Morgunblaðið - 21.10.1997, Side 22

Morgunblaðið - 21.10.1997, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Segja 50 hafa verið myrta AÐ minnsta kosti 50 manns féllu er fjöldamorð voru framin í bænum Qizilabad í Afghan- instan í síðasta mánuði, en þar hafa geysað bardagar milli hersveita Talebana, sem eru strangtrúaðir múslímir, og sveita andstæðinga þeirra, að því er haft er eftir íbúum i bænum. Morðin eru talin eitt mesta blóðbað sem orðið hefur í borgarastríðinu sem staðið hefur í landinu í fimm ár. i yfírlýsingu frá hreyfingu Tale- bana, sem eru súnnímúslímar, er sagt að þeir hafí ekki átt neinn þátt í morðunum. íbúar Qizilabad tjáðu Reuters að hin- ir myrtu hafi verið sjítamúslím- ar, og að heimili þeirra hefðu verið brennd. Sambands- sinnar ganga af fundi FULLTRÚAR sambandssinna í viðræðum um framtíð Norður- írlands, er nú standa í Belfast, gengu af fundi í gær vegna deilna um kröfur íra til héraðs- ins. Flokkur Sambandssinna Ulster (UUP), sem talar máli mótmælendatrúaðra íbúa, en þeir eru um 60 af hundraði Norður-íra, tilkynnti að brott- förin væri tímabundin og skor- aði á írsk stjómvöld að láta af kröfum sínum. Formaður UUP sagði að utanríkisráðherra íra, David Andrews, hefði sagt að írar myndu ekki breyta stjómarskrá sinni fyrr en deilu- aðilar kæmust að samkomulagi er bindi enda á átök á N- írlandi. Sambandssinnar vilja að írsk stjómvöld felli út úr stjómarskránni ákvæði um að öll eyjan írland heyri undir þau. Ný höfuð- borg Kaz- akhstan FRESTAÐ hefur verið um tvo mánuði að flytja stjómarsetur Kazakhstans frá borginni Al- maty til borgarinnar Akmola, sem er á steppunum í norður- hluta landsins. Forseti lands- ins, Nursultan Nazarbaíjev ákvað fyrir tveim ámm að Akmola, þar sem um 300 þús- und manns búa, skyldi gerð að höfuðborg, en ákvað í gær að flutningunum skyldi frestað þar til í desember. Stjórnarer- indrekar og erlendir kaup- sýslumenn hafa margir veigrað sér við því að flytja aðsetur sín því harðbýlt þykir í Akmola, þar sem kaldir Síberíuvindar leika óhindrað um á vetmm og á sumrin er allt morandi í moskítóflugum. Grunaður um sex morð LÖGREGLA í Belgíu hefur handtekið sjötugan prest, sem gmnaður er um að hafa myrt sex meðlimi fjölskyldu sinnar, að því er talsmaður ríkissak- sóknara greindi frá í gær. Presturinn er ungverskur að uppruna en hefur verið búsett- ur í Brussel. Er hann grunaður um að hafa myrt tvær fyrram eiginkonur sínar og fjögur böm sín. Presturinn kveðst saklaus af glæpunum. Ráðstefna um félagslega ábyrgð fyrirtækja Mikilvægl að fyrirtæki sinni „þegTiskyldu“ sinni Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. VIÐSKIPTI ganga út á að hagnast, en hagnaður- inn á ekki að vera takmarkið, heldur leiðin til að bæta samfélagið. Þetta er ekki ályktun endur- reistra kommúnista, heldur skoðun, sem lá í loft- inu á ráðstefnu danska félagsmálaráðuneytisins og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ESB, sem haldin var í Kaupmannahöfn fyrir helgi. Efni ráðstefnunnar var félagsleg sam- heldni og ábyrgð fyrirtækja og að sögn Karen Jespersen félagsmálaráðherra er þetta í fyrsta skipti, sem stjórnmálamenn, frammámenn í við- skiptalífinu og fulltrúar opinberra stofnana og einkageirans bera sam- an bækur sínar um þessi efni. Peter Hughes deildarstjóri í National Westminsterbankanum, stærsta breska bankanum, kveður svo fast að orði að fyrirtæki sem ekki taki tillit til félagslegra aðstæðna dagi uppi. Simon Zadek, Institute for Social & Ethical Accountability, ráðgjafarstofn- un um fyrirtæki og félagslega ábyrgð, bendir á að þeir, sem samfélagið útiloki frá vinnu og um leið samfélaginu sjálfu, verði innlimaðir, en spumingin sé hvar. „Hvernig er hægt að reka viðskipti í þjóðfélagi í upplausn?