Morgunblaðið - 18.10.1997, Page 33

Morgunblaðið - 18.10.1997, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 33 verkjadeyfandi hlið efnisins sé rannsökuð. Ungliðar stjórnarflokksins P.P. vilja ekki gera mun á vægum efn- um og sterkum eins og sósíalistar. Þeir eru á móti allri neyslu opin- berlega sem í einrúmi. Ráð þeirra eru að ofsækja sölumenn og með- höndla neytandann sem sjúkling. Þeir eru andvígir allri neyslu hvort heldur grass eða heróíns. En því miður líta fæstir neytendur á sig sem sjúklinga. Þeir, sem eru sjúkir, eru yfirleitt hinn heróín- sjúki sjáanlegi minnihuti götunn- ar. Þeir hafa margir valið þetta markvisst sjálfir því það tekur tíma að verða háður efninu. Ef heróínið væri ekki til staðar væru þeir kannski í einhverri annarri andþjóðfélagslegri stöðu. Þótt tíð og langvarandi kanna- bisneysla leiði í mörgum tilvikum til sljóleika, sinnuleysis, gleymni og framtaksleysis er ekki tekist á um hollustuna. Ekki þarf að fjöl- yrða um það að neysla ameftamíns og kókaíns í óhófi getur stórskað- að persónuleikann. Sterk hugvíkk- unarefni eins og LSD eiga það til að kalla fram geðklofa. Fylgjendur neyslu geta beitt svipuðum rökum og fyrir lögleið- ingu fóstureyðinga. Þótt þær séu ekki æskilegar ráði konur yfir lík- ama sínum og þeir sem neyta bannaðra efna ráða þá hvað þeir gera við líkama sinn. Bannið var auðvitað pólitískt á sínum tíma þar sem efnin hentuðu ekki lífsstíl iðnvæddu landanna. Yfirvöld voru hrædd um að neytendur tækju upp þá letilifnaðarhætti þar sem hefð er fyrir neyslu kannabis. Þessi nýi lífsstíll fylgdi gagn- menningu sem ógnaði samfélag- inu á sínum tíma. Fjöldi ungs fólks yfirgaf kerfið til að leita á náðir hugvíkkunar þótt flestir hafi komið aftur. En ýmislegt breytt- ist þó. Fíkniefnaneysla hefur líka sín- ar jákvæðu hliðar. Þessi öld og sú síðasta væru mun fátækari af list- um, bókmenntum og hugvísund- um ef efnin hefðu ekki verið til. Svo ekki sé talað um fjöldamenn- ingu á síðari hluta þessarar aldar með tilheyrandi menningarkimum og gagnmenningu. A síðustu öld var neyslan frekar meðal lokaðra hópa bóhema og listamanna, efnin urðu ekki vandamál fyrr en þau urðu vinsæl. Heróín í Andalúsíu Ákveðið hefur verið að gefa heróín ólæknandi eiturfíklum f Andalúsíu. Margir óttast að þetta sé fyi-sta skrefið til lögleiðingar sterkari efna. José Manuel Rod- ríguez, sem sér um eiturlyfjamál í Andalúsíu, segir að ekki sé verið að gera tilraun með lögleiðingu eða stíga fyrsta skrefið. Þetta sé aðeins ákvörðun um að gefa heróín til takmarkaðs fjölda fíkla sem engin meðferðarúrræði hafa dugað á hingað til. Auk þess séu þeir allir með sjúkdóma tengda neyslunni eins og alnæmi og lifrarbólgu. Þetta er aðeins tæknileg aðgerð en ekki stefnumörkun. En Rodríguez er samt fylgjandi því að hefja umræðu um að einn möguleiki til að stemma stigu við vandamálinu sé lögleiðing. Sam- kvæmt skoðanakönnun eru yfir sextíu prósent andvíg lögleiðingu en Rodríguez segir að fólk haldi að baráttan gegn eiturlyfjum eigi að fara fram með valdbeitingu vegna þess að það sé vant því úr sjón- varpinu. „Við eigum að ræða það hvort valdbeitingin hafi leitt til árangurs hingað til eða hvort við viljum færa vandamálið til heilbrigðiskerfisins sem væri afleiðing lögleiðingar. A þessu er engin allsherjarlausn en málin verður að ræða,“ segir Rodríquez. Af einhverjum ástæðum hvílir bannhelgi yfir þeirri umræðu í sumum smærri samfélögum. IMEYTENDUR Strumpar í pasta NÚ ER komið á markað pasta sem er í laginu eins og strump- ar. Strumparnir halda lögun sinni við suðu. Strumpa- pastað er framleitt af ít- alska pastaframleiðandanum Delverde. Pastað er í 250 g pokum og fæst nú þegar í verslunum Hag- kaups í Kringlu og Skeifu. Innflytjandi er Heildverlsun H. Lárussonar & Co. FaHafeni lí sími 5B1 SlEl Dpið mánud.-fostud. 