Morgunblaðið - 18.10.1997, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 18.10.1997, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Framkvæmdastjóri alþjóðadeildar Bundesbank um EMU Valkostir íslendinga skýrast fyrst árið 1999 SPURNINGUNNI um það hvaða kjör íslendingum munu bjóðast til að tryggja hagsmuni sína í geng- is- og geningamálum eftir að flest stærstu viðskipta- landa íslands sameinast um nýjan gjaldmiðil, evró- ið, er vonlaust að svara fyrr en eftir að Efnahags- og myntbandalag Evrópu, EMU, er orðið að veru- leika. Þetta sagði Dr. Bemd Goos, framkvæmda- stjóri alþjóðadeildar þýzka seðlabankans Bundes- bank, í samtali við Morgunblaðið. Hann hélt í gær erindi á vegum Þýzk-íslenzka verzlunarráðsins um stöðu og þróun efnahagsmála í Þýzkalandi og um EMU, en um næstu áramót skýrist hvaða lönd uppfylla hin efnahagslegu skilyrði fyrir aðild að því. Dr. Goos hóf erindi sitt á því að óska íslending- um til hamingju með stöðu þeirra í efnahagsmálum, þar sem honum sýndist þeir vera í þeirri öfunds- verðu stöðu að uppfylla öll hin ströngu efnahags- legu skilyrði sem sett eru fyrir stofnaðild að mynt- bandalaginu. Það væri keppikefli allra Evrópusam- bandslandanna að ná þessu takmarki, sem þau ættu þó flest í erfiðleikum að ná, Þýzkaland þar með talið. Hann sagði efnahagsörðugleikana sem Þýzka- land ætti við að etja nú að mestu leyti hægt að rekja til sameiningar Austur- og Vestur-Þýzka- lands. Hún hefði reynzt dýr. En dr. Goos benti á fleiri galla á efnahagsástandinu í Þýzkalandi og öðrum Evrópulöndum, sem þyrfti að bæta úr áður en EMU yrði hleypt af stokkunum, ef vei ætti að standa að því. Morgunblaðið/Kristinn KRISTÍN Hjálmtýsdóttir, framkvæmda- stjóri Þýzk-íslenzka verzlunarráðsins, og dr. Bernd Goos, framkvæmdastjóri alþjóða- deildar þýzka seðlabankans, Bundesbank. Skortur á sveigjanleika Þessir gallar felast að sögn Goos fyrst og fremst í skorti á sveigjanleika vinnumarkaðarins og fleiri vanköntum sem hefta hagkerfí þessara væntan- legu aðildarlanda EMU. Að ekki skyldi takast að taka þessi vandamál föstum tökum lofaði ekki góðu um horfurnar á stöðugleika innan mynt- bandalagsins, og lítill stöðugleiki geti stefnt lífs- líkum þess í hættu, sagði Goos. Hann sagði þó allt benda til þess á þessari stundu að EMU verði að veruleika á tilsettum tíma, 1. janúar 1999. Helzta áhyggjuefnið í aðdraganda EMU felst að mati Goos ekki fyrst og fremst í verðbólgu- hættu, heldur í skorti á kerfísumbótum. Þær telur hann mest aðkallandi. Ef EMU eigi að verka vel sé nauðsynlegt að aðildarríki EMU stilli hagkerfí sín betur saman. Að gera slíkar umbætur er þó ekki verkefni bankamanna heldur stjómmála- manna. Og það verða stjórnmálamenn sem taka um það ákvörðun í maí á næsta ári hvaða ríki verða með í EMU frá upphafi. ERM viðhaldið fyrir „utangarðsríkin“ Aðspurður um hvað yrði um þau ESB-ríki sem ekki yrðu þátttakendur í EMU frá upphafi sagði Goos að þegar væri ákveðið að þeim byðist að halda áfram þátttöku í Gengissamstarfí Evrópu, ERM, sem ætti að gera þeim kleift að halda gengi sinna gjaldmiðla stöðugu gagnvart evróinu. Þessi ríki myndu heldur ekki standa alveg utan við ákvarðanatöku í peningamálum, þar sem stefnu- mótun í peningamálum yrði eftir