Morgunblaðið - 21.10.1997, Síða 16

Morgunblaðið - 21.10.1997, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Samtökin um þjóðareign héldu sinn fyrsta fund í Reykjanesbæ Núgildandi lög þjóna ekki hagsmunum almennings Morgunblaðið/Björn Blöndal FRÁ fundinum í Stapa á sunnudaginn. Við borðið silja frá vinstri til hægri: Kjartan Arnberg, skip- stjóri Grindavík, Stefán Erlendsson, stjórnmálafræðingur Hveragerði, Jón M. Arason skipstjóri, Ólafur Hannibalsson blaðamaður, Bárður Halldórsson menntaskólakennari. í pontu er Valdimar Jóhannesson framkvæmdasljóri. Keflavík - Samtök um þjóðareign, sem nýlega voru stofnuð í Reykja- vík til að knýja á um breytingar á núverandi fískveiðikerfi, héldu fund í Stapa í Reykjanesbæ á sunnudag. Innan við eitt hundrað manns voru á fundinum en hann var eigi að síð- ur líflegur því margir tóku til máls og stóð hann í rúma þrjá tíma. Eftirfarandi áiyktun var sam- þykkt á fundinum: Almennur fundur á vegum Samtaka um þjóðareign haldinn í Stapa Reykjanesbæ sunnu- daginn 19. október 1997 lýsir yfir þeirri sannfæringu að núgildandi lög um stjómun fiskveiða þjóni ekki hagsmunum íslensks almennings. Því skorar fundurinn á Alþingi að taka lögin til gagngerrar endurskoð- unar með eftirfarandi markmið að leiðarljósi: 1.) Fiskimiðin eru sam- eign þjóðarinnar og réttur til fisk- veiða myndar aldrei eignarrétt ein- staklinga eða fyrirtækja. 2.) Algert jafnræði og réttlæti verði um nýt- ingu sameiginlegra auðlinda þjóðar- innar. 3.) Veiðistjórn hafi í för með sér hagkvæmustu nýtingu auðlind- anna og henni verði hagað með þeim hætti að fiskistofnum og lífrík- inu verði ekki spillt. Fámennur fundur en góður „Það voru vissulega vonbrigði að ekki komu fleiri því hér er um svo mikið hagsmunamál að ræða fyrir Suðumesjamenn. En fundurinn var góður, hann stóð í góðar þrjár klukkustundir og allir sem töluðu lýstu yfir andstöðu sinni við núver- andi kvótakerfi," sagði Valdimar Jóhannesson, talsmaður samtak- anna „Samtök um þjóðareign“, um fundinn. Valdimar sagði að fram hefði komið að flestir bátar hefðu verið á sjó og eins væri hugsanlegt að þeir hefðu ekki auglýst fundinn nægjanlega vel. „Við munum halda okkar striki. Nú em um 1.200 manns í félaginu og markmiðið er að ná 10.000 fé- lagsmönnum fyrir vorið,“ sagði Valdimar. Hann sagðist einnig hafa orðið var við ótta hjá fólki við að kenna sig við eða láta sjá sig á fund- um samtakanna af ótta við þá sem réðu yfir úthlutuðum aflaheimildum. Valdimar hefur sem kunnugt er höfðað mál gegn sjávarútvegsráð- herra sem neitaði að úthluta honum veiðileyfí og aflaheimildum. Valdi- mar sagði að ríkislögmaður sem ræki málið fyrir hönd ráðherra hefði krafist frávísunar og félli úrskurður í málinu á föstudaginn. Næsti fund- ur samtakanna verður á ísafirði um næstu helgi. Allir á móti núverandi kerfi Eftir stutta framsögu Bárðar Hall- dórssonar fundarstjóra og Valdimars Jóhannssonar fóru fram almennar umræður og voru þeir sem töluðu allir á móti núverandi stjómun fisk- veiða. Meðal þeirra sem tóku til máls voru: Kristján Pétursson, fyrr- verandi deildarstjóri tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli, þakkaði framtak stofnenda samtakanna. Hann taldi að núverandi fyrirkomulag fískveið- anna væri samsæri nokkurra manna sem hafíst hefði árið 1984 og væri í áföngum til að ná settu marki sem væri að koma eignarhaldi á fiskimið- in á fárra manna hendur. Ástþór Magnússon fyrrverandi forsetaframbjóðandi Sagðist óttast að lífeyrissjóðir yrðu gjaldþrota þeg- ar núverandi kerfí myndi hrynja og verðbréf sem þeir hefðu fjárfest í myndu falla í verði. Jón Arason skipstjóri sagði að afleiðingar gengdarlausra veiða á fiski utan kvóta væru farnar að segja til sín. Engan kola væri að fá lengur. Vinnslan færi í ríkari mæli fram um borð í veiðiskipunum þar sem öllum úrgangi væri hent fyrir borð og hann vissi til að aðili sem sér- hæfði sig í vinnslu þorskhausa íhug- aði að flytja þá inn frá Bretiandi. Markús Möller hagfræðingur sagði að núverandi kerfi mismunaði fólki að tilefnislausu sem