningu að stemmningin fyrir sameiningu nú væri svipuð og í kosningunum í vor en þá var tillaga um sameiningu fjögurra sveitarfélaga samþykkt á stöðunum þremur en felld í Hrísey. Áhugi Dalvíkinga þá var hins vegar ekki mikill og kjörsókn aðeins rúm 50%. „Við verðum að efla sveitar- stjórnarstigið og með einhveijum ráðum verðum við að reyna að halda í fólkið. Það gerum við frekar í stærri sveitarfélögum, sem þá geta veitt sambærilega þjónustu við þá sem veitt á stóru stöðunum," sagði Kristján Ólafsson. Áhugaleysi unga fólksins Atli sagði mikilvægt að íbúar sveitarfélaganna mættu á kjörstað og nýttu sinn rétt. Hins vegar hafi verið eftir því tekið í kosningunum í vor hversu illa unga fólkið skilaði sér á kjörstað. „Það er mjög mikil- vægt að fólkið sem á að taka við þessu samfélagi mæti á kjörstað og taki afstöðu. En því miður er almennt áhugaleysi ríkjandi meðal þeirra yngri.“ Samhliða atkvæðagreiðslunni efnir sameiningarnefndin til skoð- anakönnunar, þar sem leitað er eft- ir viðhorfi kjósenda til enn um- fangsmeiri sameiningar sveitarfé- laga við Eyjafjörð en þarna er í boði. Kjörfundir hefjast í Dalvíkur- skóla, Árskógi og Rimum kl. 10.00 og standa yfir til kl. 18.00 í Svarfað- ardals- og Árskógshreppi en til kl. 22.00 á Dalvík. Morgunblaðið/Kristján Beðið eftir mömmu SYSTURNAR Marta Sólrún og Tinna Dögg Jónsdætur sátu út undir beru lofti og dunduðu sér við að móta leir á meðan þær biðu eftir mömmu sinni en sjálfar voru þær að koma úr píanótíma. Veðrið Iék við Akureyringa í gærdag en eftir að sólin hvarf fór þó fljótlega að kólna. Salan á jörðinni Möðrufelli í Eyjafjarðarsveit Hrepps- nefnd stefnir málsaðilum HREPPSNEFND Eyjafjarðarsveit- ar hefur stefnt Guðmundi Bjarna- syni, landbúnaðarráðherra, fyrir hönd ríkisins, svo og kaupendum og seljendum jarðarinnar Möðru- fells í Eyjafjarðarsveit. Stefnan er lögð fram til ógilding- ar á úrskurði landbúnaðarráðu- neytisins, þar sem felld er úr gildi ákvörðun hreppsnefndar um að neyta forkaupsréttar að jörðinni Möðrufelli. Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur nk. mánudag og hefur það fengið flýti- meðferð. Eins og komið hefur fram, keyptu Matthías Eiðsson og Herm- ína Valgarðsdóttir jörðina af þeim Ragnheiði Austfjörð og Bjarna Guð- mundssyni í sumar. í kjölfarið gekk hreppsnefnd inn í kaupin og seldi Valdemari Jónssyni jörðina. Messur AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli í Safnaðar- heimili kl. 11 á morgun. Opið hús, boðið upp á kaffi _og ávaxtasafa. Föndur og söiig- stund. Munið kirkjubílana. Guðsþjónusta kl. 14 á sunnu- dag, Fermingarbörn og foreldr- ar þeirra sérstaklega boðuð til kirkju, en fundur með þeim verður haldinn í safnaðarheimili eftir guðsþjónustu. Biblíulestur í Safnaðarheimilinu kl. 20.30 á mánudag. Séra Guðmundur Guðmundsson héraðsprestur leiðir samveruna um efnið „í fótspor meistarans". Mömmu- morgunn í safnaðarheimili frá 10 til 12 á miðvikudag. GLERÁRKIRKJA: Kirkjuskól- inn er kl. 13 í dag, laugardag. Foreldrar hvattir til að mæta með börnum sínum. Messa kl. 14 á morgun. Kyrrðar- og bænastund kl. 18.10 á þriðju- dag. Biblíulestur kl. 21 sama dag. Postulasagan lesin. Þátt- takendur fá afhent stuðnings- efni sér að kostnaðarlausu. