Morgunblaðið - 18.10.1997, Síða 60

Morgunblaðið - 18.10.1997, Síða 60
80 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ 140 den Remede sokkabuxur Átt þú við fótavandamál að stríða? Láttu REMEDE 140 sjúkranuddsokka- buxumar leysa vandann. mmhg = kvikasilfur á mm OROBLU 6)\ ..í KOLAPORTINU islenska handverks- og hugvitssýningin kl. 11:00-17:00 Inngangseyrir á sýninguna er kr. 300,- fyrir 13 ára og eldri. thailensku IÐIR Opin laugardag og sunnudag Grœnu básarnir við Miðstrœti eru stútfullir af nýrri thailenskri vöru á einstöku verðí. Laser geislarnir komnir aftiir á verði frá kr. 4900,- Laserpennar á kr. 7900,- Eitt mesta úrval landsins á Spice Girl bolum. Úrval af sólgleraugum og lesgleraugum frá kr. 290,- Útskornar trévörur og vatnabuffalóhorn frá norður Thailandi. Úrval af lyklakippum fyrir safnara. Rock bolir í miklu úrvali Princess Diana er nu komin á boli Úrval T-bola í XXXL Fótboltabolir og búningar frá flestum enskum liðum Glæsilegir herra pólóbotir á einstöku verði. Bæði stutt- og langerma Póstkröfusími 898-3998 Kvöldsími 588-9227 SÉRSTAKUR AFSL*TTM^jÁS4Vj. dog fyrir þó i rHaffðu samband og íi« £««* tryggðu þér pfáss i síma 39/ 39vV ________ NÆSTU HELGI Opið laugardqgq og sunnudaga kl. 11-17 ffofgmiÞlaMb - kjarni málsins! ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Rótgróið kynjamisrétti VIÐ vinkonurnar lásum í Morgunblaðinu sunnudag- inn 12. október greinina „Næturmenningin í dags- ljósi“. í þeirri grein ofbauð okkur að talað væri um þær konur sem eiga homma að vini sem hommahækjur. Hvemig stendur á að um þannig vinskap sé farið svona niðrandi orðum? En hvað með stráka sem eiga vin- konur sem eru lesbíur? Eru þeir þá ekki lesbíuhækjur. Þama kemur fram gamla rótgróna kynjamisréttið. Fordómarnir í samfélaginu gagnvart samkynhneigð- um era nógu miklir þó að ekki sé verið að gefa í skyn að samkynhneigðir karl- menn geti ekki gert grein- armun á sönnum vinum og þeim sem sækja í þá einungis út af kynhneigð þeirra. Einnig gefur grein- in til kynna að flöldinn all- ur af gagnkynhneigðum konum fari bara á skemmtistaðinn 22 til að leita sér að hommavinum. Með þessu er búið að stimpla allar konur sem sækja 22 sem homma- hækjur. Svipað og fólk hefur löngum velt fyrir sér hvort maður væri samkyn- hneigður eða tvíkyn- hneigður þar sem maður stundar þennan stað. Hingað til hefur það ekki angrað okkur en homma- hækja er stimpill sem fæstar konur vilja á sig fá. Þegar öllu er á botninn hvoift þá eigum við að vinna að því að útrýma fordómum en ekki ýta und- ir þá. Elín og Karen. Slæm þjónusta ÉG FÓR í verslun Þ. Þor- grímsson í Ármúla fyrir viku síðan. Var þar að kaupa baðþiljur á baðið hjá mér. Þegar ég verslaði hjá þeim í búðinni fékk ég mjög góða þjónustu. Ég fékk síðan menn til að setja þetta upp fýrir mig á bað- ið. Þá segja þeir mér það að það sé galli í þiljunum á tveimur stöðum. Ég hafði stax samband við verslun- ina og talaði þar við yfir- mann. Hann bað um að fá að tala við mennina sem vom að vinna hjá mér og fékk hann það, þeir sögðu honum eins og var að þama væri galli. Hann sýndi þeim ekkert nema leiðindi í símanum