“ Frammámenn úr viðskiptalífinu kynntu á hvaða hátt fyrirtæki þeirra hafa látið samfélag- ið til sín taka. Bemard P. Vergnés framkvæmda- stjóri Microsoft í Evrópu sagði að þó tæknium- byltingarnar virtust miklar, þá væri þetta þó aðeins byijunin. Tækni hefði ekki slegið í gegn fyrr en hún væri alls staðar fyrir hendi, en þó ósýnileg. Þegar hægt væri að tala við tölvur væri tölvubyltingin komin vel áleiðis, þær væm enn of flóknar notkunar og tækniþróun skipti máli þegar þjóðfélagsþróunin væri rædd. Micro- soft hefði valið að leggja áherslu á þjálfun starfs- manna, en einbeitti sér líka að þjálfun einstakra hópa atvinnulausra. Þannig hefði Microsoft til dæmis markvisst þjálfað miðaldra verkfræðinga, sem misst hafa vinnuna. Svíinn Anders Malmfált framkvæmdastjóri Levi Strauss í Evrópu gekk í stólinn í svörtum gallabuxum af réttri tegund, meðan glefsur úr auglýsingum fyrirtækisins undanfarin ár runnu yfír skjáinn. Hann undirstrikaði að ekki mætti gleyma að fyrirtæki, sem ekki gengi vel, gæti heldur ekki sinnt félagslegum aðgerðum. Þær snemst ekki um að gera góðverk og forðast óþægilegar ákvarðanir eins og uppsagnir, heldur að draga úr áhrifum þeirra. „Reynið ekki að halda því fram að þjóð- félagsleg eymd komi viðskiptaheiminum ekki við,“ sagði Malmfált. „Hvernig er hægt að reka viðskipti í þjóðfé- lagi í upplausn?" Hann sagði starfsfólk fyrirtækisins hvatt til að taka þátt í sjálfboðastarfí utan þess og fyrir hveija krónu, sem þannig er lögð til góðra málefna, leggur fyrirtækið til 4 krónur. Aðspurður sagði Malmfált fyrirtækið leggja til 20 milljónir Banda- ríkjadala til félagslegra aðgerða. „Við reiknum ekki út hvað það kosti okkur að gera ekkert, heldur geram við þetta af því við trúum því að þetta sé hið rétta - og það held ég að sé eina rétta afstaðan." Hugarfarsbreyting með nýrri kynslóð í samtali við Morgunblaðið sagði Peter Hug- hes, sem sjálfur er rétt á fertugsaldri og einn af yngri þátttakendum á ráðstefnunni, að ungt fólk í fyrirtækjum myndi örugglega ekki sætta sig við að feta í fótspor hinna eldri eins og ekk- ert hefði í skorist. Það yrði kynslóðabreytingin í þessu eins og öðm. Auk þess tryði hann því staðfastlega að það væri ekki hægt að halda áfram að reka fyrirtæki án þess að taka tillit til hins félagslega umhverfís, sem fyrirtækin búa í. Hið eina rétta væri að stefna að því að gegna þegnskyldu sinni sem fyrirtæki rétt eins og ein- staklingar. „Annars dagar okkur uppi.“ Simon Zadek lagði áherslu á að það væri rangt að tala um félagslega útskúfun. Þó fólk væri útskúfað af vinnumarkaðnum og þá um leið úr samfélaginu, yrði það innlimað annars staðar og þá í glæpagengi og aðra skuggastarf- semi. „Spurningin er hvar þið viljið að fólk sé innlimað," undirstrikaði Zadek. Til að spoma gegn þessu væri mikilvægt að styðja við bakið á þeim, sem vinna meðal atvinnulausra, ungmen- nagengja og annarra jaðarhópa þjóðfélagsins og þar gætu fyrirtækin lagt sitt af mörkum, til dæmis á þeim stöðum, þar sem þau starfa. Félagslegt framtak bætir andann í máli margra kom fram að reynslan frá umhverfísumræðunni mætti ekki endurtaka sig nú. Anders Malmfált rifjaði upp hvemig margir hefðu haldið að umhverfisáhugi yrði aðeins bóla sem hyrfí og fyrirtæki hefðu alltof seint farið að sinna umhverfismálum. Almennt bar mönnum saman um að erfitt væri að setja lög og reglu- gerðir á félagssviðinu, en áhrifamikið væri að fyrirtæki sem sinntu samfélaginu kynntu starf sitt og ekki síst að starfsmenn væru ötulir við að segja öðrum frá. Það kom fram í máli allra þeirra, sem sögðu frá umsvifum eigin fyrir- tækja, að óvænt aukageta af þessu starfi væri betri andi innan fyrirtækjanna. Það þjappaði starfsfólkinu saman og gerði það stoltara og glaðara yfír vinnustað sínum. Er Lars Kolind framkvæmdastjóri Oticon og einn þeirra er undirbjuggu ráðstefnuna reifaði niðurstöðu umræðuhópa sagði hann að fyrirtæki gætu gert margt til að auka samheldni í þjóðfé- laginu. Mörg þeirra einbeittu sér að menntun og þjálfun. Hið opinbera gæti skapað fyrirtækj- um forsendur til að Ieggja sig fram, en það