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 11 á morg- un. Dagur heimilasambandsins, kaffisamsæti fyrir heimilasam- bandskonur og hjálparflokks- konur kl. 15.30, almenn sam- koma í umsjá heimilasambands- ins kl. 17, unglingasamkoma kl. 20. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Safnaðarsamkoma kl. 11 á sunnudag, ræðumaður G. The- odór Birgisson. Fjölskyldusam- koma kl. 14, ræðumaður Erling Magnússon. Biblíukennsla og bænastund kl. 20.30 á miðviku- dag, krakkaklúbbur kl. 17.15 á föstudag, samkoma í umsjá ungs fólks kl. 20.30 á föstudag. Bænastundir á mánudag, mið- vikud. og föstudag kl. 6-7 og kl. 14 á þriðjudögum og miðviku- dögum. Vonarlinan, 462 1210. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Mess- ur kl. 18 í dag, laugardag og kl. 11 á sunnudag í kirkjunni við Eyralandsveg 26. KFUM og K: Málstofa á sunnu- dag, 19. október með yfirskrift- inni „Þjónusta kærleikans, þjón- um drottni með gleði, þjónum hvert öðrum með gleði." Frum- mælendur verða Helga Steinunn Hróbjartsdóttir kennari og Val- gerður Valgarðsdóttir hjúkrun- arfræðingur. Málstofan hefst kl. 20.30. og verður boðið upp á kaffi á eftir. Allir velkomnir. Fundur í yngri deild KFUM og K, fyrir drengi og stúlkur 8-12 ára á mánudag, 20. október kl. 17.30. SJÓNARHÆÐ: Sunnudaga- skóli í Lundarskóla kl. 13.30 sunnudaginn 19. október. Allir krakkar velkomnir. Mánudagur 20. október, Ástjarnarfundur kl. 18.00 fyrir alla krakka á aldrin- um 6-12 ára. Bæjarmálafundur Bæjarmálaráð Sjálfstæðisflokksins heldur bæjar- málafund í Kaupangi, mánudaginn 20. okt. kl. 20.30. Bæjarmálafundir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta. Bæjarmálaráð. Áfengis- og vímuvarnanefnd Fjárveiting til tækjakaupa BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur sam- þykkt að veita áfengis- og vímu- vamanefnd Akureyrarbæjar 500 þúsund króna fjárveitingu á þessu ári og jafnframt lagði ráðið til á fundi í gær að nefndinni yrði gefið fyrirheit um jafnháa upphæð í fjár- hagsáætlun næsta árs. Formaður áfengis- og vímuvarnanefndar hafði leitað eftir fjárveitingu frá bænum til kaupa á tækjabúnaði vegna for- varnastarfs gegn vímuefnanotkun. 1 ( Opinn fyrirlestur hAskóunn A AKUREYPI Tími: Laugardagur 18. nóvember 1997 kl. 14.00. Staður: Háskólinn á Akureyri, Þingvallastræti 23, salur á fyrstu hæð. Flytjandi: Dr. Reynir Axelsson. Efni: Löður. Sápukúlur og stærðfræði. Öllum er heimill aðgangur. Málstof a H&SKÓUNN AAKUflEVFII Tími: Mánudagur 20. október kl. 15.15. Staður: Háskólinn á Akureyri, Glerárgata 36, stofa 301, á þriðju hæð. Efni: Hnignun sjávarbyggða: Hnattrænar breytingar eða naumgjöfull auður. Flytjandi erindis: Dr. Nicolas E. Flanders. Allir eru velkomnir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.