væri andstætt stjómarskránni þar sem segði að allir ættu að vera jafnir fyrir lögum. Kerfið byði uppá að hægt væri að gera eignir fólks á smærri stöðum úti á landi verðlausar og nefndi Hofsós sem dæmi. Grétar Mar Jónsson, skipstjóri úr Sandgerði og formaður skip- stjóra- og stýrimannafélagsins Vís- is, sagði að því miður væru margir á sjó og það kynni að skýra hversu fáir væru mættir en menn yrðu að halda sínu striki því hér væri um slíkt hagsmunamál að ræða. Kísiliðjan við Mývatn Umsókn um nýtt námaleyfi undirbúin Húsavík - Stjórn Kísiiiðjunn- ar hf. hefur nýlega setið á fundi og rætt málefni verk- smiðjunnar og framtíðarsýn. Stjórnarformaðurinn, Hreiðar Karlsson, sagði að fundurinn hefði samþykkt að endanleg ákvörðun um að setja upp fullkominn hreinsi- búnað á útblástur verksmiðj- unnar lægi fyrir og hæfust framkvæmdir á næstu dög- um. „Þegar því verki er lokið mun útblástur hennar vart verða sjáanlegur auk þess sem turn verksmiðjunnar verður lækkaður verulega.“ Félagið berst fyrir framtíð sinni Ennfremur sagði hann: „Félagið berst fyrir framtíð sinni en núverandi námaleyfi rennur út árið 2010. Líklegt er að hráefni á núverandi vinnslusvæði verði uppurið árið 2003 eða 2004. Félagið er því þegar farið að undirbúa umsókn um nýtt námaleyfi og hefur af því tilefni verið að þróa nýja aðferð við að dæla upp hráefni af botni Mývatns. Tilraunir sem gerð- ar hafa verið á rannsókna- stofu lofa góðu um árangur af þessari aðferð sem raskar yfirborði vatnsborðsins lítið. Stefnt er að því að gera til- raunir með þessari nýju að- ferð í vatninu sjálfu næsta sumar. Þá er hafinn undir- búningur að gerð umhverfis- mats sem samkvæmt lögum er nauðsynlegt að gera áður en tekin verður ákvörðun um nýtt námaleyfí.“ FULLTRÚAR styrktaraðila 22. landsmóts ungmennafélaganna, ásamt Landsmótsnefnd. Frá vinstri ívar Ragnarsson, framkv.stj. Afurðasölunnar, Ingimundur Ingimundarson, form. Landsmótsnefnd- ar, Gísli Halldórsson, UMSB, Kristmar Ólafsson, framkvæmdastjóri mótsins, Rósa Marinósdóttir, UMSB, Birgir Karlsson, UMSB, Einar Ole Pedersen, UMSB, Guðmundur Guðmarsson, forseti bæjar- sljórnar, ÓIi Jón Gunnarsson baijarsljóri, Sigfús Sumarliðason sparisjóðsstjóri, Konráð Andrésson, framkvæmdastjóri Loftorku, og Þórir Páll Guðjónsson kaupfélagsstjóri. Styrktaraðilar fá viðurkenn- ingu frá Landsmóts- nefnd Borgarnesi - Landsmótsnefnd Ungmennasambands Borgar- fjarðar, UMSB, hélt nýverið helstu styrktaraðilum 22. lands- móts ungmennafélaganna, sem haldið var í Borgarnesi sl. sum- ar, hóf og afhenti þeim viður- kenningar fyrir veittan stuðn- ing. Formaður Landsmótsnefnd- ar UMSB, Ingimundur Ingi- mundarson, sagði við þetta tækifæri að mótið væri eitt viðamesta verkefni sem að UMSB hefði tekið að sér. Hefði Bæjarstjóm Borgarbyggðar og Landsmótsnefnd hlotið lof fyrir myndarlegan undirbún- ing og alla framkvæmd méts- ins. Sagði Ingimundur að flest- ir héraðsbúar hlytu að skynja hversu gríðarlega mikið öll uppbygging sem varð í tengsl- um við Landsmótið, hefði að segja fyrir byggðarlagið, þeg- ar litið væri til framtíðar. Framkvæmdastjóri mótsins, Kristmar Ólafsson, sagði að með öflugu fjármálastarfi og ýtrasta sparnaði hefði tekist að ná endum saman í rekstrin- um. Staðan í dag benti til þess að nokkur hagnaður yrði á mótshaldinu og myndi hann renna til UMSB þar sem fjár- hagsstaðan væri nokkuð strembin, eins og hjá flestum íþróttafélögum. Sagði Kristm- ar að þennan árangur mætti fyrst og fremst þakka frábær- um stuðningi fyrirtækjanna fimm, Afurðasölunnar, Kaup- félags Borgfirðinga, Spari- sjóðs Mýrasýslu, Vírnets og Loftorku. í öðru lagi kæmi til góður samningur við Borgar- byggð um mótshaldið. Sá samningur hefði verið hag- stæðari en áður hefði þekkst. Árangurinn af mótahaldinu sagði Kristmar að væri að hans mati fyrst og fremst sú upp- bygging íþróttamannvirkja sem orðið hefði í tengslum við landsmótið. Kvaðst Krist- mar vona að sú uppbygging skilaði betri einstaklingum og betra bæjarfélagi inn í fram- tíðina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.