Morgunblaðið - 18.10.1997, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 18.10.1997, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Handtaka veld- ur spennu milli Kóreuríkja Seoul. Reuters. NORÐUR-kóreskir hermenn hand- sömuðu í gær tvo suður-kóreska bændur á hlutlausu belti milli Kóreuríkjanna tveggja. Samkvæmt síðustu fréttum höfðu Norður-Kóreumenn ekki látið bænd- uma lausa og friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna, sem hafa eft- irlit með hlutlausa beltinu, sögðust vera að rannsaka málið og ræða við her Norður-Kóreu. í yfirlýsingu frá friðargæslusveit- unum sagði að tólf norður-kóreskir hermenn hefðu farið yflr markalínu, sem skiptir hlutlausa beltinu milli ríkjanna, og numið á brott tvo suð- ur-kóreska bændur á hrísgijónaakri norðanaustan við þorpið Taesong- dong. Bændumir eru feðgar og búa báðir í Taesong-dong, sem hefur einnig verið nefnt „Friðarþorpið". Kim Young-sam, forseti Suður- Kóreu, fylgdist með málinu en vildi ekki tjá sig um það, að sögn tals- manns hans. „Verði mönnunum sleppt strax er þetta ekkert vanda- mál. Verði þeir hins vegar teknir til Norður-Kóreu gæti þetta ástand staðið lengi,“ sagði talsmaðurinn. Sjónvarpsstöð í Suður-Kóreu sagði að fimm Suður-Kóreumenn hefðu verið á hrísgijónaakrinum innan hlutlausa beltsins, sem er fjögurra km breitt. Tveir þeirra hefðu farið að tína akrana og norð- ur-kóreskir verðir handsamað þá skammt frá markalínunni. Hersveit sneri við Suður-Kóreuher sendi hersveit inn á hlutlausa beltið skömmu eftir atvikið en hún sneri við þar sem ekkert benti til frekari ögrana af hálfu Norður-Kóreumanna. Mikil spenna hefur verið við landamæri ríkjanna og þar eru að öllum líkindum fleiri vopn en á nokkrum öðrum landamærum í heiminum. Suður-Kóreumenn skutu norður-kóreskan hermann til bana í síðasta mánuði þegar hann fór yfir markalínuna. Norður-kóreskir hermenn vörpuðu einnig sprengjum á suður-kóreska varðstöð í júlí í ein- um mestu átökum sem blossað hafa upp á landamærunum. Neyðarleg atvik í Indlandsheimsókn Bretadrottningar Spenna í samskiptum stjórnar o g drottningar Cochin, London. Reuters. The Daily Telegraph. TALSMENN Elísabetar Breta- drottningar reyna nú með öllum ráðum að firra drottningu ábyrgð á röð neyðarlegra uppákoma í tengslum við för hennar til Pakist- ans og Indlands. Þá hafa stjórn- völd, með Tony Blair forsætisráð- herra í broddi fylkingar, gert til- raun til að gera lítið úr þeirri spennu sem virðist komin upp i samskiptum stjórnarinnar og kon- ungsfjölskyldunnar. Heimsókn drottningar, sem hef- ur staðið í tíu daga, hefur vakið umtal og deilur frá fyrsta degi. Deilt hefur verið um meint um- mæli Robins Cook utanríkisráð- herra, sem fylgdi drottningu hluta ferðarinnar, um Kasmír-hérað, um hvort drottningin hafi tekið nógu sterkt til orða er hún baðst afsök- unar fyrir hönd þjóðar sinnar á fjöldamorði breskra hermanna á óbreyttum indverskum borgurum í Amritsar 1919 og hvort að leyfa hefði átt drottningu að halda tvær ræður sama daginn. Cook neitar því að hafa boðið opinberlega aðstoð Breta við að miðla málum í deilum Indveija og Pakistana um Kasmír-hérað en pakistönsk blöð höfðu það eftir honum á mánudag. Sama dag hvatti drottning þjóðirnar til að ná sáttum um héraðið, en hvort tveggja vakti litla hrifningu á Ind- landi, þar sem mörgum þótti hinir gömlu nýlenduherrar vera að skipta sér af innanríkismálum. A miðvikudag baðst drottning afsökunar á fjöldamorðinu í Am- ritsar en sumum þótti ekki nóg að gert, auk þess sem Filippus drottningarmaður varpaði skugga á afsökunarbeiðnina er hann dró íefa fjölda þeirra sem myrtir voru. Á fimmtudagskvöld var hætt við ræðu drottningar við hátíðar- kvöldverð á síðustu stundu og því borið við að hún hefði haldið aðra ræðu um daginn. Við sama tæki- færi voru veisluboð til nokkurra breskra stjómarerindreka aftur- kölluð. Óheppileg tímasetning Drottning og utanríkisráðu- neytið hafa lagt á það áherslu að allar ræður drottningar og siða- reglur hafi verið samþykktar í utanríkisráðuneytinu breska fyrir heimsóknina. Þykir bresku blöð- unum sem Cook hafi komið sjálf- um sér og drottningu í vanda með óvarkárum yfirlýsingum beggja auk þess sem þau segja „ofurvið- kvæmni Indverja" ekki hafa bætt úr skák. Cook hefur hins vegar látið að því liggja að tímasetning heimsóknarinnar hafi