Morgunblaðið - 21.10.1997, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Ný líkamsræktarstöð
Sameining samþykkt við utanverðan Eyjafjörð
'ÍE
\
o-
#71 %\bakka-
é? DALVÍK hreppur
3 / (d. Hnsev\
Á Dalvík
72%
12%
Svarfaöardals-
hreppur
\ ' IIIt
Hrísey
\ Arskpgs-
jhreppur
í Svarfaða'r
dalshreppi
16%
Jí Árskógs-
Ihreppi
( Sv Ibar&s-
esibæiw-- sti^ndar-
hreppup7V\hrVpur
Dalvík
Eyjafjarðarsveit
\~Já á kjörskrá 1.001
57,6%\<343) atkvæði greidd
595 eða 59,0%
2,7%
37,9íi/ Auðirog ógildir (16)
-"V- Nei (236)
Árskógshreppur
.. á kjörskrá 224,
RQ atkvæði greidd
Ö»,0%) (98) 141 eða62,9%
2,1%
28,A^- Auðir og ógildir (3)
Nei (40)
Svarfaðardalshr.
_ -. á kjörskrá 168,
Ja atkvæði greidd
(84> 110 eða 65,5%
- Nei (26)
Sameining þriggja sveitarfélaga við
Eyjafjörð samþykkt
Niðurstaðan
afgerandi
WORLD Class hefur opnað nýja
og glæsilega líkamsræktarstöð í
um 500 fermetra húsnæði við
Strandgötu á Akureyri. í stöðinni
eru spinninghjól, hlaupabretti, stig-
vélar, upphitunarhjól og fullkominn
tækjasalur fyrir lyftingar.
í karla- og kvennaklefum eru
LANDEIGENDUR í Vogum við
Mývatn hafa sent umhverfisráðu-
neytinu bréf, þar sem þeir óska
þess að umhverfisráðuneytið gefi
fyrirmæli um að Kísiliðjan dæli úr
botni Vogaflóa og Kálfstjörn.
Svæðið í Vogaflóa er sunnan línu
frá Vogum í Dauðanes, þaðan suður
að Kransi og Auðnavík. Landeig-
endur benda á að framangreint
svæði sé orðið svo grunnt að silung-
ur sé að hverfa. Þeir telja því dæl-
ingu mjög brýna og vona að málið
fái jákvæðar undirtektir.
„Auk þess mun Kísiliðjan
væntanlega fá þar hráefni um ára-
bil. Þá viljum við ennfremur minna
SKIPULAGSNEFND Akureyrar-
bæjar hefur synjað Höldi ehf. um lóð
við Viðjulund, en fyrirtækið hafði í
hyggju að reisa þjónustumiðstöð fyr-
ir stóra bíla við væntanlegt hringt-
org á mótum Þingvallastrætis og
Súluvegar.
Telja fulltrúar í skipulagsnefnd
svæðið ekki henta fyrir bensínstöð
og þjónustumiðstöð fyrir stóra bíla,
m.a. vegna nálægðar við íbúðabyggð
og matvælaiðnað. Því gildir núver-
andi skipulag á þessu svæði áfram,
en samkvæmt því er gert ráð fyrir
STARFSMENN Jarðborana hf., á
bornum Ými, komu á sunnudags-
kvöld niður á rúmlega 70 gráða
heita vatnsæð á um 420 metra dýpi
í borholu á Brimnesborgum í Ar-
skógshreppi.
Holan hefur ekki verið að fullu
mæld en Kristján Snorrason oddviti
sagði að samkvæmt fyrstu vísbend-
ingu gæfi holan um og yfir 30 sek-
úndulítra.
samtals 120 læstir skápar og gufu-
böð. Að sögn Hafdísar Jónsdóttur
er í framtíðinni stefnt að því að
setja upp pall og heita potta utan
dyra.
í Reykjavík hefur verið rekin
World Class líkamsræktarstöð til
ijölda ára og gilda aðgangskort
á Kálfstjörn, þar er að sögn nokk-
uð gott hráefni. Það svæði er alveg
orðið snautt af fiski og mörgum
andategundum, m.a. flórgoða-
naum sem áður var þar í miklum
mæli. Þvi' er mikilvægt að tjörnin
verði dýpkuð með dælingu," segir
ennfremur 5 bréfi landeigenda í
Vogum.