væri iðulega framtak einstaklinga innan fyrir- tækja, sem hefði mest áhrif. ****★, EVROPA^ Umræðan um Efnahags- og myntbandalag Evrópu í Bretlandi Snemmbum aðild ekki talin hyggileg Reuters GORDON Brown heldur tölu í kauphöllinni í London í gær. AÐ GERAST ekki snemma aðili að Efnahags- og myntbandalagi Evr- ópu, EMU, gæti verið skynsamleg- asti kosturinn fyrir Bretland, sam- kvæmt mati hagfræðinga og for- ystumanna í brezku viðskiptalífí, sem Reuters-fréttastofan innti álits í tilefni af því að mikil umræða fer fram þessa dagana í Bretlandi vegna misvísandi upplýsinga um stefnuna sem ríkisstjóm Tonys Blairs hyggst fylgja eftir varðandi EMU. Óvissan sem þessar misvís- andi fregnir af stefnu stjórnarinnar hefur skapað, hefur skaðað ímynd hennar í brezka fjármála- og við- skiptaheiminum; einkum þykir Gor- don Brown fjármálaráðherra hafa rúið sig miklu af því trausti sem honum hafði tekizt að byggja upp hjá annars tortryggnum kauphall- arhéðnum á fyrstu mánuðum ráð- herraferilsins með því að taka ekki af skarið og segja hreint og klárt hver stefna stjórnarinnar væri í þessu viðkvæma máli. „Það er dapurlegt að stefnan í eins mikilvægu máli og EMU virð- ist vera ákveðin frá einni stundu til annarrar," sagði Simon Briscoe, hagfræðingur hjá verðbréfamiðlun- inni Nikko Europe. Skriður komst á umræðuna þeg- ar Financial Times birti fyrir þrem- ur vikum frétt af því að stjórn Blairs hefði ákveðið að taka stefnuna á aðild Bretlands að myntbandalag- inu fljótlega eftir að það verður að vemleika 1999. Fjármálaráðuneyti Browns svar- aði þessum orðrómi engu þar til nú um helgina þegar The Times birti viðtal við íjármálaráðherrann, þar sem hann virtist draga í land með að snemmbúin EMU- aðild Bret- lands komi til greina. Heimildar- menn innan stjómarinnar gáfu enn- fremur í skyn um helgina að EMU- aðild Bretlands yrði ekki tekin á dagskrá núverandi þings, en kjör- tímabili þess lýkur 2002. Brown sagði í gær að mjög ólíklegt væri að Bretland gerðist aðili 1999 og að landið þyrfti á tímabili stöðug- leika að halda í kjölfar þess að EMU verður að vemleika, áður en Bret- land gæti lagt út í að taka þátt í samstarfinu. Samleitni hagkerfa lykilforsenda Þar sem uppgangur er um þessar mundir í ýmsum þáttum brezks efnahagslífs ólíkt þeirri stöðnun eða hæga bata sem hefur einkennt hag- þróunina í mörgum löndum Vestur- Evrópu á síðustu árum þykir brezk- um hagfræðingum ljóst að nauðsyn- leg samhæfíng hagkerfanna sem eiga svo eftir að bindast nánum böndum í EMU sé erfiðari en oft hefur verið látið í veðri vaka. Þessi samhæfíng er að mati hagfræðinga forsenda þess að myntbandalagið takist vel í framkvæmd. „Að gerast aðilar frekar fyrr en síðar var alltaf viðsjárvert," sagði Ciaran Barr, hagfræðingur fjár- málaráðgjafarfyrirtækisins Deut- sche Morgan Grenfell. „Ríkisstjómin verður að stýra landinu inn til mjúkr- ar lendingar - halda verðbólgu niðri um nokkurra ára skeið og lækka vexti smám saman til samræmis við það sem gerist í Evrópu." EMU-skýrsla lögð fyrir þingið Brezka þingið kemur aftur sam- an í næstu viku. Brown sagði í ræðu sinni í kauphöll Lundúna í gær að fjármálaráðuneytið hefði samið „tæmandi" skýrslu um EMU, sem lögð verði fyrir þingið. Brown nefndi þó ekki hvenær til standi að leggja skýrsluna fram. Að sögn Browns veitir skýrslan nákvæm svör við spumingunni um stofnaðild að EMU eða síðar, afstöðu brezkra stjórnvalda til „stöðugleikasáttmál- ans“ svokallaða, sem á að tryggja að aðildarríkin sýni sama aga í rík- isfjármálum og í skýrslunni er enn- fremur greint frá því til hvaða bragða stjórnin vilji grípa til að halda brezkum efnahag í takt við efnahag meginlandsríkjanna. Bretar taka við forsætinu í ráð- herraráði Evrópusambandsins, ESB, í janúar á næsta ári og gegna því í hálft ár. Þetta setur enn meiri þrýsting á brezk stjórnvöld að sýna EMU jákvætt viðhorf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.