Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.10.1997, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997 31 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÁRANGURSER ÞÖRFí KYOTO SENNILEGT er að á ráðstefnu aðildarríkja Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem haldin verður í japönsku borginni Kyoto í desember, verði samþykktar bindandi takmarkanir á útstreymi svokallaðra gróðurhúsaloftteg- unda í iðnríkjunum. Enn er óvíst hver niðurstaðan verður í Ky- oto en líklegt má telja að samstaða geti náðst um að stefna að því á fyrsta áratug nýrrar aldar að minnka útblástur koltvísýr- ings og annarra gróðurhúsalofttegunda þannig að hann verði sá sami og árið 1990 eða heldur minni. Útblástur gróðurhúsalofttegunda hefur vaxið í réttu hlutfalli við hagvöxt í ríkjum heims. Aukin umsvif í efnahagslífi hafa nær alltaf í för með sér meiri útblástur verksmiðja, orkuvera, bíla, flugvéla og skipa. Erfiðlega hefur gengið að finna hag- kvæma orkugjafa í stað jarðefnaeldsneytis, sem enn er brennt í miklum mæli og á stærstan þátt í útstreymi gróðurhúsaloftteg- undanna. Það er því augljóst að þær takmarkanir, sem iðnríkin kunna að undirgangast í Kyoto, munu hafa í för með sér umtals- verðan efnahagslegan kostnað. En um leið fer ekki á milli mála að það er afar brýnt að ríki heims nái samstöðu um bindandi útblástursmörk og grípi til árangursríkra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda. Vísindamenn spá því að haldi fram sem horfir geti loftslag á jörðinni hlýnað verulega vegna áhrifa þessara lofttegunda á lofthjúpinn. Slíkt gæti orðið til þess að sjávarstaða hækkaði, láglend svæði sykkju í sæ og veður versnuðu. Talað er um mestu loftslagsbreytingu síðan á ísöld. Það, sem að íslendingum snýr í þessu efni, er ekki sízt hugsanleg áhrif á hafstrauma, þar með talinn Golfstrauminn, sem á stóran þátt í að ísland er byggilegt. Ríki heims standa nú að mörgu leyti í svipuðum sporum og íslendingar gerðu fyrir nokkrum árum, þegar niðurstöður vísinda- manna bentu til þess að þorskstofninn myndi hrynja, yrði ekki gripið til róttækra og sársaukafullra aðgerða. Þær spár vísinda- manna voru umdeildar, rétt eins og spár þeirra, sem segja að áframhaldandi vöxtur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu muni hafa skelfilegar afleiðingar. En við höfum ekki efni á því nú, frekar en þegar hruni þorskstofnsins var spáð, að taka ekki mark á vísindunum. Það á jafnt við um ástand þorskstofnsins við ísland og ástand lofthjúpsins um jörðina að ef menn draga aðgerðir á langinn þangað til það liggur fyrir hvort vísindamenn- irnir hafa rétt fyrir sér getur orðið of seint að grípa til að- gerða, sem snúa þróuninni við. Það getur orðið erfitt fyrir ísland, rétt eins og önnur iðnríki, að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt þeirri bókun, sem að öllum líkindum verður undirrituð í Kyoto, eins og fram kom í fréttaskýringu í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Samkvæmt spá Hollustuverndar um útblástur gróðurhúsalofttegunda hér á landi næstu áratugi mun hann verða langt yfir þeim mörkum, sem líklegt er að samið verði um í Kyoto, verði ekkert að gert. íslendingar geta þurft að færa fórnir eins og aðrar iðnvæddar þjóðir til að standa við þær skuldbindingar, sem verða samþykkt- ar í Kyoto. Við getum ekki áfram ráðizt í uppbyggingu nýrrar