Morgunblaðið - 21.10.1997, Síða 35

Morgunblaðið - 21.10.1997, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 21. OKTÓBER 1997 35 Kí1 Norsk-íslenska síldin FIMMTUDAGINN 9. október var til um- ræðu á Alþingi tillaga þingflokks jafnaðar- manna um auðlinda- skatt á íslenskan sjáv- arútveg. Þetta var þriðja þingið sem þing- flokkar Þjóðvaka og Alþýðuflokks standa að slíkri tillögugerð. í öll skiptin mælti ég gegn þessum tillögum og taldi þær og tel frá- leitar. I umræðunum hinn 9. október benti ég hins vegar á að ef einhver hefði raun- verulegan áhuga á gjaldtöku, þá væri rétt að velta fyrir sér norsk-íslenska síldarstofn- inum. Þetta var alls ekki ný hug- mynd frá mér komin. í Úthafsveiði- nefndinni var þessu hreyft hvað eftir annað. Þetta sagði ég varfærn- islega og tók fram að ég hefði enga vissu fyrir að gjaldtaka væri skyn- samleg. En rétt væri samt að skoða þetta af fullri alvöru. Þessum um- mælum mínum hefur verið misvel tekið. Ég tel því rétt og skylt að gera grein fyrir hvaða hugsun ligg- ur þar að baki. Nýtingarréttur útgerðarinnar Í mínum huga er það aðalatriði þessa máls að nýtingarrétturinn í íslensku fiskveiðiíögsögunni og ís- lenski fískveiðiflotinn verða ekki sundur skildir. Sjálfur hef ég alla tíð efast stórlega um hagkvæmni þess að stjórna veiðunum, sérstak- lega þorskveiðunum, með úthlutun magneininga. Ég hef þá sannfær- ingu að best sé að stjóma þorskveið- unum með því að úthluta sóknarein- ingum sem kæmu í stað aflakvót- anna - alls ekki að svipta flotann veiðileyfum. En þessi skoðun mín snertir ekki það sem hér er til umræðu. íslenski fiskveiðiflotinn hefur hefðarrétt á íslandsmiðum, sá réttur verður ekki af honum tekinn - enda væri slíkt það heimskulegasta sem stjórnvöld gætu tekið sér fyrir hendur. Þess- ar veiðar hafa skilað þjóðfélaginu gríðarleg- um arði, svo fá dæmi eru um annað eins í heiminum á þessari öld. ísland var á mið- aldastigi um síðustu aldamót en í dag er iandið í hópi mestu vel- megunarríkja - mest- megnis fyrir fisk. Lengi vel var aðgangur að fiskimiðunum nokk- uð frjáls. Síðan var tekið til við að takmarka þennan aðgang vegna sívaxandi sóknargetu flotans. Þeg- ar þær reglur voru í mótun datt hins vegar engum í hug þau endemi að svipta fiskveiðiflotann réttindum til að veiða í lögsögunni. Öllum var ljóst að þessi verðmæti yrðu ekki sótt nema með þessum skipum og þeirri kunnáttu og þekkingu sem er fyrir hendi í íslenskum sjávarút- vegi. Þess vegna er það höfuðnauð- syn að virða atvinnu- og hefðarrétt- indi íslenska fiskiskipaflotans á ís- landsmiðum. En um leið er það sérstakt úrlausnarefni hvernig á skal halda þegar nýir stofnar sem enginn hefðarréttur er á koma til sögunnar. Norsk-íslenska síldin Norsk-íslenski sfldarstofninn hefur þá sérstöðu fram yfir nytja- stofna á íslandsmiðum að íslenskar útgerðir hafa litla sem enga nýting- arsögu í veiðum úr stofninum nú á slðari tímum. Aðstæður síldar- og loðnuflotans eru nú þær að hann getur bætt við sig þessu veiði- magni, án þess að auka fastan kostnað að nokkru ráði. Afkoma þessa flota hefur verið góð hin síð- ari ár og verður enn betri með til- Þessi tillaga á því ekk- ert skylt við hugmyndir um auðlindagjald, segir Einar Oddur Kristjánsson, eða þjóðnýtingu þessa at- vinnuvegar. komu norsk-íslensku síldarinnar. Sérstök ástæða er því til að gaum- gæfa hvernig úthluta skuli veiði- réttinum. í samræmi við skoðun mína um atvinnu: og nýtingarrétt útgerðarinnar á íslandsmiðum vil ég velta því upp hvort ekki sé rétt að stjórnvöld gefi útgerðinni kost á að kaupa sér nýtingarrétt á norsk- íslenska síldarstofninum. Það hlýtur að vera mjög mikilvægt fyrir ís- lenska útgerð að menn séu sjálfum sér samkvæmir í þessari umræðu. íslenskir útgerðarmenn hafa óum- deilanlega fullap rétt til að nýta fiskistofnana á íslandsmiðum - það er söguleg hefð. Þegar nýr nytja- stofn birtist á miðunum, sem engin hefð er fyrir hver veiðir, er þá ekki eðlilegt að útgerðin kaupi sér rétt- inn? Þjóðnýting Þessi tillaga mín er ekki tillaga um skatt á útgerðina. Hún er til- laga um að útgerðin kaupi afnota- rétt af ákveðnum fiskistofni af rík- inu. Þessi tillaga á því ekkert skylt við hugmyndir um auðlindagjald eða þjóðnýtingu þessa atvinnuveg- ar. Varðandi skatta og skatt- greiðslur sjávarútvegsins er vert að athuga að það er í alla staði eðlilegt að greinin standi undir þeim opinbera kostnaði sem fellur til vegna fiskveiðanna. Hins vegar verðum við alltaf að vera á varð- Einar Oddur Krisljánsson bergi gagnvart skattlagningu á atvinnuvegina, sjávarútveg jafnt sem aðrar greinar. Pólitískar kröf- ur og tillögur um aukna skattlagn- ingu á atvinnuvegina og að létta þannig skattbyrði almennings, kunna að hljóma vel í munni lýðskrumaranna. En auðvitað er það herfileg blekking. Við hittum okkur sjálf verst fyrir því sam- keppnishæfni atvinnuveganna minnkar um þessa skattlagningu. Þá um leið minnkar geta þeirra til að greiða laun, kaupa vöru og þjón- ustu. Sannfæring mín er að þeim mun meira sem verður eftir af arð- inum hjá fyrirtækjunum, því betra fyrir efnahagslíf landsins og allan almenning. I þessari umræðu allri um gjöld og álögur á sjávarútveg- inn verða menn þó fyrst og síðast að varast þjóðhættulegar hug- myndir eins og t.d. tillögur jafnað- armanna um að bjóða upp veiði- heimildir á Íslandsmiðum, tillögur Guðnýjar Guðbjörnsdóttur um að selja útlendingum veiðiréttinn eða tillögur Péturs Blöndals um að út- deila veiðiréttinum eftir þjóð- skránni. Þessar tillögur allar eiga það sameiginlegt að taka veiðirétt- inn I efnahagslögsögu íslands af íslenska fiskveiðiflotanum. í reynd eru þetta tillögur um þjóðnýtingu. Vitnisburður sögunnar er afdrátt- arlaus. Alltaf, undantekningar- laust alltaf, hefur þjóðnýting at- vinnuveganna leitt til fátæktar. Einfaldasta og fljótvirkasta leiðin til að koma hverri þjóð á vonarvöl er að eyða séreignarréttinum á framleiðshjtækjunum. Veiðirétt- urinn á íslandsmiðum verður að tilheyra íslenska fiskveiðiflotanum. Annars er allt efnahagslíf landsins í upplausn. Góður kostur Þvi meira sem ég velti fyrir mér norsk-íslensku síldinni, þeim mun sannfærðari verð ég um að íslensku útgerðinni beri að kaupa sér þann rétt sem hún á ekki sögulegt til- kall til. Eins og áður segir var hug- myndum mínum misvel tekið. Einn var þó sá sem tók þeim sýnu verst. í Morgunblaðinu hinn 15. október síðastliðinn var haft eftir Kristjáni Ragnarssyni: „Þá mun síldin til heiðurs þeim frekar synda í sjón- um.“ Þetta þóttafulla sjónarmið Kristjáns minnir mig óneitanlega á '' þá góðu konu Snæfríði íslandssól: - Frekar þann versta en þann næst besta. - Ég er heldur alls ekki viss um að íslenskir útgerðar- menn hafi þegar á hólminn er kom- ið sama þóttann og þau Snæfríður og Kristján. Ef það verður ofan á, sem vonandi verður, að íslenskum útgerðarmönnum gefíst kostur á að kaupa á uppboði varanlega afla- hlutdeild í norsk-íslenska síldar- stofninum, þá trúi ég því að marg- ir útgerðarmenn telji það vænlegan kost. Sannarlega er það gríðarlega 4 áhættusamt að kaupa afnotarétt. Mikil óvissa er um þennan síldar- stofn - en lífið er lotterí. Nú skiptir því miklu að vanda undirbúning þessa máls og ná um það sem mestri samstöðu. Með því að gera þetta svona - greiða fyrir veiðiréttinn í stað þess að slá eign sinni á það sem þeir eiga ekki - koma útgerðarmenn í veg fyrir að vopnin snúist í höndum þeirra. Öllu skiptir að veiðirétturinn á íslands- miðum verði ekki skilinn frá ís- lenska fiskveiðiflotanum. Höfundur er alþingismaður. RÆS TIVAGNAR RÆSTIÁHÖLD Samtök um þjóðareign - hvert stefnum við? SAMTÖK um þjóð- areign eru yngstu fjöldasamtök á Islandi. Þau eru aðeins viku gömul en þegar eru á annað þúsund Islend- ingar búnir að skrá sig í þau. Við, sem sitjum í stjórn samtakanna, erum daglega spurð: Hvert stefnið þið? Hvað ætlið þið að gera? Eruð þið með ákveðna hug- mynd um veiðistjórn? Hvað fyrstu spurn- inguna snertir er svarið einfalt. í 1. gr. laga samtakanna segir: „Fé- lagið hefur það að markmiði að stuðia að því að tryggja öllum íslenzkum þegnum jafnan rétt til þess að hagnýta auðlindir ís- lenzkrar efnahagslögsögu og vinna með öllum lögmætum ráðum, þar á meðal lögsókn, að því að ná þessu markmiði sínu.