og tal- aði ég þá sjálfur við hann en hann var bara með há- vaða og leiðinda framkomu og tók allt illa upp. Ég tel að þetta sé mjög slæm framkoma hjá yfirmanni fyrirtækis að koma þannig fram við viðskiptavini. Ég hringdi síðan seinna í hann aftur til að athuga hvað hann ætlaði að gera í þessu máli en hann skellti þá símanum á mig. En plöt- urnar sem ég fékk voru þær síðustu og ekki verða til nýjar fyrr en næsta sending kemur og baðher- bergið hjá mér er allt á öðram endanum. Hafliði Helgason. Vantar námskeið ER ekki einhvers staðar á öllum þessum líkamsrækt- arstöðvum námskeið í gangi fyrir þá sem em 20 kg eða meira of þungir. Það vantar meira af nám- skeiðum fýrir okkur sem erum of þung. Björg Geirsdóttir. Fyrirspurn um matvæli HVAR er hægt að fá stik- ilsber eða stikilsberjasultu og hvar get ég fengið pip- arrót, næpur, uxahala, medisterpylsur og reyktan ál? Hvernig stendur á því að sumar vömr fást aðeins í skamman tíma og svo þegar maður ætlar að kaupa þær næst þá fást þær ekki? Sigriður Johnsen. SKAK Umsjön Margeir Pétursson SVARTUR leikur og vinnur STAÐAN kom upp í undanrásum Evrópu- keppni taflfélaga nú í haust. Finninn Lehtivara (2.370), Barbican, Englandi, var með hvítt, en Frakkinn Manuel Apicella (2.500) hafði svart og átti leik. Hvítur lék síð- ast 18. Hfl-bl og taldi sig vera að þvinga fram jafntefli, en reyndin var önnur: 18. - Hxa4! 19. Hxb2 - Hxal+ 20. Bfl - Bh3 21. Hxb4 - b5 22. Dd3 - Hxfl+ 23. Dxfl - Bxfl 24. Kxfl - Hd8 25. Ke2 - Kf8 og með peð yfir og tvö samstæð frípeð í hróksendataflinu vann svartur örugglega. Síðar í haust fara úrslit í Evrópukeppni skákfélaga fram í Khasan í Rússlandi. Taflfélagið Hellir tryggði sér þátttökurétt þar með frækinni frammistöðu í Frakklandi um daginn. Það verða aðeins átta sveitir í úrsiitunum, þ.á m. tvær frá Israel og ein ensk, en sveit- ir frá fyrmm Sovétlýðveld- um ættu að vera sigur- stranglegastar. Frí á Norræna VISA bikarmótinu I dag. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson EFTIR klúður í sögnum, þarf sagnhafi svolitla heppni og góða tækni til að bjarga andlitinu. Hann er staddur í sjö spöðum og þarf að glíma við tvö vanda- mál: Hið fyrra er fjarvera trompdrottningarinnar, en hið síðara skortur á slögum: Norður ♦ Á82 7 K1032 ♦ 4 ♦ ÁG962 Vestur Austur ♦ 9 ♦ D743 7 G7 IIIIH 7 D9865 ♦ D9765 111111 ♦ G102 ♦ D10843 ♦ 7 Suður ♦ KG1065 7 Á4 ♦ ÁK83 ♦ K5 Útspil: Laufþristur. Fýrsti slagurinn fæst á laufníu blinds: Svo leggur sagnhafi niður spaðaás og lætur áttuna svífa yfir til vesturs. Hún heldur, sem em góðu fréttimar, en vondu fréttimar em þær að austur á fjórlit. Þá verður að spila trompi öðra sinni úr borði, sem þýðir að ekki er hægt að trompa tígul. Eftir tvær trompumferðir í viðbót og laufkóng, er stað- an þessi: Norður ♦ - 7 K1032 ♦ 4 ♦ ÁG Vestur Austur ♦ - ♦ - 7 G7 llllll 9 D986 ♦ D97 111111 ♦ G102 ♦ DIO ♦ - Suður ♦ 6 7 Á4 ♦ ÁK83 ♦ - Síðasta trompið er tekið ogsíðan ÁK í hjarta. Vestur neyðist til að fara niður á tvo tígla, en síðan þvingar laufásinn austur í rauðu lit- unum. Tíguláttan verður úrsiitaslagurinn. Víkveiji skrifar... HVENÆR halda seljendur vöru