atvinnustarfsemi eða aukið neyzlu okkar án tillits til loftmengun- ar. Við verðum að gera okkar ýtrasta til að spara eldsneyti og nota endurnýjanlega orkugjafa í enn meira mæli. Við þurfum að stuðla að því að fiskveiðiauðlindin sé nýtt með sem hagkvæm- ustum hætti og með sem minnstri sókn, enda er útblástur frá fiskiskipum nærri þriðjungur alls útblásturs gróðurhúsaloftteg- unda hér á landi. Jafnframt kemur vel til greina að leggja á mengunarskatta, sem stuðla að því að draga úr mengun, og kæmu að einhveiju leyti í stað núverandi tekju- og eignaskatta. Þótt aðgerðir af þessu tagi kunni að verða dýrar hafa Islend- ingar enn síður efni á að standa utan þeirrar samþykktar, sem að öllum líkindum verður gerð í Kyoto. Slíkt hefði slæm áhrif á ímynd þjóðar, sem hefur gjarnan viljað vera í fararbroddi I umhverfismálum og byggir lífsafkomu sína að verulegu leyti á þeirri ímynd. Við getum barizt fyrir því á ráðstefnunni að tekið verði tillit til sérstöðu okkar, til dæmis hvað það varðar að ís- land getur boðið „hreina“ orku fyrir stóriðjuver og þannig stuðl- að að því að draga úr heildarútblæstri gróðurhúsalofttegunda í iðnríkjunum, þótt hún aukist hér á landi. En við getum ekki hlaupizt undan þeirri ábyrgð, sem jarðarbúar allir bera á fram- tíð hnattarins. Það á auðvitað við um öll ríki og þjóðir. Kröfur um að þróunar- ríkin taki á sig hluta byrðanna, eins og t.d. Bandaríkin vilja, eru skiljanlegar. Hagvöxtur er nú einna hraðastur í heiminum í ýmsum Qölmennum þróunarríkjum á borð við Kína, Indland og Indónesíu. Þess vegna er sennilegt að stór hluti þeirrar aukn- ingar, sem verður á útblæstri gróðurhúsalofttegunda á næstu árum, eigi sér stað einmitt þar. Enginn vill setja þróunarríkjun- um svo þröngar skorður í þessu efni að það hefti möguleika þeirra til hagvaxtar og aukinnar velsældar. En það er hægt að reyna að stuðla að því að þau geri ekki sömu mistök og iðnrík- in hafa gert. Til þess að þróunarlöndin fallist á slíkt verða þau hins vegar að sannfærast um að iðnríkin vilji taka myndarlega til hendinni í eigin ranni. Meðal annars þess vegna er svo mikil- vægt að áþreifanlegur árangur náist á ráðstefnunni í Kyoto. FYRIRSPURNIR UM ISLAND Farþegar á leið yfir hafið styðja vetrarflugið New York Kalifornía Flórída Massachusetts New Jersey Pennsylvanía lllinois Texas Michigan Virginía 16,1% 10,0% Hlutfall (%) fyrirspurna þeirra tíu ríkja sem mest spurðu Gjaldeyristekjur af . 0 ferðaþjónustu árin 1993-1996 Færri og stærri fyrirtæki eru ferðaþjónustunni lífsnauðsyn Þótt tekjur af erlendum ferðamönnum hafi auk- ist um 31% á fjórum árum er óvíst að Adam verði mikið lengur í Paradís, skrifar Helga Kristín Einarsdóttir. Fyrirtæki í ferðaþjón- ustu standa ekki bara frammi fyrir vísbending- um um minni hluteild á mörkuðum, lélegri af- komu o g skorti á fjár- magni til vöruþróunar og markaðsstarfs, heldur samþjöppun milliliða í ferðaþjónustu erlendis. FÆRRI og stærri fyrirtæki eru lífsnauðsynleg fyrir vöxt og viðgang ferðaþjón- ustunnar. Nær öll fyrirtæki atvinnugreinarinnar eru lítil nema Flugleiðir og fæst með nokkuð eigið fé til uppbyggingar. Magnús Oddsson ferðamálastjóri telur óhjákvæmilegt að framtíðin beri annað í skauti sér en færri og stærri einingar í takti við þróun í öðrum atvinnugreinum. Telur hann reyndar að hagkvæmni stærðarinnar sé lífsnauðsynleg til þess að ná áframhaldandi árangri á næstu áratugum. Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa ít- rekað bent á þörfina fyrir aukið fjár- magn svo atvinnugreinin fái vaxið og segir Magnús Oddsson að stærri og opnari fyrirtæki hijóti að vera leið- in til þess. „Flugleiðir og nú nýverið Samvinnuferðir/Landsýn eru einu ferðaþjónustufyrirtækin sem virk eru á opnum hlutabréfamark- ------------ aði hérlendis. Þeir sem vilja íjárfesta í ferðaþjónustu hafa aðallega þrjá. mögu- leika; að fjárfesta í fyrr- greindum hlutafélögum, kaupa starfandi fyrirtæki eða hefja eigin atvinnu- rekstur. Margir velja síð- asta kostinn og því fjölgar fyrirtækj- um í ferðaþjónustu ört. Á síðasta ári voru til dæmis gefin út 27 ný leyfi til reksturs ferðaskrifstofa, sem flest- ar eru ennþá lítil fyrirtæki." Þess má geta að í handbók Ferða- málaráðs eru um 700 aðilar skráðir í rekstri tengdum ferðaþjónustunni; afþreyingu, gistingu og flutningum. Ferðaþjónustan er næst stærsta atvinnugrein íslendinga hvað gjald- eyrisöflun varðar og gerði Þorleifur Þór Jónsson viðskiptafræðingur lága arðsemi greinarinnar að umtalsefni á Morgunblaðið/Ámi Sæberg EKKI eru allir ferðalangar jafn kampakátir yfir íslandsdvöl. Milli 60-70% eru hissa á verðlagi matar, drykkjar, gistingar og bílaleigubíla. Sneið ís- lensku ferða- þjónustunnar af ferðamark- aði á heims- vísu er 0,05% nýlokinni ferðamálaráðstefnu á Blönduósi. Dæmi voru tekin af rekstri hópbifreiða en afkoma í þeirri grein hefur farið versnandi ár frá ári. End- urnýjun bíla er hverfandi, svo sem kunnugt er, nýir bílar fátíðir og meg- inhluti þeirra sem koma í annarra stað 5-10 ára gamlir bílar frá Evrópu. „Fjöldi smærri rekstraraðila er í þeirri stöðu nú að verða að halda áfram að reka sinn bíl án vonar um endumýjun og þegar að því kemur að bíllinn gefur upp öndina er ekkert annað að gera en að fara með hann í Endur- vinnsluna og hirða skila- gjaldið, einu eftirstöðvarn- ar eftir 10-15 ára starf,“ segir hann. Þorleifur nefnir líka hag- könnun Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda og víkur að stöðu stærri hótela á höfuðborgarsvæðinu. „Rekstrarafkoma fyrir afskriftir, leigu og fjármagnskostnað er upp á rúm 30%. Á landsbyggðinni er þetta hlut- fall hinsvegar tæp 9%, sem ekki stend- ur undir nema litlum hluta fasts kostn- aðar. Tap á starfseminni árið 1995 var því um 8,5%,“ segir hann. Þorleifur segir að því miður liggi slíkar upplýsingar ekki fyrir um at- vinnugreinina í heild sinni. „Sam- kvæmt þeim upplýsingum sem ég hef hefur ástandið á landsbyggðinni síst batnað og staðan á höfuðborg- arsvæðinu færst til hins verra með enn meiri aukningu gistirýmis. Á landsbyggðinni er verið að éta upp eigið fé eigendanna í stórum stíl, auk þess sem sveitarfélögin hafa í fjöl- mörgum tilfellum sett umtalsverða fjármuni í það að styrkja reksturinn." Stærstir og minnstir Sneið íslensku ferðaþjónustunnar af ferðamarkaði á heimsvísu er 0,05%, og hefur tæplega þrefaldast að vöxtum á rúmum áratug, að sögn Jóns Karls Ólafssonar svæðisstjóra Flugleiða í Þýskalandi. „Áður en ég flutti til Þýskalands vann ég hjá einu stærsta einkafyrirtæki á íslandi. Hér ytra vinn ég hjá einu minnsta flugfé- lagi í heimi,“ segir Jón Karl. Athugasemdin er sett fram í gamni, en ekki alvörulaust, og lýsir reyndar í hnotskum tvíbentu viðhorfi ferðaþjónustunnar, þar sem önnur fyrirtæki verða treysta á samstarf við