Morgunblaðið - 18.10.1997, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 18.10.1997, Qupperneq 66
66 LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM r Leikritið Gailerí Njála BRETARNIR Simon Ratcliff og Fel- ix Buxton hafa vakið athygli síðustu ' tvö árin undir nafninu Basement Jaxx. Þeir kumpánar semja tónlist, ‘ þeyta skífum, endurhljóðblanda lög ; annarra og reka hljómplötuútgáfuna . Atlantic Jaxx. Landsmenn þekkja þá líklegast best fyrir lögin Samba Mag- ic, sem náð hefur vinsældum hér ári eftir að það vakti athygli erlendis og Flylife. Liðsmenn Basement Jaxx eru nýkomnir til landsins og hyggjast þeyta skífum á skemmtistaðnum Tunglinu í kvöld. Blaðamaður hitti þá yfir málsverði og eftir hefðbundnar umræður um Björk og Bláa lónið spurði hann þá út í „four deck mbdng“ og annað sem honum þótti áhugavert. Hvað er Basement Jaxx? Simon: Við erum fyrst og fremst framleiðendur, (producers) eða í raun framleiðendur sem þeyta skif- um og langar til að vera tónlistar- menn, við erum núna að vinna að fyrstu breiðskífu okkar hjá XL Records og eftir u.þ.b. mánuð kemur út safnplata frá Atlantic Jaxx þar sem gefin verða út okkar bestu lög hingað til. Notið þið Atlantic Jaxx fyrir Basement Jaxx eða gefið þið út aðra listamenn? Felix: Nei, við höfum einnig gefið út Ronnie Richards og Belo Horizonti með The Heartists og nýlega gerðum við samning við reggaesöngvara sem kemur hvergi nálægt house tónlist en svo höfum við aftur á móti endurhljóðblandað hann með klúbbaspilun í huga, annars erum við svo til hættir að endurhljóðblanda tónlist fyrir aðra, viljum frekar einbeita okkur að eigin tóniist, sérstaklega núna þegar við þurfum að ein- beita okkur að plötunni. Símon: Það þýðir ekki að vera að endurhljóð- blanda tónlist hugsaða fyrir dansstaði þar sem allt þarf að vera kraft- mikið og hratt og reyna líka að vera að semja sína eigin tón- list því hugsunin í danstón- listinni smitast yfir í það sem maður sjálfur er að gera, maður missir ein- beitinguna. Við viljum ii-ekar einbeita okkur að plötunni og sjá hvað við komumst langt með tónlistina. Hvað er „four deck mixing"? Felix: Við vitum það varla sjálfir, við munum komast að því á laugar- daginn, það er í raun bara við tveir, hvor með sitt plötuspilaraparið að þeyta skífum. Skapast engin spenna eða sam- keppni á milli ykkar þegar þið eruð báðir að þeyta skífum í einu? Simon: (brosir) Nei, við spilum fyr- ir áheyrendur en ekki á móti hvor öðrum, trúum á það að ná markmið- um okkar með friðsamlegum hætti. Felix: Við erum á sömu bylgju- lengd svo við hjálpumst að og byggj- um upp spennu saman, ég tek stund- um upp míkrafón en það er þó enginn meginþáttur í framkomu okkar, í framtíðinni munum við færa þetta yf- ir í tónleikahald, verðum með áslátt- arleikara, sambasöngkonur og sitt- hvað fleira. Við höfum ekki enn hald- ið tónleika ; og höfum í raun ekki ákveðið endanlega hvemig það verð- ur, en það verður næsta skrefið hjá okkur, að sjá hvort við stöndumst samanburð við rokkhljómsveitimar. Ætlið þið að skoða næturlífið hér um helgina? Felix: Já, við verðum auðvitað á Tunglinu á laugardaginn og ætlum svo að skoða okkur um í Reykjavík. Utvarpsþáttur í einu hlutverki STEFAN Sturla Sigurjónsson leikur rútubílstjórann og listamanninn sem hlustar á útvarpsþáttinn ásamt áhorfendum. LEIKSÝNINGIN Gallerí Njála er í fullum undirbúningi fyrir frumsýn- inguna sem verður í byrjun nóvember í Borgarleikhús- inu. í vikunni var leikinn út- varpsþátturinn í vikulokin þar sem þjóðkunnir einstak- lingar voru í aðalhlutverki. Það vom borgarstjórinn í Reykja- vík; Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, Arni Þórarinsson rithöfundur, Arni Johnsen alþingismaður og Kolfinna Baldvinsdóttir sagn- fræðingur sem voru gestir þáttar- ins að