Morgunblaðið - 21.10.1997, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Seðlabankinn
SNÚÐU við, Denni minn, þú átt bara að vera heima að naga, góði...
Forðaðu þér og
þínum frá f*TffTff?slvsi
af heita vatninu
Láttu strax setja
SUl£P varmaskipti
á neysluvatnskerfið
og lækkaðu þar
með vatnshitann.
Þér líður betur
á eftir!
Þú færð allt sem til þarf hjá okkur,
við gefum þér góð ráð.
= HÉÐINN =
VERSLUN
SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260
Blað allra landsmanna!
-kjarni málsins!
Groundfish Forum
Sjötta ráð-
stefnan í
London
ALÞJÓÐLEGA sjávarútvegsráð-
stefnan Groundfish Forum verður
haldin í sjötta sinn í London í
næstu vikunni. Ráðstefnan er lok-
uð og ætluð stjómendum í fisk-
vinnslu- og fisksölufyrirtækjum og
er hún sótt af 150 manns frá 45
þjóðum í fimm heimsálfum.
Undirbúningur og framkvæmd
ráðstefnunnar eru í höndum ís-
lenska fyrirtækisins Kynningar og
markaðar - KOM ehf, líkt og verið
hefur frá upphafi.
Fjórir starfsmenn KOM verða í
London meðan á ráðstefnunni
stendur. íslendingar frá stóru fisk-
sölufyrirtækjunum og dótturfyrir-
tækjum þeirra erlendis verða með-
al þátttakenda á ráðstefnunni.
Friðrik Pálsson, forstjóri SH, er
einn af stofnendum Groundfish
Forum og situr í stjórn ráðstefn-
unnar. Þá hefur Alda Möller hjá
Sölumiðstöðinni verið ritstjóri ráð-
stefnubókar Groundfish Forum frá
byijun. Nokkrir íslendingar taka
þátt í dagskrá ráðstefnunnar, en
einn aðalræðumaður verður Magn-
ús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri
umhverfisráðuneytisins.
------» ♦ «----
Ekki áform
um lækkun
hjá Hitaveitu
ALFREÐ Þorsteinsson, formaður
stjórnar Veitustofnana Reykjavík-
urborgar, segir engar áætlanir uppi
um að lækka gjaldskrá orkuverðs
til neytenda hjá Hitaveitu Reykja-
víkur um áramót með svipuðum
hætti og hjá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur.
Alfreð segir að 1,7% raunlækkun
hefði orðið á verði orku frá Hitaveit-
unni undanfarin 3-4 ár. Ekki væru
áform uppi um frekari lækkanir á
þessu stigi.
Fyrirlestur um ferðasögu Maurers
Velviljaður
Islendingum en
hreinskilinn
Baldur Hafstað
Baldur Hafstað dós-
ent heldur fyrirlest-
ur í Kennarahá-
skóla íslands klukkan
16.15 í dag um hálfsárs
dvöl Konrads Maurers á
íslandi árið 1858. Ferða-
saga Maurers fannst árið
1972 í Augsburg í Suður-
Þýskalandi og var gefin
út á dögunum á vegum
Ferðafélags íslands í þýð-
ingu Baldurs. Hann mun
í fyrirlestrinum greina frá
innihaldi ferðasögunnar
og áhugamálum Maurers,
sem snertu íslenskt þjóðlíf
og samfélag.
Kurt Schier, prófessor
í norrænum tungumálum
og menningu við háskól-
ann í Múnchen, útbjó frá-
sögnina til útgáfu ásamt
Stefanie Wúrth, aðjúnkt við há-
skólann í norrænum fræðum, en
Baldur hóf þýðingu á bókinni í
hjáverkum fyrir þremur árum.
„Maurer lauk aldrei við ferðasög-
una, sem gerir hana meira spenn-
andi, því margt flýtur þarna með
sem hæpið er að hann hefði viljað
birta sjálfur á sínum tíma,“ segir
Baldur.
- Fyrir hvað er Maurers helst
minnst?
„Menn muna hann kannski
fyrst og fremst hér fyrir áhuga
hans á þjóðsögunum. Hann var
ómetanlegur stuðningsmaður
Jóns Árnasonar, greiddi götuna
fyrir útgáfu íslenskra þjóðsagna
og sá til þess að þær væru prent-
aðar í Þýskalandi 1862 og 1864.