1018 • Laugardaga 1016 ^^eeley’s (Z/BmmEB únnii itiERfu Nýtt Morgunblaðið/Emilía KATRÍN í Föndurkofanum ásamt Sveinbirni Marion, syni sínum. Fr r;r- Kjúklingarn- ir runnu út KJÚKLINGAR sem boðnir voru til sölu á 398 krónur kílóið í verslunum Hagkaups á fimmtudag voru búnir klukkan fjögur um daginn. Til sölu voru tuttugu tonn af kjúklingum sem, að sögn Oskars Magnússonar, forstjóra Hagkaups, var talið að myndu endast fram á kvöld eða svo lengi sem verslanirnar eru hafðar opnar. Segir Óskar að ailt tiltækt starfsfólk hefði verið á vakt. Hveij- um viðskiptavini var einungis heim- ilt að kaupa þrjá kjúklinga og segir Óskar að það hafi mælst vel fyrir hjá viðskiptavinum enda hafi það verið auglýst fyrirfram. f gær, föstudag, voru tíu tonn af unghænum í boði í verslunum Hagkaups. Kílóverðið var 98 krónur og voru að hámarki þijár unghænur seldar hveijum viðskiptavini. Föndur við Rauðhóla SKAMMT frá Rauðhólum, utan þéttbýlisins í höfuðborginni, er lítil verslun í litlum kofa. Við hlið- ina á dyrum kofans situr þreyttur og höfuðlaus karl, úttroðinn af heyi. Þegar fram líða stundir fær hann skilti í hendurnar þar sem viðskiptavinir, sem sífellt fer fjölgandi, eru boðnir velkomnir. Innan dyra ræður aftur á móti ríkjum Katrín Gísladóttir en hún opnaði verslunina sína, Föndur- kofann, um verslunarmannahelg- ina í sumar. „Ég hef alltaf haft gaman af föndri,“ segir Katrín og þegar betur er að gáð sést að margt af því sem er til sölu í Föndurkofan- um eru hlutir sem hún hefur sjálf búið til. Faðir hennar, Gísli Sig- urðsson, hefur smíðað og málað ýmsa hluti sem eru til sölu sem og eiginkona hans, Inga Holdö, sem málar á muni sem Katrín hefur flutt inn frá Kanada. Þá hefur eiginmaður Katrínar, Svein- björn Guðjohnsen, smíðað ýmsa hluti svo sem hillur, fuglahús og hús með gati á botninum en í það eru settir ruslapokar. Ruslapok- arnir eru síðan dregnir út um gat- ið eftir þörfum. Vörurnar eru flest- ar í stíl sem kalla má amerískan sveitastíl en hann er, að sögn Katrínar, ættaður frá Amish fólk- inu í Bandaríkjunum. Við þjóðveginn En hvernig stendur á að hún opnaði verslun utan þéttbýlis og við þjóðveginn? „Eg fór í vor með manninum mínum til Kanada en þar er mikið um vörur af þessu tagi,“ segir Katrín og bætir við til útskýringar að þau hjón reki einnig sölu með varahluti í bíla og þess vegna hafi hann átt erindi til Kanada. „Þar eru víða svona kofar við veginn þar sem konur selja það sem þær hafa verið að föndra yfir vetur- inn.“ Það varð síðan úr að Katrín fór að dæmi kanadísku kvenn- anna. Auk tilbúinna muna eru til sölu í Föndurkofanum allir mögulegir smáhlutir til föndurgerðar. Katrín flytur þá sjálf inn frá Kanada auk ýmissa föndurmuna sem fólk getur sett saman sjálft og málað eftir sínu höfði. Katrín býður viðskipta- vinum sínum einnig að mála hlut- ina fyrir þá. Þá geta viðskiptavin- ir borið fram eigin óskir um hluti, svo sem hillur og hús, sem Svein- björn smíðar síðan en þau hjón eru með ágæta smíðaaðstöðu í ná- grenninu. „Við reynum að fram- kvæma það sem fólki dettur í hug. Það kom til dæmis hingað kona sem vildi fá ósköp venjulegan kassa og hann smíðaði Sveinbjörn fyrir hana. Önnur kona kom með spýtu sem hún vildi láta saga til fyrir sig en hún hafði ekki fundið neinn sem á bandsög." Og Katrín er greinilega við flestu búin því nú dregur hún undan búðarborð- inu forláta borvél. Hún kemur oft í góðar þarfir þegar hún hjálpar viðskiptavinum sínum. Föndurkofinn, sem er að Sól- nesi við Suðurlandsveg, er opinn frá klukkan 13 til 18 alla daga vikunnar og upp úr næstu mán- aðamótum verður haft opið til klukkan 22 á miðvikudagskvöld- um að auki. ÚRVALIÐ í Föndurkofanum er ótrúlega mikið þó að plássið sé ekki stórt. Agætu íöndrarar. það er ókegpis hjá okkur. SýnikEnnsla í skrEytingum að FaKafeni 14 laugardaginn. 18. aktóber kl.12-16. Þú kemur með gamla kransinn, körfuna eða uppáhalds blóma- pottinn og uið hjálpum þér að setja saman fallega skregtingu. Innritun í síma 5812121 og á staðnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.