“ Þetta er stefna samtakanna I stuttu máli. Það er ekki flóknara en það. Það er alveg út í hött að fara að spyija okkur um stefnu í öðrum málum eða flækja okkur í þröngt afmarkaða útfærslu á veiðistjórnun. Ekki af því að fólk í stjórn samtak- anna hafí ekki velt fyrir sér hvaða kerfí skuli notað við veiðistjórn held- ur vegna hins að grundvallarskilyrði fyrir allri umræðu um veiðistjórn er að byijað sé á að stöðva umsvifa- laust lénsveldið sem verið er að koma á með kvótakerfinu og að þjóðinni verði skilað aftur auðlindinni. Samtök um þjóðareign hafa innan vébanda sinna fjöldann allan af fólki sem hefur árum saman velt fyrir sér veiðistjórn og sjávarút- vegsmálum almennt. Það er í rauninni vafa- mál að innan nokkurra samtaka annarra sé saman komin jafn fjöl- breytt og mikil þekking og reynsla á sjávarút- vegsmálum eins og í Samtökunum. Stjórn þeirra er nú önnum kaf- in við að skipuleggja starfið, koma upp skrif- stofu til þess að halda utan um félagsgjöld, safna fé, skipuleggja fundi um land allt, setja upp starfshópa til þess að fást við málaflokka svo sem hinar ýmsu hliðar veiði- stjórnunar. Innan skamms fara af stað starfshópar um veiðistjóm. Næsta vor verðum við vonandi búin að koma saman þjóðarsátt um nýja fískveiðistefnu - sátt sem reist er á þessum forsendum: 1. Algert jafnræði og réttlæti verði um nýtingu sameiginlegra auð- linda þjóðarinnar 2. Veiðistjórn hafi í för með sér hagkvæmustu nýtingu auðlind- anna. 3. Kostað verði kapps um að nýting auðlinda þjóðarinnar verði vist- væn. Stjórn samtakanna ætlar ekki að setja fram núna einhveija eina og afdráttarlausa stefnu í fiskveiði- stjórn. Það er ekki hlutverk hennar. Hlutverk hennar er að safna liði, safna félögum og skipuleggja lands- fund fyrir-næsta haust, landsfund sem fyrir verða lagðar hugmyndir til umræðu og afgreiðslu, þannig að Allir íslendingar eiga að hafa jafnan rétt, segir Bárður G. Halldórs- son, til að hagnýta auð- lindir íslenzkrar efna- hagslögsögu. samtökin geti í byijun næsta vetrar, áður en undirbúningur hefst fyrir kosningar, sett fram fískveiðistefnu, sem sátt er um og reist verði á þeim þremur forsendum sem áður eru nefndar. Fyrsta skrefíð er að safna félögum - og safna fé, því baráttan kostar fé og mikla vinnu. Við skorum á alla að hringja inn í Gulu línuna, 580 8000, og skrá sig sem félaga og hringja í síma Samtakanna 552 7200 með fjárframlög. Höfundur er varaformaður Samtakp um þjóðareign. Bárður G. Halldórsson Guðlaugur Þór hefur tekið til hendinni! Nýtt tekjuskattskerfi Guðlaugur hefur lagt fram útfærðar tillögur að nýju tekjuskattskerfí sem leiðir til lækkunar á tekjuskatti og umbunar fólki fyrir dugnað. Betri möguleikar til húsnœðiskaupa Útfærðar tillögur um einfalt og skilvirkt kerfi sem miðar að því að minnka afskipti báknsins og auðvelda fólki húsnæðiskaup. Málefni aldraðra Guðlaugur stýrði vinnuhópi á vegum Sambands ungra sjálfstæðismanna um málefni aldraðra. Hann hefur vakið athygli á því hvernig tekjutenging gerir afkomu þessa hóps erfiða. Guðlaugur Pór - skeleggur talsmaður sjálfstœðisstefnunnar nn i naestu öld Kosningamiðstöðin Austurstræti Stuðningsmenn mg; Simar: 561 9599/561 9526/561 9527 -C Sr r

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.