og þjónustu eiginlega að jólin séu? Það er engu likara en að að- ventan sé byrjuð, ef marka má auglýsingar kaupahéðna. Á mið- vikudag auglýsti verzlunin Völu- steinn-Tómstund á heilli síðu í Morgunblaðinu: „Jólavörurnar komnar". Síðastliðinn sunnudag auglýsti Hótel Loftleiðir jólahlaðborð, sem að vísu er ekki byijað að bjóða fyrr en 21. nóvember en hótelið sér samt ástæðu til að óska viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla (hinn 12. októ- ber!) og auglýsa undir slagorðinu .jólaheimur út af fyrir sig“. Það sama er uppi á teningnum í Ikea, þar sem Víkveiji kom um miðja vikuna, þ.e. 15. október. Þar var þá búið að raða upp skreyttum jólatijám skammt frá útgöngudyr- unum undir yfirskriftinni ,jólin koma.“ xxx ÍKVERJI óskar þess heitt og innilega að markaðs- og aug- lýsingastjórarnir, sem halda greini- lega nú um miðjan október að jólin séu alveg að koma, kæmu þegar í stað saman í sínum eigin .jólaheimi út af fyrir sig“, helzt einhvers stað- ar langt uppi á hálendinu, og leyfðu okkur hinum að vera í friði fyrir jólaauglýsingaglamrinu að minnsta kosti fram að aðventu, þannig að við verðum ekki búin að fá okkur fullsödd af öllu jólaglingrinu þeirra loksins þegar jólin sjálf koma. xxx ATVINNUÁUGLÝSING í Morg- unblaðinu á þriðjudag segir talsverða sögu um launakjör kenn- ara. Einholtsskóli, sérskóli fyrir 13-16 ára unglinga, óskar eftir kennara til starfa. I auglýsingunni kemur fram að æskilegt sé að við- komandi hafi tveggja ára fram- haldsnám í sérkennslu. Því miður sé ekki hægt að bjóða yfirvinnu eða aukagreiðslur. Starfið er sagt mjög kreíjandi en þó gefandi fyrir kenn- ara, sem hafi gaman af að vinna með unglingum. Meðal æskilegra kosta kennarans eru góð þekking á tölvum, gott skap, hugmynda- auðgi og þolinmæði. Síðan eru launin tilgreind. Ein- holtsskóli getur boðið kennara með B.Ed. próf, þ.e. þriggja ára háskóla- nám að baki, 77.970 krónur á mán- uði. Sérkennara með 14 ára starfs- reynslu, a.m.k. fimm ára háskóla- nám og 20 einingar í námskeiðum að baki er hins vegar hægt að bjóða heilar 106.759 krónur! Miðað við að launakröfur skrif- stofu- og afgreiðsiufólks á almenn- um vinnumarkaði eru sagðar vera a.m.k. 150.000 krónur nú um stundir fyrir störf sem ekki kreíjast háskólamenntunar, jafnvel ekki stúdentsprófs, er ekki að furða þótt flótti sé úr kennarastéttinni. XXX SLÍKUR flótti á sér reyndar stað í fleiri löndum. Hins vegar er athyglisvert að sjá hvernig brugðizt er við, t.d. í Bretlandi. Þar eru laun kennara talsvert hærri en hér. Engu að síður hefur stofnunin, sem hefur yfirumsjón með kennaramenntun þar í landi, nú efnt til auglýsinga- herferðar, sem kosta mun 10 millj- ónir punda, eða milljarð íslenzkra króna, til að laða ungt fólk að kenn- araháskólunum. Frægt fólk á borð við Tony Blair forsætisráðherra, poppstjörnuna Skin og fræði- og sjónvarpsmanninn Sir David Atten- borough mun koma fram í auglýs- ingum og tala um uppáhaldskenn- arann sinn og hvað það skipti miklu máli að hafa góða kennara. Eru íslenzk menntamálayfirvöld opin fyrir hugmyndum af þessu tagi?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.