Flugleiðir til þess að eiga mögu- leika á alþjóðamarkaði, en keppa við þá heima fyrir og óttast afleiðingar aukinna umsvifa. Forsvarsmenn Flugleiða telja síðan nauðsynlegt að færa út kvíarnar svo reksturinn megi halda velli og reiða sig á ferðaþjón- ustuna í því sambandi. Einar Sigurðsson aðstoðarmaður forstjóra Flugleiða leggur áherslu á það sameiginlega markmið fyrirtæk- isins og annarra í ferðaþjónustu, að jafna viðskiptin yfír árið. Flugleiðir flytja hér um bil ijórum sinnum fleiri farþega í drýgstu viku sumarsins en lökustu vetrarvikunni og árstíða- sveifla í fjölda ferðamanna til íslands er enn meiri að hans sögn. „Þess vegna er mikil áhersla lögð á að selja ferðir til íslands utan háannatímans. Sem dæmi má nefna að í áætlunum Flugleiða á Bandaríkjamarkaði fyrir næsta ár er gert ráð fyrir því að um 63% sölu félagsins á ferðum til ís- lands verði utan háannar.“ Einar segir að þótt fyrirtækið skil- greini sig sem alhliða ferðaþjónustu- fyrirtæki sé flugreksturinn lang- veigamesta einingin í rekstrinum. Fyrirtækið telji mikilvægt að stækka til þess að ná hagkvæmni stærðar í flugstarfseminni og því hafi leiða- kerfi í millilandaflugi verið byggt upp og markaðsstarfsemi á alþjóðlega vísu aukin jafnt og þétt undanfarin ár. „Þessi uppbygging er mikilvæg fyrir ferðaþjónustuna og stóraukið flug vetur, vor og haust auðveldar markaðsstarf ferðaþjónustunnar á þessum árstímum." Hann segir það í sjálfu sér ekki markmið Flugleiða að auka eigin þátttöku í öðrum greinum ferða- þjónustunnar sem nemur tilteknu hlutfalli, hins vegar skipti íslensk ferðaþjónusta flugreksturinn miklu máli, hún laði ferðamenn til lands- ins og styrki þar með uppbyggingu leiðakerfisins. Fyrirtækið hafi því lagt í ákveðnar fjárfestingar til þess að tryggja viðunandi uppbyggingu og þróun lykilþátta ferðaþjón- ustunnar. Þá segir hann að Flugleiðir hafi keypt Ferðaskrifstofu íslands með það í huga fyrst og fremst að tryggja við- unandi uppbyggingu og þróun í hótel- rekstri úti um land. „Unnið hefur verið að styrkingu Eddu-hótelkeðju Ferðaskrifstofu íslands ------------ með stefnumótun og Ijár- festingu þar sem þurfi. Til dæmis er búið að fjárfesta í og gera endurbætur á hóteli á Höfn í Hornafírði og bygging nýs hótels á Egilsstöðum er langt kom- in,“ segir Einar. Þess má geta að samkvæmt nýrri heilsárskönnun Ferðamálaráðs vill 85,1% gesta koma aftur að sumar- lagi, 15,8% myndu vilja koma um haust og 15,7% um vetur. Spurt var á hvaða árstíma viðkomandi hefði áhuga á að koma aftur. 3,5 milljónir gesta á 50 árum Á síðustu 50 árum hafa 3,5 millj- ónir erlendra gesta heimsótt ísland, þar af um 1.600 þúsund síðustu tíu árin segir Magnús Oddsson. Á liðnu ári komu 200.835 ferðalangar til landsins, 5,8% fleiri en árið 1995. Þjóðveijar voru .fjölmennastir sem fyrr, eða 34.430, Bandaríkjamenn 30.697 og Bretar 22.618. Fjöldi Ijóð- veija sem kom hingað til lands í fyrra dróst hins vegar saman um 6,5% milli ára, miðað við árið 1995, og frekari samdráttur hefur orðið á þessu ári. Fyrstu átta mánuði ársins jókst fjöldi ferðamanna til landsins um 2,4% að sögn Magnúsar en aukning- in yfír sumarið var engin. „Þjóðverj- um fækkaði um 8% yfir sumarmán- uðina, Frökkum um 16% og Bretum um 6%. Það sem jafnar þetta út er að Norðurlandabúum fjölgaði um 9%, Bandaríkjamönnum um 6% og Itölum um 9%,“ segir Magnús. Dieter Wendler Jóhannsson