þessu sinni. Útvarpsþáttur- inn var tekinn upp í Útvarpshúsinu og stjórnandi hans var að venju Þröstur Haraldsson. „Eg er með handrit og er bara viljalaust verk- færi í höndunum á þeim. Þetta er bara smábrot úr þætti,“ sagði Þröstur sem í venjulegum þætti hefur annars konar og eigið handrit sér við hlið. Að sögn Hlínar Agnarsdóttur, leikstjóra og höfundar verksins, er útvarpsþátturinn aðeins eitt atriði af þeim tólf sem leikritið byggist á. „Eitt atriðið heitir „í vikulokin" og er útvarpsþátturinn í vikulokin á rás 1. Þá leikur útvarpið aðalhlut- verkið og leikarinn verður hlustandi eins og áhorfendur. Við erum hérna af því að við viljum að þetta hljómi ósvikið. Þröstur Haraldsson er með þáttinn í vikulokin og stjórnar hon- um líka fyi-ir okkur. Þetta er ákveð- ið stílbragð sem maður getur beitt með því að taka þetta inn sem ann- an miðil á leiksviðið,“ sagði Hlín um uppátækið. Að hennar sögn var leit- að eftir því að fá þekktar raddir til að taka þátt í þættinum svo leikhús- gestir þekktu raddirnar sem eru að ræða þetta ákveðna mál sem snertir mjög mikið líf aðalper- sónunnar. „Það er bara gamall draumur að rætast," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri um hlutverk sitt í leikritinu. „Það er spurning hvort ég er ekki fullgömul til að skipta algerlega um ævistarf. Það er ýmislegt líkt með stjórnmál- um og leiklistinni því menn eru alltaf að hluta til að sviðsetja.“ Borgarstjórinn sagðist ekki vera vanur því að fara eftir handritum í útvarpsþáttum og því síður að lesa texta sem ekki væri frumsaminn. Ingibjörg Sólrún þvertók fyrir að vera taugaóstyrk enda væri ekki um frumraun hennar að ræða. „Eg hef bæði verið í þættinum áður og svo hef ég náttúrlega leikið," sagði borgarstjórinn rétt fyrir upptök- una. Stefán Sturla Sigurjónsson og Sigrún Gylfason leika aðalhlutverk- in í leikritinu en auk þeirra lánuðu Gunnar Eyjólfsson og Kristbjörg Kjeld raddir sínar í leiksýninguna og lásu nokkrar dramatískar setn- ingar úr Njálu. Stefán Sturla átti upphaflegu hugmyndina að ieikrit- inu og var því beðinn um að útskýra hlutverk útvai'psþáttarins í verkinu. „Það er ekkert útvarpstæki á svið- inu en þetta berst til eyrna eins og úr úrvarpstæki. Útvarpið er bara einn af miðlunum sem nútímamað- urinn elst upp við og er bara ein af tilviljunum sem raðast upp og í lok verkins kemur svo niðurstaða. Við lögðum upp með það í byrjun að reyna að láta listformin, hvernig sem þau era: leikhús, tónlist, myndlist eða útvarp, mynda eina heild. Það væri því ekki endilega leikhúsið sem leiddi áfram heldur myndaði þetta eina skemmtilega heild. Með þetta lögðum við Hlín af stað fyrir tveim- ur árum. Hún hló nú að mér þegar ég bað hana fyrst að vinna þetta verk. Að búa til fámenna sýningu sem væri unnin upp úr Njálu!“ Gamall draumur borgarstjóra Útsölustaðir: Clara Kringlu — Slgurboginn Laugavegi — Oculus Austurstræti — Holts Apótek — Vesturbæjar Apótek — Gullbrá Nóatúni - Apótek Kópavogs — Apótek Garðabæjar — Andorra Hafnarfirði — Apótek Keflavíkur — Bjarg Akranesi — Apótek Borgarness - Krisma (safirði — Amaró Akureyri — Hilma Húsavík — Hafnar Apótek Hornafirði — Snyrtihúsið Selfossi — Apótek Grindavíkur. Morgunblaðið/Kristinn ÚTVARPSÞÁTTURINN tekinn upp. Borgarstjór- inn, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáttastjórnandinn Þröstur Haraldsson, Kolfinna Baldvinsdóttir, Árni Þórarinsson og leikstjórinn Hlín Agnarsdóttir. % afsláttur!! ára afmœli!! í tilefniaf ára afmœliGullhallarinnar 18. október nmnuni við veita ■siJ% afslátt 'lépiit* ÍHtikkfo t/ttrtt af öllurn vörum Notit) tœkifœrið og ventlið jálagjafirnar snernrna. <8*tt Laueavegi 49 Simi: 551 7742 ng 561 7740 Basement Jaxx í Tunglinu Kraftmikil og hröð tónlist
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.