sem áður rædd á fundum fjármálaráðherra ESB-ríkjanna. Það væri hins vegar of snemmt, sagði Goos, að fara fram á að svör fengjust við því hvort aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, Noregi og íslandi, byðist að tengjast evróinu á svipaðan hátt og ESB-ríkjunum sem áfram stæðu utan við hinn sameiginlega gjaldmiðil. Samskip Inc. í Bandaríkjunum Ný vöru- dreifing- armiðstöð í Norfolk SAMSKIP Inc. opnar í dag nýja vörudreifingarmiðstöð fyriritæk- isins í Norfolk í Bandaríkjunum. Þegar hafa náðst samningar við amerísk stórfyrirtæki um þjónustu og er húsið nánast fullnýtt. í frétt frá Samskipum kemur fram að vörudreifingarmiðstöðin er 7 þúsund fermetra stálgrind- arhús sérhannað tU móttöku og hleðslu á vörum úr flutningabílum, lestum og gámum, Húsið er full- búið nýjustu tækjum og búnaði til geymslu og dreifingar vöru. Húsið mun stórbæta samkeppnisstöðu Samskipa á svæðinu og býður upp á vandaðri vörumeðferð og aukin gæði í hleðslu gáma til Islands. „Húsið er nyög vel staðsett með tilliti til vega- og lestakerfis í Bandaríkunum og meginhluti starfsemi þessarar nýju vörudreif- ingarmiðstöðvar er lagerhald og dreifing fyrir amerísk fyrirtæki á svæðinu." Samskip Inc. er rúmlega tveggja ára gamalt dótturfyrir- tæki Samskipa og er fram- kvæmdastjóri þess Reynir Gísla- son. H'á Samskip Inc. og dóttur- fyrirtæki þess, BM International Transport, starfa samtals 9 manns. Endurgreiðsla virðisaukaskatts til ferðamanna Verslað fyrir 460 milljónir ERLENDIR ferðamenn fengu end- urgreiddan virðisaukaskatt af 460 milljóna króna innkaupum á Is- landi fyrstu níu mánuði ársins. Ólíkt undanförnum árum voru það Bandaríkjamenn sem hafa verslað mest í ár en á eftir þeim koma Þjóðveijar og Norðurlandabúar. Líkt og áður er hlutur ullarinnar stærstur í innkaupum erlendra ferðamanna, eða 65,43%. Bækur eru næstar í röðinni með 5,99% og íþrótta- og útivistarvörur 5,74%. í frétt frá Europe Tax-free Shopping á Islandi kemur fram að samkvæmt könnunum er gerðar voru í sumar fara einungis 10% af heildareyðslu ferðamanna hér á landi í verslun samanborið við 25% í Evrópu. „Með aukinni kynningu má auðveldlega markaðssetja Reykjavík sem verslunarborg þar sem höfuðborg okkar býður upp á hagstætt vöruverð og mjög að- gengileg verslunarsvæði." Útsala í Fríhöfninni VEL gengur að selja upp lager Fríhafnarinnar á úrum og skart- gripum en um næstu áramót verð- ur hætt að selja þessar vörur í Fríhöfninni. Undanfarið hefur verið útsala á úrum og skartgripum í Fríhöfninni og að sögn Guðmundar Vigfússon- ar starfsmanns Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli er mikill hluti lagersins uppseldur en verðmæti hans nam um 25 milljónum króna. Meðal þeirra sem hafa keypt hluta af lager Fríhafnarinnar er Sævar Jónsson, eigandi verslunarinnar Leonardo, en um næstu áramót munu Leonard ehf. og Crystal ehf. opna gjafavöruverslun og tvær verslanir með úr, klukkur og skart- gripi í flugstöðinni. Um Tag-Heur og Breitling úrabirgðir Fríhafnar- innar var að ræða en þau eru meðal þeirra vörumerkja sem nýju verslanimar í Flugstöðinni munu hafa til sölu. Það rými sem hingað til hefur verið nýtt undir úr og skartgripi í Fríhöfninni verður frá næstu ára- mótum notað undir sjálfsafgreiðslu