verið óheppileg en hún var ákveðin í tíð stjómar íhaldsflokksins. Mýfluga að úlfalda? Á fimmtudag fyrirskipaði Blair ráðhermm sínum að leggja áherslu á hina jákvæðu þætti heimsóknar drottningar og sagði fjölmiðla vera að gera úlfalda úr mýflugu. Hafa talsmenn drottn- ingar séð sig knúna til að lýsa því yfir að hún gagnrýni ekki bresk stjórnvöld fyrir undirbúning og skipulagningu ferðarinnar. Drottning sé fyllilega sátt við þær ráðleggingar sem hún hafi fengið hjá ráðuneytinu. Guggen- heimsafn- ið opnað ÞAÐ stirnir á þak Guggen- heim-safnsins, sem verður opn- að formlega í Bilbao í Baska- landi á Spáni í dag. Byggingin hefur vakið geysilega athygli enda farnar ótroðnar slóðir í hönnun arkitektsins, Frank Gehrys, og risu harðar deilur um útlit hússins og einnig stað- setningu þess. Kostnaður við byggingu safnsins nemur alls sem svarar sex milljörðum ís- lenskra króna og hefur ýmsum þótt nóg um. Tilraunir skæru- liða aðskilnaðarhreyfingar Baska, ETA, til að koma fyrir sprengju við innganginn mis- tókust fyrr í vikunni en þær kostuðu lögreglumann, sem kom í veg fyrir það, lífið. Hafa öryggisráðstafanir verið hert- ar mjög vegna þessa en margt fyrirfólk verður viðstatt opn- unina í dag, m.a. spænsku kon- ungshjónin. Reuters Aukin trú fjármálamark- aða á EMU-áformunum London. Reuters. ÁFORM um sameiginlegan gjald- miðil Evrópusambandsríkjanna hafa nú komizt yfir mikilvægar sálfræðilegar og huglægar hindran- ir, að mati hagfræðinga og sérfræð- inga, sem verzla á fjármálamörkuð- um. Aldrei hafa fleiri haft trú á að Efnahags- og myntbandalag Evr- ópu (EMU) verði að veruleika í árs- byijun 1999 og það endurspeglast í því að ró ríkir nú á fjármálamörk- uðunum og fyrirtæki og ríkisstjórn- ir hafa hraðað undirbúningi sínum fyrir upptöku evrósins. Að mati sérfræðinga skýrir eng- inn einn atburður þá almennu til- finningu að af myntbandalaginu verði, heldur frekar nokkrir nýlegir viðburðir. • Staða Helmuts Kohl, kanzlara Þýzkalands, hefur styrkzt og hvorki hefur komið til uppstokkunar í stjórn hans né afsagnar kanzlar- ans, sem sumir spáðu. Kohl er einn helzti stuðningsmaður EMU og hyggst sitja út næsta kjörtímabil, fái flokkur hans nægilegt kjörfylgi. • Litið er á nýlega ákvörðun fjár- málaráðherra ESB, um að ákveða á komandi vori á hvaða gengi gjaldmiðlum væntanlegra EMU- ríkja verði læst saman, sem hröðun EMU-ferlisins. Að vissu leyti felur ákvörðunin í sér að í raun verði myntbandalag tekið upp nokkrum mánuðum á undan áætlun. • Merki um jákvæðari afstöðu nýrr- ar ríkisstjómar í Bretlandi til EMU hafa einnig ýtt undir bjartsýni. Litið er á það sem raunverulegan mögu- leika að Bretland taki upp evróið ekki löngu eftir 1999 og hefur það orðið til þess að brezk fyrirtæki hafa hraðað undirbúningi sínum fyr- ir myntbandalag. Þetta hefur aukið trú manna í öðrum ESB-ríkjum á að EMU verði að veruleika. • Stjómarkreppan á Ítalíu breytti litlu um þá trú manna að EMU- áformin gangi eftir og að Ítalía verði í hópi stofnríkjanna. Sérfræð- ingar segja að fyrir ári hefði stjóm- arkreppa sennilega vakið mjög nei- kvæð viðbrögð markaðarins, en í síðustu viku voru þau varla merkj- anleg. • Samræming stefnu seðlabanka væntanlegra EMU-ríkja er þegar hafin. Ákvörðun þýzka seðlabank- ans um að hækka vexti var fremur vegna EMU-áformanna en vegna aðstæðna innanlands. Aðrir seðla- bankar í ríkjum, sem búizt er við að verði í EMU, hafa fylgt í kjölfar- ið og búizt er við að á næstu 14 mánuðum muni þeir samræma stefnu sínu og leitast við að halda skammtímavöxtum á bilinu 4-5%. Sú staðreynd að þýzki seðlabank- inn, sem oft hefur gagnrýnt EMU- áformin, tók þessa stefnu, er túlkuð sem eitt mest sannfærandi merkið um að evróið muni halda innreið sína á réttum tíma. • Málamiðlun Frakklands og Þýzkalands um þátt stjómmála- manna í mótun efnahagsstefnu í EMU og samkomulag ríkjanna um óformlegt EMU-ráð fjármálaráð- herra hefur fært mönnum heim sanninn um að samrunaþróunin í Evrópu haldi enn áfram, að þessu sinni á stjórnmálasviðinu. Sérfræðingar segja að þessir þættir útiloki ekki að eitthvert ófyr- irséð áfall verði til þess að EMU verði ekki hleypt af stokkunum í janúar 1999. Hins vegar segja þeir að teknir saman stuðli þeir að því að hraða þróun, sem verði æ erfið- ara að snúa við.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.