Hreiðar Karlsson, formaður
stjómar Kísiliðjunnar, hafði ekki
heyrt af bréfi landeigenda og gat
því ekki tjáð sig um málið að svo
stöddu. „Það sem ég hins vegar
veit er að Kísiliðjan hefur í einhverj-
um tilvikum dælt úr landhelgi ein-
stakra jarða,“ sagði Hreiðar.
þremur lóðum auk stæðis fyrir stóra
bíla og vinnuvélar.
Skipulagsstjóra og byggingafull-
trúa hefur verið falið að yfirfara og
endurskoða gildandi skilmáia og
tryggja að þeir miði að því að á
svæðinu verði léttur, þrifalegur iðn-
aður eða þjónusta og/eða verslun,
sem ekki hefur truflandi áhrif á
umhverfið. Bent er á í bókun skipu-
lagsnefndar að finna megi svæði
annars staðar í bænum sem betur
henta fyrir þjónustumiðstöð stórra
bíla.
„Við erum afskaplega ánægðir
með þennan árangur enda er þessi
staðsetning holunnar hagkvæmasti
kosturinn og mitt á milli þéttbýlis-
staðanna tveggja. Þetta er yfirdrifð
nóg vatn en rætt hefur verið um
að við þyrftum um 12-15 sekúnda-
lítra fyrir sveitarfélagið. Þetta er
því skemmtilegt innlegg í samein-
ingu sveitarfélaganna,“ sagði Krist-
ján.
viðskiptavina bæði í Reykjavík og
Akureyri. í tilefni opnunarinnar
býðst Akureyringum ókeypis kynn-
ingartími.
Á myndinni eru eigendur World
Class á Akureyri, Hafdís Jónsdótt-
ir, Ásta Hrönn Björgvinsdóttir og
Björn Leifsson.
Ibúðir fyrir
eldri borgara
Svæði við
Mýrarveg
skoðað
VERIÐ er að kanna hvort
svæði norðan við verslunarmið-
stöðina Kaupang, á milli Mýr-
arvegar og Kotárgerðis, henti
undir byggingu fjölbýlishúss
fyrir eldri borgara. Málið var
rætt á fundi skipulagsnefndar
í síðustu viku.
Gísli Bragi Hjartarson for-
maður skipulagsnefndar sagði
að bygging fjölbýlishúss eða
húsa hefði verið til umræðu um
nokkurt skeið, en fram hefur
komið áhugi meðal eldri borg-
ara í bænum að ráðist verði í
fleiri slíkar byggingar. Tvö fjöl-
býlishús með um 70 íbúðum
eru við Víðilund og einnig eru
tvö fjölbýlishús með jafnmörg-
um íbúðum við Lindarsíðu. Bið-
listar eru eftir íbúðum í þessum
húsum.
„Þetta er eitt af þeim svæð-
um sem við höfum skoðað í
tengslum við þessa fyrirhuguðu
byggingu," sagði Gísli Bragi
en nálægðin við fjölbýlishúsin
í Víðilundi og þjónustumiðstöð-
ina sem þar er spilar inn í.
Önnur svæði sem athugað hef-
ur verið með eru í námunda
við fjölbýlishúsin í Lindarsíðu,
svæði sunnan við Hlíð og neðan
við Verkmenntaskólann og í
miðbæ Akureyrar.
Mikið jarðvegsdýpi er á
svæðinu við Mýrarveg og sagði
Gísli Bragi að það væri helsta
skýring þess að þar hefði enn
ekki verið byggt.
Misstu öku-
leyfið
eftir kapp-
akstur
TVEIR ungir piltar voru sviptir
ökuleyfi eftir kappakstur en
samkvæmt mælingu lögreglu
óku þeir á 163 kíómetra hraða.
Piltarnir fóru í skjóli myrk-
urs á Eyjafjarðarbraut eystri
þar sem þeir ætluðu að reyna
með sér hvor bílanna væri
kraftmeiri. Sáu lögreglumenn
til ferða þeirra og mældu hraða
drengjanna sem óku samsíða
á veginum á 163 kílómetra
hraða á klukkustund. Báðir
voru piltarnir sviptir ökuleyfi
samstundis, en annar þeirra
hafði orðið 17 ára nokkrum
dögum áður og þá fengið sitt
ökuleyfi. Hann ók nýjum bíi
móður sinnar.