for- stöðumaður skrifstofu Ferðamála- ráðs í Frankfurt segir að 1.000 fyrir- spurnir hafí borist um íslandsferðir á Netinu í september, meira en nokkru sinni fyrr, á sama tíma og þýskum heimsóknum til íslands fer stöðugt fækkandi. Hann hefur eftir framkvæmdastjóra þýska ferðaskrif- stofusambandsins að ferðalöngun Þjóðveija sé enn mjög mikil, þrátt fyrir ótryggt efnahags- og stjórn- málaástand. Þeir fari hins vegar styttri vegalengdir, á ódýrari staði og þangað þar sem þeir fá mest fyr- ir þýska markið. Dieter segir ferðamenn sem hann hitti á liðnu sumri einkum hafa kvart- að undan verðlagi, enda leiðir heiis- árskönnun Ferðamálaráðs í ljós að rúmlega 70% ferðalanga kemur kostnaður við drykki og bílaleigubíla á óvart. Könnunin var gerð á 3.000 manna úrtaki frá 1. júní til 31. ág- úst við brottför úr landi og er frek- ari niðurstaðna með túlkunum að vænta, að sögn Oddnýjar Þ. Óladótt- ur verkefnisstjóra. Fullvinnsla og vöruþróun Dýrtíðin er ekki það eina sem hamlar árangri því fulltrúar Ferða- málaráðs og Flugleiða erlendis kvarta undan skorti á upplýsingum um af- þreyingu fyrir ferðalanginn og tilvilj- anakenndum skilaboðum út á mark- aðinn um það sem við teljum okkur vera að selja. Jón Karl Ólafsson telur vöruþróun í ferðaþjónustunni of hæga og ómarkvissa, upplýsingar sem blasi við ferðamönnum séu sund- urleitar og að við þurfum að stað- setja okkur betur á markaðinum fyr- ir ferðamenn í Evrópu. Einar Gústavsson, forstöðumað- ur Ferðamálaráðs í New York, seg- ir að þótt boðið sé upp á marga ferðamöguleika fyrir þá sem sækja ísland heim sé breytinga þörf. „Mik- ið af þeirri vöru er orðin gömul og greinilegra þreytumerkja vart. Samkeppni og markaður kalla á stöðuga endurnýjun og þróun vör- unnar og ísland er að dragast aftur úr á því sviði.“ Einar segir að markaðssetning ís- landsferða frá Bandaríkjunum hafi verið byggð upp á skipulegan hátt og spjótum þeint að vel menntuðu efnafólki. „Ég vil hvetja íslenska ferðasala til þess að kynna sér þessa þróun betur og leita eftir nýjungum sem falla að markaðinum. Þeir dagar eru líklega taldir að við getum sett upp nokkra túra og selt þá óbreytta á alla markaðina í kringum okkur. Þróunin er mjög misjöfn og eftir- spurn breytist misjafnlega hratt þannig að hver markaður hefur sínar þarfír og einkenni. Við þurfum að laga okkur að þessum sérþörfum í stað þess að reyna að selja öllum sömu vöruna,“ segir hann. Hann nefnir kostnað við markaðssetningu, harða samkeppni, skort á góðum hótelum og verslunum meðal helstu veikleika ís- lenska markaðarins. Um 700 aðilar eru á lista yfir ýmsan rekst- ur tengdan ferðaþjón- ustunni Dieter Jóhannsson nefr.ir ennfrem- ur að upplýsingar um afþreyingu þegar til Islands er komið skorti á skrifstofum ytra. „Sumar greinar ferðaþjónustunnar fá ekki nægilega mikla kynningu í bæklingum ferða- heildsala, svo sem silungs- og sjó- stangaveiði, hestamennska og alvöru gönguferðir upp í óbyggðir. Sorglegt var að sjá í sumar bíla fara með 3-5 manns í stórkostlegar ferðir með góðri leiðsögn í Laka eða Lónsöræfi. Hvar eru pening- arnir? TEKJUR af ferðaþjónustu í fyrra voru tæplega 21 milljarður, sam- kvæmt upplýsingum Seðlabank- ans, sem er 31% aukning frá 1993, og 4,2% meira en árið áður. Magn- ús Oddsson ferðamálastjóri vekur athygli á því að aukningin í fyrra er öll til komin vegna fargjalda- tekna því á sama