Færri vita um stuðning hans við
Jón Sigurðsson og sjálfstæðis-
baráttu íslendinga. Hann skrif-
aði til dæmis grein í þýskt blað
um réttarstöðu íslendinga árið
1857 og líklega var það lykillinn
að því hversu höfðinglegar mót-
tökur hann fékk. Menn gáfu
honum stórgjafir og heilu hest-
burðina af bókum og handritum
en á þeim tíma var ekki mikið
af bókum um íslenskt efni í Suð-
ur-Þýskalandi. Það hefði verið
gaman ef þessar bækur hefðu
skilað sér aftur til íslands en
þær voru seldar til Harvard-
háskóla eftir andlát Maurers
árið 1902.“
- Hvernig maður var Maurer?
„Maurer var ótrúlega mikill
lærdómsmaður, prófessor í réttar-
sögu við Múnchenar-háskóla, með
fjöldamörg áhugamál. Hann var
meðal annars nemandi Jakobs
Grimm í Þýskalandi, sem senni-
lega hefur vakið áhuga hans á
þjóðsögum og þjóð-
fræði. Sá áhugi kemur
vel fram í ferðabókinni
því hann skráir hjá sér
ýmislegt í fari íslend-
inga og venjum sem
hann hefur gaman af, til dæmis
hlédrægni kvenna, sem létu sig
hverfa þegar karlamir komu. Ef
þeir voru ekki heima, náði Maurer
oft góðu spjalli við þær og í ljós
kom að konumar kunnu ógrynni
af sögum sem hann skráði hjá sér
og gaf út í Þýskalandi, áður en
þjóðsögur Jóns Ámasonar komu
út.
Hann fjallaði líka um mataræði
íslendinga, hafði mikið dálæti á
skyri og eggjum villtra fugla svo
dæmi séu tekin. Einnig hefur
hann gaman af því hvernig íslend-
ingar tala við gesti sem koma
langt að. Þeir eru spurðir spjörun-
um úr, hvar þeir hafi verið og
► Baldur Hafstað fæddist
hinn 18. maí árið 1948 í
Reykjavík. Hann lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólan-
um í Reykjavík árið 1968 og
B A-prófi í íslensku og sögu frá
Háskóla íslands árið 1971.
Árið 1976 lauk hann MA-prófi
í Winnepeg í þýsku og MA-
prófi í miðaldafræðum frá
háskólanum í Toronto árið
1978. Þá lauk Baldur doktors-
prófi í norrænum fræðum frá
Miinchenarháskóla árið 1991.
Hann er dósent í íslensku við
Kennaraháskóla íslands og
kvæntur Finnu B. Steinsson
myndlistarkonu. Þau eiga
fjögur börn.
hvetja þeir hafí hitt, hvað vömr
hafi kostað á þessum og þessum
stað o.s.frv.“
- Hvaðan kemur íslandsáhugi
hans?
„Væntanlega kviknar hann
vegna áhuga á lögfræði og Grá-
gás, sem er mikilvægasta heimild-
in um norrænt réttarfar. Hann
var í germanskri réttarsögu sjálf-
ur og lagði á sig að læra íslensku
í Kaupmannahöfn sumarið áður
en hann kemur til íslands. Hann
var þar í rúma tvo mánuði til að
læra íslenskuna og lærði dönsku
í leiðinni. íslenskukennararnir
vora heldur ekki af verri endan-
um, Guðbrandur Vigfússon og
Gísli Brynjúlfsson."
- Hvað gerir hann fleira að
umtalsefni?
„Hann fjallar mikið um ástand
lands og lýðs. Á þessum tíma er
gamli biskupsstóllinn í Skálholti
í niðumíðslu og ýmsar blikur á
loft á Hólum. Fjár-
kláðinn geisar og veld-
ur miklum áhyggjum.
En annað bendir til
bjartari tíma og Maur-
er hefur brennandi
áhuga á öllu sem lýtur að framför-
um, til dæmis saltvinnslu, nýjum
aðferðum við æðardúnshreinsun,
lestrar- og framfarafélögum, til
dæmis í Flatey. Hann hefur líka
yndi af að kynnast mönnum sem
brotist hafa áfram af eigin ramm-
leik, eins og Ólafí Sívertsen."
- Er hann velviljaður?
Já, mjög, en hann er hreinskil-
inn Iíka og segir frá drykkjuskap
presta og almennu framtaksleysi
manna. Hann talar líka um
safnaðarsöng, lýsir því gauli sem
tíðkaðist í kirkjum og segir að
íslendingar séu svo sjálfstæðir að
þeir geti ekki einu sinni sungið
saman í kór.“
Konurnar
drógu sig
gjarnan í hlé