Lögreglan á Akureyri vill
vara við slíkum kappakstri, en
margir ökumenn hafa verið
sviptir ökuleyfi við þessar að-
stæður. Að sögn lögreglunnar
ögra þeir ekki bara eigin lífi
heldur einnig annarra þegar
þeir aka samsíða á veginum
þannig að bifreið sem kemur á
móti verður í stórhættu. Allir
ökumenn sem aka á 163 kíló-
metra hraða vanvirði gróflega
umferðarreglur og setji sjálfan
sig og samborgara sína í óþarfa
hættu.
ÍBÚAR á Dalvík, í Svarfaðardal og
Árskógshreppi samþykktu í at-
kvæðagreiðslu á laugardag samein-
ingu sveitarfélaganna þriggja. Full-
trúar sveitarfélaganna í sameining-
arnefnd, þeir Kristján Snorrason,
oddviti Árskógshrepps, Atli Frið-
björnsson, oddviti Svarfaðardals-
hrepps og Kristján Ólafsson, bæjar-
fulltrúi á Dalvík, voru að vonum
ánægðir með niðurstöðuna og þeir
eru sammála um að þetta hafi ver-
ið fyrsta skrefið í sameiningu allra
sveitarfélaga við Eyjafjörð.
Talið er að verulegir fjármunir
sparist með sameiningunni og í
bæklingi sem sameiningarnefndin
gaf út fyrir skömmu er talið að
sparnaður á ári sé um 14 milljónir
króna; eða um 6.700 krónur á hvern
íbúa. Ibúafjöldi í sameinuðu sveitar-
félagi er um 2.100 manns.
Opnar fyrir frekari
sameiningu
„Það kom mér á óvart hversu
afgerandi niðurstaðan var, miðað
við úrslitin í kosningunum í vor.
Nú tekur heimavinnan við af fullri
alvöru, m.a. að setjast yfir fjárhags-
áætlun fyrir nýtt sveitarfélag og
samræma þau skref sem stigin
verða í framhaldinu. Gerður var
samningur milli þessara sveitarfé-
laga, að ef til sameiningar kæmi,
myndu þau ekki binda sig frekari
fjárhagsskuldbindingum,“ sagði
Kristján Ólafsson.
Atli Friðbjörnsson sagði úrslitin
ótvíræð og að þau ættu eftir að
hafa áhrif á frekari sameiningu
sveitarfélaga við Qörðinn. Kristján
Snorrason tók undir með Atla og
sagði niðurstöðuna opna möguleika
fyrir enn frekari sameiningu.
Þarf að vera
afgerandi
Helgi Þorsteinsson, bæjarritari á
Dalvík og starfandi bæjarstjóri
sagði það sitt mat að þegar farið
er út í svona kosningar þurfi úrslit-
in að vera afgerandi. „Úrslitin hér
á Dalvík í vor voru ekkert afger-
andi og það munaði 10 atkvæðum.
Þau hefðu getað legið hvorum meg-
in sem var og maður var því engu
nær um vilja kjósenda. Nú er niður-
staðan afgerandi og það er hið besta
mál. Enda er það þannig að þegar
svona skref eru stigin þurfa menn
að vera þokkalega sannfærðir um
að þetta sé ekki tilviljanakennt -
heldur að þetta sé raunverulegur
vilji íbúanna og þessi úrslit gefa
það skýrt til kynna,“ sagði Helgi.
Morgunblaðið/Kristján
HJÓNIN Anna Sveinbjörnsdóttir og Hallur Steingrímsson á
Skáldalæk í Svarfaðardal greiða atkvæði að Rimum sl. laugar-
dag. Við borðið situr kjörnefndin, Gunnar Jónsson, Sigríður
Hafstað, og Björn Daníelsson og við borðendann stendur Sigurð-
ur Marinósson dyravörður.
Morgunblaðið/Kristján
Landeigendur í Yog’um við Mývatn
senda umhverfisráðuneytinu bréf
Vilja að Kísiliðjan
dæli úr Voga-
fióa o g Kálfstjörn
Mývatnssveit Morgunblaðið
Svæðið á mótum Þingvallastrætis
og Súluvegar
Þrifaleg þjónusta
engin bensínstöð
Borað eftir heitu vatni í Árskógshreppi
Nýtanlegt vatn fundið