tíma er um að ræða 2% samdrátt í eyðslu ferða- manna i landinu. Gjaldeyristekjunum er skipt í tvo meginflokka, fargjaldatekjur og áætlaðan ferðakostnað, og aukast fargjaldatekjur úr 7.911 milljónum árið 1995 í 9.033 millj- ónir 1996. Á sama tíma dregst ferðakostnaður saman úr 12.004 milljónum í 11.722 milljónir. Magnús segir erfitt að skýra samdráttinn til fulls þvi nokkurt samræmi sé á milli fjölgunar gisti- nátta og komu erlendra gesta, eða 6-7% í báðum tilfellum milli ára. „ Að vísu eru gildandi lög um gjaldeyristekjur atvinnugrein- anna með þeim hætti að ekki er sjálfgefið að þær tekjur skili sér allar inn í bankakerfið. Og þá þarf ekki að vera óeðlilegt þegar litið er til eðlis ferðaþjónustunn- ar, að sú spurning vakni hvort svört atvinnustarfsemi sé í ein- hverjum mæli til staðar. Ég hef auðvitað engar sannanir í höndunum en það væri óraunsæi að gera ráð fyrir því að þetta vandamál sé ekki til staðar á ís- landi þegar það verður sífellt stærra í nágrannalöndunum, sér- staklega í skattaumhverfi eins og við búum við.“ Magnús segir ennfremur að misræmi milli gjaldeyristekna af sölu fargjalda og eyðslu hafi hald- ið áfram að aukast fyrstu sex mánuði þessa árs. „Gjaldeyris- aukningin er 800 milljónir á því tímabili, þar af sexhundruð millj- ónir í tekjur af fargjöldum, en 200 eru ferðakostnaður. Þarna er eyðslan i landinu ekki heldur í samræmi við aukningu á fjölda gesta, líkt og sést á síðasta ári,“ segir hann. Ég notaði öll tækifæri sem ég hafði til þess að spyija ferðamenn hvers vegna þeir færu ekki í þessar ferðir. Flestir báru því við að þeir hefðu ekki vitað um þær og væru því ekki undirbúnir. Ég trúði þeim því landkynningarskrifstofan í Þýskalandi fær sjaldan upplýsingar um möguleika sem landsvæðin hafa upp á að bjóða,“ segir hann. Ferðaþjónustunni stendur ógn af fleiru því Einar Gústavsson bendir á aukna samþjöppun fyrirtækja á markaðinum vestra. „í Bandaríkjun- um eru 40.000 ferðaskrifstofur og 5.000 í Kanada. Miklar breytingar eru að eiga sér stað, risastórar keðj- ur að myndast á markaðinum, sumar í einkaeign og aðrar í formi markaðs- bandalaga. Fyrir litlar ferðaskrifstof- ur er ekki um annað að ræða en að hrökkva eða stökkva til þátttöku, annars er voðinn vís. Öll stærri flugfélög á markaðinum tryggja sér aðstöðu, annað hvort í samningsformi eða með beinni eign- araðild í samsteypunum. Af tuttugu stærstu ferðaskrifstofum sem selja Evrópuferðir eru að minnsta kosti sjö nú í eigu flugfélaga. Ef svo heldur fram sem horfir getur markaðsdreif- ing íslandsferða orðið erfiðari í fram- tíðinni," segir hann. Einar Sigurðsson tekur í sama streng. „Flugleiðir hafa reynt að bregðast við þessari þróun í Þýska- landi, Hollandi og Sviss með því að byggja upp heildsöluna ísland Tours, og sett upp fyrirtæki í Noregi og Danmörku í sama tilgangi. í Bret- landi og Bandaríkjunum höfum við notað skrifstofur okkar. Air Tours í * Bretlandi er til dæmis með undir sín- um verndarvæng tvö stór flugfélög, keðjur ferðaskrifstofa og hótela, skemmtiferðaskip og fleira," segir hann. írar eyða 150 milljörðuin En hvað er til ráða eigi rödd ís~ lands ekki að verða að mjóróma tísti á alþjóðlegum vettvangi fyrir ferða- langa? Þegar kemur að bolmagni til markaðssetningar virðast önnur ferðaþjónustulönd ríða mun feitari hestum en íslendingar frá viðureign- um sínum við stjórnvöld, sjóði og