á ilmvötnum og annarri snyrtivöru. Forsljórinn datt í lukkupottinn Los Angeles. Reuter. HLUTABREF í Occidental Pet- roleum Corp. seljast illa, en stjórn- arformaður fyrirtækisins datt í lukupottinn. Occidential segir að þar sem fyrirtækið hafi viljað lækka árs- laun Ray Irani stjórnarformanns og tengja þau frammistöðu fyrir- tækisins muni hann fá eingreiðslu upp á 95 milljónir dollara. Þar með segir félagið að hægt verði að lækka árslaun Iranis úr 1,9 milljónum dollara í 1,2 milljón- ir dollara. Occidental neitar að gefa upp hvaða öðrum sparnaði verði náð fram með eingreiðslunni. NÝ VÖRUDREIFINGARMIÐSTÖÐ Samskipa í Norfolk í Bandaríkjunum Innkaup um sjónvarp það sem koma skal? London. Reuters. SJ ÓNV ARPSTÆKI fremur en flókn- ar og dýrar PC-tölvur verða notaðar í framtíðinni til að panta vörur til heimilsþarfa, orlofsferðir og kvik- myndir, samkvæmt nýrri könnun. Tölvukubbum verður komið fyrir í sjónvarpstækjum til að gera þeim kleift að taka við stafrænum merkj- um og slík tæki verða algeng á vest- rænum heimilum áður en langt um líður. Skýrsluna samdi upplýsinga- tækni og fjarskiptahópur sem kallar sig Ovum. í skýrslunni segir að rúmlega 50 milljónir sjónvarpstækja muni geta notað alnetið fyrir árslok 2005. Ovum gerir ráð fyrir að 100 millj- ónir manna muni geta náð alnetinu með öðrum nettengdum tækjum en PC-tölvum fyrir árið 2005. Nettengd sjónvarpstæki verða rúmur helming- ur, en önnur nettengd tæki munu vinna á samkvæmt skýrslunni. Aðrir keppinautar verða nettölvur, sem byggja á eigin minni, símar með skjám og „upplýsingatæki," sem munu að vissu marki geta veitt upp- lýsingar um úrslit kappleikja, upp- skriftir og fleira. Rannsókn Ovums náði til markaða í Evrópu, Norður-Ameríku, Hong Kong, Japan og Singapore. Stóraukin viðskipti um netið Mörg stærstu fyrirtæki heims bú- ast við stórauknum viðskiptum um netið - svokölluðum rafeinda- eða tölvuviðskiptum. Samkvæmt nýlegri skýrslu tækni- legs ráðgjafafyrirtaekis, Datamonitor, munu 64.000 evrópsk og 173.000 bandarísk fyrirtæki stunda bein tölvu- viðskipti um netið fyrir árslok 2000. í lok þessa árs munu 600 fyrirtæki í Evrópu og 1.500 í Bandaríkjunum stunda slík viðskipti. Útgjöld til þess eins að koma upp kerfum til að geta stundað rafeinda- viðskipti munu nema meira en 35 milljörðum dollara árið 2000 saman- borið við 2,5 milljarða 1998 að sögn Datamonitor. Námskeið um alþjóð- legt mat á lánshæfi Á VEGUM Endurmenntunar- stofnunar HÍ verður haldið námskeið um alþjóðlegt mat á lánshæfi (credit rating) þann 24. október. Fyrirlesarar á námskeiðinu eru Ian Centis, sérfræðingur hjá Nomura Bank í London, en hann starfaði áður hjá matsfélaginu IBCA í London, Ólafur ísleifsson, fram- kvæmdastjóri alþjóðasviðs Seðlabanka íslands, og Brynj- ólfur Helgason, aðstoðar- bankastjóri Landsbanka ís- lands. Fjallað verður um aðferðir við mat á lánshæfi, með sér- stakri áherslu á Ijármálastofn- anir en einnig varðandi fyrir- tæki almennt. Hvemig er stað- ið að slíku mati og hver er þýðing þess inn á við og út á við; mat á lánshæfi íslands og áhrif þess. Námskeiðið er ætl- að stjórnendum og sérfræðing- um í fjármálastofnunum og í stærri fyrirtækjum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.