fjár- festa. Á fjárlögum fyrir árið 1998 eru 68 milljónir ætlaðar til verkefna Ferðamálaráðs í heild og 30 milljónir eymamerktar í þágu umhverfismála og smærri verkefna í markaðssetn- ingu. Markaðshópur í tengslum við stefnumótun í ferðamálum hefur lagt til að 300 milljónir þurfi árlega til markaðssetningar í ferðaþjónustunni ög hugsunin sú að helmingurinn komi frá fyrirtækjum í atvinnugreininni sjálfri og afgangurinn frá ríkinu. Upphæðin þykir hins vegar ganga skammt og vera svo lítilfjörleg, að dómi sumra forsvarsmanna ferða- þjónustunnar, að vera betur varið í þágu málefnis þar sem hún kemur raunverulega að gagni. Magnús Oddsson segir stóraukna þörf á fjármagni til markaðssetning- ar í ljósi aukinnar samkeppni og að vísbendingar séu um að við séum að missa hlutdeild á mikilvægum mörk- uðum. Helgi Pétursson fulltrúi Reykjavík- urborgar í Ferðamálaráði nefnir sem dæmi að þing frænda vorra og for- feðra, íra, hafi gert áætlun um að markaðssetja írland sem ferða- mannaland og afráðið að veija til þess 150 milljörðum króna á tíu ára tímabili, frá 1989 til 1999. Helmingur þess fjár kemur frá írska ríkinu, að hans sögn, og af- gangurinn frá fjárfestum og úr djúp- um vösum Evrópusambandsins. Ætla þeir lika í kjölfarið að búa til 129.000 ný störf. Dieter Jóhannsson segir að nor- rænu landkynningarskrifstofurnar áætli að eyða fímm milljónum marka, eða 200 milljónum íslenskra króna, í þriggja ára landkynningarherferð 1998-2000. Hann segir ennfremur að landkynningarskrifstofa Svíþjóðar hafí sótt sér aukið auglýsingafé, eða 360 milljónir króna, til kynningar í Þýskalandi, og Noregur 420 millj- ónir. Á sama tíma hafí landkynnning- arskrifstofa íslands 24 milljónir til kynningar á öllu meginlandinu. „Norðurlöndin eru ekki þau einu sem við keppum við og ætti öllum að vera ljóst að við gætum gleymst og horfíð af þýska markaðinum ef við tökum ekki þátt í baráttunni um þýsk-s ferðamanninn," segir hann. En hvaðan eiga peningarnir að koma þegar talið er að yfír 90% fyrir- tækja í ferðaþjónustu hafí ekki fjár- hagslegt bolmagn til vöruþróunar-, kynningar- og markaðsstarfs? Einar Sigurðsson segir að Flugleiðir haldi úti öflugu sölu- og markaðsstarfí í tengslum við leiðanetið sem kostar 1,3 milljarða á ári. „Við erum með stóra og öfluga markaðsvél á íslensk- an mælikvarða, samstarf þessa sölu- nets við ferðaheildsölur erlendis er nokkuð öflugt fyrir ferðaþjónustuna í heild. Þessa þekkingu væri hægt að nýta mikið betur.“ Magnús Oddsson segir að ferða- þjónustan muni ávallt þurfa á svO- kölluðum einheijafyrirtækjum að halda þar sem tónninn er settur með hugmyndaflugi og áræði. „Með auknu frelsi eru stöðugt fleiri mögu- leikar að opnast fyrir samstarfí á erlendum mörkuðum. íslensk ferða- þjónustufyrirtæki eiga því möguleika á að hasla sér völl á mörkuðum með hundruðum milljóna íbúa; fyrirtæki sem hafa nægilega fjárhagslega getu til þess að standa að vöruþróun og markaðssetningu á þann hátt sem samkeppni í alþjóðaviðskiptum næstu áratuga krefst. Við munum ekki ná til erlendra fjárfesta fyrr en við o(m- um fyrirtækin enn frekar og gerum þau aðgengilegri. Það hefur sýnt sig í öðrum atvinnurekstri að fólk er til- búið að leggja áhættufjármagn í fyr- irtæki þegar það fær tækifæri til þess, til dæmis á hlutabréfamark- aði,“ segir ferðamálastjóri loks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.